Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 ---------------------------?--------------------------------------r Per Oscarsson (Apollinaire), Gösta Ekman (Picasso) og Lennart Nyman (Rousseau). Laugarásbíó: Ævintýraf erill Picasso LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir i dag sænsku gamanmyndina „Ævintýrafer- ill Picassosu. Leikstjóri er Tage Danielsson sem einnig samdi handritið ásamt Hans Alfredson og Gösta Ekman. Tónlistin er eftir Gunnar Svensson, Puccini, Erik Sarie og fleiri. Myndatökumenn voru Tony Forsberg og Roland Sterner. Málverkin i myndinni eru öll eftir Per Ahlin. Oliver Twist (Mark Lester) ásamt Fagin og nokkrum drengjanna þjófaflokk hans. Með aðalhlutverkin fara Gösta Ekman, sem leikur Picasso, Hans Alfredson (Don José), Margaretha Krook (móðir listamannsins), Bir- gitte Andersson (Guggenheim) og Lena Nyman (Sirkka). Myndin er skopmynd um einn frægasta listmálara aldarinnar, Pablo Picasso. Hún hefst á því er rannsóknir hafa leitt í ljós að Picasso hét alls ekki því nafni, hann hét Gösta Ekman og var lygilega líkur sænskum leikara RIKISSTJÓRNIN hefur að undan- förnu fjallað um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1980. Á ríkis- stjórnarfundi i gær, 20. nóvember 1979, voru teknar ákvarðanir um mikilvægar breytingar á fjármála- stefnunni fyrir næsta ár, og verða tillögur þar að lútandi lagðar.fyrir Alþingi, þegar það kemur saman eftir kosningar. Veigamesta breytingin frá frum- varpi því til fjárlaga, sem fyrrver- andi fjármálaráðhefra lagði fram i október, er sú, að lagt verður til, að tekjuskattur einstaklinga lækki um 7.2 milljarða króna og gjöld rikis- sjóðs lækkuð á móti. Áætlað er að tekjur rikissjóðs verði samkvæmt þessum tillögum innan við 28,5% af þjóðarframleiðslu 1980 og jafn- framt er tryggður öruggur rekstr- arafgangur. Lækkun tekjuskattsins hefur það í för með sér, að álagðir beinir skattar á einstaklinga verða lægri á árinu 1980 en þeir voru á árinu 1979 í hlutfalli við tekjur manna, og jafn- framt er tryggt, að heildartekjur ríkissjóðs i hlutfalli við þjóðartekjur verði lægri 1980 en 1979. Komi þessi lækkun tekjuskatts jafnt á alla skattþegna, svarar hún til hækkunar skattvísitölu um 8%. Ríkisstjórnin áformar hins vegar að beita þessari lækkun fyrst og fremst til að lækka skatta þeirra, sem lægstar tekjur hafa. Á móti Iækkun tekjuskattsins verða gerðar ýmsar breytingar á áætlunum um útgjöld ríkissjóðs á árinu 1980 frá því, sem ráðgert var í Ný ljóðabók eftir Bjarna Bernharð ÚT ER komin ný ljóðabók eftir Bjarna Bernharð. Er þetta fjórða Ijóðabók höfundar og heitir hún Ljóðför á hendur Grásteini. Bókin er pappírskilja, fjölrituð í Letri en höfundur sér sjálfur um útgáfuna. 21 ljóð er í bókinni og teikningar eftir höfundinn. Bókin er 30 blaðsiður. Fyrsta ljóðabók Bjarna Bernharðs kom út 1975 og hét Upp og ofan, en eins og áður sagði hefir hann gefið út 4 ljóðabækur. með því nafni. Segir síðan frá þessum mikla manni en frjálslega er þó farið með efnið og ýmislegt ekki sannleikanum samkvæmt. Myndinni lýkur er Picasso flyst til Rivierunnar þar sem hann hittir æskuunnustu sína frá Spáni. Eftir mikla yfirvegun ákveður hann að hverfa og um leið hurfu allar áritanir af myndum hans. „Ævintýraferill Picassos" var kos in besta kvikmyndin í Svíþjóð árið 1978. frumvarpi því til fjárlaga, sem fram var lagt í október siðastliðnum. í meginatriðum eru breytingarnar þessar: 1) Lagt verður til, að útgjöld til vegagerðar lækki um 2.500 m.kr. Þrátt fyrir þessa lækkun munu vegaframkvæmdir verða nær fjórð- ungi meiri 1980 en 1979. 