Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Rítstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiðsla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Sími83033
Kosið verður
um skattastefnu
Lofað var afnámi tekjuskatta af launatekjum. Efndirnar
urðu afturvirkur skattauki 1978 og stórhækkaðir
tekjuskattar 1979. Álagður tekjuskattur einstaklinga í ár
(félög ekki meðtalin) nam 39 milljörðum króna brúttó en 29
milljörðum nettó. Jafnhliða vóru eignaskattar margfaldað-
ir. 1978 kom 50% skattauki á eignaskatt einstaklinga og
100% skattauki á atvinnurekstur. Þessir skattar vóru enn
auknir með nýjum lögum í ár. Álagðir eignaskattar á
einstaklinga hækkuðu um 111% og á atvinnurekstur um
182% milli ára, ef skattaukinn frá fyrra ári er ekki með
talinn. Að auki var lagður nýr skattur á verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði. Óbeinir skattar, sem koma fram í
vöruverði, svo sem vörugjald og söluskattur, vóru og
hækkaðir, eins og heimilin í landinu hafa svo ríkulega orðið
vör við í innkaupum sínum síðustu vikur og mánuði.
Skatttekjur af benzíni og áfengissölu og aðrar skattaleiðir
þróuðust á sömu lund.
Tilgangur þessarar skattheimtu, sem kom fram í lægri
ráðstöfunartekjum almennings og hærra vöruverði, var
sagður sá að skila hallalausum ríkisbúskap 1979 og greiða
niður skuldir við Seðlabanka. Efndirnar verða, að sögn
Ólafs Jóhannessonar, fv. forsætisráðherra, í skýrslu um
Þjóðhagsáætlun 1980, 5—6 milljarða króna rekstrarhalli
ríkissjóðs 1979, sem að sjálfsögðu þýðir skuldasöfnun í stað
skuldaniðurgreiðslu. Dæmigerður vinstri stjórnar árangur.
Samkvæmt frumvarpi Tómasar Arnasonar að fjárlögum
komandi árs á skattheimtan enn að aukast — og ekkert
smáræði. Tekjur ríkissjóðs 1980 eru áætlaðar 100.000
milljónum króna hærri en í ár. Þessi tekjuhækkun á að
koma fram um eignaskatt, tekjuskatt og skatta í vöruverði.
Tómas sagði alla ráðherra fráfarandi stjórnar hafa átt
meiri og minni þátt í mótun þeirrar skattastefnu, er
frumvarpið ber með sér. Það er m.a. þessi skattastefna
vinstri stjórnarinnar, sem kjósendur taka afstöðu til í
komandi Álþingiskosningum.
Hvítflibba-sósíalistar
Morgunblaðið getur tekið undir með Þjóðviljanum,
að sigurstranglegra hefði verið fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, ef hlutur forystumanna launþega í röðum sjálfstæð-
ismanna, Guðmundar H. Garðarssonar og Péturs Sigurðs-
sonar, hefði orðið meiri í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í
Reykjavík, og raunar á það sama við um Ragnhildi
Helgadóttur. Hitt kemur úr hörðustu átt þegar þessi
framboðsflokkur hvítflibbasósíalista reynir að gera sér mat
úr þessum prófkjörsniðurstööum. Á síðasta þingi var aðeins
einn verkalýðsfulltrúi í 14 manna þingliði Alþýðubandalags-
ins. Og sýnt er, að verkalýðsrekandinn Guðmundur J.
Guðmundsson verður sá eini úr félagsramma Verkamanna-
sambandsins, sem skipað verður í líklegt þingmannssæti á
framboðslistum flokksins.
Svanur Kristjánsson, lektor, birti árið 1976 í Þjóðviljan-
um úttekt á hlut verkafólks í framboðsmálum Alþýðubanda-
lagsins. Niðurstaða hans var sú að hlutur verkafólks hefði
lækkað úr 20% hjá gamla Sósíalistaflokknum — um meira
en helming — eða niður fyrir 10% hjá Alþýðubandalaginu.
