Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 31 Margrét Gunnarsdótt ir — Minningarorð Fædd: 17. desember 1893 Dáin: 19. janúar, 1980. I dag fer fram frá Akureyrar- kirkju útför aldraðrar frændkonu minnar, Margrétar Gunnarsdótt- ur. Með henni er fallinn frá enn einn einstaklingur af hinni traustu aldamótakynslóð, sem í bernsku kynntist harðbýlum lifn- aðarháttum þjóðfélags torfbæja og árabáta. í því umhverfi lærðist ungu fóiki fljótt að trúmennska, ráðvendni og dugnaður voru hald- beztu lífsförúnautarnir. Saga þeirra íslendinga, sem hófu lífsskeið sitt um og eftir aldamótin síðustu, og lifðu fram yfir miðja þessa öld og allt til vorra daga, er án nokkurs vafa merkasti kaflinn frá því að ísland byggðist. Á þessu tímabili öðlast þjóðin frelsi og sjálfstæði. Bylting verður í atvinnuháttum og Island kemst í alfaraleið. Aldagömul einangrun og fornir lifnaðarhættir hverfa sem dögg fyrir sólu. Sú bylting sem hér átti sér stað á nokkrum áratugum gaf aldamótakynslóðinni sérstakan svip, sem í ýmsu er gjörólíkur því, sem sjá má nú á fólki á miðjum aldri og yngra. Aðsópsmikið og ósérhlífið fólk var hér á ferðinni. Lífshlutverk þess var að skapa nýja þjóð. í efnalegu tilliti var byggt upp úr litlu, en auður andans og viljans var þeim mun meiri. Oft var við ramman reip að draga, en það lét ekki deigann síga. Margrét frænka mín hafði flest einkenni þessarar dugmiklu kynslóðar. Stundum hvarflaði að mér, að hugur hennar hafi stefnt til enn meiri og virkari þátttöku í uppbyggingu þess umhverfis er hún lifði í, en skyldur og ákveðnar kringumstæður hafi orðið þess valdandi, að af því gat ekki orðið. Margrét fæddist að Möðruvöll- um í Hörgárdal 17. des. 1893. Var hún dóttir Gunnars Þorbjarnar- sonar kaupmanns í Reykjavík og Valgerðar Freysteinsdóttur, Ein- arssonar bónda á Hjalla í Ölfusi. Ári síðar gekk Valgerður að eiga Gísla Helgason, Gunnlaugssonar bónda frá Gilsá í Breiðdal. Við það fluttist Margrét ásamt móður sinni og stjúpföður til Reykja- víkur, þar sem Gísli fékkst við kaupmennsku og verzlunarstörf þar til hann féll frá, langt fyrir aldur fram árið 1911. Þeim Valgerði og Gísla varð sex barna auðið. Af þeim er nú eitt á lífi, en það er Valur Gíslason, leikari. Önnur börn þeirra voru: Jón, kaupsýslumaður í Winnipeg, Kanada, Sigurður, er lézt ungur, Ingólfur kaupsýslumaður í Reykjavík, Lára og Valgerður Lára er létust ungar að aldri og Garðar Svavar, kaupmaður, í Hafnarfirði. Margrét ólst upp í fjölmennum systkinahópi og við fráfall stjúp- föður var hún móður sinni ómet- anleg stoð og stytta. Þá þekktist engin félagsmálaaðstoð af hálfu hins opinbera, né tryggingar fyrir barnmargar ekkjur. Með dugnaði tókst Valgerði, ásamt góðum stuðningi Margrétar og eldri systkinanna að brjótast áfram ein og óstudd. Mótaði það mjög skap- gerð þeirra og lífsstöðu að vera sjálfstæð og öðrum óháð. Á yngri árum var Margrét lengi við afgreiðslustörf í bakaríi í Reykjavík. Auk þess dvaldist hún í tvo vetur á húsmæðraskólum í Kaupmannahöfn og Noregi. Árið 1919 giftist Margrét Bjarna Halldórssyni frá Héraði. Fyrstu hjúskaparárin dvöldu þau á Arngerðareyri við Isafjarðar- djúp, þar sem Bjarni annaðist verzlunarstjórn. En árið 1927 fluttust þau til Akureyrar, þar sem þau bjuggu síðan. Bjarni var lengstum skrifstofustjóri hjá Raf- veitu Akureyrar. Var hann vel látinn fyrir áreiðanleika og ljúf- mennsku. Þekktur var hann fyrir mikið og gott starf í þágu Good- templarareglunnar á íslandi. Á yngri