Morgunblaðið - 18.12.1979, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Afturelding
rassskellti KA
LIÐIÐ, sem kom upp úr 3. deild í
íyrra, Afturelding í Mosfells-
sveit, lætur ekki að sér hæða. Um
helgina tóku þeir lið KA frá
Akureyri í kennslustund í hand-
knattleik og sigruðu með 11
marka mun eða 27—16. Staðan í
hálfleik var 10—9, Aftureldingu
í hag. Norðanmenn hafa sjálfsagt
átt von á minni mótspyrnu en
raunin varð á að Varmá. En
Afturelding hefur sannað það í
leikjum sínum að ekkert lið getur
bókað sér sigur fyrirfram á móti
þeim. Liðið lék á laugardaginn
tvímælalaust sinn besta leik í 2.
deild til þessa. Sóknarleikurinn
var beittur og varnarleikur og
markvarsla Emils Karlssonar
voru allan tímann mjög góð.
Fyrri hálfleikur var allur mjög
jafn, þrátt fyrir að lið UMFA
hefði oftast frumkvæðið í að skora
og hefði eitt mark yfir í hálfleik.
Leikmenn KA virtust ekki vera á
þeim buxunum að taka leikinn
mjög alvarlega og meiri baráttu-
kraft vantaði í leik þeirra.
í síðari hálfleik hrundi leikur
27:16
KA gjörsamlega. Og á sama tíma
gekk allt í haginn hjá Aftureld-
ingu. Liðið náði hverju hraðaupp-
hlaupinu af Öðru, þar sem KA-
menn létu þá komast ínn í send-
ingar og eftirleikurnn var auð-
veldur. Staðan breyttist úr 10—9 í
17—10. Þorleifur Ananíasson var
eini maðurin n sem eitthvað virt-
ist geta hjá KA. Skoraði hann sex
af sjö mörkum liðsins í síðari
hálfleiknum.
Leikmenn UMFA héldu áfram
að bæta við forskotið og þegar
leikurinn var flautaður af var
munurinn orðinn 11 mörk. Lið
UMFA er ört vaxandi og gerir
margt mjög laglega. Hraðaupp-
hlaupin voru til dæmis laglega
útfærð svo og margar línusend-
ingar sem gáfu mörk.
Besti maður UMFA var Emil
Karlsson markvörður, hann varði
allan leikinn mjög vel, enda var
vörnin sterk fyrir framan hann.
Þá er Steinar hættulegur leik-
maður, svo og Gústaf Baldvin. En
styrkur UMFA felst ekki síst í því
hvað liðið er í heildina jafnt og
leikmenn berjast vel. Verður fróð-
legt að fylgjast með liðinu í næstu
leikjum.
Lið KA var frekar dapurt í
þessum leik. Það var eins og
leikmenn væru að bíða eftir að
hlutirnir kæmu að sjálfu sér.
Greinilegt var að þeir vanmátu
andstæðing sinn svo um munaði
og það lofar aldrei góðu. Þorleifur
Ananíasson var langbesti leik-
maður KA og í rauninni sá eini
sem eitthvað kvað að Gauti
markvörður átti góða spretti og
varði vel inn á milli en allt kom
fyrir ekki.
Mörk UMFA: Steinar 7, Gústaf
7, Lárus 5, Sigurjón 4, Þórður 2,
Magnús 1, Ingvar 1.
Mörk KA: Þorleifur 7, Alfreð 5,
Gunnar 4.
- þr.
Hörkuvörn og gæðamark-
varzla afgreiddi KA
FYLKIR var ekki í vandræðum
með að Ieggja KA að velli í 2.
deild ísLandsmótsins í hand-
knattleik i Laugardalshöllinni
um helgina. Lokatölur leiksins
urðu 22—15 fyrir Fylki, staðan í
hálfleik var 12—6. KA reið því
ekki feitum hesti frá Reykja-
víkurferðinni sinni að þessu
sinni, tapaði fyrst með 11 mörk-
um fyrir nýliðum UMFA og síðan
með 7 mörkum fyrir Fylki, eða 18
mörk samanlagt. Fylkir stendur
nú mjög vel að vígi í deildinni og
er liðið líklegur kandídat í 1.
deild. En það eru fleiri og leiðir
timinn í ljós hvert verður fyrir
valinu.