Hann taldi þá 72% frambjóðenda Álþýðubandalagsins úr
hópi menntamanna, blaðamanna og forstöðumanna fyrir-
tækja og stofnana. Ekki virðist vegur verkafólks hafa vaxið
hjá Alþýðubandalaginu síðan 1976 nema síður sé.
Framboð Alþýðubandalagsins eru yfirleitt ráðin af
þröngum flokksklíkum, þar sem fjöldaáhrif koma ekki til.
Hér í Reykjavík var að vísu viðhaft forval, sem þó náði
aðeins til flokksbundinna og skuldlausra félaga í Alþýðu-
bandalagsfélaginu. Þetta orð skuldlausra minnir á þá
takmörkun mannréttinda frá fyrri tíð, er þeir einir fengu að
kjósa, sem tekjuskatt báru. Vissulega er hægt að stýra
framboðsniðurstöðum betur að vilja flokksforystu með
þessum hætti en með opnu prófkjöri. Engu að síður verður
niðurstaðan sú hjá Alþýðubandalaginu, að eini verkalýðs-
fulltrúinn í líklegu sæti hjá því er Guðmundur J.
Guðmundsson, hvort sem hann svo höfðar til verkafólks sem
alþingiskandídat eða ekki. Þetta er öll þessi verkalýðsreisn.
Svo að ekki sé nú talað um þá þróun, að allt bendir til að
alþýðubandalagsþingmaðurinn úr röðum kvenna í
Reykjavík sé liðin saga — a.m.k. í bili.
Höfum minnkað tap á
utanríkisversluninni
— segir Odvar Nordli um árangur
verðstöðvunarinnar í Noregi
-VIÐ TELJUM að sjá megi þegar nokkurn árangur verð-
og launastöðvunarinnar í Noregi, sem verið hefur að
undanförnu og mun ljúka um áramót þegar hún hefur
staðið í hálft annað ár, sagði Odvar Nordli forsætisráð-
herra Noregs í samtali við Mbl.
-Þegar í dag má segja að
tekist hafi að minnka veru-
lega allar verðhækkanir og
hafa þær lækkað úr 9% í
5% að meðaltali sé litið til
langs tíma, við höfum
minnkað verulega það tap
sem var á utanríkisverslun-
inni, höfum aukið útflutn-
ing á okkar hefðbundnu
útflutningsvörum og erum
nú með jákvæðan vöru-
skiptajöfnuð. Auk þessa
hefur okkur tekist að halda
fullri atvinnu allan tímann,
en það er eitt af höfuð-
markmiðunum, sem sett
var þegar verðstöðvuninni
var komið á.
Hvað tekur við þegar
verðstöðvun lýkur um ára-
mótin?
-Enn er of snemmt að
segja nokkuð til um hvað
tekur við. Á næstunni fara
í hönd samningar við aðila
vinnumarkaðarins og þá
verður farið að ræða spurn-
ingar um launahækkanir
svo og auknar verðhækkan-
ir, en á þessu stigi er ekki
hægt að segja neitt til um
hvað þær samningaviðræð-
ur hafa í för með sér, sagði
Nordli að lokum og vildi
hann aðspurður ekki ræða
um Jan Mayen málið.
Ljósm. ÓL.K.M.
Odvar Nordli forsætisráðherra
Noregs
Frá fundi forsætis- og samstarfsráðherra Norðurlairda:
Samkomulag um norrænan
vinnumarkao einn af horn-
steinum norrænnar samvinnu
Engin ákvörðun um Nordsat ennþá
ÁRLEGUM fundi forsætisráðherra Norðurlanda og
ráðherranefndarinnar lauk í Reykjavík í gær og var þá
haldinn fundur með fréttamönnum þar sem greint var
frá helstu málum fundanna, en jafnframt þeim hélt
forsætisnefnd Norðurlandaráðs fund m.a. til undirbún-
ings næsta þingi ráðsins er halda á í Reykjavík og á
fundi hennar með forsætisráðherrunum var fjallað um
mikilvægustu málin á sviði norrænnar samvinnu næsta
áratug.
