Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 11 margan uggir, að þá hætti þjóðin einnig að vera það sem nú er átt við með heitinu íslendingar, nema það nafn hljóti merkingu sína af því einu að hafa búsetu á þessari eyju. Sennilega hefur íslenzk tunga aldrei verið fremur lifandi en einmitt á þessari öld, og hefur hún þó ekki þurft að breytast meira en svo í tímanna rás til þess að tóra, að þeir Islendingar, sem nú stíga fæti á fold, skilja viðlíka vel Snorra Sturluson og Halldór Laxness. Það er einmitt eitt af einkennum íslendings að skilja þessa menn báða. Ég hef haldið því fram, að það sé oss íslendingum nauðsyn að mál vort breytist sem allra minnst, að íslenzk tunga eigi ekki að laga sig að breyttum tímum með því að breytast, heldur með því einu að vaxa; hún eigi að vaxa linnulaust, sjálfur orðaforðinn eigi sífellt að aukast eftir nýjum þörfum, jafnt á huglægum sem verklegum vettvangi, ýmist með tökuorðum eða nýyrðum, helzt með hvoru- tveggja, en nýir málbeitendur eigi að rækta ný stílbrigði, finna sama tungumáli ný tök á nýrri hugsun. Ef málið fær hins vegar að brenglast og bramlast eins og verkast vill án allrar verndar, ef Islendingar hætta að hlutast til um það sjálfir, að sem mest af því, sem talið er rétt í dag, verði einnig talið rétt á morgun, er hætt við að þess verði skammt að bíða, að íslendingar hætti að skilja rit Snorra Sturlusonar. En merkur fræðimaður hefur kom- izt svo að orði: „Ef vér fórnum Snorra, þá er Halldóri Laxness einnig fórnað, og öllu sem er á milli þeirra." Skyldi það ekki vera æðsta dyggð íslendinga og veraldar- hlutverk öðru fremur að varð- veita þetta merkilega bók- menntamál, svo að eflast megi að sama skapi fjölbreytnin í mannlegri hugsun, mannlegri sköpun. Því það sem sagt er á einu máli, verður ekki sagt hið sama á neinni annarri tungu. Og málrækt Islendinga er ekki að- eins skylda við merkilega þjóð- menningu, skylda við þau lifandi verðmæti, sem íslenzk tunga hefur skapað fyrr og síðar, heldur er hún um leið baráttu- nauðsyn til varnar pólitísku og efnalegu sjálfstæði. Þar er sú landhelgi, sem hvað helzt er von til að ágeng veröld virði. Hverri kynslóð Islendinga ber skylda til að glíma við þann málræktar- vanda að gera íslenzka tungu hlutgenga á öllum sviðum sam- tíma-lífs, án þess hún fjarlægist bókmenntir sínar á liðinni tíð. Ég hélt því fram, að flótti til einföldunar væri skuggalegt hnignunarmerki málsins. Þessa kenningu segist Magnús telja alranga. Hins vegar segir hann í sömu andránni, að engir tveir Islendingar hafi sama orðaforða á takteinum né beiti honum á sama hátt; hann talar um „regl- ingsmenn" (hvað sem það nú merkir) og virðist telja mig til þeirra; hann segir: „Ef reglings- mönnum tækist að innræta öll- um sama orðaforða og láta þá beita honum á sama hátt yrði íslenzk tunga að þrælakistu; þess yrði ekki lengur neinn kostur að orða nýstárlega hugs- un á nýstárlegan hátt“. — Þessu kem ég ekki heim og saman. I grein minni var ég einmitt að hvetja til þess, að varðveitt yrði sem allra mest fjölbreytni í máli; ég mælti gegn þeirri ein- földun, sem gerði tungutakið fátæklegra, eyddi hollri fjöl- breytni í orðafari, þurrkaði út blæbrigði merkinganna, svipti málið nákvæmni sinni og þröngvaði stílkosti þess. Sú var einmitt ástæðan til þess, að