Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 11. DESEMBER 1979 37 Sýning í Caf e Teater SL. FÖSTUDAG var opnuð á Cafe Teater í Kaupmanna- höfn sýning á myndvefnaði, keramik, höggmyndum og grafikmyndum eftir þrjá listamenn, þar af einn íslenzkan, Eddu Óskarsdótt- ur. Hinir eru Torsten Inge- mann Nielsen og Lotte Míill- er. Verður sýningin opin til 20. desember. Edda hefur verið kennari við Myndlista- og handíða- skólann síðan 1978. Hér með fylgir mynd af I henni og einnig af einu verka jí£ hennar á sýningunni. Ólögleg innheimta hjá Pósti & síma Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum vegna ólöglegrar innheimtu á f lutnings- gjöldum Pósts & síma: Eins og fram kom í fréttatil- kynningu Neytendasamtakanna, dags. 21. maí 1979 komust samtök- in að því, að Póstur og sími hefði í desember sl. innheimt hærra flutningsgjald hjá notanda nokkr- um, en gjaldskrá heimilaði. Eftir að hafa kynnt sér málið, höfðu Neytendasamtökin ástæðu til þess að ætla, að fleiri notendur hefðu verið látnir greiða of hátt flutningsgjald. Þess var því óskað með bréfi dags. 18. maí sl. til samgönguráðherra, að innheimta Pósts og síma á flutningsgjöldum yrði könnuð og að séð yrði til þess að þeim, sem látnir hafa verið greiða of há flutningsgjöld, yrði endurgreitt. Nú hafa Neytendasamtökunum borist upplýsingar frá samgöngu- ráðuneytinu um, að tímabilið 10. nóv. 1978 til 20. febr. 1979 hafi átt sér stað ólögleg innheimta hjá Pósti og síma. Þá var og upplýst að 280—290 símanotendum hafi verið endurgreitt samtals um 900 þús. kr. Hin ólöglega innheimta átti sér að lang mestu leyti stað í Reykjavík, Kópavogi og í Hafnar- firði, en að litlu leyti á stöðum úti á landi. 'eniiskáókim Jamíélagið efíir Joachím Imiel ag A uði Siyrkársdéttur *!HSWW!Kita Greinaflokkur Hannesar Hólm- steins gef inn út Menntaskólinn á Akureyri hef- ur gefið út í sérprenti greinaflokk Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar sagnfræðings sem birtist sl. haust í Morgunblaðinu um kennslubókina Samfélagið eftir Joachim Israel og Auði Styrkárs- dóttur, en í þessum greinaflokki gagnrýndi Hannes harðlega bók- ina fyrir hlutdrægni og ræðir nokkur helztu ágreiningsefni stjórnmálanna. Greinaflokkurinn verður lesinn með bókinni í kennslu í félagsfræði í Mennta- skólanum á Akureyri og fleiri skólum. Einnig er í sérprentinu tekinn upp kafli úr Reykjavíkur- bréfi um bók Israels og grein í Vísi um hana. „Ótvíræð krafa um vinstri stjórn" MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi fréttatilkynning frá Verkalýðsfélaginu Einingu á Ak- ureyri: Á fundi stjórnar og kjarasamn- inganefndar Verkalýðsfélagsins Einingar hinn 4. des. var eftirfar- andi samþykkt einróma gerð: „Fundur stjórnar og kjarasamn- inganefndar Verkalýðsfélagsins Einingar, haldinn 4. desember 1979, telur úrslit alþingiskosn- inganna 2. og 3. desember s.l. bera með sér ótvíræða kröfu kjósenda um vinstri stjórn. Því skorar fundurinn á þá stjórnmálaflokka, er stóðu að síðustu vinstri stjórn, að hefja nú þegar viðræður af heilindum um myndun nýrrar ríkisstjórnar og tryggja þar með, að landinu verði áfram stjórnað í samvinnu við launafólk." Símagjaldmælirinn Sýnir hvað símtalið kostar á meðan þú talar / U b Kr. 59.600.- Póstsendum SIMTÆKNI sf Ármúla 5, sími 86077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.