2) Lagt verður til, að framlög til niðurgreiðslna lækki um 2.020 m.kr., eða til samræmis við niðurgreiðslu- stig og verðlagsforsendur fjárlaga- frumvarpsins; en tillaga um framlög til niðurgreiðslna var hækkuð um þessa fjárhæð skömmu áður en októberfrumvarpið fór í prentun, án samkomulags eða skýringa. 3) í októberfrumvarpinu var gert ráð fyrir, að lögbundin framlög ríkisins til fjárfestingarlánasjóða yrðu lækkuð um 15% frá því, sem gilt hefði að óbreyttu. Lagt verður til að þessari stefnu verði framhaldið og að auki verði lögbundið hámark útflutningsbóta á landbúnaðaraf- urðir einnig lækkað um 15%. í þessari tillögu felst 1.100 m.kr. viðbótarlækkun útgjalda. Hér verð- ur stigið skref í þá átt að draga úr sjálfvirkum útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. 4) Gerðar verða tillögur um hag- ræðingu og sparnað í rekstri land- helgisgæslunnar sem nemur um 580 m.kr. Lagt verður til að önnur Fokker-vél landhelgisgæslunnar verði seld, og rekstri varðskipsins Árvakurs verði hætt. Talið er, að önnur Fokkervél landhelgisgæslunn- ar nægi til þess að anna þörfum fyrir eftirlit úr lofti, enda er eldri Fokkervélin lítið sem ekkert notuð. Þeirri þjónustu, sem Árvakur hefur innt af hendi, má sinna með öðrum hætti. 5) Lagt verður til, að dregið verði úr kostnaði við rekstur hafrannsókna- skipa, með því að fella niður fjár- veitingu til reksturs rannsókna- skipsins Hafþórs á næsta ári, en hluta þess sparnaðar, sem þannig næst, verði varið til þess að efla starfsemi Hafrannsóknastofnunar á öðrum sviðum. Sparnaður af þessum sökum er áætlaður a.m.k. 280 m.kr. a árinu 1980. 6) Þá verður lagt til, að dregið verði nokkuð úr ýmsum einstökum fram- Erfiðleikar hjá Hitaveitu Siglufjarðar ERFIÐLEIKAR hafa að undan- förnu verið hjá Hitaveitu Sigluf jarð- ar og hefur ekki fengist nægilega mikið vatn úr borholunum frammi i Skútudal. Hefur þvi verið gripið til þess ráðs að hita upp vatn til að setja inn á dreifikerfi Hitaveitunn- ar, en ekki má mikið út af bregða til að slæmt ástand geti skapast. Hreinn Júlíusson í orkunefnd kaupstaðarins sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær- kvöldi, að einhvern veginn þyrfti að bjarga málinu, bæði til langframa og eins yrði að gera bráðabirgðaráðstaf- anir. Sagði hann búið að tengja fleiri hús Hitaveitunni en borholurnar önnuðu. Því þyrfti að bora fleiri holur, koma upp fjarvarmaveitu eða gera aðrar ráðstafanir. Nú hefðu dælur ekki undan ef einhver truflun yrði, ekki mætti fara nema niður í 120 metra dýpi í holunum, en nú væri komið niður á 118 metra dýpi með dælun. Málið kom til umræðu á fundi bæjarstjórnar nú f vikunni, og var þar varað við litlu vatnsmagni og hvatt til þess að ráðstafanir yrðu gerðar til úrbóta. í bókun þessari, sem Hreinn gerði, kom meðal annars fram, að þegar rafmagnið fór af bænum í eina klukkustund fyrir skömmu, tæmdist miðlunartankur og hefur tekið fjóra sólarhringa