Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.02.1980, Qupperneq 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 3flor0unWníiií> Lækkar hitakostnadinn ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1980 S-Arabía viU selja okkur 700.000 tonn af hráolíu Síðustu daga hefur athyglin mjög beinst að tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, þeim Friðjóni Þórðarsyni og Pálma Jónssyni, sem hér sjást á tali við fréttamann útvarpsins í Alþingishúsinu í gær. Að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær var ekki ljóst hvort þessir tveir þingmenn myndu ganga til liðs við Gunnar Thoroddsen eða fylgja afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar Gunnars. Ljósm. mw. ói. k. m. KJARTAN Jóhannsson viðskiptaráðherra staðfesti í samtali við Mbl. í gær. að ríkisstjórninni hefði borizt tilboð frá Saudi-Arabíu um sölu á 700.000 tonnum af hráoliu þaðan til íslands. Kjartan sagði. að í tilhoðinu. sem barst í gegn um sendiráð Islands í Bandaríkjunum. væri talað um OPEC-verðviðmiðun. í undirbúningi er að senda viðræðunefnd til Saudi-Arabíu til að kanna þetta mál. Kjartan gat þess einnÍK. að auk þess. sem í fréttum hefur verið að undanförnu. hefði verið athugað með kaup a hráolíu frá Venezuela og Mexíkó og hefðu borizt neikvæð svör frá Mexíkó. „Ég tel að þarna sé um mjóg athyglisverðan möguleika að ræða og þeim mun betri, takist okkur að finna hentuga leið til að fá olíuna hreinsaða,“ sagði Kjartan Jó- hannsson viðskiptaráðherra í samtalinu við Mbl. í gær. Kjartan sagði að hann teldi þetta ýta á samþykkt tillögu hans um sérstakt fyrirtæki til að ann- ast olíuinnkaup og viðskiptasamn- inga okkar á alþjóðavettvangi.„Ég býst við að ég hreyfi því máli aftur hið fyrsta," sagði Kjartan. Maður drukknaði er bifreið fór í Reykjavíkurhöfn ÞAÐ slys varð um klukkan 23,30 í gærkvöldi að jeppabifreið af Lada-gerð ók fram af vestustu Loftsbryggjunni í Reykjavíkur- Stjórnarmyndun á lokastigi: Fær Gunriar umboö- ið frá forseta í dag? SENNILEGT er talið. að dr. Kristján Eldjárn, forseti Islands, muni í dag kalla dr. Gunnar Thoroddsen, varaformann Sjálfstæðis- flokksins, á sinn fund og fela honum formlega um- boð til myndunar meirihlutastjórnar. Viðræður Gunnars Thoroddsens við fulltrúa Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins stóðu alla helgina og í gær. Gunn- ar Thoroddsen sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann teldi miklar líkur á því að takast mundi samkomulag um málefna- samning og hann sagðist vonast til að ráðuneyti hans tæki við völdum í þessarri viku. h]ggert Haukdal alþingismaður lýsti yfir því í gær, að hann mvndi styðja þá ríkisstjórn, sem Gunnar Thoroddsen reynir nú að mynda. Þá lýsti Albert Guðmundsson al- þingismaður því yfir í gær, að hann mundi verja ríkisstjórnina vantrausti. Óvissa ríkir um af- stöðu tveggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, þeirra Pálma Jónssonar og Friðjóns Þórðar- sonar. Þeir lýstu því yfir eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokks- ins í gær, að þeir mundu ekki taka afstöðu til stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsens fyrr en þeir hefðu séð málefnagrundvöll stjórnarinnar. Fulltrúar í viðræðunum hafa fátt sagt um innihald málefna- samnings þeirrar stjórnar, sem reynt er að mynda. Steingrímur Hermannsson sagði í gær, að markmið hennar yrði að ná verð- bólgunni niður í 30% á þessu ári og niður á það stig, sem er í helstu nágrannalöndum okkar, árið 1982. Skipting