Morgunblaðið - 18.12.1979, Side 1
48SÍÐUR MEÐ 8 SÉÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
280. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Klof ningur á
OPEC-fundi
Caracas, 17. desember. AP.
MEIRIHÁTTAR klofningur kom
fram þegar ráðherrar aðildarríkja
Samtaka olíusölurikja komu til
fundar sins um oliuverð Caracas í
dag.
Saudi Arabía, sem framleiðir um
einn þriðja allrar olíu OPEC og
selur Bandaríkjamönnum 20%
þeirrar olíu sem þeir flytja inn.
neitaði að hækka verðið í meira en
24 dollara tunnan eins og stjórn
landsins gerði í síðustu viku þegar
Gullið á
470 dali
London. 17. desember. Reuter. AP.
VERÐ á gulli fór yfir 470
doliara únsan í fyrsta sinn i dag
og ástæðan virtist vera uggur
um að ráðstefna OPEC í Cara-
cas kunni að samþykkja meiri
olíuverðshækkanir.
hún ákvað 33% hækkun úr 18
dollurum. Líbýa og önnur harð-
iinuriki í verðlagsmálum hafa
hækkað sitt verð í allt að 30 doilara
tunnuna.
Olíuráðherra Saudi Arabíu, Ah-
med Zaki Yamani, sagði að „engin
hækkun yfir 24 dollara" yrði á
þremur fyrstu mánuðum næsta árs
og „kannski lengur". Hann sagði
einnig, að Saudi Arabar mundu
halda áfram að framleiða 9,5 milljón
tunnur á dag, eins og þeir gera nú,
„að minnsta kosti á fyrsta ársfjórð-
ungi og eftir þann tíma tökum við
ákvörðun."
Alsírski olíuráðherrann, Belkacem
Nabi, kvaðst bjartsýnn á að geta
fengið Saudi Araba til þess að
hækka verðið á fundinum. Hann
kvað stjórn sína mundu ákveða,
þegar niðurstöður fundarins lægju
fyrir, hvort hún mundi hækka
olíuverð sitt, sem er 26,27 dollarar
tunnan.
Nabi gaf í skyn, að Alsír og önnur
OPEC-ríki hefðu áhyggjur af
áhrifum verðbólgunnar í heiminum
á hagkerfi olíuframleiðsluríkja.
Thatcher með
refsiaðgerðum
Washington. 17. des. Reuter — Ap.
FORSÆTISRÁÐIIERRA Brcta,
Margaret Thatcher, hét í dag Cart-
er forseta fullum stuðningi ef
Bandarikjastjórn færi þess á leit
við Öryggisráð SÞ að gripið yrði til
efnahagslegra refsiaðgerða gegn
íran.
Frú Thatcher og Carter forseti
létu i ljós ánægju með árangur
viðræðna sinna i Hvita húsinu. Þau
sögðu að athygli þeirra hefði að
miklu leyti beinzt að bandarisku
gislunum í Theran.
„Ég gaf Carter forseta mjög
greinilega til kynna að þegar Banda-
ríkjastjórn kýs að fara fyrir Örygg-
isráðið til þess að fá frekara um-
boð ... verði Bretar fyrstir til að
styðja hann“, sagði forsætisráðherr-
ann við fréttamenn.
Forsetinn sagði að viðræðurnar
hefðu leyst allan ágreining sem
kynni að hafa verið uppi.
Bandarískir embættismenn segja
að stjórnin í Washington íhugi þann
möguleika að fara fram á refsiað-
gerðir af hálfu SÞ gegn íran innan
nokkurra daga ef engin skyndileg
breyting verði á högum gíslanna sem
hafa verið í haldi síðan 4. nóvember.
Samkvæmt bandarískum heimild-
um í aðalstöðvum SÞ er áskorun til
Öryggisráðsins um að samþykkja
refsiaðgerðir gegn íran aðeins ein
nokkurra leiða sem eru til athugun-
ar. Ráðstafanir hafa enn ekki verið
gerðar til að knýja fram slíkar
aðgerðir samkvæmt heimildunum.
Þegar Carter tók á móti frú
Thatcher í fyrstu opinberu heimsókn
hennar til Bandaríkjanna sagði hún
að Bandaríkjamenn ættu rétt á að
vænta stuðnings frá vinum sínum á
erfiðleikatímum.