að fá vatn í hann aftur. „Það, sem við þurfum að gera núna, er að sjá um að allir fái orku til að hita upp hús sín, enda gengur það ekki að fólk byggi hús sín án reykháfa og kyndiaðstöðu, en fái sfðan ekki orku,“ sagði Hreinn. lögum öðrum frá tillögum frum- varps frá í október, svo sem framlög- um til tilraunabúa með hugsanlega fækkun búanna fyrir augum, flýti- greiðslum vegna framræslu og litilsháttar úr framkvæmdum vegna ríkisspftaia o.fl. Samtals er hér um sparnað að ræða sem nemur um 250 m.kr. á árinu 1980. Auk ofangreindra breytinga á fyrra fjárlagafrumvarpi, munu verða gerðar ýmsar aðrar tillögur um breytingar á fjármálum rfkisins 1980 án þess að fjáröflun verði aukin. Dregið verður úr lántökum Lánasjóðs ísl. námsmanna á næsta ári, en beint framlag ríkissjóðs til lánasjóðsins verði aukið að sama skapi. Ennfremur verði komið til móts við óskir iðnaðarins um ráð- stöfun tímabundins aðlögunargjalds til iðnaðarþarfa. Ríkisstjórnin mun einnig f þing- byrjun gera tillögur um jöfnun kyndikostnaðar og tryggja aukið fé til olíustyrks til heimila, þannig að það nægi til þess að greiða fullan olíustyrk samkvæmt gildandi regl- um að teknu tilliti til breytinga á olíuverði, en í tillögum októberfrum- varps til fjárlaga skorti þar á um a.m.k. 1.300 m.kr. Lántökuáformum ríkisins á næsta ári verður breytt, fyrst og fremst með því að draga úr erlendum lántökum um að minnsta kosti 4.400 m.kr. frá tillögum októberfrum- varpsins. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining á Akureyri hefur ákveðið að segja upp samningum fyrir 1. desember i því augnamiði að þeir verði lausir um áramót. Þessi ákvörðun var tekin og einróma samþykkt á almennum fundi i félaginu, laugardaginn 17. nóv- ember. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt ályktun um kröfugerð fé- lagsins. Taldi fundurinn allt of Stjörnubíó: Oliver STJÖRNUBÍÓ hefur á morgun endursýningar á bandarisk- ensku kvikmyndinni Oliver. Handritið samdi Lionel Bart eftir sögu Charles Dickens, „Oliver Twist“. Bart samdi einnig söng- texta og tónlistina við myndina. Kvikmyndin Oliver var gerð árið 1969 og fékk þá 6 óskarsverð- laun sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórnina, bestu dans- listina, bestu sviðssetninguna, Tillögur þær, sem hér hefur verið lýst í meginatriðum eru miðaðar við sömu verðlags- og kaupgjaldsfor- sendur og fjárlagafrumvarp J)að, sem lagt var fram í október s.l. Áður en fjárlög verða afgreidd þarf að endurskoða þessar forsendur. Tillög- ur þær, sem hér hafa verið ráktar, gefa í sjálfu sér ekki tilefni til breytinga á verðlagsforsendum. Reyndar má ætla, að breytingar þessar á skattheimtu og útgjöld ríkisins, stuðli fremur en fjárlaga- frumvarpið frá í október að því, að verðlags- og kaupgjaldsforsendur fái staðist. Fyrst og fremst vegna þess að breytingarnar fela í sér nokkurn samdrátt í ríkisútgjöldum í heild, og þar með viðnám gegn verðbólgunni, sem októberfrumvarpið gerði ekki. Sú lækkun tekjuskatts einstaklinga, sem er meginatriði þessara tillagna ætti að auðvelda gerð kjarasamn- inga, og gæti þannig orðið liður í raunhæfum aðgerðum til hjöðnunar verðbólgu. Samkvæmt þessum til- lögum lækka niðurstöðutölur fjár- lagafrumvarps um 7 milljarða króna en