Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 1
48 SÍÐUR
258. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Atburðirnir i íran:
,
„Sprengjum sendiráðið
beiti Bandaríkin valdi“
Teheran, Washington, 21. nóvember. AP. Reuter.
ÍRÖNSKU stúdentarnir, sem hafa bandaríska sendiráðið í Teheran á valdi sínu og halda þar enn 49 Bandaríkjamönnum í
gíslingu, hótuðu í dag að sprengja sendiráðið i loft upp með öllum gíslunum, geri Bandaríkin alvöru úr þeirri hótun sinni að
beita hervaldi til að reyna að frelsa gíslana. Einn stúdentaleiðtoganna sagði í samtali við fréttamann, að allir gíslarnir yrðu
drepnir jafnskjótt og fyrsti bandariski hermaðurinn stigi fæti á íranska jörð. Jafnframt var því hótað að allir aðrir
Bandaríkjamenn i íran, u.þ.b. 300 manns, verði einnig drepnir, láti Bandaríkjamenn til skarar skriða.
Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar
hótunar Carters Bandaríkjaforseta
í gær þess efnis, að Bandaríkja-
stjórn geti neyðzt til að grípa til
vopna verði allir gíslarnir ekki
látnir lausir. Flugmóðurskipið
Kitty Hawk er nú á leið frá
Filipseyjum inn á Indlandshaf, en
þar er fyrir annað slíkt skip,
Midway, og í fylgd með þessum
skipum, sem bæði eru búin full-
komnustu árásarflugvélum, eru
fjölmörg minni herskip.
Ayatollah Khalkhali, einn trúar-
leiðtoganna í Iran, sagði í dag, að
réttast væri að efna til eins konar
Núrnberg-réttarhalda yfir Carter
Bandaríkjaforseta og Richard
Helms fyrrum yfirmanni banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, og
sendiherra í Iran.
Fólkið, sem stúdentarnir í sendi-
ráðinu í Teheran slepptu fyrr í
vikunni, kom í dag á fund frétta-
manna í Frankfurt. Hér er um að
ræða fimm konur og átta blökku-
menn. Var lesin yfirlýsing frá
stúdentunum í sendiráðinu, en
gíslarnir fyrrverandi kváðust ekki
vilja svara spurningum frétta-
manna vegna öryggis þeirra gísla,
sem eftir urðu í sendiráðinu. Fólkið
leit allt bærilega vel út. Það heldur
í dag heim til Bandaríkjanna. I
yfirlýsingu stúdentanna, sem lesin
var, segir m.a. að Iranskeisari
fyrrverandi muni fá sanngjarna
meðferð verði hann framseldur til
írans og Carter Bandaríkjaforseta
er boðið að koma og vera viðstaddur
réttarhöldin yfir honum.
(Simamynd AP)
Reykhaf stigur til himins eftir að æstur múgur hafði kveikt í bandaríska sendiráðinu i Islamabad i
Pakistan.
.Skjótum banda-
99
rísku hundana
64
100 Bandaríkjamönnum bjargað
af þaki sendiráðsins í Pakistan
Islamabad, 21. nóvember. AP. Reuter.
EINN bandariskur hermaður beið
bana og um hundrað Bandaríkja-
menn voru lokaðir inni i margar
klukkustundir, þegar æstur múg-
ur réðst á bandariska sendiráðið i
Islamabad i Pakistan i dag og
Herútboð
í Zambíu
Lusaka, 21. nóvember. AP.
KENNETH Kaunda Zambíuforseti
kallaði í dag út allan varaher
landsins, svo og alla fyrrverandi
hermenn til að mæta árásum frá
Zimbabwe-Rhódesíu.
Herútboðinu fylgdu miklar árásir
í blöðum landsins á Bretland fyrir
afstöðu Breta í Rhódesíudeilunni.
Litið er á herútboðið sem varnar-
ráðstöfun af hálfu Kaunda frekar
en undirbúning beinna aðgerða
gegn Rhódesíu.
kveikti í þvi. Her landsins bjarg-
aði fólkinu af þaki sendiráðsins,
þegar eldurinn tók að breiðast um
húsið. Mikil skothrið var um hrið i
sendiráðinu, þegar árásin var gerð
á það og særðust 37 menn í þeirri
hrið. Fólkinu var komið fyrir í
brezka sendiráðinu, þar sem öflug-
ur hervörður gætir starfsmanr.a.
Þúsundir Pakistana tóku þátt í
árásinni í þeirri trú, að Bandaríkja-
menn hefðu staðið að árásinni á
helgistað Múhameðstrúarmanna í
Mekka. Voru hrópuð ókvæðisorð um
Bandaríkjamenn og menn hvattir
til að „skjóta bandarisku hundana“.
