Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1980 Heimir Þorleifsson: Um togarann Coot og kútter Sigurfara Hinn 1. desember síðastliðinn gat að líta í Hlaðvarpa Morgun- blaðsins stutta grein um tvö skip, sem kunn eru í útgerðarsögu Islendinga, togarann Coot og kútt- erinn Sigurfara. Tilefni þessarar greinar hefur efalaust verið það, að ritstjóri Hlaðvarpans hefur komizt yfir myndir af skipunum tveimur og hefur viljað kynna þaer lesendum blaðsins. Er ekki nema gott um það að segja, en því miður hafa nokkrar villur slæðzt inn í greinina, sem leiðrétta þarf. Auk þess langar mig til þess að koma á framfæri nokkrum atriðum úr sögu þessara skipa, sem nýlega hafa komið í leitirnar í skjala- bögglum á Þjóðskjalasafni. Meðal þess eru afsalsbréf fyrir báðum skipunum, útgefin í Bretlandi, þjóðernisskírteini, skrásetn- ingarskírteini, útdráttur úr fund- argerðarbók Fiskiveiðahlutafélags Faxaflóa, bréf um ósk um nafna- breytingu á kútternum Guðrúnu Blöndahl í Sigurfara, skipshafn- arskrár og fleira. Togarinn Coot (ekki Coott) var keyptur til íslands árið 1905 (ekki 1904) og var afsalsbréí fyrir hon- um undirrritað í Aberdeen hinn 19. janúar 1905. Undir þetta af- salsbréf rituðu sem seljendur for- stjórar útgerðarfélagsins The Silver City Trawling Company Limited og hétu þeir William Allan og James G. Wichie. Ekki er ljóst, hversu lengi togarinn hefur verið í eigu þessa útgerðarfélags, en smíðaður var hann í Glasgow árið 1892 (ekki í Boston árið 1890). Um þetta kemur fram vitnisburð- ur í bráðabirgða þjóðernisskír- teini, sem danski konsúllinn í Leith gaf út hinn 28. febrúar 1905. Hið sama kemur fram í skrásetn- ingarskírteini fyrir skipið, sem gefið var út í Hafnarfirði hinn 28. apríl 1906. Þar má einnig sjá, að skipasmiðir voru W. Hamilton & J. Hamilton og vél skipsins var smíðuð hjá D. Rowan & Son líka í Glasgow. Ætti því ekki að þurfa að efast um skozt ætterni Cotts. — Á áðurnefndu afsali fyrir Coot er Arnbjörn Ólafsson frá Hafnar- firði (á að vera Keflavík) einn talinn kaupandi skipsins, en hann ritar síðar á afsalið undir yfirlýs- HLAÐVARPINN SKIP. Togarinn Coott og kútter Sigurfari COOTT, eöa Blesgæsin, hét fyrsti togarinn sem íslendingar eignuð- ust einir og það var Einar Þor- gilsson kaupmaður í Hafnarfirði sem keypti skipið árið 1904 ásamt fjórum Islendingum öðrum. Coott var smíðaður í Boston í Banda- ríkjunum árið 1890 og árið 1904 stóð til að leggja honum þar sem hann var kominn til Aberdeen í Skotlandi. Þá voru hinir íslenzku athafnamenn af Reykjanesi í leið- angri í Bretlandi til þess að kaupa kútter, en það varð úr að þeir keyptu þennan 150 tonna togara og réðu Indriða Gottskálksson skipstjóra. Coott var síðan á veiðum til ársins 1908, en að lokinni viðgerð í Reykjavík tók hann kútterinn Sléttanesið í tog. Sú ferð fór þó ekki eins og ætlað var því bæði skipin urðu til á strandstað á Vatnsleysuströnd þar sem Coott strandaði með kútterinn í togi. Það eina sem nú er til af Coott er stýrið og er það í sjóminjasfni Hafnarfjarðar og auk þess er ennþá til gufuketillinn úr skipinu, en hann er ennþá á fjörukambinum á strandstað skipsins við Réttarnes á Vatns- leysuströnd og stendur til að kóma katlinum til Hafnarfjarðar að sögn Gísla Sigurðssonar þar í bæ. Þessl skemmtilega mynd úr eigu Markúsar B. Þorgeirssonar er af hinu margfræga skipi kútter Sigurfara sem nú stendur á hlaöi byggöasafns Akraness, en þessi mynd var tekin á sinum tíma áður en stýrishús var byggt á skeiöina. Þaö eru fagrar „mubl- «*r“ á hafinu seglskúturnar. ingu þess efnis, að hann hafi keypt' skipið fyrir Fiskveiðahlutafélag Faxaflóa. Danski konsúllinn í Leith telur líka Arnbjörn eiganda auk annarra Islendinga. Kaupverð Coots var 1500 sterlingspund eða um 27000 krónur, því að pundið samsvaraði þá 18 krónum. Áður hefur verið talið, að hann hafi kostað 35000 krónur, en mismun- urinn getur að nokkru legið í kostnaði við kaupin og heimför. Fyrsta útgerðarskeið Coots var frá 8. marz 1905 til 7. júní sama ár og var Indriði Gottsveinsson (ekki Gottskálksson) skipstjóri, en hann var raunar meðal eigenda skipsins frá byrjun. Sér til aðstoðar við veiðarnar hafði Indriði fiskiskip- stjóra, sem vanur var veiðum með botnvörpu, en það var Halldór Sigurðsson frá Akranesi. Auk þess