Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 19 Formaður félagsins, Arnfriður Ísaksdóttir, með Rannveigu Gunn- laugsdóttur, sem varð nr. 2 i Norðurlandakeppninni og Norðurlanda- meistari i daggreiðslu i framúrstefnustil. Hún heldur á verðlaunaskál- inni úr þykkum krystal. voru búnir að æfa sig í mánuð á hverju kvöldi. Og það er mikil ábót, þegar fólk er með heimili og börn og vinnur við hárgreiðslu, eins og bæði Rannveig og Sólveig gera. Og ekki hægt nema eiga góða maka. Þær voru báðar sammála um að álagið væri mjög mikið í keppn- inni, og einnig fyrir módelin. En tími er skammtaður, allir byrja í einu og hætta. Þegar Rannveig hafði lokið sinni greiðslu, kom danski formaðurinn og sagði við hana: Þú ert búin að vinna þetta! Rannveig hélt alveg eins að hann væri að gera grín að sér og hljóp niður. Þangað varð svo Arnfríður að sækja hana, þegar úrslitin komu. Ahorfendur voru margir, yfir 2000 manns, of margir að dómi þeirra. Vildu þrengja að köðlun- um. En þar sem leyft er að hafa eftirlitsmann, þótt allir notfæri sér það ekki, höfðu íslenzku kepp- endurnir Guðfinnu Jóhannsdóttur á gólfinu sér til aðstoðar. Sögðu, að hún hefði verið til mikillar hjálpar. Varði þau t.d. ágætlega, þegar að þrengdi. Keppt var á einum degi í öllum þremur greiðslunum, þ.e. gala- greiðslu, framúrstefnu-dag- greiðslu og klippingu og blæstri. Klippinguna er að sjálfsögðu ekki hægt að æfa nema takmarkað á módelinu, heldur verður keppand- inn að vera öruggur þar í fyrsta skipti. Og var sigur Sólveigar þvi mjög mikill. Rannveig hafði skapað sína framúrstefnudaggreiðslu með því að snúa hárið upp, en ekki flétta í smáfléttur eins og títt er. Og vakti handbragð hennar mikla hrifn- ingu. Rannveig tók fram að hún ynni eingöngu með vörum frá Wella, sem hún hefði góða reynslu af. Telur að það hafi hjálpað sér. En hárgreiðslumeistarinn velur sjálfur það sem hann er vanur og kemur með það. Borgar það sig að leggja svo mikið á sig? spurðum við — Já, en ekki fjárhagslega, svaraði Sólveig. En þegar starfið og áhugamálin fara saman, þá borgar það sig. — Já, það borgar sig ánægjunn- ar vegna, tók Rannveig undir. Að lokum bað Arnfríður okkur fyrir þakklæti til allra þeirra, sem aðstoðuðu við að gera þátttöku í keppninni mögulega. En slík þátttaka er mjög dýr. Milli 20 og 30 hárgreiðslustofur hafa aðstoð- að við sýningar hér heima og 14 hárgreiðslustofur lögðu einnig beinlínis fram fé. Það gerðu 4 heildsalar líka, en þeir gáfu flug- far. - E.Pá. Vantar þig eldhúsinnréttingu ? Hefur þú athugað að nú er hagkvæmasti tíminn til að panta eldhúsinnréttingu. Verðið lægst og kjörinn best. Komið, sjáið sýnishorn á staðnum. Látið teikna og gera föst verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Athugið — Þegar pöntun er staðfest, stendur verðið. Raunhæf verðtrygging í verðbólgunni. FIPA Smiðjuvegi 44 Kópavogi Símar 27511 og 71100. UtankjarstaðakiMiing Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788, 39789. Sjálfstæöisfólk, vinsamlegast látiö skrif- stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru heima á kjördegi. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá. Utankjörstaöakosning fer fram í Miðbæjar- skólanum alla daga 10—12, 14—18 og 20—22 nema sunnudaga 14—18. ÞAÐ ER SAMA HVERT UTIÐ ER HURÐIRNAR ERUALLARFRA SIGURÐI ELlASSYNI Sdkoinnihurðir HKwl k -gœöi ifyrirrúmi SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKU 52. KÓPAVOGI, SiMI 41380 Tónlistar- unnendur ALTEC hátalarar —clraiiiniir um fullkoinleika Um langt árabil hefur ALTEC LANSING verið eitt skærasta Ijós í framleiðslu úrvals hátalara. Langflest leikhús, stór fjöldi studioa og ótölulegur fjöldi hljómsveita nota ein- göngu ALTEC hátalara. Nú getum við boðið yður beint frá ALTEC U.S.A. þessa úrvals hátalara í mörgum gerðum. tvlSU'J*3. Verið velkomin að kynnast ALTEC LANSING hátölurunum, sem þér hafið alltaf leitað að. EINAR FARESTVEIT& CO.HF. BERGSTAOASTRÆTI 10A-SÍMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.