Morgunblaðið - 02.02.1980, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980
8
iHeöóur
á ntorgun
GUÐSPJALL DAGSINS:
Matt. 20.: Verkamenn í
Vínargarði.
LITUR DAGSINS:
Grænn. Litur vaxtar og
þroska.
DÓMKIRKJAN
Kl. 11 messa. Sr. Erlendur Sig-
mundsson. Kl. 2 messa. Sr.
Ólafur Skúlason dómprófastur
predikar og visiterar krirkju og
söfnuð. Dómkirkjuprestarnir
þjóna fyrir altari. Nemendur úr
Tónlistaskólanum í Reykjavík
leika á orgelið í hálfa klukku-
stund á undan messunni. Dóm-
kórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friðriksson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL
Barnasamkoma í safnaðarheim-
ili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd.
•Guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu kl. 2. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSPRESTAKALL
Messa kl. 2 að Norðurbrún 1.
Aðalfundur safnaðarfélags
Ásprestakalls eftir messuna. Sr.
Grímur Grímsson.
BREIÐIIOLTSPRESTAKALL:
Barnastarf í Ölduselsskóla og
Breiðholtsskóla kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla
kl. 14. Sr. Jón Bjarman.
BÚSTAÐAKIRKJA
Barnasamkoma kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 2. Sr. Erlendur
Sigmundsson messar, organieik-
ari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Ólafur Skúlason, dómprófastur.
DIGRANESPRESTAKALL
Barnasamkoma í safnaðarheim-
ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL
Laugardagur: Barnasamkoma í
Hólabrekkuskóla kl. 2 e.h.
Sunnudagur: Barnasamkoma í
Fellaskóla kl.ll f.h. Guðsþjón-
usta í safnaðarheimilinu að
Keilufelli 1 kl. 2. e.h. Sr. Hreinn
Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA
Barnasamkoma kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 2, altarisganga. Org-
anleikari Jón G. Þórarinsson.
Almenn samkoma n.k. fimmtu-
dag kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA
Messa kl. 11, altarisganga. Sr.
Karl Sigurbjörnsson. Fjöl-
skyldumessa kl. 2. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson. Þriðjud.: Fyrir-
bænamessa kl. 10.30 árd. Munið
kirkjuskóla barnanna á laugard.
kl. 2.
LANDSPÍTALINN Messa kl.
10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Tómas Sveinsson. Messa kl. 2.
Sr. Arngrímur Jónsson. Organ-
leikari dr. Orthulf Prunner.
KÁRSNESPRESTAKALL
Barnasamkoma í Kársnesskóla
kl. 11 árd. Guðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 2. Sr. Árni Páls-
son.
LANGHOTLSPRESTAKALL
Guðsþjónusta kl. 11 (athugið
breyttan tíma). Helgisiðanefnd
þjóðkirkjunnar hefur unnið að
tillögum um samræmingu
messusiða og verður eftir þeim
farið við flutning guðsþjónust-
unnar. Prestur sr. Sig. Haukur
Guðjónsson. Organleikari Jón
Stefánsson. Vekjum athygli á að
barnasamkoman fellur niður
þennan dag. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Æskulýðs- og fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 2. Sönghópurinn
Sela flytur þrjú lög. Sýndur
verður helgileikur. Fermingar-
börn taka þátt í guðsþjónust-
unni. Mánud. 4. febr.: Aðalfund-
ur Kvenfélagsins kl. 20.00.
Þriðjudagur 5. febr.: Bænaguðs-
þjónusta kl. 18 og æskulýðsfund-
ur kl. 20.30. Sóknarprestur.
NESKIRKJA
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2. Orgel og
kórstjórn Reynir Jónasson,
kirkjukaffi. Sr. Guðmundur Ósk-
ar Ólafsson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK
Messa kl. 2 e.h. Organleikari
Sigurður ísólfsson. Prestur sr.
Kristján Róbertsson.
Prestar Reykjavíkurprófasts-
dæmis halda hádegisfund í
Norræna húsinu mánudaginn 4.
febrúar.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30
árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka
daga er lágmessa kl. 6 síðd.
nema á laugardögum, þá kl. 2
síðd. Næstkomandi laugardag, 2.
febr., er Kyndilmessa og verður
þá að vanda Kertaskrúðganga.
FELLAIIELLIR: Kaþólsk
messa kl. 11 árd.
FÍLDELFÍUKIRKJAN: Safn-
aðarsamkoma kl. 2 síðd. Almenn
guðsþjónusta kl. 8 síðd. Fjöl-
breytt hljómlist og söngur. Gest-
ir utan af landi tala. Einar J.
Gíslason.
GRUND elli- og hjúkrunarheim-
ili: Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr.
Isfeld messar.
HJÚPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 10 árd. helgunar-
samkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20
og almenn samkoma kl. 20.30.
KIRKJA JESÚ Krists hinna
síðari daga heilögu — Mormón-
ar: Samkomur að Höfðabakka 9
kl. 14 og kl. 15.