var íslenzkur stýrimaður á skip- inu (Ólafur Árnason), en vélstjór- arnir voru útlendingar, annar Englendingur (Th. Priestley) en hinn Dani (V. Th. Jarding). Sex íslenzkir hásetar voru á skipinu og kolamokarinn var einnig íslend- ingur (Jóhannes Narfason), en hann var aðeins 16 ára og var líka kauplægstur, hafði 35 kr. í mánað- arkaup. Alkunna er, að fæði var talið mun betra á togurum en tíðkast hafði á skútum. Þetta hófst strax með Coot, því að á skipinu var danskur kokkur (M.J. Hansen) og var hann ráðinn upp á þau kjör, að auk mánaðarkaups skyldi hann fá frítt far til Kaup- mannahafnar að loknum starfs- tíma sínum á Coot. Ymislegt hefur verið óljóst um fyrstu starfsemi Fisiveiðahluta- DANISH Provisional Certificate of Nationality FOR ccctíecL flfte s(do ol7 ----- of oj.tíltwub' commanded by....C%|)Í£U/n ^44 olíd.l>A (íWidulscii/ ) The undersigned, (Jonsul Genenvl of his Majesty tlie King of Denmark iu Leith, hereby certifies, in virtue of the official instruction given to him, and in conformity to provisionn of law concerning this , of tons Nett British Register, hutll mí matter, that the (PooT xd gross, and W'ib Siíam/ } Build. Rigged. Masts. IOC ko IX Decks. Stern. Tenth«. X s b' Length from thc forc part of the Stcm, under the Bowsprit, to the aft side of the' head of the Sternpost Main breadth to outsidc plank .... Depth in hold from tonnage deck to ceiling at midships .... t\ojxvíís.lL '&.Ö\ÍAAS |as oni IioAsí- JyouxA mwunal-. —t--------------------r---———-------------—....—- According to iÍMÍlUMM^pMéiÍMataMBMMAJ*} . ytílM tff í&oU - &MU: IW otAl, Q$íol£<v»icL IA\ fvntk/ttaur Itr I9{fl!|s»óru( KuA.turtfí’ t áaítmcL' cvwd áofftAiáic. t'wrv------------------------------- ----------------—— and further, tliat tlic miid Vcssel, the Owner liaving produced to mc sntisfactory proofs of bcing ÍOlB- poggengcil ot' smcli qnolitiOH as are nsjuin.sl for owninfi a Stiiji oarrying tlio Dnnislt flag, m ontitled to all ttie protectíon, riglitn itnd jiriviiogos acoordcil to Daninli voimels. In virtue ivhéroof tliis Provisional Oertificatc of Nationality lias hcen iesuod, wllich shall be valid for the rniid Ship for a period not excecding 4t.k tvnrvífliti. — i ■ . — ■ ------------ THE ROYAL DANISH CONSULATE GENERAL, L.EITH. tht illl'ClU^ , li^ill ll ifli^ l‘J Vflll ni I^ l(jíJÍ). Þjóðernisskírteini fyrir togarann Coot, sem danski konsúllinn í Leith gaf út í febrúar 1905. félags Faxaflóa. Það var stofnað í september 1904, en síðan endur- skipulagt í júní 1905. Þá var August Flygenring horfinn úr félaginu, en Einar Þorgilsson var kominn í hans stað. Hins vegar hreppti Einar ekki sæti Augusts í stjórn félagsins, því hann fékk aðeins 3 atkvæði við.stjórnarkjör, en Þórður Guðmundsson, útvegs- bóndi í Reykjavík, fékk 12. Það virtist því ljóst, að Einar Þorgils- son réð ekki ferðinni við útgerð Coots, þó hann ætti hlut í henni og sæi um fiskverkun fyrir félagið í Hafnarfirði. Hann var heldur ekki viðstaddur framhaldsstofnfund- inn í júní, og þar var Guðmundur Þórðarson (síðar kenndur við Gerða í Garði) kosinn fundarstjóri en Björn Kristjánsson (síðar ráð- herra) var fundarritari. Auk þess- ara tveggja manna sátu þeir Arinbjörn Ólafsson, fndriði Gott- sveinsson og Þórður Guðmunds- son þennan fund, og voru þar með allir eigendur Coots mættir nema Einar „í Óseyri." í lögum fyrir félagið, sem samþykkt voru á framhaldsstofnfundinum, segir svo um „fyrirætlun" félagsins, að hún sé „að veiða fisk, einkum þorsk, með botnvörpuskipinu Coot, sem nú liggur í Ilafnarfirði." Af þessu er ljóst, að lögin voru ekki samin fyrr en eftir komu Coots til íslands og þá sennilega ekki fyrr en í júní 1905. Annars eru lögin í 11 greinum og sýna vel, hversu félaginu var skipt milli Hafnfirðinga og Reykvíkinga, því að félagið átti heimili og varnar- þing í Hafnarfirði en hins vegar skyldi stjórnin hafa aðsetur í Reykjavík, og þar voru aðalfundir þess haldnir. Hinn fyrsti fór fram í húsi Guðmundar Þórðarsonar að Laugavegi 68, og var það 30. janúar 1906. Telja verður því, að Hafnfirðingar og Reykvíkingar eigi að skipta með sér heiðrinum af fyrsta stórútgerðarfyrirtæki íslendinga. Áður en skilizt verður við Coot, Afsalsbréf fyrir Coot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.