Morgunblaðið - 02.02.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.02.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Stefán Svavarsson dósent og lögg. endurskoðandi: Um skattalagafrumvarpið Þessa dagana liggur fyrir Al- þingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um tekju- og eignar- skatt. Þetta frumvarp og reyndar nýju skattalögin hafa verið gagn- rýnd af mörgum aðilum. Faerri hafa orðið til þess að taka já- kvæða afstöðu til laganna eða frumvarpsins. Það er ástæðan til þess, að ég vil koma eftirfarandi á framfæri. Ég hef ekki í hyggju að fjalla um þann þátt nefdra laga og frumvarps, sem snertir skattlagn- ingu einstaklinga, jafnvel þótt ástæða sé til. Hins vegar vil ég ræða um skattlagningu atvinnu- rekstrar og þá sérstaklega þau ákvæði þeirra laga og frumvarps, sem túlka má sem andsvar lög- gjafans við áhrifum verðbólgu á hagnaðarútreikninga. . Fyrst er rétt að fara nokkrum orðum um hagnaðarútreikninga skv. eldri skattalögum. Þau skattalög, sem féllu úr gildi með gildistöku laga nr. 40/1978 byggðu, sem aðalreglu, á reglum hefðbundinna reikningsskila- venju. Sú regla, forsenda, sem mestu skiptir í þessu sambandi er sú forsenda hefðbundinna reikn- ingsskilavenja, að mælieiningin, sem stuðst er við, sé stöðug. Hér er að sjálfsögðu átt við íslenzku krónuna. Efalítið er sá íslending- ur vandfundinn, sem ekki gerir sér grein fyrir skekkju þessarar for- sendu. Allir vita, að hér hefur geysað óðaverðbólga. Afleiðing þessarar forsendu á' hagnaðarút- reikninga, er sú, að niðurstöður hefðbundinna reikningsskila verða illtúlkanlegar, og segja jafn- vel lítið sem ekkert til um „raun- veruleikann". Þegar skattalög byggja líka, sem aðalreglu, á þessari forsendu er augljóst, að ekki er von til þess, að þau framkalli tölu um afkomu, sem er marktæk. Ljóst er því, að hætta kann að vera á tvennu, í fyrsta lagi, að fyrirtæki sé skattlagt án hagnaðar og jafnframt hinu, að fyrirtæki sé ekki skattlagt þrátt fyrir velgengni. Rétt er að velta því fyrir sér hver ætti að vera stofn til álagn- ingar tekjuskatts. Ég held að flestir geti orðið sammála um, að eðlilegast sé að leggja skatt á þá fjárhæð, sem segir til um það hversu miklu betur fyrirtæki er sett í lok eins tímabils en það var í upphafi þess. Með öðrum orðum, að eðlilegasti skattstofninn sé raunafkoma. Ég held jafnframt, að það skipti ekki máli hvar í flokki menn standa; um þetta atriði ætti ekki að þurfa að vera ósamkomulag. Hins vegar kann menn að greina á um það hversu mikið af raunafkomu skuli renna til hins opinbera. Og jafnframt hversu mikið skuli hvikað frá raunafkomu við ákvörðun skatt- stofns. Skattalög hafa jú verið notuð til þess að hvetja eða letja til athafna eða aðgerðarleysis. Af pólitískum ástæðum kann menn því að greina á um hversu mikið skuli af slíku gert. í stuttu máli má segja, að það séu aðallega þrjú atriði, sem verðbólga hefur áhrif á við út- reikning afkomu. í fyrsta lagi eru verulegar líkur á því, að leiðrétta þurfi gjaldfærða vörunotkun. Astæðan fyrir þessu er sú, að birgðahald í atvinnurekstri er nauðsynlegt, en það þýðir, að líkur eru á því, við skilyrði verðbólgu, að á söludegi vara sé endurkaups- verð þeirra hærra en kaupverð. Afleiðing þess að styðjast við hefðbundnar reikningsskilavenjur og skattalög er, að brúttóágóði (mismunur söluverðs og kaup- verðs vara) verður oftalinn, þ.e. hluti hans er í reynd platgróði. Því er ljóst, að vegna þessa liðar verður um ofsköttun að ræða ef ekkert er að gert. í eldri skattalög- um má segja að gerð hafi verið tilraun til að leiðrétta þessa of- talningu að hluta, með ákvæði um niðurskrift birgða. Það ákvæði var hins vegar ófullnægjandi þar sem með því tókst ekki að leiðrétta vörunotkun til gangverðs. Jafn- framt var það ófullnægjandi að því leyti, að það var ekki tekið tillit til þess, að þörf fyrirtækja á