Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Opið bréf tékkneskra andófsmanna um Ólympíuleika í Moskvu: Á að endurtaka Hitlers- háðungina? Kannski allt verði komið um kring þegar þið lesið þetta bréf. Kannski hugmyndin um að sniðganga Olympíuleikana í Moskvu verði þá orðin að af- dráttarlausri kröfu, eða kannski verður hún ennþá hótunin ein. Kannski verður Kabúl, sem rifj- ar upp fyrir okkur atburðina í Prag 1968, ennþá ljóslifandi martröð, eða kannski verður sú beizka pilia farin að meltast. Hvað um það — við viljum koma skoðun okkar á framfæri. Að sniðganga sumarólympíu- leikana í Moskvu ... íþrótta- maður, sem árum saman hefur verið að þjálfa sig til að geta náð þar bezta hugsanlega árangri, getur litið svo á að slík ákvörðun þýði endalok þeirra vona, sem hann hefur gert sér um frama, og kannski fái hann aldrei annað eins tækifæri. Einu sinni áður, um miðjan þriðja áratuginn, hefur heimur- inn staðið andspænis því að taka sams konar ákvörðun. Fáeinir viðkvæmir lýðræðissinnar, ásamt hópi lítt metinna vinstri sinna, mótmæltu því að Ólympíuleikar væru haldnir í Berlín. En þeir, sem aðhylltust þá hugsjón að sannur íþrótta- andi mætti ekki vera háður pólitík og trúði því að lýðræðið yrði til eftirbreytni, hrósuðu sigri. Ólympíu-fáninn var dreg- inn að húni, við hlið hakakross- ins. Dýrðardagar fóru í hönd og um hríð var Þýzkaland aðalríkið í heiminum. Þýzkaland með víðáttumikla íþróttavelli, Þýzkaland þar sem engin verkföll og ekkert atvinnu- leysi var. Þyzkaland, sem kannski hafði á sér einum of mikið hernaðarlegt yfirbragð — og kannski gekk Nurnberg- löggjöfin um kynþáttamál einum of langt, en þetta var þó land þar sem haldið var uppi lögum og reglu en ringulreiðin var ekki ríkjandi eins og í löndum hins frjálsa heims. Mórölsk upphefð Hitler- Þýzkalands vegna Ólympíuleik- anna þaggaði niður allar viðvar- anir um langt skeið. Hvort sem heimurinn raunverulega var í góðri trú og grandaleysi eða ekki voru þetta ein mistökin af mörg- um, sem síðar varð að gjalda dýru verði. Ekki skal dregið í efa að Moskvu-stjórnin mun verða hinn stórkostlegasti gestgjafi á Ól- ympíu-leikunum. íþróttavellirn- ir verða fullgerðir, gistihús til reiðu og nóg verður að bíta og brenna, ekki aðeins í Moskvu, heldur og í Kænugarði og Tallin. Enginn þarf að hafa áhyggjur af að mótmælaaðgerðir valdi trufl- un og ekki þarf nú aldeilis að kvíða árásum hryðjuverka- manna. Fyrsta sósíalistaríki heims á í vændum alþjóðlega viðurkenningu á háleitri hugsjón sinni um frið og vináttu ... Ólympíu-fáninn á Berlínar- leikvanginum var háðung þús- unda manna. Þessi sami fáni á Moskvu-leikvanginum verður háðung milljóna manna. íhlutun Sovétmanna í Kabúl er, þrátt fyrir allar subbulegar afsakanir, grímulaus og viður- styggileg árás. Hún er engin klaufaleg og tilviljunarkennd ókurteisi, heldur staðfesting á því hver er hinn raunverulegi kjarni í sæði drekans. Enn sem komið er vitum við ekki með vissu hvert framhaldið verður, en við höfum fullkomna ástæðu til að óttast hið versta. Ef innrás Sovétríkjanna í Afgh- anistan verður aðeins fordæmd í orði, verður hún — hvort sem okkur líkar betur eða verr — fordæmi, sem í framtíðinni verð- ur endurtekið við hentugt tæki- færi. Ef við hörmum