Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 29 hjá ráðgjöfum sem starfa við svona mál daglega. Það gefur auga leið að maður sem gerir ekkert annað en að starfa við ýmiss konar ráðgjöf getur í mörgum tilfellum verið fljótari að finna lausn hinna ýmsu vandamála en stjórnandi fyrirtaekisins, sem daglega verður að einbeita sér að öðrum hlutum. Almennt má ef til vill segja um vandamál íslenzkra fyrirtækja, að verið sé að glíma við ýmis grundvallaratriði, s.s. breyti- lega kostnaðinn í rekstrinum, en meirihluti fyrirtækja í nágranna- löndum okkar hefur þegar leyst þennan vanda og beinir nú hagræð- ingaraðgerðum að fasta kostnað- inum. Fjárfestingarfélagið Gunnar Helgi var inntur eftir helzta hlutverki Fjárfestingarfé- lagsins. „Markmið félagsins er m.a. að veita ýmiss konar þjónustu við fjármögnun atvinnufyrirtækja og að hafa frumkvæði að stofnun nýrra fyrirtækja, ásamt því að veita ýmiss konar þjónustu við endurskipulagn- ingu og sameiningu fyrirtækja. í þessu skyni hefur fyrirtækið m.a. keypt hlutabréf í nýjum fyrirtækj- um og aðstoðað við fjármögnun þeirra á annan hátt. T.d. hefur fyrirtækið stundað leigukaupa- starfsemi síðan árið 1973, sem felst í því að fyrirtækið kaupir ýmis tæki og vélar, sem síðan eru leigð út til atvinnufyrirtækja. Þá hefur fyrir- tækið starfrækt Verðbréfamarkað- inn í Iðnaðarbankahúsinu í Lækj- argötu, þar sem verzlun fer aðallega fram með spariskírteini ríkissjóðs og veðskuldabréf, en þessa þjónustu nýta nú einstaklingar og fyrirtæki í sívaxandi mæli. Varðandi hluta- bréfaviðskipti er ótíklegt að þau verði svo nokkru nemi fyrr en efnahags- og fjármálalíf landsins kemst á traustari grundvöll." Hver hefur árangurinn verið af starfi félagsins? „Eg tel að hann hafi almennt verið góður, og í sambandi við Verðbréfa- markaðinn, sem hefur náð miklum árangri í sínu starfi, má geta þess, að við hyggjumst í auknum mæli taka upp þau vinnubrögð sem tíðk- ast í nágrannalöndum okkar. Á þessu ári gerum við okkur vonir um að geta aukið verulega þjónustu okkar í sambandi við verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs og veðskuldabréf, þar sem horfur eru á breytingu af hálfu löggjafans til bóta, s.s. í skattamálum. Eg vil og geta þess, að félagið rekur Frjálsa lífeyrissjóðinn en hann er aðallega ætlaður þeim sem ekki eru lögskyldaðir til að vera í lífeyrissjóði, en í þessum hópi eru þeir sem leggja stund á atvinnu- rekstur í nafni annarra," sagði Gunnar Helgi að síðustu. Það kom ennfremur fram hjá þeim félögum að ekki væri fyrst um sinn að vænta verulegra breytinga á starfi fyrirtækjanna við þessi stjórnendaskipti, enda telji þeir fyrirtækin á réttri braut. sagði talsmaðurinn. Hann sagði hins vegar að árið í ár væri stórt spurningarmerki, ef ekki fengist að hækka fargjöld samfara sífellt hækk- andi eldsneyti. Helztu vörusýningar MJÖG hefur færst í vöxt á undanförnum árum að íslend- ingar sæki vörusýningar og kaupstefnur erlendis og er því ekki úr vegi að birta lista yfir helztu sýningarnar næstu vik- urnar, en Félag íslenzkra stór- kaupmanna hefur tekið hann saman. 25.1. - 3.2.1980 BERLIN International Green Week. 28.1. - 1.2.1980 KÖLN International Sweets and Biscuits Fair. 2. - 10.2.1980 MllNCHEN CARAVAN + BOOT/INTERNATIONALER REISEMARKT: llth. International Exhibition of Caravans, Boats. Travel and Vacation. 6. - 9.2.1980 KÖLN DOMOTECHNICA International Fair for Household Applian- ces, Fittings and Components. 7. - 10.2.1980 KÖLN International Housewares Fair. 9. - 18.2. 1987 HAMBURG Holidays. Exhibition — The World at Your Feet. 9. -17.2.1980 HAMBURG FREIZEIT LEISURE Camping. Camping, Caravaning, Watersports and Gardening Exhibition. 9. - 12.2.1980 KÖLN International Ilardware Fair, Tools, Locks + Fittings, D-I-Y-Supplies. 9. - 12.2.1980 MUNCHEN INHORGENTA 7th International Trade Fair for Watches, Clocks, Jewellery. Precious Stones and Silverware with their Manufacturing Equip- ment. 16. - 24.2.1980 HANNOVER ABF Exhibition Motor, Boats, Caravans, Leisure and Garden. 