Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Hreppsneínd Stykkishólms:
Mælir með óbreyttri
skipan skelveiðimála
HREPPSNEFND Stykkishólms-
hrepps gerði síðastliðinn þriðjudag
ályktun vegna yfirstandandi deilu
um skelveiðimál. Segir í ályktun-
inni, að núverandi ástand mála, sé i
eðlilegu framhaldi af þeirri upp-
byggingu og sérhæfingu í vinnslu,
sem átt hafi sér stað síðustu árin.
Ályktunin er eftirfarandi:
„Hreppsnefndin lýsir yfir fullu
trausti á starfsmönnum Sjávarút-
vegsráðuneytisins sem fjalla um
skelveiðimál á Breiðafirði. Um leið
hvetur hreppsnefnd ráðuneytið til að
standa traustan vörð um markaða
stefnu í þeim málum. Hreppsnefnd
minnir á niðurstöður og árangur
fundar um skelveiðimál, sem hald-
inn var í Stykkishólmi 12. janúar sl.
að forgöngu hreppsnefndar, með
heimaaðilum, fiskifræðingum og
starfsmönnum sjávarútvegsráðu-
neytisins.
Núverandi skipan mála er í eðli-
legu framhaldi af þeirri uppbygg-
ingu og sérhæfingu í vinnslu, sem
átt hefur sér stað í Stykkishólmi hin
síðari ár og verið einn meginþáttur í
atvinnusköpun staðarins."
Framkvæmdastjóri VSÍ um bráðabirgðalögin;
„íhlutun í gildandi
kjarasamninga44
MEÐ bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar frá í fyrradag var
ákveðin 2% hækkun á lægstu
iaun. Morgunblaðið spurði Þor-
stein Pálsson framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands íslands
um afstöðu VSÍ til þessara
bráðabirgðalaga.
„Okkar afstaða er sú, að við
lítum á þetta, sem íhlutun í
gildandi kjarasamninga", sagði
Þorsteinn. „Með þessu er verið að
raska umsömdum launahlutföll-
um. Vinnuveitendasambandið og
Alþýðusambandið sömdu í júní-
mánuði síðastliðnum um 3%
grunnkaupshækkun og á grund-
velli þess verðbótakerfis, sem
ákveðið var með efnahagslögunum
í apríl. Ef þau hefðu náð fram að
ganga óbreytt hefðu allir laun-
þegahópar fengið jafna hlutfalls-
lega kauphækkun. Nú hefur ríkis-
stjórnin ákveðið grunnkaupshækk-
un upp á eigin spýtur að því er
varðar hluta launþega og þetta
raskar að sjálfsögðu þeim launa-
hlutföllum, sem verið hafa í gildi
og mun þar af leiðandi gera
samningana eftir áramótin miklu
erfiðari en ella.
Við teljum það vera algjörlega
óafsakanlegt hjá ríkisstjórn að
breyta þannig gildandi kjarasamn-
ingum, enda er hér ekki um neitt
annað að ræða en aukna verðbólgu
og gerir allar yfirlýsingar þeirra,
sem ábyrgð bera í ríkisstjórninni,
um frjálsa kjarasamninga mark-
lausar," sagði Þorsteinn að lokum.
ísafirði 20. nóv. — Svartasta skammdegið fer nú í hönd. Á myndinni, sem tekin var á ísafirði s.l. föstudag,
sést sólin setjast yfir örnum hellandi síðustu geislum sínum yfir staðinn á þessu ári áður en hún hvarf bak
við Vatnahnúk. 24. janúar á næsta ári fagna Isfirðingar sólinni aftur með sólarkaffi á hverju heimili. —
Úlfar.
Meðalþungi dilka 1,30 kg minni en í fyrra:
Tap sauðf járbænda
2000 milljónir króna
Tíðarfarið rysjótt
og lítill afli á landi
TÍÐARFAR hefur að undanförnu
verið rysjótt vestra og afli því
lítill. Fyrstu 10—12 daga mánað-
arins voru Vestfjarðatogararnir á
ufsaveiðum og aflaðist ágætlega,
einkum norður af Víkurál. Togar-
arnir komu flestir inn f gær og i
fyrrinótt eftir 2 daga á veiðum.
