Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 Jens í Kaldalóni: Brautryðjendur rækju- veiða við Isaf jarðardjúp „Nú fann ég gullkistu“ Það mun hafa verið um það bil, sem vorið var að heilsa og vetur að kveðja árið 1935, sem ég rölti nokkuð um Fjarðarstrætið á Isa- firði. Á kambinum móti vélsmiðj- unni Þór h.f. stóð bátur sá, er ég var að dunda við að útbúa til kúfiskveiða um vorið. Beint á móti mínum bát hinum megin götunnar blöstu við opnar dyr vélsmiðjunn- ar, þar sem meistarinn Berg- sveinn Bergsveinsson stóð dag- langt við eldsmíði og hjá honum í byrjun náms ungur, nokkuð ljós- hærður sveinn, hár og grannur, sem lúði glóandi járnið til hinna margbreytilegu hluta. Leyndi sér ekki, að handlaginn var hann drengurinn sá, og óefað að ein- hvern tíma yrði hann liðtækur í iðn sinni, enda reyndist svo, að rafsuðusnillingur mun hann vera með þeim beztu, og verði honum ráðafátt um endurreisn þess, sem úr lagi gengið hefur, mun öðrum þar fátt til bjargar, en þetta var Sigurleifur Jóhannsson, vélsmiður á Isafirði. Inn á svokölluðum Grænagarði voru tveir Norðmenn að bræða lifur í bræðslustöð, sem þeir höfðu stofnsett þar í félagi. Annar þeirra kom hingað til lands í sína fyrstu reisu árið 1925 á skipi, sem Ámeta hét. En fór þá fljótlega til Noregs aftur. Einhver örlaga- þráður mun þá hafa tengt þennan norska unga mann við fjörðinn fagra, því fljótlega kom hann aftur, réðst vélstjóri á bát um tveggja ára skeið, en vann síðan í beinamjölsverksmiðju Björgvins Bjarnasonar á Stakkanesi, en síðar setti hann á stofn með öðrum Norðmanni lifrarbræðslu, sem þeir ráku í félagi um árabil. Við hliðina á bát þeim, er ég var að standsetja, stóð 9 tonna nýr súðbyrðingur, hið fegursta fley, vélarlaus og óinnréttaður. Hafði hann staðið þarna á kambinum frá árinu áður, að hann var fluttur nýsmíðaður frá Noregi til Isa- fjarðar. Margir litu hýru auga til þessa fallega farkosts, sem reynd- ar fáir vissu hver átti, en bátinn átti Gunnar Friðriksson, á Látr- um í Aðalvík, núv. forseti Slysa- varnafél. íslands. Að kaupa nýjan bát vélarlausan og eiga eftir að útbúa hann til veiða var ekki áhlaupaverk í þá tíð. Kreppa þá í algieymingi og fjármunir manna engir, og mig grunar að nú sé litlu óhægra að komast yfir togara en þá var að komast yfir nýjan bát með nýrri vél, með öllu tilheyr- andi. Nei, þá urðu menn að sætta sig við að skoða skipið og segja: hann er fallegur þessi. Nú var það um vorið eitt sinn, er ég kom í land og rölti upp Fjarðarstrætið, og leit auðvitað á bátana, sem á kambinum stóðu í nausti sínu, að ekki kom ég þar auga á nýja bátinn sem að framan greinir. Og svo sem áður var, að fáir vissu hver átti hann, vissu nú enn færri hvað af honum hafði orðið. Ekki þurfti þó um mörg völundarhús að rata, þar til það varð lýðum ljóst, hvað við hafði borið. Þá er hinn ungi norski maður kom hér í fyrsta sinn með Ametu 1925, tók hann gjörla eftir lands- háttum hér í Djúpi. Hann festi sér í minni firði og voga í öllum þeim fallega flóa, sem sker sig hér inn úr Vestfjarðakjálkanum, hina fornu gullkistu Isfirðinga — ísa- fjarðardjúpið. Hann kom því með sér frá Noregi — er hann kom aftur — tæki nokkurt, eitt það Vélbáturinn Karmöy afdrifaríkasta sem til þessa lands flutt hefur verið — sem sé: Rækjunót. Hér var þá kominn sá frumherji íslenskrar rækjuveiði, hinn alþekti Símon Olsen. Félagi hans við lifrarbræðsluna, Gabríel Syre, landi hans frá Noregi, var hins vegar áður hingað fluttur, fastur búsetumaður orðinn á