greiðslujöfnuður og endurgreiðsl- ur skulda verða með líkum hætti og í októberfrumvarpinu. Ennfremur verður lagt til, að dregið verði úr erlendum lántökum. Mikilvægast er þó, að tillögur þessar munu stuðla að traustum ríkisfjárhag á næsta ári, sem er veigamikið framlag ríkisins í barátt- unni við verðbólguna. mikið launabil vera milli hæstu og lægstu launa í þjóðfélaginu og einnig í lífeyrisgreiðslum fólks. Því þurfi lægstu launin að hafa algjöran forgang í næstu kjara- samningum og fái meiri hækkun en hin hærri. Jafnframt því sem verðbótavísitala verði notuð til launajöfnunar. Fundurinn ítrek- aði þá skoðun sína að krónutölu- hækkun væri ekki markmið í sjálfu sér, heldur kaupmátturinn. Því sé það brýnasta hagsmunamál Twist bestu leiksviðsuppsetninguna, bestu útsetningu tónlistar og bestu hljóðupptökuna. Leikdans- listinni stjórnaði Onna White, framleiðandi var John Woolf en Carol Reed sá um leikstjórnina. Með aðalhlutverkin fara Ron Moody (Fagin), Oliver Reed (Bill Sikes) Harry Secombe (Hr. Bumble, Shani Wallis (Nancy) og Mark Lester (Oliver). Myndin greinir frá litlum dreng sem fæddist á fátækrahæli í Lundúnum. Móðir hans var ógift og enginn þekkti hafn hennar. Litli drengurinn er skírður Oliver Twist og elst hann upp á fátækra- heimilinu við ill kjör. Síðan strýk- ur snáði til Lundúna þar sem hann lendir í klóm Fagins, foringja þjófaflokks. Oliver eru kenndar ýmsar „þjófalistir". Eitt sinn er hann tekinn og sakaður um að hafa stolið veski eldri manns, hr Barlow. Hann er sýknaður en gamli maðurinn tekur drenginn til sín og fer að gruna að Oliver sé sonur frænku sinnar. En Fagin er hræddur um að Oliver ljóstri upp um þjófaflokk hans og rænir drengnum frá Barlow sem hefur nú fengið vitn- eskju um að Oliver er í raun sonur frænku hans. Barlow hefur til- raunir til að ná Oliver úr klóm Fagins. Markaða leit- að fyrir isl. hrossakjöt GERT er ráð fyrir því, að í haust verði fellt allmiklu meira af hross- um en undanfarin ár til þess að létta á fóðrum. Af þeim sökum hefur verið leitað markaða erlendis fyrir hrossakjöt, og er þegar búið að senda sýnishorn til Noregs, þaðan sem beðið er eftir mati og verðlagningu. Norðmenn kaupa hrossakjöt sem vinnslukjöt í ákveðnar pylsutegund- ir og hafa þeir þurft að flytja inn 2—300 lestir í þessu skyni árlega. Einnig hefur verið leitað markaða víðar, m.a. í Svíþjóð, en án árangurs til þessa, segir í Sambands-fréttum. lægst launaða fólksins að úr verðbólgunni dragi. Fundurinn ályktaði einnig um atvinnuskort, sem skapazt hefði á einstökum stöðum vegna siglinga togara með afla sinn til sölu á erlendum mörkuðum. Mótmælti fundurinn slíku harðlega, sem stofnaði til atvinnuleysis eða minnkandi atvinnu á félagssvæð- inu. Því aðeins taldi fundurinn siglingar með afla réttlætanlegar, að innlendar fiskvinnslustöðvar væru að fullu mettaðar og kæmust ekki yfir að nýta aflann. Krafðist fundurinn þess, að hagsmunir fólksins í byggðarlaginu yrðu látnir sitja í fyrirrúmi í þessu efni. Fréttatilkynning fjármálaráðuneytisins: Tekjur ríkissjóðs verði inn- an 28,5% af þjóðarframleiðslu Eining á Akureyri ákveð- ur að segja upp samningum i H ttl ui i rn if f ti« f n t rcfiit»<< 1.1 1 ÁVI 7DOOI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.