Morgunblaðið - 11.12.1979, Page 20

Morgunblaðið - 11.12.1979, Page 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 Þeim var refsað fyrir svikin Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur töpuðu 7 þingsætum í þingkosningunum, sem fram fóru um mánaðamótin. Þetta er mikið afhroð eftir aðeins 13 mánaða setu í ríkisstjórn. Meginástæðan fyrir þessu tapi flokkanna tveggja er að sjálfsögðu sú, að kjósendur voru að gera upp reikningana við flokkana tvo eftir kosningaloforðin, sem þeir gáfu í kosninga- baráttunni 1978. Þá gengu þessir tveir flokkar til kosninga undir kjörorðinu: samningana í gildi. Þá réðust þeir af heift gegn þáverandi ríkistjórn og nutu til þess stuðnings fjölmargra verkalýðsleið- toga, sem misnotuðu aðstöðu sína í verkalýðsfélögunum flokkunum tveimur til framdráttar. Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag lofuðu kjósendum því, að þeir mundu setja samningana í gildi. Þeir unnu mikinn sigur og fengu meira fylgi og fleiri þingsæti en þeir höfðu nokkru sinni áður fengið. Margir töldu, að þessar kosningar mundu marka þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum. Ferill þessara tveggja flokka í vinstri stjórn í 13 mánuði var ferill svikinna loforða. Samningarnir voru aldrei settir í gildi. Þvert á móti tóku báðir flokkarnir þátt í því að skerða kaupgjaldsvísitöluna og það til frambúðar. Þeir höfðu hins vegar ráðizt á þáverandi ríkisstjórn fyrir að skerða vísitöluna um 10 mánaða skeið. Hið mikla atkvæðatap og þingsæta tap Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í kosningunum á dögunum er béin afleiðing þessara svika. Og vissulega fá menn aukna trú á dómgreind íslenzkra kjósenda, þegar þeir refsa flokkunum tveimur fyrir svikin með svo afdráttarlausum hætti. Um síðustu mánaðamót hækkuðu laun verulega. Á næsta leiti er mikil hækkun búvöru. Um áramót má gera ráð fyrir, að fiskverð hækki og ekki vitað til þess, að fiskvinnslan geti staðið undir þeirri hækkun. Síðustu daga hafa yfirvöld hleypt út verðhækkunum, sem hafa verið að safnast fyrir í kerfinu undanfarnar vikur og mánuði. Steingrímur Hermanns- son, sem nú hefur umboð til að reyna stjórnarmyndun hefur látið í ljós þá skoðun, að gengi krónunnar sé í raun fallið. Þetta er viðskilnaður vinstri stjórnarinnar síðustu. Ný kollsteypa er framundan. Ný gengisfelling, nýjar verðhækkan- ir, nýjar kauphækkanir og svo koll af kolli. Það er broslegt, þegar leiðtogar vinstri flokkanna halda því fram, að þetta ástand sé ekki afleiðing gerða þeirra síðustu 13 mánuði. Þótt þeir hafi ekki setið í ráðuneytunum frá því snemma í október hefur ekkert gerzt annað en það, að afleiðingar ákvarðana þeirra hafa verið að koma fram. Þessir menn skilja við gjaldþrota bú í raun. Nú sitja þeir hinir sömu á rökstólum urn að endurreisa vinstristjórnina, sem þannig fór að ráði sínu. Það er auðvitað augljóst að þetta er ekkert annað en tímaeyðsla. Vinstri stjórn hefur enga möguleika á að gera á næstu mánuðum það, sem hún ekki gat gert á síðustu 13 mánuðum. Vinstri stjórn hefur engar breytingar í för með sér. Henni fylgir stöðnun, vaxandi verðbólga og loks atvinnuleysi. Það er auðvitað ábyrgðarhluti af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi að láta það eftir Steingrími Hermannssyni að eyða dýrmætum tíma í svona vitleysu. Iummælum Lúðvíks Jósepssonar formanns Alþýðubanda- lagsins hér í Morgunblaðinu í tilefni þess, að öld er liðin frá andláti Jóns Sigurðssonar fólust getsakir, sem ekki var unnt að skilja á annan veg en þann, að Lúðvík teldi flokk sinn einhvern sérstakan fulltrúa þeirra sjónarmiða, sem Jóni forseta voru kærust. Og í ritstjórnargrein Þjóðviljans er jafnvel gengið lengra í sömu átt. Fortíð Alþýðubandalagsins og uppruni þess í Kommúnistaflokki íslands er með þeim hætti, að um langan aldur hefur af forystumönnum flokksins verið gripið til allra ráða til að leyna sönnu eðli hans. Misnotkun á minningu Jóns Sigurðssonar í þessu skyni er þó hámark smekkleysis. Hún dæmir sig sjálf. Smekkleysi Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Er leiftursóknin í Israel nógu harkaleg? 