Forseti Alþjóðadómstólsins i Haag, Sir Humphrey Waldock frá Englandi, ies upp úrskurð um að
bandarisku gislunum i Teheran skuli sleppt. Á myndinni er einnig varaforseti dómstólsins, Taslím Olawale
Eiis frá Nígeríu.
Khomeini útilokar
frelsi fyrir gíslana
Teheran, 17. des. Keuter — Ar.
BYLTINGARLEIÐTOGINN Ayatollah Khomeini virtist útiloka í kvöld að
gislarnir í bandariska sendiráðinu í Teheran yrðu látnir lausir áður en
langt um líður og sagði að iranska þjóðin væri sammála stúdentunum sem
hafa þá á valdi sínu.
Trúarleiðtoginn sagði i sjónvarpsviðtali að stúdentarnir krefðust þess
að fyrrverandi íranskeisari yrði framseldur og leiddur fyrir rétt en ef það
fengist ekki framgengt yrðu gislarnir leiddir fyrir rétt, ákærðir fyrir
njósnir.
Sadeq Gotbzadeh utanríkisráð-
herra virtist gefa í skyn í viðtölum
við vestræna fréttamenn í gærkvöldi
að minnsta kosti nokkrir gíslanna
yrðu látnir lausir fyrir jól. En
Khomeini sagði í kvöld:
„Sendiráðið er njósnahreiður og
þetta fólk er njósnarar."
Einn stúdentaleiðtoganna sagði í
öðru viðtali: „Við erum enn ákveðnir
í afstöðu okkar til réttarhalda yfir
gíslunum, en þjóðin og imaminn
(Khomeini) eiga að ákveða hvenær
þau fara fram. Þessir njósnarar sem
eru gíslar okkar hafa starfað hér í
mörg ár og svikið þjóð okkar."
Jafnframt sagði Teheran-útvarpið
að friðarverðlaunahafanum Sean
MacBride og franska lögfræðingnum
Louis-Edmond Peetiti yrði boðið að
taka þátt í alþjóðlegum réttarhöld-
Samkomulag um
lausn í Rhódesíu
London. 17. desember. Reuter. AP.
SKÆRULIÐAR Föðurlandsfylkingarinnar samþykktu vopnahlé í
Rhódesiustriöinu i kvöld og algera lausn deilunnar um sjálfstæði landsins
sem hefur staðið i 14 ár.
Vopnahléð tekur gildi eftir formlega athöfn á morgun er markar
endalok Rhódesiu-ráðstefnunnar í London er hófst fyrir 14 vikum. Siðan
taka við kosningar um meirihlutastjórn blökkumanna.
Skæruliðaleiðtogarnir Joshua
Nkomo og Robert Mugabe, sem
segjast ráða yfir 31.000 hermönnum,
skrifuðu í kvöld undir samkomulagið
til bráðabirgða í kjölfar erfiðra
samningaumleitana um helgina. Þar
með virðist friður kominn á í
Rhódesíu.
En skæruliðaforingjar segja að
það geti tekið margar vikur að koma
áleiðis skilaboðum til skæruliða og
hrinda vopnahléi í framkvæmd.
Föðurlandsfylkingin hafði streitzt
gegn tillögum Breta um að skærulið-
ar drægju lið sitt saman á 15
vopnahlésstöðum í Rhódesíu og ótt-
uðust að auðvelt yrði að gera á þá
skyndiárásir á þessum stöðum.
Málamiðlunarsamkomulag virðist
hafa tekizt vegna þeirrar tilslökunar
Breta að fallast á 16. vopnahlésstað
skæruliða.
„Þetta er mjög mikilvægur dagur
fyrir Rhódesíu," sagði Sir Ian Gil-
moru aðstoðarutanríkisráðherra á
blaðamannafundi," en enn eru marg-
ir erfiðleikar framundan."
Bretar vilja helzt að vopnahlé
komist á einni viku eftir undirritun-
arathöfnina á morgun, en Mugabe
sagði fréttamönnum að það tæki sex
eða sjö vikur að koma á vopnahléi.
Hann varaði líka við því að hann
mundi segja upp samningnum ef
einhver reyndi að vanvirða hann.
Carrington lávarður, sem er talinn
eiga mikinn heiður af árangri ráð-
stefnunnar, er í heimsókn í Banda-
ríkjunum.