Samstarfsráðherrarnir, sem
fara með málefni er snerta
samvinnu Norðurlandanna
greindu forsætisráðherrunum
frá gangi mála og var helst
fjallað um samvinnu á sviði
efnahagsmála, samnorrænar
rannsóknir, norræna sjónvarps-
hnöttinn Nordsat og samvinnu á
sviði stórframkvæmda. Þá bar á
góma þær umræður er farið hafa
fram milli landa EBE og EFTA,
möguleika á þróun samvinnu
þeirra í milli og hversu mikilvæg
þessi viðleitni væri fyrir Norður-
löndin.
Á fundi með fréttamönnum
kom fram að lokið er Nordsat
könnuninni og háfa tæknileg,
fjárhagsleg, lögfræðileg og
menningarleg atriði verið kynnt
ráðherrunum, en sögðu þeir að
ekki væri unnt að taka endan-
lega afstöðu til skýrslunnar fyrr
en umsögn hvers lands lægi
fyrir.
Norræna rannsóknaráðið á
sviði efnahagsmála á nú að
leggja grundvöll að aukinni sam-
vinnu með rannsóknum á efna-
hagssviðinu og voru forsætisráð-
herrarnir sammála um þýðingu
þeirra rannsókna og er hafin
könnun á því hvort gas og olía er
finnast kynni utan Norður-
Noregs, gæti haft þýðingu fyrir
þróun atvinnulífs í Norðurkollu.
Hefur m.a. verið rætt um hlut
Norræna fjárfestingarbankans í
þessu máli.
Einn af hornsteinum nor-
rænnar samvinnu kváðu þeir
vera samkomulagið um norræn-
an vinnumarkað, sem hefur nú
staðið í aldarfjórðung og sagði
Lise Östergaard, einn samstarfs-
ráðherranna, að yfir ein milljón
manna hefði notfært sér þann
möguleika að flytjast milli Norð-
urlandanna og taka upp störf
þar og hefðu þessir flutningar
ekki haft áhrif á atvinnuleysi í
löndunum.
Danir lögðu til að fundum
norrænu forsætisráðherranna
og samstarfsráðherranna yrði
fjölgað og hlaut sú tillaga ein-
róma fylgi og lögðu forsætisráð-
herrarnir áherslu á að þróunin
næsta áratug krefðist meira
samstarfs og örari samskipta á
öllum sviðum norrænnar sam-
vinnu. Einnig var af hálfu Dana
greint frá að til athugunar væri
að taka upp sumartíma í Dan-
mörku 1980 til samræmis við
Þýskaland og verður kannað í
Noregi og Svíþjóð hvort mögu-
leikar eru til samræmingar á
tíma.
Þá létu forsætisráðherrarnir í
ljós ánægju sína yfir því að
ráðherranefndin, samstarfsráð-
herrarnir, mennta- og menning-
armálaráðherrarnir hafa komið
á kerfisbundinni rannsókn á
möguleikum norræns samstarfs
á sviði hagnýtra- og undirstöðu-
rannsókna. Hefur komið í ljós að
Norðurlöndin hafa hvert á
sínum stað verið að leysa ýmis
vandamál með kostnaðarsömum
rannsóknum og sé ljóst að með
aukinni samræmingu megi koma
í veg fyrir tvíverknað. Einnig
var greint frá því að hugmyndir
séu uppi um að efla samvinnu
milli Norðurlandanna með það
fyrir augum að verða betur
samkeppnisfær á alþjóðavett-
vangi til að taka að sér ýmsar
stórframkvæmdir í öðrum lönd-
um.
Forsætisráðherrar Norðurlanda greindu frá helstu málum er til umfjöllunar voru á fundum þeirra með samstarfsráð
herrum og forsætisnefndinni. UómS. ói.k.m.
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra:
„Veiðarnar stöðvaðar nú
með eðlilegum fyrirvara”
REGLUGERÐ um stöðvun loðnu-
veiðanna einhvern næstu daga
verður gefin út í dag, að því er
Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið i gær.
— Á grundvelli þeirra upplýs-
inga og þeirra umræðna, sem fóru
fram með hagsmunaaðilum í dag,
þá hef ég gert ráð fyrir því, að
loðnuveiðar verði stöðvaðar nú
með eðlilegum fyrirvara. Er þá
gert ráð fyrir, að við geymum
okkur nokkurt magn til hrogna-
tímans, eins og áður hefur verið
gert ráð fyrir. Síðan verði farið í
endurmat á loðnustofninum eftir
áramót til að sjá hvort hægt
verður að leyfa frekari veiðar.