150% veröbólga á ársgrundvelli er ekkert gamanmál, enda vetur lækningin ekki orðið sársaukalaus. nÉg boða engin gleðitíðindi,“ sagði hinn nýi fjármálaráðherra Israels, Yigael Horowitz, þegar hann gerði grein fyrir ráðstofunum gegn verðbólgunni i siðustu viku. Hann fylgdi orðum sinum eftir með því að hækka verðlag matvöru um 25—112%. Verðbólgan i ísrael er afleiðing þróunar, sem hófst upp úr 1970, en stjórnir þær sem síðan hafa farið með völd hafa viðhaldið verðbólgunni. Ekki hefur verið tekið mark á skóladæminu um óhjákvæmilegt val milli byssunnar og smjöklipunnar. Stjórnmálamennirnir segja, að þjóðin þurfi á hvoru tveggja að halda til að vernda sjálfstæðið og tryggja hag þeirra, sem hafa tekið sér bólfestu i landinu. í samræmi við þetta hifa framlög til varnarmála þrefaldast. Fyrir sex daga striðið 1967 námu þau um 10% þjóðarframleiðslunnar, en frá því í Yom Kippur-stríðinu hafa þau verið yfir 30%. Árið 1978 voru niðurgreiðslur um 25% af útgjöldum ríkisins, en árið 1975 í kringum 19%. Fjárframlög vegna þessarar eyðslu hafa verið af skornum skammti þvi að hallarekstur ríkissjóðs hefur numið um 20% þjóðarframleiðslunnar á árunum 1975—1978, en að vísu eru ísraelsmenn öfundsverðir af þvi að þeim hefur tekist að halda niðri atvinnuleysi. Stefnan í gjaldeyrismálum hef- ur að sjálfsögðu mótazt af þessum aðstæðum. Eftirspurn einkaaðila eftir lánum hefur stóraukizt, en síðan gjaldreyrishöftum var að nokkru aflétt í október 1977 hafa erlendir lánadrottnar annað þeirri eftirspurn án þess að tök séu á því að stjórna þeirri lánastarfsemi. Vísitölutrygging að nokkru eða öllu leyti er farin að hafa áhrif á framkvæmd flestra samninga og fuðulegt rugl er komið á hina ólíklegustu þætti fjármála, — t.d. er hið opinbera farið að borga með lánum til fyrirtækja, á sama tima og ríkisskuldabréf hafa verið vísi- tölutryggð að fullu. Til skamms tíma hefur ríkis- stjórnin verið með hugann bund- inn við friðarsamninganan við Egypta og innbyrðis togstreitu, en sívaxandi verðbólgu er ekki hægt að láta ligggja milli hluta þegar til lengdar lætur. Menachem Begin tók það loks til bragðs að fá Yigael Horowitz, harðsvíraðan kaupsýslumann til að taka við embætti fjármálaráðherra. Hor- owitz var á sínum tíma viðskipta- ráðherra, en sagði af sér fyrir tveimur árum, vegna friðarsamn- inganna við Egypta. Hann lýsti því þá yfir að hann tæki ekki sæti aftur í stjórninni, nema sem fjármálaráðherra. Ráðstöfunum hans gegn verð- bólgu má skipta í fjóra megin- þætti. 1. Stórlega skertar niður- greiðslur. Þessi ráðstöfun mun hafa í för með sér 4.5% hækkun verðlags í þessum mánuði, til viðbótar 7—8% hækkunum, sem áður var vitað að yrðu. Hér eftir verður ekki annað niðurgreitt en brauð og samgöngur með almenn- ingsfarartækjum. Niðurgreiðslu- stefnan mun einnig hafa áhrif á iðnað í landinu. Ný opinber fjár- festingalán verða að fullu vísitölu- tryggð, en þó verða vextir áfram niðurgreiddir lítillega. 2. Niðurskurður annarra opin- berra útgjalda. Nýbyggingum á vegum hins opinbera (skólar, sjúkrahús o.