ég lagðist gegn þeirri einföldun að útrýma fleirtölu persónufor- nafna og nota ævinlega tvítöluna í hennar stað, hvernig sem á stæði. Af sögðu mætti ætla, að „reglingur" væri barátta gegn málfátækt; það veit ég þó, að Magnús meinar ekki; en hvað meinar hann þá? Auðvitað erum við Magnús sammála um það, að hugsun verði jafnan skýrast túlkuð með sem einföldustu orðalagi. En sá einfaldleiki er annars eðlis en sú einföldun máls, sem ég ræddi um. Og hann verður þeim mun markvísari sem meiri fjölbreytni í máli er tiltæk. Magnús tekur upp tvær smá- klausur, sem ég bar saman, og segir að mér finnist önnur þeirra falleg! Það stóð nú hvergi í minni grein. Ég var einungis að bera saman notkun orðanna „vér“ og „vor“ annars vegar og „við“ hins vegar. Svona hefði víst hvorugur okkar tekið til orða að öðrum kosti, heldur eitthvað líkt því sem hann stingur upp á, nema hvað ég hefði sagt „eftir þá sem nú lifa“ í stað „eftir okkur sem nú lifurn", eins og hann vill hafa. Mér er alger ráðgáta, hvað Magnús á við með því, að afnám þérana sé til marks um aukið jafnræði. Þessi siður hafði ger- samlega gengið sér til húðar sem stéttartákn. Og síðan spyr Magnús: „eru allar breytingar í jafnréttisátt til ills?“ Það er ég viss um, að svona spyr Magnús mig ekki í alvöru. Hann veit vel, að þjóðfélagslegt jafnrétti er hjartanlegt áhugamál okkar beggja. En skyldi jafnréttis- baráttan eiga sér nokkurt betra vopn en fullkomið og ríkulegt málfar? 3. febrúar 1980 Ferðaáætlun F.í. 1980 komin út: 220 ferðir farnar á vegum félagsins FERÐAÁÆTLUN Ferða- félagsins fyrir 1980 er kom- in út. í henni eru auglýstar um 220 ferðir, sem skiptast í sumarleyfisferðir, helgar- ferðir, dagsferðir og kvöld- ferðir. Auk þess eru fyrir- hugaðar laugardagsferðir, sem jafnframt eru fræðslu- ferðir. Einnig auglýsa deildir F.í. sínar ferðir í áætluninni. Margar ferðanna eru með svíþ- uðu sniði ár frá ári. Margar af ferðunum eru gönguferðir, sumar að mestu leyti, aðrar blandaðar öku- og gönguferðir. Á þetta við bæði um sumarleyfis- ferðirnar og helgarferðir. Á síðast liðnu sumri var reist sæluhús við Álftavatn, á Fjalla- baksleið syðri og verða fastar helgarferðir þangað í júlí og ágúst. Með tilkomu þess húss aukast göngumöguleikar á svæð- inu á milli Landmannalauga og Þórsmerkur afar mikið. Á sl. sumri var í fyrsta skipti sérstak- ur GÖNGUDAGUR á dag- skránni. Á þriðja hundrað manns tóku þátt í gönguferð þann dag. Nú verður aftur efnt til GÖNGUDAGS á þessu ári og verður hann 15. júní og með sama sniði og í fyrra. Sumarleyfisferðirnar eru 26 og standa yfir frá 4 dögum sú styzta og upp í 12 daga og er boðið upp á ýmsar nýjungar í þeim. Á s.l. ári voru alls farnar 233 ferðir með 7508 farþega eða 32 að meðaltali í ferð, er það 705 farþegum fleira en árið 1978. y FERÐAFÉLAG ÍSLANDS W Símar 19533 - 11798 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Costa del Sol Pdskaferð 2. apríl, 12 dagar. Verð frá kr. 258.900 - TRYGGIÐ YKKUR BEZTU GISTISTAÐINA FANTIÐ^* TÍMANLEGÁ Kanaríeyjar Brottför 17. febrúar uppselt. Næsta brottför 9. marz. Florida- Miami Brottför 14. febr. uppselt. Næsta brottför 6. marz. STAÐFESTIÐ PANTANIR SUMARVERÐIN KOMIN. » — Alliv farseðíar d lœg&ta uerði Fe röciþjón u&t cui viöurk e n n cl ci

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.