Ákvörðun um þetta leyti verður að
öðru leyti kynnt á morgun, sagði
sjávarútvegsráðherra.
Kjartan Jóhannsson var spurð-
ur hvort Norðmenn gætu komið til
með að verða inni í myndinni
varðandi stöðvun veiðanna eða þá
meiri veiði en 600 þúsund tonn.
Svar ráðherrans var svohljóðandi:
— Ég tel, að Norðmenn séu
þegar búnir að koma nógu mikið
inn í myndina, þeir fóru sjálfir 35
þúsund tonnum fram úr því, sem
talað var um að þeir veiddu, og
þeir geta alls ekki gagnrýnt með
neinum hætti stjórnun okkar á
loðnuveiðunum, sem ég tel að hafi
verið skynsamleg, þar sem vlð
leitumst við að taka fyllsta tillit
til hagsmuna annars vegar og
fiskifræðilegrar þekkingar hins
vegar.
Tillögur um hámarksafla
gætu breytzt eftir áramót
Rætt við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing
FISKIFRÆÐINGARNIR Hjálm-
ar Vilhjálmsson og Jakob Jakobs-
son lögðu á fundi með sjáv-
arútvegsráðherra og hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi í gær fram
niðurstöður sameiginlegra rann-
sókna, sem íslendingar og Norð-
menn gerðu á stærð loðnustofns-
ins 25. september til 5. október.
Einnig var á fundinum lögð fram
bráðabirgðaniðurstaða af rann-
sóknaleiðangri, sem farin var i
sama skyni á Bjarna Sæmunds-
syni síðari hluta októbermánað-
ar.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Hjálmar Vilhjálmsson um niður-
stöður þessar og fórust Hjálmari
svo orð.
— Að því er varðar sameigin-
legu rannsóknirnar, þá varð
niðurstaðan sú í stórum dráttum,
að við töldum okkur hafa mælt um
950 þúsund tonn af loðnu á
svæðinu ísland — Grænland —
Jan Mayen í september-október.
Þar af telst okkur til, að um 700
þúsund tonn sé hrygningarloðna,
þ.e.a.s. loðna,sem hrygnir í vor ef
hún fær að lifa svo lengi. Á
grundvelli þessara talna var lagt
til, að leyfilegur hámarksafli yrði
650 þúsund tonn í stað 600 þúsund
tonna eins og áður hafði verið lagt
til.
— Hitt málið, sem við kynnt-
um, var leiðangur á Bjarna Sæm-
undssyni til stofnstærðarmælinga
á loðnu síðari hluta þessa mánað-
ar, sem lauk um síðustu helgi. Ég
er reyndar ekki í stakk búinn til
að skýra frá niðurstöðum hans í
smáatriðum, en bráðabirgðaskoð-
un á þeim gögnum, sem við
fengum í þessum leiðangri, benda
til að ástandið sé eitthvað skárra
en fyrri mælingar höfðu gefið til
kynna. Hins vegar getum við ekki
lagt til hækkun á grundvelli þess-
ara mælinga á þessu stigi og
viljum bíða með frekari tillögur
um breytingar á hámarksafla
þangað til við höfum mælt hrygn-
ingargönguna eftir áramót og
ennfremur skoða endurheimtur
loðnumerkja, sem nú eru óðum að
berast.
— Eitt af því.sem veldur okkur
vandræðum í túlkun gagna er það
hversu smá loðnan er núna og þar
af leiðandi er nokkuð meiri óvissa
að því er varðar þann hluta
heildarstofnsins, sem við höfum
verið að mæla og mun hrygna á
næsta ári. Þetta skýrist þegar
hrygningargangan hefur tekið á
sig endanlega mynd upp úr ára-
mótum og hrygningarloðnan skil-
ið sig frá smáu loðnunni.