leiðréttingu í þessu sambandi er mismikil. Þau fyrirtæki, sem hafa mikinn veltuhraða birgða hafa minni þörf fyrir leiðréttingu en þau, sem hafa lítinn veltuhraða birgða. í frumvarpinu er þetta vandamál leyst með þeim hætti, að við útreikning verðbólgu- gróða/eða taps eru birgðir taldar með peningaeignum. Það veldur því að verðbólgugróðinn verður minni en ella og öfugt, að verð- bólgutapið verður meira en ann- ars. Með þessum hætti er því kömið að leiðréttingu á vörunot- kun. Leiðréttingin verður sú, að birgðir í upphafi rekstursárs eru endurmetnar í gjaldfærslu, sem nemur verðbreytingarhlutfalli milli ára. Vandfundin er fram- kvæmanleg lausn, sem er betri en þessi. I þessu sambandi er ljóst, að fyrst nefnd leiðrétting á vörunot- kun er gerð verður minni þörf fyrir niðurskrift vörubirgða og lækkar hún því úr 30% í 10%. Að minni hyggju hefði hún jafnvel mátt hverfa alveg. í öðru lagi hefur verðbólga áhrif á afskriftir fastafjármuna. Eins og áður sagði byggðu gömlu skattalögin á þeirri meginfor- sendu reikningsskila, að verðlag sé stöðugt. Þessi forsenda olli því, að afskriftir fastafjármuna voru af upphaflegu kaupverði, sem gat verið langt frá endurkaupsverði á tímum verðbólgu. Ljóst er því, að vegna þessa liðar eru því veru- legar líkur á, að hagnaður sé oftalinn sem nemur mismun af- skrifta af upphaflegu kaupverði og gangverði viðkomandi fastafjárm- una. I gömlu skattalögunum má finna ákvæði, sem túlka má sem tilraun til að leysa þennan vanda. Til að mynda mátti afskrifa hrað- ar með flýtiafskriftum og auk þess mátti koma við leiðréttingu á almennum afskriftum með verð- stuðulsafskrift. Akvæði gömlu laganna um þessar afskriftir voru þó þannig orðuð að eingöngu var tekið tillit til verðlagsbreytinga milli tveggja síðustu ára og það var galli. Þrátt fyrir ákvæði gömlu laganna um flýtiafskriftir og verðstuðulsafskriftir voru af- skriftir gömlu laganna ófullnægj- andi. Að vísu héldu ýmsir því fram, að afskriftir gömlu laganna hefðu verið of háar en það er á misskilningi byggt og ekki ástæða hér til að rökstyðja það á annan hátt en þann að vísa til þess sem á eftir kemur. I nýju lögunum og frumvarpinu er hins vegar tekið á þessu máli með þeim hætti að telja verður vel viðunandi. Sam- kvæmt nýju lögunum verður framkvæmt árlegt endurmat eigna og verða afskriftir reiknað- ar af slíku endurmati. Líkur eru á því, að afskriftir fastafjármuna verði því eins nálægt raunafskrift- um á meðalverðlagi uppgjörsárs og kostur er á. Sumir hafa haldið því fram, að byggingarvísitala segi ekki nægilega vel til um verðbreytingar á öllum fasta- fjármunum og því verði að styðj- ast við fleiri vísitölur. En til hins verður að líta, að lögin verða að vera framkvæmanleg og ekki vera of tímafrek við framtalsgerð. Hitt er svo annað mál, og það má laga síðar, að fleiri en eina bygg- ingarvísitölu hlýtur að vera æski- legt að nota innan sama árs. Ég er því jafnframt hlynntur nýju lög- unum í sambandi við afskriftir fastafjármuna. I þriðja og síðasta lagi hefur verðbólga áhrif á vissar eignir svonefndar peningaeignir, og skuldir. Þannig er ljóst, að sá, sem á eina og sömu krónuna í upphafi og lok árs er ekki jafnvel settur í lok ársins og hann var í upphafi þess ef verðbólga hefur verið á viðkomandi tímabili. Kaupmáttur krónunnar er minni í lok ársins en í upphafi ársins, og þannig hefur viðkomandi orðið fyrir raunveru- legu tapi. Á sama hátt hefur sá raunverulegan ávinning, sem skuldar sömu krónuna í upphafi og lok sama tímabils við skilyrði verðbólgu. Hvort fyrirtæki verða fyrir tapi eða hafa ávinning af verðbólgu í þessu sambandi ræðst af því hvort peningaeignir eru hærri en peningaskuldir. Sá sem hefur meira af peningaeignum en peningaskuldum verður fyrir tapi en hinn, sem skuldar meira en hann á af peningaeignum hefur ávinning af verðbólgunni. Hér er að vísu um talsverða