Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 45. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sameinuðu þjóðirnar: RaiuisQknarneínd fer til Irans í dag Genf. Teheran. 22. fehrúar. AP. RANNSÓKNARNEFND Sameinuðu þjóðanna. skipuð til þess að kanna afglöp og hugsanleg afbrot á stjórnartíma Mohammeds Reza Pahlevis fyrrverandi íranskeisara, hefur nú loks fengið grænt ljós á að koma til Teheran og mun halda þangað á morgun, laugardag. Nefndin átti að fara fyrir nokkrum dögum, en hcfur tafizt af ótilgrcindum ástæðum, sem mun stafa af tregðu iranskra yfirvalda að ræða við neíndina. milli Virtist koma babb í bátinn þegar Khomeini erkiklerkur gaf út þá yfirlýsingu af sóttarsæng að ekki kæmi til greina að gíslarnir yrðu látnir lausir fyrr en keisarinn hefði verið framseldur til írans. Kallaði hann stúdentana „kæru vini" sína og brýndi fyrir þeim að standa saman. Af ýmsu er og ljóst að Banisadr ára Tíu olía f yrir tæknihjálp London. 22. íebr. AP. FUNDUR sex ráðherra frá olíu- framleiðslurikjunum OPEC samþykkti i dag áætlun sem miðar að því að tryggja öruggar birgðir eldsneytis til Vestur- landa að minnsta kosti næstu tiu ar í skiptum fyrir vestrænan tæknibúnað og aðstoð, stöðug- leika gjaldmiðla og að haldið verði áfram þróun nýrra orku- linda. Fund þennan sátu olíumálaráð- herrar Saudi-Arabíu, Alsír, írak, Kuwait og Venezuela. Fer nú samþykkt þessi fyrir sérstakan fund þrettán olíumálaráðherra OPEC. Staður og stund þess fundar hefur ekki verið ákveðinn, en olíumálaráðherra Abu Dhabi hefur verið falið að leita eftir stuðningi OPEC-landa við áætl- unina og leggur hann upp í sendiför sína á sunnudaginn. Olíumálaráðherra Venezuela, Calderon Berti, upplýsti nokkur atriði sem myndu felast í því sem vestrænum ríkjum yrði gert til- boð um. Hann benti og á að ríkin framleiddu nú milli 30 og 32ja milljón tunna af hráolíu á dag og á næstu tíu árum væri hægt að auka framleiðsluna í 35 milljónir tunna. Sagði Calderon að þegar lokið væri athugun OPEC-ríkja á hvernig þessu yrði bezt hagað mundi iðnríkjunum gert tilboð sem yrði einn „heildarpakki". forseti Irans virðist sem tveggja elda í þessu máli og hefur heldur hallast á sveif með Khom- eini, eins og fram hefur komið, þar sem Banisadr hafði áður sagt að sjálfsagt væri að sleppa gíslunum, þegar nefndin ha;fi störf. Þetta hefur hann nú dregið til baka. Banisadr sagði á fjöldafundi í Teheran í dag að undirrótin að níutíu prósent vandamála írans lægi í landinu sjálfu og aðeins tíu prósent yæru sprottin af aðgerðum fjenda írana, að því er júgó- slavneska fréttastofan sagði. Tekið var fram að hann væri fyrsti forystumaður írans sem héldi fram þessari skoðun. Einnig er sagt að Banisadr hafi óbent gefið í skyn að ágreiningur væri milli stefnu hans og byltingarsveita Khomeinis, en hann fór þó ekki nánar út í þá sálma. Hús hrynja og kistur skolast til í kirkjugörðum Myndin er frá Topanga Canyon i Kalíforniu og er tekin nokkrum andartökum áður en húsið hrundi, en flóð höfðu skolað burtu öllum undirstöðujarðvegi. Ekkert lát var á rigningunum i suðurhluta Kaliforniu i dag og rikir þar viða fullkomið neyðarástand. Fólk hefur viða flúið heimili sin og alls hafa um 1300 manns orðið heimilislausir. Vitað er nú að 31 maður hefur látið lifið í þessum veðraham sem gengið hefur yfir. í kirkjugarði einum flæddu kistur upp og flutu til og frá um kirkjugarðinn og runnu sumar i átt að ibúðarhverfi í grenndinni. Var svæðið lýst hættusvæði i dag. Skothríð á götum Kabul og mótmæli halda áfram Nýju Delhi. 22. fehrúar. AP. MINNST þrír biðu bana í dag í Kabul þegar efnt var til víðtækra mótmælaaðgerða gegn Rússum þrátt fyrir nánast stöðuga skothrið samkvæmt fréttum sem bárust til Nýju Delhi frá höfuðborg Afganistans. Samkvæmt einni frétt virtist neyðarástand ríkja i borginni. Samkvæmt annarri frétt var talsverð skothríð í Kabul. Erlendir íbúar í Kabul sáu sovézkt herlið og herflutningabíla halda til borgarinnar og taka sér stöðu við stjórnarbyggingar. Skothríð heyrðist á nokkurra mínútna fresti allan morguninn, en ekkert benti til þess að hún stæði í sambandi við miklar mót- mælaaðgerðir sem var efnt til á þremur