árum var hann virkur þátt- takandi í Kantötukórnum á Akur- eyri og söng með kórnum í fjölda ára. Og einnig starfaði hann mikið að íþróttamálum á staðnum. Þeim Bjarna og Margréti varð fjögurra barna auðið. Eru þau öll á lífi: Valgerður, fædd 1920, gift brezkum manni Ernst Gould, er til skamms tíma gegndi stöðu for- stöðumanns í fræðsludeild Ástr- alska hersins. Þau búa í Ástralíu ásamt 3 börnum sínum. Sigurbjörn Svavar, fæddur 1921, skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkjsins á Akureyri, kvæntur Axelínu Stefánsdóttur. Þau eiga 4 börn. Lóa Aðalbjörg, fædd 1922, gift Geir Jóelssyni, kaupmanni í Hafn- arfirði. Börn þeirra eru þrjú. Og Gísli, sem fæddur er 1927. Bjarni lést árið 1971. Eftir það bjuggu Margrét og Gísli, sonur hennar á Bjarmastíg 15, Akureyri, þar til heilsa hennar bilaði. Nú er þessi mæta frænka mín öll. Margs er að minnast á langri ævi. Ungur að árum átti ég þess kost að dvelja sumarlangt hjá þeim Bjarna og Margréti, er þau bjuggu upp á Brekku, í næsta húsi við lystigarðinn. Vinalegt heimili þeirra og glaðvær systkini gerðu dvölina ógleymanlega. Skal nú þakkað fyrir, þótt seint sé. Bjarni og Margrét voru höfð- ingjar heim að sækja og ekki skorið við nögl að gera sem bezt við gesti er bar að garði. I ýmsu voru þessi sæmdarhjón ólík, en samt samhent í flestu er máli skipti. Margrét var skaþrík og talaði tæpitungulaust um það, sem henni lá helzt á hjarta. Hjálpsemi hennar og fórnfýsi var viðbrugðið og fannst sumum, sem á stundum væri of langt gengið og að hún gengi of nærri sér. Sjálf vildi hún aldrei heyra á slíkt minnst. Margrét var trú allt til dauða og líknaði þeim, er mesta þörf hafði til hinztu stundar. Enn finnast göfugar konur með þjóð vorri sem vinna sitt fórnarstarf í kyrrþey. Góð kona er kvödd. Hún var ein þúsundá íslendinga, sem skila þjóðinni miklu og löngu dagsverki án þess að krefjast annars sér og sínum til handa en að fá að lifa og starfa í friði. Núlifandi íslend- ingar eiga slíku fólki mikla skuld að gjalda. Hún verður bezt greidd með heiðvirðu og fórnfúsu starfi í þágu lands og þjóðar. Guðmundur H. Garðarsson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, fósturmóður, ömmu og langömmu GÍSLÍNU FRIÐRIKSDÓTTUR. Stefán Jónasson, Hugrún Stefénsdóttir, Benedikt Benediktsson, Hanna Stefánsdóttir, Anton Kristjánsson, Kristján Stefánsson, Kristín Jensdóttir, Guóný Stefáns, María Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þurfum við að taka á móti Kristi núna, eða verður okkur gefið annað tækifæri eftir dauðann? Biblían kennir, að við verðum að ákveða hérna megin grafar, hvort við viljum tilheyra Jesú Kristi eða ekki. Margar hvatningar lúta að þessu, t.d.: „Nú er mjög hagkvæm tíð; í dag er hjálpræðisdag- ur.“ Ein áhrifamesta hvatning um þetta er í Orðskvið- unum: „Sá, sem oftlega hefir ávítaður verið, en þverskallast þó, mun skyndilega knosaður verða og engin lækning fást“ (29,1). Sáluhjálp okkar er mikilvægasta málefnið, sem við þurfum að fá úr skorið. Það ætti að sitja fyrir öllu öðru. Biblían segir: „Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?" Þeir, sem segjast ekki trúa Biblíunni eða efast um, allt, sem hún segir um Krist, sé satt, ættu að spyrja sjálfa sig: „Má ég við því að tefla á þá tvísýnu, að þetta sé ekki satt?