Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Benedikt Gröndal á blaðamannafundi: Gjaldmiðilsbreytingin tækifæri til breytinga á efnahagskerfinu BENEDIKT Gröndal, forsætisráð- herra, formaður Alþýðuflokksins boðaði í gær til blaðamannafundar, þar sem hann kynnti „Drög að umræðugrundvelii um stjórnar- myndun Alþýðuflokksins“, sem hin- um flokkunum hafði i fyrradag verið afhent sem trúnaðarmál. Þessum drögum höfnuðu bæði Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokkur og í ályktun þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsóknar kom fram, að flokkurinn væri tilbúinn til að leggja fram sinn eigin umræðugrundvöll. Sjálfstæð- isflokkurinn svaraði umræðu- grundvellinum jákvætt, en setti fyrirvara um ýmis efnisatriði. Benedikt Gröndal sagði á blaða- mannafundinum, að þingflokkur Al- þýðuflokksins myndi árdegis í dag koma saman til fundar og fjalla um undirtektir hinna flokkanna við um- ræðugrundvellinum og síðan myndi hann í dag ganga á fund forseta Islands og gefa honum skýrslu um stjórnarmyndunartilraun sína. Benedikt var spurður að því, hvort hann myndi þá skila umboði sínu aftur, og svaraði hann því til, að frá því gæti hann ekki skýrt opinber- lega. Hann myndi tilkynna forseta Islands fyrstum fyrirætlanir sínar. Þá sagði Benedikt, að mistækist þessi tilraun hans, væru eftir þrír meirihlutamöguleikar, samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags, sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og síðan fjögurra flokka stjórn, þjóðstjórn, en aug- ljóslega kæmi sá möguleiki ekki til greina, fyrr en allir aðrir möguleikar hefðu verið þrautreyndir. Benedikt Gröndal sagði um við- ræðugrundvöll Alþýðuflokksins, að í honum væri vikið að nýjum atriðum, sem ætlunin hefði verið, að gætu komið nýrri hreyfingu á stjórnar- myndunarviðræðurnar. Stjórnar- kreppan hefði staðið í tæplega 7 vikur, þegar honum hefði verið falin stjórnarmyndun og forsetinn hefði lagt á það áherzlu að vel yrði farið með tímann. Það kvað hann hafa verið gert. Þar sem þrjár tilraunir hefðu mistekizt áður, hefði verið augljóst, að menn hefðu farið yfir mikið svið og mikið rætt saman. Það hefði því verið augljóst að stjórn- armyndun yrði ekki auðvelt verk. Því tóku alþýðuflokksmenn saman ný drög, sem miðuð hefðu verið við aðstæður. Þessi viðræðugrundvöllur væri stefna Alþýðuflokksins, þar sem tekið hefði verið tillit til sjón- armiða annarra flokka, sem fram hefðu komið, hins vegar stæðu fyrri tillögur flokksins enn sem hin hreina stefna alþýðuflokksmanna. í viðræðugrundvellinum væri í sum- um málaflokkum ítrustu tillögur Alþýðuflokksins, enda hefði verið ætlunin að menn semdu út frá þessu plaggi og menn hefðu ekki gert sér í hugarlund, að grundvöllurinn hefði staðið óbreyttur. í viðræðugrundvellinum kvað Benedikt vera tvö ný atriði, sem ekki hefðu komið inn í stjóriiarmyndun- arviðræður fyrr. Hið fyrra kvað hann vera gjaldmiðilsskiptin, sem fara ættu fram hér á landi um næstu áramót, en á Alþingi hafa verið samþykkt lög um nýja krónu, sem er 100-föld að verðgildi miðað við núverandi krónu. Benedikt kvaðst hafa gert þessa gjaldmiðilsbreytingu að kjarna tillagnanna og væru þær byggðar upp umhverfis hann. Slíka gjaldmiðilsbreytingu hefðu aðrar þjóðir notað til efnahagslegra end- urbóta; Þjóðverjar, Frakkar og Finnar hafa notað gjaldmiðilsbreyt- ingu til kerfisbreytingar með þess- um hætti. Af þessu leiðir að tillögurnar eru : þremur liðum. Hinn fyrsti fjallar um aðdragandann að myntbreyting- unni, sem fram verður að fara á tímabilinu fram til næstu áramóta og á að auðvelda breytinguna og tryggja að nýja myntin 'haldi verð- gildi sínu. í öðru lagi er kerfisbreyt- ingin sjálf með nýrri krónu og margvíslegar ráðstafanir, sem al- þýðuflokksmenn telja að skapi þá kerfisbreytingu, sem óhjákvæmileg sé, ef myntbreytingin eigi að takast. I þriðja lagi fjalla tillögurnar um ýmislegt, sem fylgir á eftir, atriði, er varða