Ísa- firði. Á ísafirði festi svo Símon ráð sitt er hann gekk að eiga hina mætu og ágætu konu Magnúsínu Stefánsdóttur Richters, en þau giftust 20. desember 1931, og settist þar að til framtíðarból- festu, svo sem síðar mun fram koma. Aldrei þreyttist hann á að segja konu sinni frá rækjuveiði þeirra Norðmanna, sem hann þá hafði stundað þar nokkur ár, og óbif- andi trú hans á því að rækja væri hér í Djúpinu gaf honum engan frið til þeirra athafna að fullvissa sig um árangur þeirrar trúar. Hér var hins vegar við ramman reip að draga. Kreppa og atvinnuleysi, engan aur að fá til neinna hluta og menn hristu höfuð sín og gerðu gys að þessum norsku mönnum með þessa voðalegu flugu í höfð- inu, að ætla að fara að veiða marflær í Djúpinu — ógeðslegustu pöddur sem skepnur ætu ekki hvað þá nokkur mannlegur maður, og eitt Reykjavíkurblaðanna sagði frá því, að Norðmaður einn á ísafirði væri byrjaður á því að veiða „marflær", og vildi kenna ísfirðingum að neyta þessa ágæta matar. Eftir margar árangurslausar tilraunir tókst þeim félögum nú samt að komast yfir leigðan bát, og sem þeir nú himin höndum tóku skyldi nú reyna hið nýja veiðarfæri sem Símon komst yfir í Noregi, rækjuvörpuna, sem nú í fyrsta sinni bleytt var í íslenskum sjó. Byrjuðu þeir nú við útbúnað allan og óx nú spenningurinn um allan helming. Var sú stundin stór í þeirra lífi, er þeir héldu í sinn fyrsta róður til Jökulfjarðar til vígsluathafnar á algerlega nýrri veiðitækni við íslandsstrendur. Segir ekki af þeirra fyrstu sjóferð, sem tók þá félaga tvo daga, sem algerlega var í tilraun gerð, fyrri en Símon hafði heilsað konu sinni, er á móti honum fór, þegar að landi kom. Ber hann þá lítinn kexkassa undir hendi sér, sem hann réttir konu sinni og segir: Hér har du hele fangsten, opnar kassann og sýnir henni alla veið- ina. Og mjór er mikils vísir sannaðist þar, þeir urðu sem sagt varir við rækju, og það var mikil gleði. Næsta dag var aftur farið á sjó og þá í Djúpið, víða reynt og víða fannst rækja. Varð síðan Hest- fjörður fyrir valinu og þar fundu þeir mikla og góða rækju. Var nú ekki lengur um að villast, hér höfðu þeir fundið það sem eftir var leitað. Var svo að kvöldi komið að landi með veiðina, en þá varð Símoni að orði, er hann glaður gekk í bæinn sinn heima: nú fann ég gullkistu. Hin stóra stund í lífi þessara merku norsku landnema var runn- in upp. Sigur trúar þeirra var orðinn að veruleika, staðreyndin blasti við. En kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Hvað átti að gera við aflann? Það vandamál, hinu miklu erfiðara, blasti nú við þeim félögum. Engan veginn var þeim eðlilegt að gefast upp, þótt allar leiðir væru svo steinum stráðar, og engan þann götuslóða gengið hér, sem mark- Á veiðum í Hestfirði ast hefði af slíkri starfsemi, sem hér var um að ræða. En þar sem þeir félagar voru ekki af baki dottnir með hug- myndir sínar, tókst þeim að stofna hlutafélag um starfsemina sem þeir nefndu Kampalampa. Hugð- ust þeir kaupa vélar frá Dan- mörku til rækjuvinnslunnar, en húsnæði fengu þeir hvergi. Var nú í huga þeirra félaga sem upp- höggvið rjóður í skógarhlíð, flest sund lokuð. En á einum blíðasta vormorgni 1935 var Bergsveinn snillingurinn í vélsmiðjunni Þór snemma á róli á malarkambinum við Fjarðar- strætið, beint á móti vélsmiðjunni sinni. Þar voru þá einnig tveir Norðmenn á reiki, og skyldi nú Bergsveinn stjórna niðursetningu á nýja bátnum sem að framan getur. Hafði hann nú hlotið nafnið Karmöy. Þarna var eins konar