— Við teljum, að þær upplýs-
ingar, sem við höfum komið með í
land, gefi til kynna að vænta megi
einhverra breytinga á leyfilegum
hámarksafla þegar við endurmæl-
um eftir áramót og sem betur fer,
þá virðist útlitið breytast í rétta
átt, sagði Hjálmar Vilhjálmsson
að lokum.
FRÁ fundi með sjávarútvegsráðherrar fiskifræðingum, embættismönnum í sjávarút-
vegsráðuneytinu og hagsmunaaðiljum í loðnuveiðum í gær. Emiiia).
Kristján Ragnarsson formaður LÍU:
„Eigum að nýta okkur nýjustu og
beztu upplýsingar hverju sinni”
— OKKUR finnst, að við eigum
á hverjum tíma að nýta okkur
þær nýjustu og beztu upplýs-
ingar, sem fyrir hendi eru þegar
við tökum jafn afdrifaríka
ákvörðun og stendur til að taka
núna, sagði Kristján Ragnars-
son, formaður LÍÚ, í gærkvöldi.
— Við fáum ekki skilið hvers
vegna sjávarútvegsráðherra mið-
ar ekki niðurstöður þess leiðang-
urs, sem rannsóknaskipið Bjarni
Sæmundsson var að koma úr. í
sumarleiðangrinum á loðnan að
hafa verið 500 þúsund lestir, 950
þúsund lestir í septemberleiðangr-
inum og svo er 200 þúsund lestum
bætt við núna eftir síðasta leið-
angurinn.
— Þar sem það var löngu
ákveðið að Bjarni' Sæmundsson
færi í loðnuleiðangur síðast í
október til að gera sambærilegar
athuganir og í fyrra og ég fæ því
ekki skilið hvers vegna nú e/
ekkert tillit tekið til þessara
niðurstaðna þessa leiðangurs
heldur niðurstöðu fundar með
norskum fiskifræðingi, sem sjáv-
arútvegsráðherra sjálfur bað
sérstaklega um að haldinn yrði.
Mér finnst óeðlilegt í þessu efni að
taka norsk ráð fram yfir íslenzk,
sagði Kristján Ragnarsson.
Á stjórnarfundi LÍÚ, sem hald-
inn var síðdegis í gær, var sam-
þykkt eftirfarandi ályktun:
„Með tilvísun til niðurstöðu
síðasta leiðangurs Hafrannsókna-
stofnunarinnar um loðnurann-
sóknir, sem lauk nú um síðustu
helgi, leggur stjórn LÍÚ áherzlu á,
að leyft verði að veiða 100 þúsund
lestir til viðbótar, þannig að heild-
arafli okkar í haust verði 500
þúsund lestir, sem er álíka afli og
á síðastliðnu hausti.
Stjórn LÍÚ mótmælir því, að
miðað verði við niðurstöður úr
norsk-íslenzkum leiðangri, sem
farinn var áður og sjávarútvegs-
ráðherra virðist vilja miða við.
Niðurstöður þessara tveggja leið-
angra eru mjög mismunandi og
gefur íslenzki leiðangurinn tilefni
til að óhætt sé að veiða allt að 200
þúsund lesta meiri afla en fyrri
leiðangurinn, sem farinn var með
Norðmönnum.
Það er mat fiskifræðinga, að
sambærilegur leiðangur í október
á síðastliðnu ári hafi verið mjög
marktækur um stofnstærð. Stjórn
LÍÚ leggur áherzlu á, að haldið
verði áfram að fylgjast með loðnu-
göngum og ákveðið verði um
framhald veiða eftir áramót þegar
ljóst verður hve stór hrýgningar-
árgangurinn verður, sem hefur
göngu á hrygningarstöðvarnar.
Stjórn LÍÚ vekur athygli á, að
engir eiga jafn ríkra hagsmuna að
gæta en útvegsmenn, að þess verði
gætt, að loðnustofninn verði ekki
ofveiddur og þvi beri að fara að
öllu með gát. Mun erfiðara er að
takmarka loðnuveiðar en aðrar
veiðar vegna þess að loðnan geng-
ur ekki nema einu sinni á miðin.
Ef veiðarnar verða takmarkaðar
um of er ekki hægt að vinna það
upp síðar.“