Morgunblaðið - 01.11.1979, Page 41

Morgunblaðið - 01.11.1979, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 41 fclk f fréttum „Senjoríturnar suður á Spáni” + Það er algjör misskilningur ef einhver lesendanna heldur að hér sé um að ræða trimmandi konur á síðkvöldi. — Þessar konur eru í mótmælagöngu í miðborg Madridborgar. — En þaðan bárust þær fregnir fyrir skömmu að 11 konur hefðu verið ákærðar fyrir að hafa látið eyða fóstri. — Konur í Madrid, sem vildu sýna samstöðu með hinum ákærðu konum efndu til mótmælagöngu og myndin er af konum í göngunni. En lögreglan skarst í leikinn og stöðvaði gönguna. Kostaði um 25 milljarða + Þetta er sjálfur Har- old Evans, sem er rit- stjóri stórblaðsins The Sunday Times. Times- menn sjá nú fram á bjartari tíma, því 11 mánaða vinnudeilu við prentarana er loks lok- ið og bráðlega munu blaðapressurnar hjá The Times fara í gang. — Þetta er lengsta vinnudeila í blaðagöt- unni Fleet Street í London, sem sögur fara af. Er talið að vinnudeilan hafi kostað um 30 milljón sterlingspund, sem er umreiknað í ísl. krón- ur um 25 milljarðar. Fyrrum Gestapó- foringi í París + Þessi fréttamynd er tekin í réttarsal í Köln í V-Þýzkalandi, en þar hófust um daginn réttarhöld yfir þremur iyrrum yfirmönnum Gestapó-sveita nazista í Frakklandi. Þeir eru sagðir bera ábyrgð á nauðungarflutningum 75.000 Gyðinga í dauðabúðir. — A þessari mynd (miðri með gleraugu) er sá þeirra, sem mest völdin hafði, Kurt Lischka, nú sjötugur, sem var Gestapó-yfirmaður í París meðan á þýzka hernáminu stóð. Hinir tveir heita Herbert- Martin Hagen og Ernst Heinrichsohn. — Á fyrsta degi réttarhaldanna lýsti Gestapóforinginn því yfir í réttarsalnum, að hann væri þess ekki umkominn af heilsufarsástæðum að svara spurningum réttarins. Tískusýning Föstudag kl. 12.30—13.30 Sýningin, sem veröur í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiönaðar og Hótels Loftleiða. Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatnaðar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boöstólum. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 LNJ límtrésbitar og bogar AF HVERJU NOTUM VIÐ LNJ LÍMTRÉSBITA? Vegna þess að: # Þeir eru ódýrir í uppsetningu. (auðvelt að reisa húsgrind á einum degi) # Þeir eru fallegir á að líta. # Þurfa litið viðhald. # Ryðga ekki. # Þeir veita mikið viðnám gagnvart eldi. # Léttir í meðförum. # Hægt að saga, skrúfa og negla í þá með einföldum verkfærum # Skapa ótrúlega marga möguleika fyrir verkfræðinga og arkitekta. # Öruggt framleiðslueftirlit # Góð og fljót þjónusta. # Stuttur afgreiðslufrestur. # Hagkvæmt verð. Eigum þessar stærðir fyrirliggjandi: 90x400 mm í allt að 25 m lengd 90x300 mm í allt að 25 m lengd 65x266 mm í allt ad 25 m lengd Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.