KA hóf leikinn með óskaplegum
hraða, a.m.k. þrjú þrumuskot
skullu á varnarvegg Fylkis strax í
fyrstu sókninni. KA komst í 2—0,
en síðan ekki söguna meir. Sókn-
arleikur Iiðsins var einhæfur og
lykilmenn liðsins voru ekki í
essinu sínu, t.d. skoraði Alfreð
Gíslason aðeins 4 mörk í leiknum,
en hann hefur áreiðanlega skotið
2. DEILD
Úrslit í 2. deild karla í
handknattleiknum um
helgina urðu þessi:
Afturelding—KA 27—16
Þróttur—Þór, Vest. 27—21
Fylkir-KA 22-16
Staðan er nú þannig:
Fylkir 5 4 0 1 105 - 90 8
Þróttur 6 4 0 2 131-123 8
Armann 4 2 1 1 97—78 5
Afturelding 4 2 1 1 83—76 5
KA 4 2 0 2 74-87 4
Týr, Vest. 2 1 0 1 45-38 2
Þór, Vest. 3 0 0 3 52-82 0
Þór, Ak. 4 0 0 4 72-84 0
Markhæstir í 2. deild
eru þeir ...
Sigurður Sveinsson Þrótti
Þorleifur Ananiasson KA
Friðrik Jóhannesson Ármanni
Páll ólafsson Þrótti
Alfreð Gislason KA
ólafur H. Jónsson Þrótti
Sigurður Sigurðsson Þór
Þráinn Ásmundsson Ármanni
Ragnar Hermannsson Fylki
50
25
24
22
22
21
20
18
17
l’K 22:15
fjórum sinnum þá tölu. Góð
frammistaða KA framan af fyrri
hálfleik átti ekki síst rætur að
rekja til markvörslunnar, en
Gauti varði þá mjög vel. Síðan
fjaraði markvarslan út og var ekki
nema rétt þokkaleg það sem eftir
var. Vörn Fylkis var sannkölluð
mulningsvel og markvarsla Jóns
Gunnarssonar var í landsliðs-
klassa. Sóknarleikur Fylkis er
ekki augnayndi, en hann er árang-
ursríkur í meira lagi, liðið virðist
stefna hraðbyri á 1. deild og eitt er
víst, að ef liðið fer upp, mætir það
til leiks með miklu sterkara lið en
það sem féll í 2. deild í fyrra.
Einar Ágústsson átti sinn besta
leik í langan tíma. Þessi hávaxni
leikmaður hefur lengi verið lykil-
maður í vörninni, en skoraði nú
mikið af mörkum með góðum
langskotum. Einar og Jón mark-
vörður voru bestu menn Fylkis, en
liðið var mjög jafnt að þessu sinni
og í því felst einn meginstyrkur
liðsins. Hjá KA var meðalmennsk-
an ríkjandi, helst var það Gunnar
Gíslason sem stóð upp úr.
Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 6,
Guðni Hauksson, Magnús Sigurðs-
son og Gunnar Bjarnason 3 hver,
Ragnar Hermannsson, Ásmundur
Kristinsson og Óskar ÁSgeirsson
2 hver, Sigurður Símonarson eitt
mark.
Mörk KA: Gunnar Gíslason 5
(2), Alfreð Gíslason 4, Guðbjörn
Gíslason og Þorleifur Ananíasson
2 hvor, Magnús Birgisson, Rúnar
Steingrímsson og Guðmundur
Lárusson eitt hver. gg
• Unglingalandsliðsmaðurinn Alfreð Gíslason, sem á myndinni sést
reyna markskot, skoraði 9 mörk i þeim tveimur leikjum er hann lék
með liði sinu KA um helgina. Ljósm. Kristján.