Joshua Nkomo skæruliðaleiðtogi
sagði að samkomulagið væri grund-
völlur sem byggja mætti á raunveru-
legt lýðræðisríki í Zimbabwe þar
sem kynþáttastefna og kúgun yrðu
útlæg. „Árangur ráðstefnunnar er
að þakka þrautseigju og þolinmæði
Föðurlandsfylkingarinnar," sagði
hann fréttamönnum.
um írana gegn bandarísku gíslunum.
Haft var eftir Qotbzadeh utanríkis-
ráðherra að alþjóðlegri nefnd yrði
leyft að heimsækja gíslana á að-
fangadag.
Fyrr í dag var sýnt viðtal í íranska
sjónvarpinu við einn gíslanna, land-
gönguliðann William Gallegos, sem
skoraði á bandarísku þjóðina að
„gefa okkur frelsi í jólagjöf".
í Panama, þar sem fyrrverandi
íranskeisari hefur fengið hæli,
leystu þjóðvarðliðar upp mótmæla-
aðgerðir um 100 stúdenta sem mót-
mæltu veru keisarans í landinu.
Þetta eru fyrstu mótmælin gegn
þeirri ákvörðun Panama-stjórnar að
leyfa honum að koma til landsins frá
Bandaríkjunum.
Ákvörðuninni um að veita keisar-
um landvist hefur yfirleitt verið vel
tekið.
Allsherjarþingið samþykkti í dag
samning þar sem segir að refsa verði
fyrir töku gísla í öllum löndum þar
sem tekst að hafa hendur í hári
manna sem þann glæp drýgja, en að
öðrum kosti verði að framselja þá
svo að þeir fái refsingu annars
staðar.
NATO býður upp
á brottf lutning
Vín, 17. desember Reuter.
NATO bauðst til þess í dag að flytja
13.000 bandariska hermenn frá
Vestur-Þýzkalandi ef þrjú sovézk
herfylki, skipuð 30.000 mönnum
yrðu flutt frá Austur-Evrópu.
Ef þessi áætlun verður samþykkt
verður þetta fyrsti brottflutningur
sem austurveldin og vesturveldin
koma sér saman um siðan i siðari
helmsstyrjöldinni. Þetta mundi
marka upphaf fækkunar hcrja og
hergagna sem báðir aðilar hafa
reynt að ná samkomulagi um i
erfiðum viðraðum undanfarin sex
ár.
Vestrænir diplómatar kalla þetta
frumkvæði einbeitta tilraun til að
binda endi á sjáifheldu þá sem
viðræðurnar um fækkun herja í Vín
hafa verið í og til að ná bráðabirgða-
samkomulagi sem NATO og komm-
únistaríkin geti undirritað fljótlega.
Starfsmenn NATO kváðust vonast
eftir skjótum viðbrögðum þar sem
tillagan líktist brottflutnings-áætl-
un sem Varsjárbandalagið lagði
fram fyrir 18 mánuðum.
Tilboð NATO er aðalatriði margra
og flókinna tillagna sem voru af-
hentar samningamönnum Varsjár-
bandalagsins á óformlegum fundi í
Vín. Þar er einnig gert ráð fyrir
fyrirfram viðvörunum um heræf-
ingar og liðsflutninga og eftirlit á
staðnum til að tryggja að samningar
séu haldnir.
Diplómatar kommúnista sögðu að
fyrstu viðbrögð þeirra væru á þá
lund að tilboð um brottflutning
13.000 Bandaríkjamanna væri ekki
nóg. Rússar hafa 31 herfylki í
Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Ung-
verjalandi og Tékkóslóvakíu.
Sprenging
London, 17. des. Reuter
SPRENGJA sprakk í kvöld í
skrifstofu tyrkneska flugfélagsins
í miðborg London og leynisamtök
Armena tóku á sig ábyrgðina.
Hægri sigur
Lissabon, 17. des. Reuter
BANDALAG mið- og hægriflokka
í Portúgal vann meirihluta í
tæplega tveimur þriðja þeirra
bæjarstjórna, sem kosið var um í
dag, og staðfesti þar með pólitíska
yfirburði hægri manna eftir sigur
sinn í þingkosningunum fyrir
hálfum mánuði.