Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
37
sérstaka stund á hana. En hann
safnaði leikritum og átti, áður en
lauk, allmikið safn af því tagi.
Ég vil svo ljúka þessum fáu og
fátæklegu orðum með þökk fyrir
löng og góð kynni. Mér brá við
skyndilegt fráfall Boga Sigurðs-
sonar. Allra síðast votta ég nán-
ustu ástvinum hans, ekki sízt
börnunum, innilega samúð mína,
um leið og ég lýsi yfir söknuði
okkar hjóna eftir horfinn vin.
Þóroddur Guðmundsson.
Enda þótt, Bogi Sigurðsson hafi
átt við vanheilsu að stríða um
nokkurra ára skeið kom dánar-
fregnin á óvart, það er svo stutt
síðan ég hitti hann kátan og
hressan á gangi í Hlíðunum ná-
lægt heimili sínu og mínum vinnu-
stað.
Leiðir okkar sköruðust á vett-
vangi barnaheimilamála í
Reykjavík um langt árabil hjá
Sumargjöf og í nefnd á vegum
Reykjavíkurborgar.
Náin kynni hófust fyrst síðla
sumars 1962 er ég tók við for-
mennsku í stjórn Barnavinafé-
lagsins Sumargjafar og áttum við
náið samstarf á þeim starfsvett-
vangi í 12 ár en eins og kunnugt er
var Bogi framkvæmdastjóri fé-
lagsins um langt árabil, frá 1946
- 1973, eða í 27 ár.
Leiðir af líkum að á starfstíma
Boga hjá Sumargjöf urðu stór-
vægilegar breytingar á umfangi
starfs félagsins og átti hann sem
framkvæmdastjóri drjúgan þátt í
öllum framkvæmdum og frum-
kvæði að ýmsum þáttum sem til
hagsbóta mátti telja í starfsem-
inni.
Með þakklátum huga minnist ég
þessa tímabils í ævi minni sem gaf
mér tækifæri til að kynnast náið
áhugaverðum verkefnum en þó
sérstaklega fyrir að eiga þess kost
að kynnast því fólki sem starfaði
hjá Sumargjöf á þessum árum.
Bogi var ötull í starfi og taldi
ekki vinnustundirnar þótt fleiri
væru en til var ætlast. A stundum
var starfið ærið erilsamt enda í
mörg horn að líta t.d. þegar
hátíðahöld sumardagsins fyrsta
voru í undirbúningi, en hann var
ekki sú manngerð sem kvartaði
undan vinnuálagi.
Það er margs að minnast frá
mörgum samverustundum, á
fundum, í heimsóknum á barna-
heimilin, á námskeiðum og á
gleðistundum m.a. á heimili þeirra
hjóna. Þafkom oft í ljós hvern hug
starfsfólk og þá sérstaklega for-
stöðukonur báru til hafs en á milli
þeirra og hans voru skemmtileg
tengsl alvöru og vináttu.
Með Boga er fallinn einn þeirra
sem mest og lengst hafa unnið að
málefnum yngstu barnanna í
Reykjavík og verður starf hans á
þeim vettvangi seint metið til
fulls.
Blessuð sé minning hans.
Ingibjörgu og öðrum ástvinum
bið ég blessunar.
Ásgeir Guðmundsson
í dag er til moldar borinn Bogi
Sigurðsson, en hann varð bráð-
kvaddur að heimili sínu 14. þ.m.
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast þessa hógværa en
staðfasta manns, sem með ljúf-
mannlegri framkomu sinni skap-
aði sér veglegan sess, bæði í
störfum sínum og innan fjöl-
skyldubanda. Eftir um það bil 30
ára kynni reikar hugurinn aftur
til margra samverustunda, en að
leiðarlokum munum við staldra
við og hugleiða hversu einstaklega
vel hann reyndist stjúpbörnum og
konu sinni, og þá ekki síst nú
undanfarna mánuði er hún þurfti
hans svo mjög við í sínum miklu
veikindum. Innan fjölskyldunnar
allrar hefur Ingibjörg systir okkar
verið hin styrka stoð, bæði í gleði
og sorg. öll hefðum við vonað að
þau hjónin hefðu lengur getað
notið samveru á sínu fallega
heimili að Hamrahlíð 7, en enginn
má sköpum renna.