næstu framtíð, náist aukið jafnvægi í efnahagsmálunum. Bene- dikt kvað nauðsynlegt að gera ýmis- legt óþægilegt í efnahagsmálunum, en það væri sitt mat að þjóðin vildi slíkt, ef tryggt væri að árangur yrði af og þjóðin sæi fram á betri tíma, losnaði úr verðbólguskrúfunni. Slík. kerfisbreyting og traustur gjaldmið- ill væri undirstaða bættra lífskjara. Hann kvað myntskiptinguna slíkt tækifæri, ef hún er felld inn í kerfisbreytinguna, að með henni mætti útrýma þeim verðbólguhugs- unarhætti, sem hérlendis verkaði nú sem einn verðbólguvaldanna. Benedikt Gröndal kvað aðra breytingu gerða í tillögugerðinni. Hingað til hefðu viðræður um stjórnarmyndun farið fram í þröng- um farveg efnahagsvandans næstu mánuðina. Hann kvað alþýðu- flokksmenn telja hyggilegt, að leiða viðræðurnar úr þessum farvegi og ræða vandamálin á breiðari grund- velli, m.a. þau atriði, sem líklegt væri að flokkarnir gætu náð saman um. Þar nefndi hann sérstaklega atvinnumál, orkurnál, iðnaðarmál, stjórnskipunarmál, menntamál, dómsmál og utanríkismál. Þá kvað hann margt hafa verið rætt um þann misskilning, sem upp hefði komið, að alþýðuflokksmenn ætluðu að sjóða einhverja málamiðlun upp úr tillög- um allra flokka. Ef það væri hægt — sagði Benedikt, væri fyrir löngu búið að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hefðu alþýðuflokksmenn ætlað að leggja stefnu sína fram með hliðsjón af ýmsum sjónarmiðum, sem fram hefðu komið frá öðrum flokkum. í þessum tillögum mætti finna mý- mörg dæmi um slíkt. Þá snerust umræður á blaða- mannafundinum upp í afstöðu hinna flokkanna gagnvart viðræðugrund- velli Alþýðuflokksins. Tveir flokkar hafa hafnaði honum, sagði Benedikt, Alþýðubandalagið eða Lúðvík Jós- epsson hafnaði tillögunum án þess að lesa þær. „Ég bauð öllum flokkum þátttöku," sagði Benedikt, „til þess að gefa kost á endurmati á 4ra flokka stjórn. Ég gekk á Lúðvík um myndun nýsköpunarstjórnar, en hann hafnaði henni umsvifalaust og sömu leiðis 4ra flokka stjórn og þar með tveimur möguleikum. Þurfti hann hvorki umhugsunarfrest né samráð til þess. Framsóknarflokkur- inn hélt fund um viðræðugrundvöll- inn í gær og gærkvöld og skömmu fyrir hádegi í dag átti ég fund með Steingrími Hermannssyni og Tóm- asi Arnasyni og þar afhentu þeir mér ályktun fundarins, þar sem framsóknarmenn hafna því algjör- lega að ganga til stjórnarmyndunar á grundvelli þessara tillagna. Þeir bjóðast hins vegar til að leggja fram nýja viðræðugrundvöll. Þegar blaðamannafundurinn stóð yfir var þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á fundi að fjalla um tillögur Alþýðu- flokksins. Benedikt kvaðst bíða eftir svari sjálfstæðismanna áður en hann tæki ákvörðun um framhaldið. Hann kvað hins vegar viðreisnar- stjórn útilokaða, þar sem frumvörp slíkrar stjórnar myndu falla á jöfn um atkvæðum í efri deild Alþingis, þótt flokkarnir hefðu meirihluta í sameinuðu þingi. Benedikt Gröndal var þá spurður að því á hverju raunverulega strand- aði. Er það á málefnaágreiningi eða skortir pólitískan vilja? Benedikt sagði, að Alþýðubanda- lagið hefði tilkynnt Alþýðuflokki munnlega, að fyrri stjórnarmyndun- artilraunir hefðu leitt í ljós slíkar andstæður milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, að þeir teldu bilið óbrúanlegt milli flokkanna. „Þetta telja þeir, þrátt fyrir að þessir flokkar vinna fyrir sama fólkið og að hagsmunum þess, en þeir vilja fara allt aðrar leiðir að markinu en við.“ Framsóknarflokkur hefði hins vegar hafnað tillögunum í einu lagi, en boðizt til þess að taka forystuna um myndun ríkisstjórnar. Hann var að því spurður, hvort viðræður um myndun vinstri stjórnar væru komnar af stað á ný og svaraði hann þá: „Ég las um þetta í blaði, en veit ekkert um það.