einföldun að ræða. LJóst er að peningastaða (mismunur peningaeigna og pen- Stefán Svavarsson ingaskulda) er sífellt að breytast innan ársins. Það getur því verið flókið mál að reikna út raunveru- leg áhrif verðbólgunnar í slíku tilviki. Gömlu skattalögin líta alger- lega framhjá því, að um slíkt tap eða gróða gæti verið að ræða og að því leyti voru þau ófullnægjandi. í nýju lögunum og enn betur í frumvarpinu er tekið á þessum vanda. Af nauðsyn vegna fram- kvæmdaörðugleika verður að ein- falda útreikning á verðbreytinga- ávinningi eða tapi. í stað þess að líta til þess sem áður sagði, að peningastaða fyrirtækja væri sífellt að breytast, er gefið að upphafsstaðar þ.e. í ársbyrjun sé einkennandi fyrir það sem eftir er af árinu. í þessu felst viss skekkja en varla er hún svo mikil að hún valdi því að óviðunandi sé. Ég tel því, að svo miklu leyti sem áhugi er á því að skattleggja raunaf- komu fyrirtækja, að það verði að taka tillit til áhrifa verðbólgunnar á peningastöðu fyrirtækja. Frum- varpið gerir það mun betur en lögin, sem nú eru í gildi. Það er rétt að taka það fram, að um það er ágreiningur meðal þeirra sem til þekkja hversu langt eigi að ganga í að skattleggja ávinning af langtímaskuldum. Þeir sem ekki vilja skattleggja hann strax við tilurð halda því fram, að greiðsluvandræði gætu hlotist ef hann væri skattlagður strax. Hér er því peningastreymis- afstaðan til hagnaðar látin ráða ferðinni. í frumvarpinu má sjá, að þessi afstaða á sér fylgismenn því heimilt er að afskrifa á móti reiknuðum verðbreytingagróða sem nemur 25%. Hitt sjónarmiðið tekur ekki mið af peningastreymi heldur af raunafkomu, og því myndi allur ávinningur af lang- tímaskuldum skattlagður. I þessu sambandi er rétt að taka fram, að allar verðtryggingar og gengistöp af langtímaskuldum má færa til gjalda að fullu. Þannig yrði tekju- og gjaldfærsla láns, sem verðtryggt er að fullu, vænt- anlega sú sama og því kæmi í reynd ekki til skattlagningar vegna viðkomandi láns. Hins veg- ar myndi það fyrirtæki sem skuld- ar óverðtryggt lán eða lítið verð- tryggt eða jafnvel lán tryggt í erlendum gjaldmiðli, sem ekki hefur breyst jafnmikið og breyt- ing á meðaltalsbyggingarvísitölu, verða að greiða skatt af ávinningi af láninu, enda vandfundin rök fyrir því, að hér sé ekki um ávinning að ræða. Hvenær á hins vegar að skattleggja þann ávinn- ing? Á að gera það við tilurð hans eða þegar peningaleg innlausn á sér stað við sölu þess fjármunar, er keyptur var með' viðkomandi láni? Persónulega hallast ég nú að hinu fyrrnefnda. Ekki má gleymast í umræðu um verðbreytingagróðann að sumir fá verðbreytingatap til frádráttar skv. frumvarpinu. Mestar líkur eru á, að það séu fyrirtæki, sem hafa fjármagnað sínar fjárfest- ingar með eigin fé. Hvers eiga slíkir aðilar að gjalda? Hafa þeir ekki á undanförnum árum verið hlunnfarnir. Frumvarpið lagar það misrétti, með því að heimila gjaldfærslu verðbreytingataps, sem verður vegna þess að þeir skulda minna en þeir eiga af peningaeignum. Þeir, sem undanfarið hafa séð ástæðu til þess að kvarta undan margnefndu frumvarpi annað hvort í blöðum eða á öðrum vettvangi, hafa gjarnan einblínt á þetta síðastnefnda atriði, sem snertir verðbólgugróðann. Um fyrri tvö atriðin virðist vera minni raunverulegur ágreiningur. Að vísu hafa sumir talið að ekki sé ástæða til að lækka niðurskrift birgða en það er að minni hyggju á misskilningi byggt, eins og haldið er fram hér að framan. Kjarni þessa máls felst í þessu: Er löggjafarvaldið tilbúið til þess að skattleggja raunverulegan ávinning, sem fyrirtæki hafa af því að skulda í verðbólgunni eða ekki? Að þessu tvennu mættu menn jafnframt spyrja sig: Gæti samþykkt þessa frumvarps ekki orðið til þess að forráðamenn sumra fyrirtækja hefðu minni áhuga á því að skulda og komast yfir steinsteypu og snúi sér af meiri alvöru að eiginlegri