NÝJA Postulakirkjan, Háaleit-
isbr. 58: Samkomur kl. 11 árd. og
kl. 17.
MOSFELLSPRESTAKALL.
Messað í Lágafellskirkju kl. 2
síðd. Sóknaprestur.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma
í skólasalnum kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd.
Messa kl. 2 síðd. Altarisganga.
Sóknarprestur.
KAPELLAN St. Jósefsspítala
Hafn.: Messa kl. 10 árd.
KARMELKLAUSTUR: Messa
kl. 8.30 árd. Virka daga er messa
kl. 8 árd.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði:
Barnastarf kl. 10.30 árd. Öll börn
og aðstandendur þeirra velkom-
in. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Bernharður Guðmundsson pré-
dikar, Jón Myrdal við orgelið.
Kirkjukaffi. Safnaðarstjórn.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL:
Sunnudagaskóli Ytri-Njarðvík-
urkirkju kl. 11 árd. Messa kl. 2
síðd. Altarisganga. Sóknarprest-
ur.
KEFLAVÍKURKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. —
Munið skólabílinn. Guðsþjón-
usta kl. 14. — Kristniboðsvikan
hefst kl. 20.30. Samkomur verða
öll kvöld vikunnar á þeim tíma.
Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURPRESTA-
KALL: Barnaguðsþjónusta kl.
11 árd. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
2 síðd. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Almenn messa kl. 2 síðd. Sókn-
arprestur.
REYNIVALLAPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta í Reynivalla-
kirkju kl. 10.30 árd. — Messað að
Brautarholti kl. 14. Séra Gunnar
Kristjánsson.
AKRANESKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 10.30 árd. —
Messa kl. 2 síðd. Séra Björn
Jónsson.
Sturla Sighvatsson arkitekt:
Sturla Sighvatsson
hefur gengið að finna samkomu-
lagsgrundvöll. Hver stjórnmála-
flokkur er í reynd fulltrúi sinna
kjósenda eða þess vilja og hugar-
ástands sem kjósendur sjá best
borgið í ákveðnum flokki. Það eru
hin ólíku viðhorf kjósenda stjórn-
málaflokkanna sem takast á í
stjórnarmyndunarviðræðunum.
Það eru hinir ólíku kraftar sem
ríkja í þjóðarsálinni, í þjóðarvit-
undinni sem koma hér við sögu. Ef
þjóðin er ósamstillt endurspeglast
það í erfiðum stjórnarmyndunar-
viðræðum, erfiðum og sundurleyt-
um stjórnaraðgerðum. Það end-
urspeglast í kraftleysi og dugleysi
stjórnvalda og þar með þjóðarinn-
ar í heild.
Þrátt fyrir nútíma menningarlíf
á íslandi og gott menntakerfi er
einhver þekking sem hefur skort
sem skapað getur þá einingu hjá
þjóðinni sem dugir til að stilla
Um þjóðareiningu
Þegar vandamál og vandræði
steðja að þjóðinni beinast augu
allra að ríkisstjórn landsins eða
til stjórnvalda almennt um lausn
á þeim. Ríkisstjórn hefur mikil
völd og áhrif því að hún ræður í
reynd yfir öilum þeim kröftum og
auðæfum sem þjóðin býr yfir.
Ríkisstjórnir eru þó misjafnlega
valdamiklar og skiptir þar miklu
hversu auðugt landið er, hversu
stórt, en þó skiptir mestu hversu
samstillt og einhuga þjóðin er.
Lítil þjóð sem er samstillt og býr
við samlyndi getur áorkað miklu
meira þegar fram í sækir heldur
en þjóð sem er stærri og talin
auðug eða voldug, en sem skortir
nægjanlega samstillingu. Sömu
sögu er að segja um fyrirtæki og
rekstur þeirra.Æf eining og sam-
hugur ríkir í stjórnun fyrirtækis
að þá eru öll ^kilyrði fyrir hendi
svo að fyrirtækið gangi vel. Ef
fjölskyldufaðir býr við fjölskyldu-
líf þar sem eining og samhugur
ríkir, verður hann margfalt ár-
angursríkari í starfi og samskipt-
um fyrir fjölskyldu sína og heimili
út á við. En hvað er það sem
skapar samhug, einingu eða sam-
stillingu? Ef betur er að gáð byrja
allar athafnir, orð og gerðir sem
hugsun. Smiðurinn t.d. verður að
hugsa fyrst áður en hann smíðar,
málarinn sér það sem hann vill
mála fyrst sem hugmynd, sömu-
leiðis tónskáldið, arkitektinn og
verkfræðingurinn. Þessu er ná-
kvæmlega eins varið með hinar
einföldustu athafnir eins og að
ganga eða spyrja til vegar. Allt er
fyrst til sem hugmynd sem vit-
undin framkallar. Það er því
nauðsynlegt að lögð sé rækt við
grundvöll allra athafna, vitund-
ina, að hún sé efld og styrkt.
