Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 15 Aðvörun forsætisráðherra Noregs Fleiri hafa áttað sig á þessu. Einn þeirra er Odvar Nordli for- sætisráðherra Noregs, sem lét svo ummælt í ræðu, er hann hélt í Hróarskeldu fyrir nokkrum dög- um: „Innrásin í Afganistan er alvarleg aðvörun til allra þjóða Evrópu.“ Hann ræddi um hina „örlagaríku þróun í Afganistan, þar sem raunveruleg hernaðar- innrás var gerð í þeim tilgangi að skapa pólitísk yfirráð yfir óháðu landi. „Þetta er ekki Evrópa," segir kannski einhver. Nei, að vísu, en það er um að ræða sjálfstætt land með sjálfstæðu fólki, sem hefur verið svo óheppið að búa óvarið í nágrenni við stórt heimsveldi. Fyrir allar þjóðir Evr- ópu er þetta alvarleg aðvörun um að það er ennþá langur vegur til raunverulegrar slökunar og frið- samlegrar sambúðar, líka í Evr- ópu.“ Samstæða Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku Síðar í ræðu sinni sagði Nordli: „Við þessar aðstæður er það mik- ilvægt, að Vestur-Evrópa og Norður-Ameríka standi áfram vel saman. Mestu máli skiptir, að þessir aðilar gæti þess, að haga sér ekki þannig, að unnt verði að tefla öðrum þeirra gegn hinurn." Það hlýtur líka að vera ljóst, að í dag er raunverulegt öryggi fyrir hin vestrænu lýðræðisríki hvergi að finna, nema í nánu samstarfi Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku." Þetta voru orð Odvars Nordlis. Hann talaði líka af ný- lega fenginni reynslu. Hótun Rússa gagnvart Norðmönnum Þess er skemmst að minnast, að skýrt var frá því í norsku lands- byggðarblaði, að Norðmenn hefðu vegna innrásarinnar í Afganistan eflt varnir sínar í Norður-Noregi. Rússneski björninn lyfti þá hrammi sínum án frekari umsvifa og hótaði Norðmönnum með frétt frá Tass-fréttastofunni rússnesku þess efnis, að með þessu ógnuðu Norðmenn öryggi Sovétríkjanna og byggju í haginn fyrir innrás í þau. I framhaldi af þessu var hvatt til þess í norskum fjölmiðl- um, að menn væru á verði gegn því að kommúnistar smeygðu sér í vaxandi mæli til valda í stofnun- um og samtökum þjóðfélagsins og dreifðu áhrifum sínum innan frá undir öðru yfirskini. Stjórnaraðild — gæðastimpill Menn sjá af öllu þessu hvílíku meginmáli það skiptir núna fyrir Brésnef og Moskvumenn að flokk- arnir, sem kommúnistar ráða í Evrópu fái gæðastimpla frá lýð- ræðissinnum og sé trúað fyrir völdum. Omögulegt er að horfa fram hjá því, að á íslandi er Alþýðubandalagið slíkur flokkur. Það hefur því ekki einungis verið óskynsamlegt og óþarft, heldur væri það glæpræði nú, að setja Alþýðubandalagsmenn yfir ráðu- neyti á íslandi. Vitanlega á að halda áhrifum kommúnista í því lágmarki, sem lýðræðislegar og löglegar aðferðir framast leyfa. Að mínu mati er það siðferðileg skylda lýðræðis- flokkanna gagnvart almenningi, sem hefur kosið þá til að fara með stjórn landsins. Vararæðis- skrifstofa í Moss í Noregi Opnuð hefur verið vararæð- isskrifstofa í Moss í Noregi. Vararæðismaður er William Asbjörnsen. Skrifstofan er að Strandgaten 10. Moss. AUia.YSINI.ASIMINN ER: 22480 JHoroiwblnbiti Sjgurlaug Bjarnadóttir: Á ísland að hætta við þátttöku í Olympíuleikunum í Moskvu? — er spurt um þessar mundir. Svörin eru ýmist jákvæð eða neikvæð en öllum þeim, sem svara er það sameiginlegt, að þeim er mikið niðri fyrir. íslenzk stjórnvöld hafa vísað frá sér ákvörðun í málinu til íþrótta- hreyfingarinnar í landinu og ekki verður betur séð en að meirihluti forystumanna á þeim vettvangi sé því hlynntur, þrátt fyrir allt, að halda til Moskvu. í krafti Þeirra megin rök eru þau, að ekki megi blanda saman íþrótt- um og pólitík. Um það eru allir sammála, en engir vita það betur en íþróttamennirnir sjálfir, að í reyndinni er sú röksemd ósk- hyggja ein og blekking. I sósíal- istaríkjunum hafa íþróttir verið notaðar miskunnarlaust í áróð- ursskyni til að ganga í augun á umheiminum og sanna ágæti sósíalísks þjóðskipulags. Þræls- agi atvinnumennskunnar hefir þar náð tilætluðum árangri í mörgum glæsilegum sigrum á alþjóðavettvangi. Hér mun