starf- semi fyrirtækja? Og jafnframt, á að nota skattalög til að koma slíku í kring eða á að gera það með öðrum hætti? Það kann vel að vera, að með samþykkt frumvarpsins sé of geyst farið af stað í þessu efni. Ljóst er, að fyrirtæki hafa af skiljanlegum ástæðum lagt sig eftir því að hafa ávinning af verðbólgunni. Leikurinn er jú gerður til þess að græða. Það má líka vel vera, að skynsamlegra hefði verið að gefa aðlögunartíma og fara varlegar í skattlagningu verðbólgugróðans en frumvarpið gerir, en herða á síðar. Það er pólitísk spurning og því verða þingmenn að svara. En hvað sem því líður þá verður að fá svör þeirra, sem fyrst, því frekari dráttur en nú er orðinn í þessu máli, er óverjandi. Armann Kr. Einarsson: Athyglisverð barnabók Skömmu fyrir jól kom út barna- bókin Kalli á þakinu flýgur að nýju eftir Astrid Lindgren í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar fyrrv. skólastjóra. Ég hef verið að bíða eftir því að heyra eða sjá þessarar ágætu bókar getið í útvarpi eða blöðum en svo undar- lega bregður við að hvergi hefur verið minnst á hana, það er ég best veit. Aftur á móti hafa myndasögur í lélegum þýðingum verið básúnaðar í fjölmiðlum, þótt þær beinlínis stuðli að mál- skemmdum. Sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren þarf ekki að kynna, hún hefur fyrir löngu hlotið heims- frægð fyrir barnabækur sínar. Bækurnar um Línu Langsokk, Emil í Kattholti og margar fleiri hafa komið út í ísl. þýðingum. Og nú bætist enn eitt nafn, Kalli á þakinu, í hið fjölbreytilega safn ógleymanlegra persóna er skáld- konan hefur gefið lesendum sínum. Bækurnar um Kalla á þakinu eru þrjár. Sú fyrsta heitir Litli bróðir og Kalli á þakinu og kom út 1976. Á kápusíðu annarar bókarinnar sem hér er fjallað um segir meðal annars: „Á fjórðu hæð í stóru sambýl- ishúsi einhvers staðar í Stokk- hólmi býr Jón Sveinsson og fjöl- skylda. Hjónin eiga þrjú börn. Litli bróðir er yngstur. Binni og Beta eru töluvert eldri en hann og ef Kalli á þakinu hefði ekki verið leikfélagi hans hefði Litli bróðir oft verið fjarska einmana. Pabbi og mamma héldu í fyrstu að Kalli væri bara þykjustu félagi eins og börn ímynda sér oft að' þau eigi þegar þau eru einmana, og þess vegna keyptu þau hund handa Litla bróður. Svo sem nærri má geta þykir Litla bróður ákaflega vænt um Bimbó sinn en Kalli á , þakinu er þó enn þá betrí leikfé- lagi. Og áður en langt líður komast mamma og pabbi að því að hann er ljóslifandi furðufugl sem veitir Litla bróður margs konar ánægju og ævintýri. Hér skal vera glens og gaman, annars verð ég hér ekki stundinni lengur, segir Kalli þegar hann kemur allt í einu fljúgandi inn um gluggann hjá Litla bróður, glett- inn og gamansamur eins og fyrr og alltaf tilbúinn að finna upp á einhverju skrýtnu og skemmti- legu.“ Þetta ætti að nægja til að gefa nokkra vísbendingu um efni bók- arinnar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að þriðja og síðasta bókin um Kalla á þakinu komi út. Eins og áður segir er Sigurður Gunnarsson þýðandi Kallabók- anna. Sigurður hefur þá sérstöðu að vera afkastamesti þýðandi barnabóka hérlendis, en alls munu nær sjö tugir bóka hafa komið út í þýðingu hans eða verið lesnar í útvarp. Afköst eru að vísu ekki algildur mælikvarði á gæði þýð- inga, en stöðug þjálfun í meðferð máls, ásamt góðri íslenskukunn- áttu og næmum smekk eru þung á metunum. Sigurður skrifar lipurt og lifandi mál, og þegar honum tekst best upp er stíll hans myndrænn og þróttmikill. Sigurð- ur hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem snjall þýðandi og enn sækir hann á brattann. Kallabækurnar mæla best með sér sjálfar. Engan þarf að undra slíkt þegar í hlut eiga að máli frægur höfundur og smekkvís þýð- andi. Það er mikill fengur að fá þessar bækur á íslensku. Þær eiga i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.