Morgunblaðið - 18.12.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.12.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 11 Yfirlýsing VEGNA athugasemda frá Hauki Haraldssyni, deild- arstjóra, í Morgunblaðinu og Tímanum þann 15. des- ember s.i., óska ég eftir að taka fram eftirfarandi. Ég hef ævinlega borið mikla virðingu fyrir Har- aldi heitnum Guðmunds- syni og störfum hans. Hafi orð mín fallið svo að þau mætti skilja á annan veg þá þykir mér það miður og biðst velvirðingar á því. Kjartan Jóhannsson. Jólastemmn- ing hjá vísna- vinum VÍSNAVINIR halda vísnakvöld á Hótel Borg í kvöld, þriðjudag 18. des. kl. 20.30. Vísnakvöldið verður með sérstöku jólasniði, en fram munu koma m.a. Musica Nostra, Guðrún Guðjónsdóttir, sem les frumsamin ljóð, Þrjú á palli og Karl Esrason. Leiðrétting við Reykjavikurbréf ÞAU mistök urðu í síðasta Reykjavíkurbréfi, þegar vitnað var í bók Bjartmars Guðmunds- sonar þar sem segir frá því, þegar Steingrímur í Nesi Baldvinsson „féll í gjá í Aðaldalshrauni", að í tilvitnuðum ljóðlínum í þeim kafla hefur prentazt „landa-“ þar sem á að vera „anda-“. Réttar eru ljóðlínurnar þannig: En „þekkir nokkur anda- og efnis- skil? Allt er af hugsun mótað sem er til óg það er lífsins aðgangsorð: Eg vil“. Fyrsti lest- arstjórinn látinn PÁLL Ásmundsson járnsmiður hjá Reykjavíkurhöfn lézt á heimili sínu s.l. sunnudag 85 ára að aldri. Páll stjórnaði fyrstu og einu járnbrautinni, sem verið hefur hér á landi, frá árinu 1913 til 1930, eða allan tímann, sem hún var og hét. Lest þessi er nú í byggðasafninu í Árbæ. Frá 1930 vann Páll hjá Reykja- víkurhöfn þar til hann hætti vegna aldurs fyrir um tíu árum. Páll Ásmundsson við stjórn eim- reiðarinnar. Leiðrétting FYRIR helgi misritaðist í Mbl. föðurnafn mannsins, sem fékk stóra vinninginn í Happdrætti Háskólans. Hann heitir Emil Þ. Guðbjörnsson en ekki Guðbjarts- son. Er Emil beðinn velvirðingar á þessum mistökum. SAFN ENDURMINNINGA MANASILFUR GILS GUÐMUNDSSON VALDI Hér er aö finna fjölbreytilegt sýnishorn minninga eftir fólk úr öllum stéttum, konur og karla, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til núlifandi manna. Hér eru öðru fremur valdar frásagnir„þar sem lýst er meö eftirminnilegum hætti sálar- og tilfinningalífi sögumanns- ins sjálfs eða hvernig hann skynjar tiltekin fyrirbæri tilverunnar, sé hann þess umkominn aö veita lesandanum hlutdeild í lífsreynslu sinni,“ segir Gils Guömundsson I formála. MÁNASILFUR — skuggsjá islensks mannlifs. ‘ífaYfiTiMíM Bræöraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Eftirtaldir tuttugu og sex Anna Thorlacius Ágúst Vigfússon Árni Óla Bernharð Stefánsson Bjartmar Guðmundsson Bríet Bjarnhéðinsdóttir Elínborg Lárusdóttir Gísli Jónsson Guðmundur Björnson höfundar eiga efni i bókinni: Guðmundur Jónsson Guðný Jónsdóttir Guðný Jónsdóttir Borgfjörð Hermann Jónasson, Þingeyrum Indriði Einarsson Ingólfur Gíslason Jón Steingrímsson Jónas Sveinsson Magnús Á. Árnason Magnús Pálsson Ólína Jónasdóttir Sigurður Breiðfjörð Sveinn Björnsson Sveinn Gunnarsson Tryggvi Gunnarsson Þorsteinn Jónsson Þórbergur Þórðarson i 9 SAMBYGGT STERÍÓSETT ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ — Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafirði - Eplið Akranesi - Eplið ísafirði - Gesar Akureyri Verð sem þí á morgun! SHARP SG320 SHARP SG330 KR. 327.000.- KR. 395.000.- Strax eftir jól trúir þú því ekki aó hafa fengið hljómtæki með slík toppgæði fyrir svona lítió verö SG-320 SAMBYGGT STERÍÓSETT TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: MAGNARAR: 2X15 WÖTT R.M.S. UTVARP. 4 UTVARPSBVLGJUR, FM, FM STERIO, LW. MW. SW PLÖTUSPILARI: HALFSJALFVIRKUR, S-ARMUR, SEGULBAND: MEÐ SJALFLEITARA HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT, R.M.S. 40 OHM. SG-330 SAMBYGGT STERIÓSETT TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR MAGNARAR: 2 ■ 20 WÖTT R.M.S. UTVARP 4 UTVARPSBYLGJUR, FM. FM STERIO. LW. MW, SW PLÖTUSPILARI SJALFVIRKUR, S-ARMUR SEGULBAND: MEÐ (2 IDfifi SJÁLFLEITARA. HÁTALARAR. 2 STK. 40 WÖTT R.M.S. 4 OHM Bestu kaupin hvemig sem á er litið! HLJÓMDEILD Ufcfi) KARNABÆR V I onnouflni 1 A Cimi í►-A, nrncr Laugavegi 66, 1. hæð. Simi frá skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.