framkomu árásaraðilans, en leyfum honum samt sem áður að halda leikana, þá erum við þar með að viður- kenna fyrir honum getuleysi okkar... Þið eigið heimtingu á að spyrja hver við séum og hvaða ábyrgð við teljum okkur bera á alþjóðlegu frumkvæði af þessu tagi. Við búum í Prag, borginni þar sem Banrak Karmal, hinn nýi leiðtogi í Kabúl, var falinn, þjálfaður og tekinn á mála. Við erum í andstöðu við ríkisstjórn þessa lands og þá ríkisstjórn, sem ræður yfir okkar ríkis- stjórn, en við erum ekki í andstöðu við þjóð okkar. Yfir- gnæfandi meirihluti þjóðar okk- ar fylgir okkur að málum. Eini munurinn á okkur og hinum er sá, að við drögum ekki dul á skoðanir okkar. Þess vegna höf- um við verið svipt þeirri ánægju, sem menn hafa af því að vinna störf, sem þjóna ekki aðeins Myrkir músikdagar, þriðju tónleikar UNDIRTITILL þriðju tón- leikanna var íslenzkt söng- lagakvöld Söngskólans í Reykjavík í tali og tónum. Þuríður Pálsdóttir óperu- söngkona og yfirkennari Söngskólans stóð fyrir þess- um tónleikum en flutningur söngsins var framinn af nem- endum skólans með aðstoð undirleikaranna Krystynu Cortes, Jórunnar Viðar og Önnu Málfríði Sigurðardótt- ur. Alls komu fram sex söngvarar; Baldur Karlsson er söng lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Inga T. Lárusson, Valgerður J. Gunn- arsdóttir eftir Markús Krist- jánsson og Emil Thoroddsen, Hrönn Hafliðadóttir eftir Karl 0. Runólfsson, Páll Jó- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON hannesson eftir Sigvalda Kaldalóns, Elísabet F. Eiríksdóttir eftir Pál ísólfs- son og Ásrún Davíðsdóttir eftir Jórunni Viðar. Söng- skólinn í Reykjavík á nú að baki rúm sex ár en á þeim tíma hefur starf hans þegar borið ríkulegan ávöxt og fer nú senn að líða að þeim tíma, að þeir nemendur er lengst hafa stundað þar nám, nái markverðum áfanga og taki að hasla sér völl sem starf- andi tónlistarmenn. Um það bil 100 nemendur stunda nám við skólann og er óhugsandi að gera sér grein fyrir nýt- ingu þessa fjölda, en miðað við þau ár, sem nú eru að baki, má búast við töluverð- um tíðindum og grósku í söngmennt þjóðarinnar á næstu árum. Það hefur ekki þótt tilhlýðilegt að fjalla um frammistöðu nemenda i gagnrýni en söngur ungu söngvaranna bar þess glögg merki, að vandað hefur verið til þjálfunar þeirra og eru þarna á ferðinni góð efni, sem Elísabet Eiriksdóttir Valgerður J. Gunnarsdóttir á næstu árum eiga eftir að láta heyra í sér og munu, ásamt þeim öðrum nemend- um skólans sem síðar eiga eftir að fá tækifæri til að sýna lærdóm sinn og hæfi- leika, að standa undir vax- andi gengi söngmenntar á íslandi. Trúin á þetta mark- mið hefur reyndar verið grunnur þeirrar stemmn- ingar, sem gegnsýrt hefur allt starf kennara og nem- enda við Söngskólann í Reykjavík. Myrkir músikdag- ar eru eins konar skamm- degisbjartsýni og báru þessir tónleikar með sér margvísleg blæbrigði þeirrar menningar er á þessu landi hefur dafnað og kom Þuríður Pálsdóttir inn á þessi atriði í stuttu og vel viðeigandi spjalli um höf- unda tónlistarinnar, en trúin á framtíð söngs og menning- arlegt mikilvægi Söngskólans í Reykjavík, kristallaðist í fallegum og menningarlegum söng ungu söngvaranna. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.