þ.h.) verður að mestu leyti slegið á frest þar til í apríl 1981. Opinberum starfsmönnum verður fækkað um 4—5%, en þeir eru nú um fjórðungur heildar- vinnuaflsins, að hermönnum frá- töldum, og loks er ætlunin að skerða bílaflota hins opinbera um 10% (er þá ekkert heilagt?). 3. Útlánaþak. Þótt ekki verði skert þau lán, sem bönkum ber að veita vegna forgangsverkefna, t.d. vegna útflutnings, má lánaaukn- ing ekki fara yfir 9% enda þótt búizt sé við 30% verðhækkunum á sama tíma. 4. 10% innborgunarskylda á allar tollskyldar innflutningsvör- ur næstu sex mánuði. Endur- greiðsla fjárins fer fram eftir 6 mánuði. Ætlað er að þetta dragi úr greiðsluhalla við útlönd þar til eftirspurn fer að minnka, auk þess sem innborgunin mun vega upp á móti tapinu, sem ísraelsmenn verða fyrir vegna afhendingar olíulindanna á Sínaí. Á árunum 1975—1978 var greiðslujöfnuður við útlönd óhagstæður um 4.8 milljarða bandaríkjadala. Þetta eru harkalegar ráðstafan- ir, ef miðað er við viðhorf í ísraelskum efnahagsmálum á und- anförnum árum, — mjög harka- legar. Þessa staðhæfingu er ekki vanþörf á að rökstyðja, einkum þar sem verðbólgan er 150% en ekki 15%. Horowitz boðaði niður- skurð á ýmsum sviðum, en jafn- framt hækkanir á öðrum, — aðallega á sviði félags- og trygg- ingamála. Allar launagreiðslur hins opinbera, svo og kostnaður í opinberum rekstri, munu hækka jafnframt almennum verðhækk- unum. Stöðvun framkvæmda tek- ur ekki til ráðstafana vegna her- flutninganna frá Sínaí til Negev, en á næstu árum munu þessir flutningar hafa í för með sér a.m.k. þriggja milljarða dala út- gjöld. Enda þótt ríkisstjórnin hafi nú ráðizt gegn verðbólgu svo afdrátt- arlaust, er ekki hægt að gera ráð fyrir því að árangurinn verði í samræmi við það sem fyrstu ráðstafanir gefa tilefni til að ætla. Skattakerfið er eftir sem áður götótt þegar tillit er tekið til þess að í landinu geisar 150% verð- bólga. Ríkisstjórnin hefur reyndar ákveðið að hækka dráttarvext vegna vangoldinna skatta úr 48%, en samt sem áður munu vanskila- menn græða drjúgt á því að draga greiðslur á langinn, því að drátt- arvextirnir verða ekki nema 72% á meðan verðbólgan er 150%. Annað vafatriði er e.t.v. enn alvarlegra. Vísitölukerfið hefur að ýmsu leyti þjónað tilgangi — til dæmis hefur með því tekizt að fá almenning til að leggja fyrir sem nemur 30% nettótekna. En vísitölukerfið hefur ekki megnað að friða verkalýðshreyfinguna. Launakröfur einar sér hafa nú orðið sjálfstæður verðbólguhvati. Ástæðan kann að vera sú, að laun hafa ekki fylgt verðlagsvísitölunni nema að 70 hundraðshlutum (nú er að vísu rétt búið að vísitölu- tryggja þau að fullu). Þar til í apríl s.l. var verðbótavísitala reiknuð út tvisvar á ári. Þessar ástæður kunna að hafa orðið til þess að kaupkröfur hafa verið harðari en ella, og umsamin laun hærri í framhaldi af því. Nú er vísitala reiknuð út árs- fjórðungslega. Horowitz vill að gegn fullri vísitölutryggingu fall- ist opinberir starfsmenn á að gera ekki frekari kaupkröfur að sinni. Takist honum að fá þessu fram- gengt er trúlegt að slík yrði einnig raunin á öðrum sviðum atvinnu- lífsins. Það yrði aftur til þess að ekki yrði jafnmikils vænzt á með- an árangur ráðstafana í gjald- eyrismálum og fjármálum hins opinbera er að koma í ljós. Alvarleg efnahagskreppa gerði fyrst vart við sig í Israel árið 1967. Átvinnuleysi varð þá 10%, en það varð til þess að verkalýðshreyfing- in sló nokkuð af vísitölukröfum sínum. Horowitz gerir sér vonir um að sú verði einnig raunin nú, en í því sambandi er þess að gæta að árið 1967 var verðbólgan í landinu aðeins 1.7%. (Úr Econmist)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.