Þorbjörn Jensson var einn af fáum í liði Vals sem átti góðan 1
sínum í leiknum. Bjarni Hákonarson ÍR er til varnar.
Enn tapa íslant
— Við erum bara ekki betri en þetta, það vantar allan vilja til þess
að berjast fyrir íslandsmeistaratitilinum í ár, sagði Hilmar Björnsson
þjálfari Valsmanna er liðið hans hafði tapað sinum þriðja leik i
mótinu. Að þessu sinni var það ÍR, sem tók stig af Val og er það ekki
fyrsta skipti i íslandsmótinu i handknattleik sem Valsmenn fara
niðurlútir af velli eftir að hafa mætt þeim. Óvænt úrslit í meira lagi,
ekki sist vegna þess að ÍR-ingar léku á köflum svo illa að það hefði
betur sæmt 3. deildar hði en liði í
leikmenn gerðu. Reyndar er það
leiki mörg liðin i 1. deild hafa
þverbak keyrir.
Gangur leiksins
Það voru ÍR-ingar sem höfðu
frumkvæðið í leiknum fyrsta kort-
érið, en þá tókst Valsmönnum að
jafna leikinn 5—5, og náðu foryst-
unni og komust í 10—6 á 18.
mínútu. Á þessum tíma lék liðið
eins og það á að sér en það stóð
frekar skammt. Þrátt fyrir mikil
mistök í sendingum sín á milli og
oft ótímabærum skot tókst ÍR að
klóra í bakkann og aðeins tveggja
. deild. Slíkar voru skyssurnar sem
líka umhugsunarefni hversu slaka
sýnt. Áhugaleysið er slíkt að um
marka munur var á liðunum í
hálfleik, 12—10 fyrir Val.
í síðari hálfleik fór leikur Vals-
manna að riðlast og á 39. mínútu
ná ÍR-ingar að jafna, 14—14, og
nokkur spenna fór að færast í
leikinn. Nú kom þáttur Bjarna
Bessasonar. Hann hafði verið
nokkuð óheppinn mað skotin fram
að þessu en nú fór hann virkilega í
gang og skoraði fjögur mörk á
skömmum tíma. ÍR nær tveggja
Staðan í
Staðan í 1. deild
íslandsmótsins í hand-
knattleik er nú þessi.
Víkingur—IIK 24-18
Valur—ÍR 22—26
Víkingur 5 5 0 0 112-89 10
FH 5 4 1 0 117-103 9
KR 6 4 0 2 135-126 8
Valur 6 3 0 3 123-113 6
Haukar 6 2 1 3 124-133 5
ÍR 5 2 0 3 104-105 4
Fram -5 0 2 3 100-111 2
HK 6 0 0 6 96-131 0
Markhæstu leikmenn 1.
deildar eru þessir:
Bjarni Bessason ÍR 33
Ragnar Ólafsson HK 31
1. deild
Páll Björgvinsson Vík. 28
Ólafur Lárusson KR 27
Atli Hilmarsson Fram 25
Haukur Ottesen KR 25
Konráð Jónsson KR 23
Kristján Arason FH 23
Þórir Gíslason Haukum 23
Andrés Bridde Fram ’ 21
Þorbjörn Guðmundsson Val 21
Sæmundur Stefánsson FH 20
Pétur Ingólfsson FH 19
Björn Pétursson KR 18
Sigurður Gunnarsson Vík 18
Steindór Gunnarsson Val 17
Bjarni Guðmundsson Val 17
Hörður Harðarsson Haukum 16
Steinar Birgisson Vík. 16
Guðmundur Magnússon FH 16
Andrés Kristjánsson Haukum 15