Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 1 1 Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri: Hönnun íbúðarhúsa Hugleiðingar Engin þjóð eyðir jafn miklu fé sem við íslend- ingar til þess að búa okkur heimili og senni- lega má fullyrða að engin þjóð eyði jafn lítilli hugs- un til þess verks, sem við gerum. 3—4 íbúða þjóð Nokkuð algengt er að tala um 3ja íbúða fjölskyldu hér á landi og er þá átt við þau aldursskeið, sem kalla á mismunandi stærðir og gerðir íbúðahúsa. Fyrsta íbúðaskeiðið hefst með lítilli 2—3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi gjarnan, eða eldra húsi sem „viðráðanleg" er ungu fólki með þeirri hjálp, sem sparimerki, opinberir sjóðir, bankar og ættingjar geta veitt að ógleymdri verðbólgunni! Þetta er yfirleitt framkvæmt þegar viðkomandi notendur eru milli 20—30 ára aldurs og eru jafnframt að „hlaða" niður börn- um, milli þess sem þau vinna baki brotnu til þess að kljúfa þessa frumraun á íbúðaferli sínum. Hönnun þessara íbúða mun vera með nokkuð hefðbundnum hætti og verða þær að teljast fremur þægilegar, þótt hér komi strax í ljós einn aðal galli eftirstríðsíbúða þ.e. lítil her- bergi og stórar stofur, sem oft reynist erfitt að búa húsgögnum. Draumahúsið Næsta skeið má kalla drauma- hús-skeiðið þ.e. þegar fjölskyld- an ætlar nú heldur betur að láta sér líða vel og hætta að hýrast í litlu íbúðinni. Búið er að borga niður helming lána af íbúðinni og nú er fengin lóð fyrir einbýl- ishúsið eða raðhúsið og nú skal byggt til frambúðar. Nú er drifið í að teikna húsið, því það verður að hespa af byggingunni í hvelli m.a. vegna verðbólgunnar, sem hækkar byggingakostnaðinn frá degi til dags, svo og til þess að hægt sé að komast inn. „Draumahúsið" er 180—220 m2 og ætlað hjónum með 2—3 börn- um til íbúðar. Þegar fjölskyldan flytur í hús- ið eru börnin væntanlega á aldrinum 5—10 ára og nú hentar „draumahúsið" nokkuð vel, börn- in eru öll í litlu kytrunum sínum alveg við hliðina á pabba og mömmu, sem geta fylgst með hverri hreyfingu og passað ung- ana sína. Næstu 3—4 árin eru bærileg, en svo fer málið að vandast, það er búið að ferma og komin sterio-tæki í eina kytruna og það fer að verða gestkvæmt á kvöld- in og hávaðasamt. Stofurnar sem spanna 'h hússins eru ekki fyrir þessa gesti enda nýbúið að koma þeim í gagnið með ærnum tilkostnaði. En hvað er nú að ske? Hentar draumahúsið ekki lengur? Er ekki hægt að sameina þarfir 4—5 manna fjölskyldu á 200 m2 gólffleti? Hér er það sem flestir staldra við og fara að hugsa og komast því miður flestir að sömu niður- stöðu, „draumahúsið" hentar ekki lengur, því það er bara hannað fyrir fjölskyldu með smábörn, það gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að leyfa unglingum og ungu fólki að umgangast kunningja sína og því síður gerir það ráð fyrir að hægt sé að skjóta skjólhúsi yfir unga parið sem er að byrja að búa og ennþá síður aldrað foreldri, svo tekin séu dæmi. Húsið, sem allir lögðu svo mikið á sig að koma upp er allt í einu orðin byrði á eigendum, sem þó vilja halda í það sem lengst þar sem of snemmt er að fara að hugsa að elliíbúð um miðjan aldur. Hér verða hönnuðir og byggj- endur