Margir togarar lágu undir
Grænuhlíð í fyrrinótt vegna veð-
urs fyrir utan. — Það er greini-
legt að togaraflotinn er alls ekki
of stór og ekki nægilega stór til að
halda uppi atvinnu nema þann
stutta tima þegar aflatopparnir
koma, sagði Jón Páll Halldórsson
á ísafirði í gær.
Að sögn Jóns Páls var gott fiskirí
hjá línubátunum fram að helgi, en
mjög tregur er bátarnir komust á
sjó eftir landlegu. Þá varð ekki vart
neins smokkfisks í fiskinum, en
undanfarið hefur smokkfiskur ver-
ið í allri fiskislóðinni norður með
Vestfjörðum. Hins vegar er langt
síðan smokkfiskur hvarf úr fjörð-
um fyrir vestan.
SAUÐFJÁRSLÁTRUN mun að
mestu lokið. í einstaka sláturhúsi
er þó verið að slátra fullorðnu fé
þessa daga, en lftið er um að
dilkum sé slátrað. Hinn 15. nóv-
ember hafði verið slátrað samtals
960.999 dilkum og 123.363 full-
°rðnU' Meðalfallþungi dilka
reyndist vera 13.08 kg, en í fyrra
var hann 14.38 kg. í ár var
slátrað tæpum 29 þúsund dilkum
fleira en i fyrra en kjötmagnið
reyndist vera 839 tonnum minna.
Nú hefur verið slátrað 33.805
fullorðnu fé fleira en i fyrra og
kjöt er 616 tonnum meira.
Slátrun dilka er mun minni en
gert var ráð fyrir í upphafi
sláturtíðar, vanhöld hafa orðið
mun meiri en áætlað var. Miðað
við Verðlagsgrundvallarverð í
haust nemur tap sauðfjárbænda
um 2000 milljónum króna vegna
mismunar á fallþunga dilka nú og
í fyrra. Tap framleiðanda á þessu
ári vegna vanhalda, aukins fóð-
urkostnaðar og lækkaðs meðal-
fallþunga er mjög tilfinnanlegt,
segir í frétt frá Upplýsingaþjón-
ustu landbúnaðarins. Mesti munur
í einu sláturhúsi á fallþunga nú og
í fyrra var hjá Kaupfélagi Lang-
nesinga, Kópaskeri, þar var með-
alfallþungi 2.59 kg. minni.
Minnsti munur var í sláturhúsi
hjá Afurðasölu Friðriks Friðriks-
sonar, Miðkoti, Þykkvabæ, en þar
var meðalfallþungi 0.22 kg. lægri
en í fyrra. í öllum sláturhúsum
Sláturfélags Suðurlands var mun-
urinn tæpt 1.0 kg. I Árneshreppi á
Ströndum var munurinn 2.52 kg.,
en þar hefur meðalfallþungi dilka
undanfarin ár verið með því
hæsta, sem gerist á landinu.
Hæstur var meðalfallþungi dilka
15.80 kg., það var hjá Kf. Tálkna-
fjarðar, Sveinseyri. í fyrra höfðu
bændur í Árneshreppi á Ströndum
vinninginn þá var meðalfallþungi
í sláturhúsi Kf. Strandamanna á
Norðurfirði 16.22 kg.
Skylduaðild að
lífeyrissjóðum
Frumvarp flutt á næsta Alþingi
RÍKISSTJÓRNIN heíur ákveðið að
flytja á næsta Alþingi frumvarp til
laga um skylduaðild að lífeyrissjóð-
„Hraunkvika neðanjarðar til
framleiðslu á háþrýstigufu“
ÞORBJÖRN Sigurgeirsson
prófessor nefndi erindi það,
sem hann flutti á ráðstefnu
Jarðfræðaféiags íslands siðast-
liðinn föstudag, „Hugleiðingar
um notkun hraunkviku til
framleiðslu háþrýstigufu". I er-
indinu reyndi hann að meta,
hvað gerast muni ef vatni er
veitt á bráðna hraunkviku við
þrýstingsástand það, sem ríkir
á 3000 metra dýpi.