“ Þá sagði Benedikt Gröndal, að núverandi ríkisstjórn hefði svo sannarlega viljað vera farin frá. Hún hefði sagt af sér hinn 4. desember síðastliðinn og hann kvað erfitt að sitja í ráðuneyti við slíkar aðstæður sem nú væru. „Við höfum þó reynt að leysa málin, fiskverðs- vanda og höfum afgreitt óhjá- kvæmilegar verðbreytingar. Nú eru engin aðkallandi verkefni dagsins óafgreidd. Fjármálaráðherra hefur þó dregið að flytja fjárlagaræðuna til þess að stofna ekki til deilna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Hins vegar er það stjórnskipuleg skylda að leggja fram fjárlagafrum- varp og það höfum við gert. Láns- fjáráætlun hefur enn ekki verið lögð fram, þar sem við höfum álitið að það væri hlutverk nýrrar stjórnar að gera það. Hins vegar hefur undir- búningur að henni verið í fullum gangi og dragist stjórnarmyndun enn, mun þess ekki langt að bíða að hún verði lögð fram á Alþingi. Benedikt Gröndal á blaðamannafundinum í gær. Ljósm. Mhl.: Knstján. Steingrímur Hermannsson um tillögur Alþýðuflokksins: Nánast móðgun að sýna slíkar tillögur „í fáum orðum sagt,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið í gær, „varð ég ákaflega undrandi yfir að sjá þessar tillögur Alþýðu- flokksins. Fyrri tillögur þeirra voru mjög nálægt okkar og í landbúnaðarmálum höfðu þeir forðast að vera með þennan „ítrasta kratisma“ eins og það hefur verið kallað og i kjaramál- unum höfðu þeir áður ekki gert ráð fyrir lögbindingu. í þessum tillögum er hins vegar gert ráð fyrir því og ennfremur að Byggðasjóður verði lagður niður og f jölmargt fleira er breytt.“ „Mér hafði skilizt allan tímann," sagði formaður Fram- sóknarflokksins, „og ekki sízt, þegar þeir töluðu blessaðir um minnihlutastjórn, að þeir væru að tala um að nálgast okkur og voru menn því undir það búnir að fram kætnu tillögur, eins og þeir höfðu sjálfir sagt, sem væru málamiðl- un. En þarna sýnist okkur farið í þveöfuga átt. Er það nánast móðgun að sýna slíkar tillögur." Hvaða minnihlutastjórn átt þú við? „Eins og þú veizt voru kratarnir alltaf að tala um minnihluta- stjórn þeirra og okkar, og þótt ég hafi ekki tekið undir það, þá hafa ýmsir gert það og þá hefur það fylgt, að þeir væru reiðubúnir að nálgast okkur í tillögum sínum — og það má segja áð tillögurnar, sem þeir lögðu fram í desember, hafi ekki verið langt frá okkur. Því bjuggust menn frekar við því, að þarna væri eitthvað, sem væri nær okkar hugmyndum." Nú bjóðist þið til að leggja fram víðræðugrundvöll ? „Já, við höfum nú verið að vinna að endurbótum á tillögum okkar og við sjáum ýmislegt gagnlegt í tillögum, sem aðrir flokkar hafa lagt fram og erum við með það nánast tilbúið, hug- myndir, sem eru kjarni okkar tillögu, en þó með ýmsum atriðum frá öðrum. Erum við tilbúnir til að leggja það fram, ef eftir því verður óskað.“ Hvaða stjórn mynduð þið þá vilja reyna að mynda? Steingrimur Hermannsson „Við höfum ekki útilokað neina stjórn. Ég skal ekkert segja um vinstri stjórn, að vísu er Alþýðu- bandalagið búið að skella svo fast dyrum þar, að það er hálfgert eins og að berja höfðinu við steininn, en ég hef ekki neitað því að hugur minn hefur staðið í þá átt og ég efast hins vegar um að meðal A-flokkanna sé vilji til að vinna saman." Ertu þá með í huga samstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags? „Ég gæti mjög vel hugsað mér það, m.a. og kannski yrði það sá kostur, sem við kysum helzt, eftir að hafa séð þessa tillögu Alþýðu- flokksins, og er hann þá næst vinstri stjórn. Samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks tel ég ákaflega vafasama, hreint af þeim ástæðum, að ég óttast að hún leiði til sama ástands á vinnumarkaðinum og varð 1978 og ég óttast að engum sé greiði gerður með myndun slíkrar stjórnar." En hvað um stjórnarmynstur með Alþýðuflokknum? „Við höfum í sjálfu sér ekki útilokað það, þótt okkur sýnist þessar tillögur þeirra stefni í þá átt. Það er verið að segja mér það að vissir alþýðuflokksmenn vilji hafa þetta svona til þess að útiloka „Stefaníu". Ýmsir hlutir í þessu hafi alls ekki verið sam- þykktir í flokksstjórn þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.