21. - 24.2.1980 MtlNCHEN ISPO 12th International Sports Equipment Fair. 22. - 24.2.1980 KÖLN Internationa! Men's Fashion Wcek. 2. - 6.3.1980 BERLIN BERLINER INTERCHIC Fashion Fair. 2. - 6.3.1980 FRANKFURT International Francfurt Fair. 7. - 9.3.1980 KÖLN International Trade Fair Children and Young People Cologne. 8. - 16.3.1980 MUNCHEN IHM 32nd International Light Industries and Handicrafts Fair. 26.1. - 3.2.1980 NEW YORK Greater New York Automobile Show. 30.1. - 1.2.1980 HELSINKI Finnish National Fashion Fair. 1. -10.1.1980 GÖTEBORG International Boat Show. 2. - 5.2.1980 PARIS International Knitwear Industries Exhibi- tion. 3. - 7.2.1980 BIRMINGHAM International Spring Fair with Giftware and Hardware Section. 6. - 10.2.1980 STOCKHOLM Swedish Furniture Fair. 7. - 16.2.1980 AMSTERDAM Bedrijfsauto RAI International Commercial Motorshow. 10. - 12.2.1980 KOPENHAGEN 18th Scandinavian Menswear Fair. 16. - 19.2.1980 NEW YORK Variety Merchandise Show. 17. - 21.2.1980 GLASGOW 8th Scottish Gifts Fair. 17. - 21.2.1980 LONDON IMBEX International Men's and Boy's Wear Ex- hibition. 17. - 20.2.1980 NEW YORK American Toy Fair. 29.2 - 3.3.1980 GRENOBLE SIG International Winter Sports Articles and Fashion Fair. Marz 1980 KOPENHAGEN SCAN-FAIR Scandinavian Ironmongery- and Hardware Fair. Marz 1980 SALZBURG JIM-ER-es 21st Intcrnational Trade Fair Young Inter- national Fashion. Babies. Childern. 2. - 5.3.1980 OSLO Fashion Week. 8. - 9.3.1980 KOPENHAGEN Shoe Fair. Cargolux — leiðrétting í VIÐTALI sem birtist við Einar Ólafsson forstjóra Cargolux á Viðskiptasíðunni s.l. laugardag var skýrt frá því að félagið hefði ákveðið að skipta um mótora í þremur DC-8 vélum félagsins. Hið rétta er að þetta mál er í athugun hjá félaginu, en ákvörðun hefur enn ekki verið tekin að sögn Einars. Biðst Mbl. velvirðingar á þessum mistökum. Grímur og búningar - í/wziiJ Bergljót Ingólfadóttir Nú fer senn að koma að þeim árstíma þegar skólar og félög halda grímuböll. Þau þykja jafnan hin besta skemmtun. Grímur hef- ur venjulega verið hægt að kaupa í ritfanga- verslunum og búninga hefur verið hægt að fá leigða á nokkrum stöðum fram að þessu. En ólíkt er nú skemmtilegra að búa þessa hluti til heima, úr því sem til er á heimil- inu. Það eru ótrú- legustu hlutir, sem þar geta komið að gagni. Og víða leynast nothæfir hlutir til slíks, ef vel er leitað í skápum og geymslum. Að búa til grímurnar Þessar grímur eru allar búnar til eftir sömu grunnteikningunni, sem gerð er á þunnt karton. Lagið á grímunni má auðvitað vera eins og hver vill. Það er eiginlega útfærslan, skreytingin, sem gildir, þar má finna upp á hverju sem er og láta hugmyndaflugið njóta sín. Því miður sjást grímurnar ekki í lit, en þær eru fagurlega litaðar, t.d. er nefið á trúðnum og kerlingunni (þau eru bæði með stórt nef, sem límt er sérstaklega á) eldrautt á lit. Indíánagríman er auðvitað lituð rauð, svo þetta sé ekta rauðskinni. Á sjóræningjann er lituð svört skeggrót með doppum á húðlitinn og verður hann miklu ófrýnilegri fyrir bragðið. Kóróna, hattur trúðsins, stór eyru og nef er búið til úr pappa eða kartoni. Band eða gróft ullargarn er ágætt í skegg og hárskúfa og svo mætti lengi telja. Lúxus-svampbotnar 4 egg. V\ tsk. kremor tartar, 1 bolli sykur, 1 bolli sigtað hveiti % tsk. lyftiduft, Vi tsk. salt, 1 tsk. vanilludropar, 1 tsk. sitrónusafi, V\ bolli vatn. Eggin eru aðskilin. Þeg- ar hvíturnar hafa náð stofuhita eru þær stífþeyttar með kremor tartar, síðan er hálfum bolla af sykri bætt í, einni matsk. í einu. Eggjarauð- urnar eru þeyttar og hrært út í þær hálfum bolla af sykri, sett út í smám saman. Þurrefnin hrært saman, þetta er nú ar varlega saman við. sameinuð og vatn, sítrón- sett til skiptis út í eggja- Bakað við 350 F í 25—30 usafi og vanilludropar hræruna. Hvíturnar sett- mín. Tveir botnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.