ráðuneyta hefur ekki verið ákveðin, en reiknað er með því að Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans fái þrjá ráð- herra, Framsóknarflokkur þrjá og Alþýðubandalag þrjá ráðherra. Ólafur G. Einarsson, fomaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri ljóst, að ef einhver þingmanna Sjálfstæðis- flokksins yrði ráðherra í ríkis- stjórn, sem flokkurinn styddi ekki, yrði hann samstundis að víkja úr þingflokknum. Stjórnarmyndunartilraunir Gunnars Thoroddsens: Sjá við- töl og fréttir á bls. 2, 29 og 31, fréttaskýringu á bls. 18 og 19, forystugrein á bls 20, og enn- fremur: „Aldursforsetinn lætur til skarar skríða“ á bls. 29. höfn, verbúðarbryggju við hlið- ina á Slippnum og drukknaði ökumaðurinn, 25 ára gamall maður. Hann var einn í bifreið- inni. Fólk, sem átti leið um Ægisgarð sá Ijós bifreiðarinnar í sjónum og gerðu lögreglunni þegar viðvart. Kafarar voru strax kallaðir til og náðu þeir ökumanninum úr bif- reiðinni en hann var þá látinn. Krani var fenginn til þess að lyfta bifreiðinni úr sjónum og náðist hún upp um eittleytið. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Danskur læknir í fullt starf við Dýraspitalann? STJÓRN Dýraspítala Watsons hefur af eignaraðiljum verið falið að leita eftir samningum við danská dýra- iækninn Breth-Hansen um erlendan dýralækni í fullt starf við Dýraspít- alann „þar sem fullreynt er, aö íslenzkur dýralæknir er ekki fáan- legur á þeim grundvelli." Sjá nánar blaðsíðu 36. Ragnar Arnalds á miðstjórnarfundi í gærkvöldi: Gunnar einangraður — í skjóli þess þrýstum við á Á miðstjórnarfundi AJþýðu- bandalagsins í gærkvöldi voru miklar umræður um stjórnar- myndunarviðræður Gunnars Thoroddsen, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Ýmsar athugasemdir komu fram hjá fundarmönnum þar sem þeir gagnrýndu að í þeim málcfna- grundvelli sem Iægi nú fyrir í meginatriðum væri ekki byggt nægilega ákveðið á mörgum haráttumálum Alþýðuhanda- lagsins í utanríkismálum. varn- armálum og áróðursmálum. Ragnar Arnalds svaraði þá m.a. að staða Alþýðubandalagsins yrði á margan hátt sterk í samstjórn með Gunnari og Framsóknarflokknum og þá sérstaklega gagnvart Gunnari með tilliti til stöðu hans í stjórnmálum ef af þessari stjórn yrði. Alþýðuflokkurinn. sagði Ragnar, var alltaf tilhúinn til þess að rjúfa stjórnarsamstarfið í síðustu vinstri stjórn, í raun- inni í hvert skipti sem þeir fengu ekki sin mál fram. En Gunnar Thoroddsen mun hafa allt aðra aðstöðu, hélt Ragnar áfram. því hann verður orðinn einangraður og i skjóli þess getum við þrýst á og komið fram ýmsum atriðum scm við teljum okkur hag í en fást ekki inn í málefnagrundvöll fyrir stjórnarmynduninni. Þarna höf- um við mikinn pólitískan mögu- leika þótt hann verði ekki á blaðinu. Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti með öllum greiddum atkvæðum í fundarlok að Al- þýðubandalagið gangi til stjórn- arsamstarfs við Gunnar Thor- oddsen og Framsóknarflokkinn á þeim málefnagrundvelli sem liggi fyrir í meginatriðum. Fól miðstjórn þingflokki og framkv. stjórn með samþykkt sinni að ganga frá þeim málefnagrund- velli. Að loknum fundi ræddi Mbl. við Kjartan Ólafsson formann miðstjórnar Alb. og kvað hann þó nokkuð eftir í vinnu við málefnagrundvöllinn. „Við ger- um okkur vonir,“ sagði Kjartan, „um það að við þurfum ekki að kalla saman miðstjórnarfund aftur vegna þessarar stjórnar- myndunar og erum nokkuð bjartsýnir á að hún takist."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.