Zia-ul-Haq forseti Pakistan bað
Carter Bandaríkjaforseta í dag per-
sónulega afsökunar á árásinni á
sendiráðið og skoraði á þegna
landsins að veita erlendum
mönnum í landinu starfsfrið.
Múgur réðst einnig á menning-
arstofnun Bandaríkjanna í Rawal-
pindi og brenndi brezka bókasafnið
í sömu borg. Efnt var til mótmæla-
aðgerða gegn Bandaríkjunum í
ýmsum öðrum borgum Pakistans í
dag.
Zia forseti sagði í kvöld í sjón-
varpsávarpi að það hefðu verið
öfgafullir Múhameðstrúarmenn
sem stóðu fyrir þessum árásum, en
það væri skylda sannra Múha-
meðstrúarmanna að virða réttindi
útlendra sendimanna í landinu. Zia
sagði að það væri fjarstæða að
kenna Vesturlöndum um árásina á
moskuna í Mekka.
Trudeau
hættir
Ottawa, 21. nóv. AP. Reuter.
PIERRE-ELLIOT Trudeau,
fyrrverandi forsætisráðherra
Kanada, tilkynnti i dag í
Ottawa, að hann hygðist
hætta afskiptum af stjórnmál-
um og segja af sér for-
mennsku í Frjálslynda
flokknum frá næsta marz-
mánuði. Trudeau var forsæt-
isráðherra í Kanada í 11 ár
samfleytt, eða þar til flokkur
hans beið ósigur í þingkosn-
ingum fyrr á þessu ári. Trud-
eau sagði á fundi með frétta-
mönnum i dag, að tími væri
kominn til fyrir flokk hans að
fá nýja leiðtoga og að það
væri nauðsynlegt, ætti flokk-
urinn að ná völdurn í landinu
á nýjan leik.
Trudeau átti við ýmis erfið
vandamál að glíma á valda-
ferli sínum, þ.á m. vaxandi
hreyfingu aðskilnaðarsinna í
Quebec, þaðan sem hann er
sjálfur upprunninn. Einkalíf
hans og fyrrverandi konu
hans, Margrétar, var einnig
mikið í sviðsljósinu á meðan
hann var ráðherra. Trudeau er
nú sextugur að aldri. Hann
kom í stutta, opinbera heim-
sókn til íslands fyrir nokkrum
árum.
Vissu um Blunt
segir Margaret Thatcher
Lundúnum, 21. nóvember. AP.
VIÐ upphaf umræðunnar um mál
Anthony Blunts, sem árið 1964
viðurkenndi að hafa stundað
njósnir i þágu Rússa, lýsti Mar-
garet Thatcher forsætisráðherra
þvi yfir i neðri málstofunni, að
fyrirrennurum hennar á forsæt-
isráðherrastóli hefði verið kunn-
ugt um málið.
Skýrði Thatcher meðal annars
frá því að enda þótt Sir Alec
Douglas Home, sem var forsætis-
ráðherra þegar Blunt viðurkenndi
sekt sína, hefði lýst því yfir fyrir
nokkrum dögum að hann hefði
ekkert vitað um málið, hefði það
rifjast upp fyrir honum síðar.
Sjá grein bls. 22.
Hala enn hluta mosk-
unnar á valdi sínu
Riyadh, 21. nóvember. AP.
SÍÐUSTU fregnir frá Mekka
herma að enn skirrist saudi-
arabiskir hcrmenn við að ráðast
til atlögu við „trúvillingana“,
sem hafa hluta Moskunnar
miklu, ásamt ótilteknum fjölda
gísla, á valdi sinu. Fregnir af
árásinni á Moskuna eru mjög
óljósar, en óstaðfestar fregnir frá
Kuwait, þar sem ráðherrar frá
Saudi-Arabiu eru i hópi fulltrúa á
fundi Arababandalagsins, herma
að Saudi-Arabar hafi með vopn-
aðri árás fyrr i dag náð mestum
hluta moskunnar, garði hennar
og Kaaba úr klóm árásarmanna.
auk þess sem þeir hafi frelsað
f jölda gisla.
Meðal gísla, sem enn er talið að
séu á valdi árásarmanna, er fjöl-
skylda Yamanis olíumálaráð-
herra. Gífurleg reiði er nú í öllum
löndum Múhameðstrúarmanna
vegna þeirra helgispjalla, sem
þarna hafa verið unnin, en talið er
að í áhlaupinu á moskuna í gær
hafi árásarmenn fellt fjölda
pílagríma og sært enn fleiri.
Sjá nánar grein á bls. 22.