Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 3 „Egill sterki“ verður ekki í Fríhöfninni „VIÐ höfum ekki uppi neinar ráðagerðir um að hefja fram- leiðslu á „Agli sterka" á nýjan leik.“ sagði Jóhannes Tómasson forstjóri Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar. er Mbl. innti hann eftir því hvort breytt viðhorf í sölu á áfengum bjór í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli hefðu ein- hver áhrif á framleiðslu þeirra. en á árunum áður framleiddi verksmiðjan sterkan bjór m.a. til neyzlu í sendiráðum landsins og á Keflavíkurflugvelli. Aðspurður um ástæður þessa sagði Jóhannes að í fyrsta lagi hefðu þeir ekkert tankapláss til aukinnar framleiðslu, sem enn- fremur tæki langan tíma, svo og væri það að geymslur á Kefla- víkurflugvelli væru það heitar að ölið færi illa við ge.vmslu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér hefur áfengisvarnaráð í hyggju að fá sett lögbann á þá ákvörðun fjármálaráðherra að leyfa sölu áfengs bjórs til ferðamanna sem til landsins koma með flugvélum. Kambódíu- hljómleikar í Austur- bæjarbíói Næstkomandi laugardag. hinn 9. febrúar klukkan 14 verða haldnir hljómleikar á vegum Iljálparstofnunar kirkjunnar í Austurbæjarbíói í Reykjavík og mun ágóði þeirra renna til Kamhódíu- söfnunar stofnunarinnar. Allir, sem fram koma, gefa vinnu sína, húsið er lánað endurgjaldslaust og starfsfólk gefur vinnuna, hljóðfæraverzl- unin Tónkvísl lánar söngkerfi og fleiri aðilar styrkja hljóm- leikana á ýmsa vegu. Kynnir verður Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunarinnar, en fram koma m.a. gestir frá Alþýðuleikhús- inu, Snillingarnir, Fræbbbl- arnir, Kjarabót og ný hljóm- sveit, sem sérstaklega er mynduð fyrir þessa hljómleika, en hana skipa: Egill Ólafsson, Tómas Tómasson, Ásgeir Ósk- arsson, Karl Sighvatsson, Björgvin Gíslason og Rúnar Vilbergsson. Enn mikið fram- boð af fiski ENN ER mikið framboð á ísfisk- mörkuðum í Bretlandi og því lágt verð, sem fæst fyrir fiskinn. í gær seldi Fylkir frá Neskaupstað lið- lega 42 tonn í Grimsb.v og fengust 13,4 milljónir fyrir aflann, meðal- verð á kíló 317 krónur. Nokkur íslenzk skip hafa hætt við siglingu Vegna hins lága verðs. Siglfirðingar óánægðir með kartöflurnar SÍKluíirói. 2. febrúar. SIGLFIRÐINGAR hafa ekki gert sig ánægða með þær kartöflur, sem fáanlegar hafa verið að und- anförnu, en við höfum ekki fengið nema annars flokks kartöflur og finnst það undarlegt meðan á öðrum stöðum er hægt að fá fyrsta flokk. Síðan um áramót hefur ekki verið annað á borðstól- um og hafa ingfluttar kartöflur ekki verið fáanlegar. m.j. Ný bensínhækkun framundan Bens ín olíur og ^-kaðnn - . nram vorðho "!"8 vcg«r mun„ Daihatsu Charade leysir vandann Daihatsu Charade er sparneytnastur Þá er búiö aö boöa fyrstu bensínhækkun nýja ársins en ekki þá síöustu. Daihatsu Charade er bíll 9. áratugsins, því hann var hannaöur til aö mæta erfiöleikum orkukreppu. Verö meö ryðvörn, tilbúinn til skráningar: Daihatsu Charade kr. 3.890.000.- Daihatsu Charade Runabout kr. 3.960.000- (Miöaö viö gengisskráningu 1.2. 1980.) \ Hi Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta á staðnum DAIHATSUUMBOÐIÐ Armúla 23, sími 85870.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.