“ Þessari ákvörðun verður ekki frestað þangað til eftir dauðann frekar en öðrum ákvörðunum. Hún skiptir meira máli en allt annað. Við ættum því ekki að fresta henni, unz allt er orðið um seinan. Biblían segir: „Hvernig fáum vér komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði?" Guð hefur gefið okkur daginn í dag. Hann hefur gefið okkur hagkvæmt tækifæri til þess að íhuga, hversu mikið veltur á þessari ákvörðun. „í dag, ef þér heyrið raust hans, þá forherðið ekki hjörtu yðar,“ segir ritningin. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐBERGS DAVÍÐSSONAR, Leifsgötu 25. Svanhildur Árnadóttir, börn og tengdabörn. + Innilega þökkum viö auðsýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför ÞÓRUNNAR HANSDÓTTUR BECK Jón Guömundsson Jóhanna Jónsdóttir Stefán Björnsson Þórólfur Beck Jónsson María Einarsdóttir Unnsteinn Beck Anna G. Beck og barnabörnín. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför bróöur okkar JÓNS MAGNÚSSONAR Hóli, Bolungarvík. Guömundur Magnússson, Tryggvi Magnússon. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar íbúö á Grundarfiröi Til sölu er 96 ferm 3ja herb. íbúö á neöstu hæö í þríbýlishúsi í Grundarfirði. Nánari uppl. í síma 93-8761. Keflavík Til sölu eldra einbýlishús. Sölu- verð 16.5—17 millj. Góð eign. 2ja herb. íbúö, nýstandsett, sér inngangur. Garöur — Grindavík Til sölu góö einbýlishús og sérhæðir. Höfum kaupendur aö sérhæöum og einbýlishúsum í Sandgeröi. Fasteignir s/f, Heiðargaröi 3, Keflavík, sölumaöur Einar Þor- steinsson, sími 92-2269. Volvo '78, sjálfskiptur, dökkblár, ekinn 26 þús. til sölu. Uppl. í síma 97-8514. Skattframtöl — Reikningsskil Tek aö mér gerö skattframtala fyrir einstaklinga og minni fyrlr- tæki. Ólafur Geirsson viösk.fr. Skúlatúni 6, sími 21673 e. kl. 17.30. Gerum skattframtöi einstaklinga og fyrirtækja. Lögmenn Jón Magnússon hdl., Siguröur Sigur- jónsson hdl., Garöastræti 16, sími 29411. Ytri-Njarövík Til sölu góö 3ja herb. íbúö viö Hjallaveg. Eigna- og veröbréfasalan, Hringbraut 90, sími 92-3222. □ Gimll 59801287 £ 2 |FERDAFELAG ' ÍSLANDS 0LDUG0TU3 SIMAR 11798 og 19533. Sunnudagur 27.1 kl. 13.00 1. Kolviðarhóll — Skarösmýrar- fjall. Létt fjallganga. Fararstjóri: Siguröur Kristinsson. 2. Skíöaganga á svipuöum slóð- um. Fararstjóri Hjálmar Guö- mundsson. Verö í báöar feröirn- ar kr. 3000 gr.v/bílinn. Fariö frá Umferöarmiöstööinni aö austan- veröu. Feröaáætlun fyrir 1980 er komin út. Ferðafélag íslands. KR«nL€Qr3ropr_i Æskulýössamkoma í kvöld kl. 8.30, aö Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. í KFUM ~ KFUK Almenn samkoma í húsi félaganna viö Amt- mannsstfg sunnudagskvöld kl. 20.30. Ragnar Gunnarsson og Þórarinn Björnsson tala. Söng- hópurinn Sela syngur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Barnaguösþjónusta kl. 2. Fjöl- breytt dagskrá. Öll börn velkom- in. Barnastarf Fíladelfíu Laugardagur kl. 2 barnaskólan- um Geröum, sunnudagur Njarö- víkurskóla kl. 11, Grindavíkur- skóla kl. 2. Öll börn velkomin. Muniö svörtu börnin. Kristján Reykdal. 'JTIVISTARFERF.'lR Sunnud. 27.1 kl. 13 Búrfell — Búrfellsgjá, létt ganga. Farastj. Anton Björns- son. Verö 2000 kr., frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu. í Hafnarf. v. kirkju- garðinn. Vetrarferð á fullu tungli um næstu helgi. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist Félag kaþólskra leikmanna heldur fund í Stigahlíö 63, mánu- daginn 28. janúar kl. 8.30 síö- degis. Séra Ágúst Eyjólfsson útskýrir messuna og altaris- sakramentiö. Allir velkomnir. F.K.L. Heimatrúboðíö Óöinsgötu 6A. Almenn sam- koma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.