að taka höndum saman og gera betur. Hvorugur á alla sökina, — hönnuðurinn verður að muna að hann er fagmaður og leiðbeinandi, sem er að ráðstafa blómanum úr lífsstarfi fjöl- skyldu, — byggjandinn verður á móti að gefa hönnuði eðlilegan tíma til verksins þannig að hægt sé að gera kröfu til góðra verka. Elli-íbúðin Svo er það íbúðin sem hentar þegar aldurinn færist yfir þ.e. lítil íbúð með stórri stofu, góðu svefnherbergi og t.d. litlu gesta- herbergi. Hér eru þarfirnar aðrar en hjá ungu hjónunum, hér er mikið lagt upp úr stofuplássi til þess að hægt sé að koma fyrir því af húsgögnum sem fólk vill halda hjá sér. Gestaherbergi er nauð- synlegt fyrir þennan aldurshóp. Þessi íbúð hentar vel svo lengi sem notendur eru vel sjálf- bjarga, en eftir það verða að koma til verndaðar íbúðir þá gjarnan í eigu viðkomandi not- enda eða bæjarfélags ef fjár- hagsaðstæður eru þess eðlis. Um þær íbúðir verður ekki fjallað í þessari grein. Að lokum Eins og fram hefur komið fer geysilegt fé í íbúðabyggingar og hefur fólk notað sér steinsteyp- una eins og aðrar þjóðir fjár- festa í gulli þegar gjaldmiðill er lítils virði, eins og hér er. Það hefur nokkuð lengi verið skoðun mín að a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu sé bygg- ingariðnaðinum haldið í fullum gangi frekar í atvinnuskyni en af beinni þörf og má m.a. benda á fækkun íbúa á svæðinu í því sambandi. Hér verður því fækkun íbúa í íbúðum fram yfir það sem eðli- leg nýting ætti að vera, vegna þess að húsnæðið er ekki hannað með þær breytilegu þarfir í huga er ég hef rakið hér að framan. Þar sem ísland hefur algera sérstöðu hvað varðar eign borg- aranna á eigin húsnæði erum við fastheldnari á dvalarstað heldur en þær þjóðir, sem flytja milli leiguhúsnæðis eftir þörfum og án tilfinningalegra tengsla við bæjarhverfið eða götuna. Þess vegna verðum við að gera þá kröfu til hönnuða að þeir fari í ríkari mæli að hugsa eftir íslenskum aðstæðum og þörfum þegar þeir eru að fjalla um hönnun íbúðahúsnæðis heldur en þeir hafa gert til þessa. 82.37 um helgína sem þíð getíð komíð og kynnt ^kur AMERISKU HEHVUUSIÆKIN FRA GENERAL EIECTRIC. GENERAL ELECTRIC ■ . -v*. . Æmk m §1 u'' • HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Raftækjadeild okkar að Laugavegi 170 hefur nú verið stækkuð og endurbætt. Af því tilefni höfum við ákveðið að hafa sýningu á hinum stórglæsilegu og fallegu heimilistækjum frá GE laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. janúar. Til sýnis verður: Kæliskápur með sjálfvirkum affrystingarútbúnaði og ísvél í frystihólfmu sem framleiðir, hvort heldur sem er, heila ísmola eða mulinn ís, allt eftir óskum hvers og eins. Eldavélarsamstæða með sérstökum grillofni, innbyggðum gufugleypi og bökunarofni sem er sjálfhreinsandi og með sjálfvirkum steikarmæli, að ógleymdri stórri geymsluskúffu undir bökunarofninum sjálfum. Þar að auki verður til sýnis þvottavél, uppþvottavél, tauþurrkari og sorpkvöm, allt frá GENERAL ELECTRIC. Lítið inn í raftækjadeild okkar að Laugavegi 170 laugardag og sunnudag og sjáið hin stórkostlegu AMERISKU HEIMILISTÆKI FRÁ GENERAL ELECTRIC.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.