að vísu víðar pottur brotinn, ekki síst hjá stórþjóðum sem alls staðar þurfa að láta ljós srtt skína. Farið á svig við kjarna málsins „Islendingar eiga ekki að taka við áróðurs tilskipunum frá Washington," — er önnur mót- bára, sem fram hefir komið gegn því að hætta við þátttöku í Ólympíuleikum í Moskvu. Nei, aldeilis ekki. En hér er farið á svig við kjarna málsins. Hér er ekki um að ræða, að við dönsum eftir pólitískri pípu úr einni eða annarri átt. Það er rödd hinnar mannlegu samvizku, sem á ann- að borð gefur sér tíma til að hugsa málið, mynda sér skoðun — taka afstöðu. Hernaðarinnrás Sovétmanna og ofbeldisverk í Afganistan er ógnun við heimsfriðinn. Um það er ekki deilt, — það stríkkar nokkuð á slökunarstefnunni. En ennþá þyngra á metunum, að því er varðar þátttöku eða ekki í Olympíuleikunum, er samt sú hliðin, er veit að hinum almennu mannréttindum, og hvernig þau hafa verið og eru fótum troðin í þessu risaveldi kommúnismans, sem nú býður þjóðum heims til Olympíuleika undir friðarfána fagurra hugsjóna á sama tíma og hert er þar á ofsóknum gegn andófsmönnum, sem voga sér að hugsa og tala eins og frjálsir menn. Ákall til Vesturlanda I heilagri vandlætingu berjum við okkur á brjóst, er okkur berast neyðaróp sovéskra and- ófsmanna, aðvaranir þeirra og ákall til Vesturlanda um hjálp. Þeir biðja ekki um hernaðar- aðstoð með báli og brandi. Þeir leggja áherzlu á, að árangursrík- asta liðveizlan, sem Vesturlönd geti veitt sé einmitt sú að draga úr eða hafna með öllu samvinnu og samskiptum við Sovétríkin á sviði menningar, lista og vísinda, — beita þau þrýstingi úr þeirri átt til að knýja fram aukið frelsi og mannréttindi til handa þeim hundruðum milljóna Sovét- borgara, sem í dag fara þessara sjálfsögðu lífsgæða á mis. Ákvörðun íþróttamanna um all- an heim að hafna þátttöku í Ólympíuleikum í Moskvu væri margfalt sterkari aðgerð í þá átt en ákvörðun pólitískra topp- manna stórveldanna, sem um- luktir eru tortryggni og spennu. í krafti mannlegrar samúðar Sú ákvörðun færi ekki fram hjá neinum. Hún myndi styrkja almenningsálitið innan Sovét- ríkjanna, vekja það til vitundar um, að umheimurinn hefir vit- neskju um ástandið austur þar og vill, í krafti mannlegrar samúðar og samstöðu, koma til liðs við stríðandi frelsisöfl gegn ófrelsi og kúgun. íslendingum sem sjálfstæðri þjóð er ósam- boðin sú hugsun, að fámenni okkar og smæð firri okkur ábyrgð í þessu máli. Okkur ber skylda til að leggja hér okkar litla lóð á vogarskálina engu síður en þegar við veitum við- töku nauðstöddum flóttamönn- um úr fjarlægri heimsálfu eða sendum rausnarlegar peninga- gjafir til að forða sveltandi meðbræðrum okkar frá hungur- dauða. Við höfum tækifæri nú til að sýna í verki, að við höfum heyrt og tekið alvarlega ákall þeirra Solshenitsyns, Búkowskís, Sakh- arovs, Kortsnojs og allra hinna sovésku andófsmannanna, sem hafa sagt heiminum örlagasögu sína og þjóðar sinnar. — Hér á engin hálfvelgja við. Djörf og drengileg samstaða iþrótta- manna um allan heim um að hætta við Moskvuför væri eðli- legt andsvar við mahnfyrirlitn- ingu valdhafanna í Kreml og um leið verðugt framlag í barátt- unni fyrir frelsi og mannréttind- um, hvar í heiminum sem hún er háð. Sjálfsafneitun og fórn Við vitum og skiljum mæta vel, að það myndi kosta okkar íslenzku íþróttamenn sem aðra mikla sjálfsafneitun og fórn að hætta nú við þátttöku í Ólymp- íuleikunum svo mikið sem þeir hafa á sig lagt til undirbúnings. En til eru fleiri sigrar ekki minna verðir en þeir, sem steyptir eru í gull og silfur úr sér genginnar og vanvirtrar Ólymp- íuhugsjónar. Sigurlaug Bjarnadóttir. samúðar og samstöðu Hljómplötu- útsala Okkar landsfræga hljómplötuútsala ífullumgangi Viö bjóöum popp, íslenskar plötur, létta tónlist, klassík og kassettur. Afslátturinn er allt aö 90°/( o FALKIN N Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Simi 84670 Simi 18670 Látiö þetta tækifæri ekki fram hjá ykkur fara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.