Menntakerfi landsmanna miðast
allt við það að hlúa að vitundarlífi
þegnanna og búa þá þar með undir
það hlutverk að vera ábyrgir
þjóðfélagsþegnar. Allt menning-
arlíf; fögur tónlist, málaralist,
höggmyndalist, leiklist, bók-
menntir og vísindi miðast við það
að auðga vitundarlíf mannsins og
stuðla að andlegu jafnvægi hans.
Allar þjóðir viðurkenna þetta og
engu er til sparað svo að menntun
og menningarlíf megi skila því
hlutverki sem því er ætlað. En nú
vaknar sú spurning hvort sá
árangur hafi náðst sem vænst var.
Er vitundarlíf borgaranna al-
mennt nógu mikið að vöxtum, er
eining þjóðarhugans sú sem óskað
er eftir að hún sé, er jafnvægi og
samstilling ríkjandi? Án efa eru
flestir sammála að þessir eigin-
leikar séu ekki fyrir hendi í
nægjanlega ríkum mæli, hvorki
hér á landi né í heiminum al-
mennt.
Ríkisstjórnar-
myndun
Núna þessa dagana hafa verið
gerðar margar tilraunir í margar
vikur til myndunar starfhæfrar
ríkisstjórnar á íslandi. Erfiðlega
hana saman til nýrra áfanga og
betra lífs.
Að benda á lausn
Undanfarin 5 ár hefur tæknin
Innhverf íhugun verið kennd á
Islandi og sem mig langar til að
gera að umtalsefni í sambandi við
sköpun samstillingar og sam-
virkni í hugum landsmanna. Inn-
hverf íhugun er einföld andleg
tækni sem allir geta auðveldlega
tileinkað sér. Hún meðhöndlar
beint vitund iðkandans og við það
breytist starfsemi líkams og efna-
skiptin sýna djúpa hvíld ásamt
miklu skipulagi á starfsemi tauga-
kerfisins sem sjá má m.a. af
heilaritum. Við íhugun verður
starfsemi hugans fíngerðari og
fíngerðari þar til ástand hans
verður það sem nefnt er ástand
minnstu örvunar vitundar. Hann
hefur þá samlagast eða staðbund-
ið svið minnstu örvunar efnis sem
oft er líka nefnt tómasvið efnis á
máli eðlisfræðinnar. Þetta svið er
grunnsvið orku alheimsins og er
samkvæmt skammtakenningu
eðlisfræðinnar óendanlega orku-
mikið, gætt óendanlegri röð og
reglu, er aðsetur allra náttúrulög-
mála, er óbreytanlegt en veldur þó
allri breytingu. Iðkandi Innhver-
frar íhugunar og Innhverf íhug-
un-Sidhi kerfisins flytur næringu,
ef svo má segja, inn á vitundarlíf
þeirra sem ekki íhuga frá tómas-
viði efnis og eflir vitunarlíf sam-
borgaranna og gæðir það meiri
greind og samstillingu. Aðeins
lítið brot iðkenda af þjóðarheill-
inni nægir til þess að veruleg
aukning í gæðum þjóðarvitundar
eigi sér stað. Margar vísindalegar
rannsóknir gerðar í fjölmörgum
löndum staðfesta þetta og nægir
að benda á athyglisverða rann-
sókn gerða á Rhode Island þar
sem nákvæm rannsókn opinberra
aðila fór fram á áhrifum 300
iðkenda Innhverfrar íhugunar á
samfélagið. Niðurstöðurnar voru
mjög jákvæðar og sýndu að þessi
litli hluti iðkenda af heildarfjölda
íbúanna hafði mjög jákvæð áhrif
sem lýstu sér í fækkun glæpa,
færri umferðarslysum og betri
veðráttu.
Til að efla samvitund íslensku
þjóðarinnar að svo miklu marki að
auðveldlega sé hægt að ná sam-
stöðu og samvirkni í öllum megin-
málum hennar sem varða þjóðar-
heill og framtíð þjóðarinnar, er
nauðsynlegt að kenna Innhverfa
íhugun á sem allra flestum sviðum
samfélagsins. Innhverf íhugun er
auðlærð, skilar fljótt árangri og
hefur verið sannprófuð af nútíma-
vísindum sem áræðanleg aðferð til
að efla þroska vitunarlífs ein-
staklingsins. Ef einstaklingurinn
er sterkur, hamingjusamur og
samræmdur andlega sem líkam-
lega geislar hann þessum eigin
leikum frá sér sjálfkrafa og um-
hugsunarlaust til umhverfisins.
Aðeins nokkrir slíkir einstakl-
ingar í þjóðfélaginu er nóg til að
skapa samræmi í þjóðarvitund,
rétt eins og að nokkrar ljósluktir
hér og þar nægja til þess að lýsa
heila borg. Innhverf íhugun á
vissulega erindi til íslendinga og
er lyþillinn að innra samræmi,
samhug og skipulagi þjóðarvit-
undar sem er hinn sanni aflgjafi
þjóðartilverunnar og framtíðar
hennar.
Sturla Sighvatsson