slippur smærri báta, sem Berg- sveinn stjórnaði, og bátar þarna hífðir og sjósettir í vel smurðum sliskjum. Þarna voru þá komnir eigendurnir að hinum nýja bát, sem nú skyldi gera út á rækju, og Símon skírði eftir heimabyggð sinni í Noregi, því heldur en að gefast upp útbjuggu þeir suðutæki um borð og suðu þar sinn daglega feng, sem þeir þannig með að landi komu. Fóru nú ýmsir ísfirðingar að fá áhuga á starfsemi þeirra félaga sem varð til þess að bærinn stofnaði til rækjuvinnslu í landi, sem 30—40 manns unnu við. Sköpuðust nú algerlega óþekktir möguleikar til fjölbreyttari at- vinnuhátta, sem enginn hér á landi þekkt hafði. Þarna var þá komin vagga hinnar íslensku ræk- juvinnslu. Eftir nokkra sameign þeirra félaga á Karmöy, útgerð og lifrarbræðslu, skiptu þeir með sér eignum sínum, þannig að Syre tók lifrarbræðsluna, en Símon Karm- öy. Allt frá þeim skiptum átti Símon Olsen einn Karmöy og rækjuútgerðina alla. Árið 1959 byggir svo sonur hans rækjuverksmiðjuna Ole N. Olsen eftir að hafa keypt rækjuna um nokkurra ára skeið og unnið hana í húsnæðishraki. Síðan hefir sú verksmiðja verið í mikilli drift, með miklum ágætum, og nú leggja þar upp 7 rækjubátar. Hér að framan hefur verið á stóru stiklað í forsögu um upphaf rækjuveiða hér við ísafjarðardjúp. Er mér mikið ljóst, að þar mætti rekja þá athafnaþætti betur og nánar, en hér er ætiað að minna á hvílíka gífurlega þýðingu þessi atvinnugrein hefur haft í allri athafna- og aflasögu okkar þjóðar. Hversu gífurlega fjármuni þessir norsku landnemar fundu hér og hversu hið ódrepandi baráttuþrek þeirra megnaði að ryðja þá tor- sóttu braut, sem endaði með þeim glæsibrag, sem nú blasir við öll- um. En það var ekki til einnar nætur tjaldað, þá er Bergsveinn vélsmið- ur fleytti nýju Karmöy til sjávar af kambinum við Fjarðarstræti vorið 1935, þá er mjúkum faðmi sínum breiddi sjávaraldan móti súðbyrðingnum norska, sem þá rann í faðm hennar með það örlagaskírteini sem forlögin höfðu skráð í skipsskjölin, sem fylgja skyldi ferðum hennar í blíðu og stríðu. Á þessu skipi háði Símon Olsen alla sína lifsbaráttu í 26 ár. Á þessu skipi hafði djúpaldan gjálfr- að við kinnunginn, stundum blíð og brosmild, gælt við hann og strokið, — en þó oft lamið hann harkalega og barið og í myrkum skuggum hauströkkursins, þá er norðansveljandinn rak þeim hvern löðrunginn af öðrum, þá var eins og hin lifandi sála stjórnandans sameinaðist svo tilfinningum far- kostsins, svo báðir skildu annan, og varð sem samruni tilfinninga þeirra beggja. Einn varð þó löðrungurinn öðr- um meiri, hinn 25. september 1961 er þeir feðgar Kristján Ragnar og Símon eru útaf Mjóafirði hér í Djúpi á leið heim í kolsvarta haustmyrkrinu, að norðandrifið æðir yfir í öllum sínum mikilleik og þar varð sú aldan stærst að ofbauð fleytunni góðu, og þar í faðm hinna yfirsterku ránardætra féllu þeir feðgar á sínu fríða fari, 'og var þá allur sá hinn merkasti frumkvöðull einnar okkar sér- stæðu og stórbrotnu atvinnugrein- ar: rækjuveiða og -vinnslu. Hér hafði nú frumherjinn með synin- um unga lagst í þá gullkistu, sem hann skildi eftir öðrum til nytja. Nú stóðu þær einmana á eyrinni og störðu út í skugga víðfeðmis einmanaleikans, konan sem glaðst hafði með manni sínum við hverja hans sigurför, þar sem honum hafði svo vel farnast á 26 ára göngu sinni um það flyðrutún, sem ávallt gefið hafði þær nytjar, sem vel dugðu þeim til bjargræðis og farsældar, og hin unga tengda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.