I ágripi að erindinu segir
hann: „Þar sem hraunkvika er
djúpt í jörðu eins og t.d. á
Kröflusvæðinu, eru aðstæður
fyrir hendi til að framleiða þar
gufu með hliðstæðum aðferðum
og gert er í Vestmannaeyjum.
Ein aðalforsendan fyrir þvi, að
gufuframleiðslan gangi greið-
lega er sú, að bergið springi við
kólnunina, sem vatnið veidur,
svo að opnar sprungur veiti
vatninu stöðugt aðgang að
nýju, heitu bergi eftir því sem
kólnunin breiðist út. Vitað er að
þetta gerist þegar vatni er veitt
á bráðið hraun á yfirborði
jarðar.“
Morgunblaðið spurði prófessor
Þorbjörn að því hverjir væru
möguleikar á því að þessi hug-
mynd gæti orðið að veruleika á
Kröflusvæðinu.
—Um þetta veit ég í rauninni
ósköp lítið, sagði Þorbjörn. —Ég
býst við að hægt sé að bora niður
á þetta dýpi, en veit hins vegar
ekki um hversu auðvelt er að fá
vatn og fleira slíkt. Mjög líklegt
er, ef reynt yrði, að hægt væri að
fá upp heita og háþrýsta gufu, ef
á annað borð tekst að framleiða
gufu á þennan hátt. Aðstæður
eru þarna allt aðrar en í Vest-
mannaeyjum, þar sem gufan
tapast út í loftið ef einhver
þrýstingur kemur á hana. Þarna
væri hún lokuð inni og þyrfti að
fara upp í gegnum borholur, sem
sérstakiega væru boraðar fyrir
þetta. Aðstæður eru þó þær
sömu að því leyti, að vatni væri
veitt á bráðið hraun í báðum
tilvikum, en í Eyjum þurfum við
Þorbjörn Sigurgeirsson próf-
essor.
ekki borholur til að veita vatni á
hraunið.
— Ég hef verið að velta því
fyrir mér hvort þrýstingurinn
gæti varnað því, að sprungur
mynduðust við kælinguna eins
og myndast í hrauninu í Vest-
mannaeyjum. Þær eru algjör
nauðsyn til þess að hagkvæmt sé
að ná varmanum úr hrauninu á
þennan hátt og gera það að
verkum, að vatnið berst stöðugt
nálægt _ bráðnu hrauni þó að
hraunið" kólni niður. Eg tel
líklegt að ástandið sé þannig að
sprungur mynduðust, þó svo að
endanlega hafi ekki verið sýnt
fram á það. Betri vitneskju
vantar um eiginleika storku-
bergsins til að geta verið viss.
— Þessi hugmynd er komin í
framhaldi af því, að við notum í
Vestmannaeyjum bráðnað
hraunið til að vinna úr því
varma og þá kemur eðlilega upp
hugmyndin hvort hægt sé að
beita hliðstæðum aðferðum neð-
anjarðar. Þetta hefur hvergi
verið gert, en í Bandaríkjunum
eru hópar, sem hafa áhuga á
þessum málum, þ.e. orkuvinnslu
úr bráðnu hrauni og ég hef verið
í sambandi við þá aðila síðan í
sumar, sagði Þorbjörn Sigur-
geirsson að lokum.
um, sem tryggja myndi, ef að
lögum yrði, lifeyrissjóðsréttindi
allra landsmanna á aldrinum 16—
74 ára, sem atvinnutekjur hafa hér
á landi.
í fréttatilkynningu frá heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu
segir: „í athugasemdum við frum-
varp það til laga um eftiriaun til
aldraðra, sem ríkisstjórnin lagði
fram á Alþingi vorið 1979, sagði, að
stefna bæri að því, að þegar á árinu
1979 yrði komið á skylduaðild að
lífeyrissjóði fyrir alla starfandi
menn, sem þátttökuskylda nær enn
ekki til samkvæmt lögum eða kjara-
samningum.“
Óska-
stjórn
Fram-
sóknar
MARKÚS Á. Einarsson,
frambjóðandi Framsóknar-
flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi, sagði á fundi með
menntaskólanemum í Kópa-
vogi í fyrrakvöld að óska-
stjórn Framsóknarflokksins
eftir kosningar væri vinstri
stjórn.