Við biðjum Guð að styrkja
systur okkar og fjölskylduna alla.
Blessuð sé minning Boga Sig-
urðssonar.
Mágkonur.
STILL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
Nælonstyrkt dökkblá
fyrir börn
og fulloröna
ULLARSOKKAR
SOKKAHLÍFAR
REGNFATNAÐUR
KULDAFATNAÐUR
GÚMMÍSTÍGVÉL
GÚMMÍSKÓR,
REIMAÐIR
•
Ginge
slökkvitæki
Þurrdufts
Froöu-
Vatns-
Kolsýru-
og
Halon-
tæki
REYKKÖFUNARLÍNUR
HVERFISSTEINAR
BRUNATEPPI
REYKSKYNJARAR
BRUNABOÐAR
BRUNAAXIR
BRUNASLÖNGUR
BRUNASLÖNGUTENGI
SLÖNGUSTÚT AR
SLÖNGUKLEMMUR
HLÍFÐAR
HJÁLMAR
margir litir
EYRNAHLÍFAR
EYRNATAPPAR
ANDLITSHLÍFAR
HLÍFÐARGLERAUGU
RYKGRÍMUR
SNJÓSKÓFLUR
KLAKASKÖFUR
BÍLSKÓFLUR
BÍLDRÁTT ARTÓG
VÉLATVISTUR
í 25 KG BÖLLUM
GRISJUR í RÚLLUM
TJÖRUHAMPUR
SKÓLPRÖRAHAMPUR
PLASTKÖRFUR
VÍRKÖRFUR
SLEGGJUSKÖFT
HAKASKÖFT
HAMARSKÖFT
ARINSETT
KOPARPOTTAR
undir arinviö
Ananausturri
Sími 28855
BIFREIÐAR
A KJÖRDAG
Sjálfstæöisflokkinn vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá
hinum ýmsu bifreiöastöövum D-listans á kjördag.
Stuöningsmenn sjálfstæöisflokksins eru hvattir til aö
bregöast vel viö, þar sem akstur og umferö er erfiö á
þessum árstíma og leggja listanum lið m.a. meö því aö
skrá sig til aksturs kjördagana 2. ög 3. desember
næstkomandi. Þörf er á jeppum og öörum vel búnum
ökutækjum.
Vinsamlegast hringiö í síma 82927.
Skráning bifreiöa og sjálfboöaliöa fer einnig fram á
skrifstofum hverfafélaganna.
-UsClnn
STEREO-
unnendur
Viö höfum nú flutt verkstæöi okkar í vistleg húsakynni aö
Höföatúni 2 (Sögin h.f.).
í tilefni þess bjóöum viö upp á
á nokkrum Radionette og
Toshiba hljómtækjum,
útvarpstækjum, mögnurum,
cassettutækjum og plötuspilurum.
SA 300 langb., miöb., og FM bylgja
2X14 wött. RMS.
Kr. 198.000-
8 < *s iJ * * * * >
i * »i mn * a i» ‘ 'wr ~ * iMHf ' ’w111"1"
SB 220 2X25 wött
Kr. 219.000.-
Látiö ekki happ úr hendi
sleppa.
SA 500 miðb., og FM bylgja
2X35 wött RMS.
Kr. 256.000-
SB 514 4ra rása meö CD 4
Kr 396.000.-
Tilboðiö stendur í vikutíma.
Komiö og spjalliö um kjörin okkar.
Hljóðvirkinn
Höfðatúni 2. Sími 13003.