stöðum. Sovézkar herþot- ur flugu rétt yfir húsaþökum í borginni. Vestrænn blaðamaður kvaðst hafa séð 2.000 manns veifa græn- um islömskum fánum og hrópa vígorð gegn Rússum við ráðhúsið í miðborginni. Fréttir bárust um önnur álíka mikil mótmæíi í Sherpur-hverfi. Mótmælin fylgja í kjölfar lok- ana verzlana í gær. Um kvöldið heyrðist sönglað um alla borgina „Allahu Akbar" („Allah er mik- ill") og „Dauði yfir Rússunum". Fréttir herma að verkfall kaup- mannanna hafi borið mikinn og óvæntan árangur í Kabul og það mun samtímis hafa náð til borga eins og Kandahar, Herat, Jalala- bad, Wardak og Baghlan. I Washington sögðu bandarískír embættismenn að allt hefði farið í handaskolum hjá Rússum í Afg- anistan og þeir hefðu stækkað flugvelli og birgðastöðvar sín megin landamæranna til að senda til landsins 25—50.000 hermenn til viðbótar 70.000 hermönnum sem þeir hefðu þegar sent og 30.000 þeirra megin landamæranna. Þeir sögðu að Babrak Karmal forseti væri misheppnaður og hon- um kynni að verða steypt, en trúarleiðtogar eða meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar teknir í stjórnina. í Dresden í Austur-Þýzkalandi munu fjórir stúdentar hafa verið handteknir fyrir að skipuleggja undirskriftasöfnun gegn innrás Rússa í Afganistan og er þetta fyrsta málið af þessu tagi í Austur-Evrópu. Áróðursspjöld sem á stóð „Við viljum ekki Ólympíuleikana í Moskvu, við vilj- um kol í stað hergagna" voru skilin eftir í símaklefum í Eerfurt. Andsovézk vígorð hafa verið mál- uð í verksmiðjur í Sömmerda og Unterwellenborn. í Róm sagði Josef Luns, fram- kvæmdastjóri NATO, að Afganist- anmálið væri ekki deila milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eingöngu heldur víðtækara deilu- mál sem snerti öryggi allra Evr- ópuþjóða. Brezhnev vísar ásökunum á bug Israelar taka aftur upp sikil Tel Aviv, 22. febrúar. AP. STJÓRN ísraels kunngerði i dag að ákveðið hefði verið að taka upp nýja mynt i landinu, sikil i stað israelskra pundsins, og verður einn sikill jafnvirði núverandi 10 israelskra punda. Eitt ísraelskt pund samsvarar nú röskum 40 ísl. krónum. Yigal Hurvitz fjármálaráð- herra sagði fréttamönnum frá þessu að loknum rikisstjórnar- fundi og sagði að þessar aðgerð- ir væru einn liðurinn i því að berjast gegn verðbólgu og ná peningum, sem ekki hafa verið greiddir af skattar. Ekki var minnzt á að gengislækkun myndi fylgja í kjölfar þessara breytinga. Hurvitz sagði að stjórnin von- aðist til að þessar gjaldmiðils- breytingar myndu efla trú manna á peninga, þar sem þeir myndu eftir breytinguna greiða 1 sikil í stað 10 punda, eins og að ofan greinir. Sikill er nafn á mynt Gyðinga til forna. Arnon Gafny, bankastjóri ísraelsbanka, sagði að áætlað væri að strax yrði um 130 millj. punda sparnað að ræða, vegna þess að prenta þyrfti langtum færri seðla og slá minna mynt- magn en nú. Eins og alkunna er hefur verðbólga í ísrael farið yfir 100 prósent á sl. ári og verðgildi ísraelska pundsins hef- ur lækkað frá því að vera tíu gagnvart Bandaríkjadollar í tæplega 40 nú. Gafny sagði að gamla myntin yrði í umferð enn um hríð en sikillinn myndi síðan hægt og sígandi leysa hana af hólmi. Spáð er að frekari ráðstafanir verði boðaðar fljótlega, þótt Hurvitz fjármálaráðherra segði í dag.að ekki væri tímabært að segja meira á þessu stigi. Moskvu, 22. febrúar. AP. LEONID Brezhnev, forseti Sov- étrikjanna, neitaði því í dag að Rússar hefðu gripið til hernaðari- hlutunar í Afganistan og sagði að sovézka herliðið yrði flutt burtu jafnskjótt og „utanaðkomandi af- skiptum" lyki. Brezhnev sagði að „Carter og hans menn vissu að engin rúss- nesk ihlutun hefði átt eða ætti sér stað í Afghanistan". Hann endur- tók að sovézka herliðið hefði komið til landsins að beiðni stjórnarinnar þar samkvæmt samningi við Sovétríkin. Hann sagði að „við og bandamenn okkar gætum hrundið hvers konar f jandsamlegum árásum". Forsetinn virtist þreytulegur þegar hann flutti harðorða ræðu sína styrkri röddu í 40 mínútur. Hann sakaði Bandaríkin um að auka viðsjár í Miðausturlöndum og Asíu og kvað viðbrögð Carter- stjórnarinnar við „atburðunum í Afganistan" neyða Rússa til að hafa áfram herlið í landinu. Hann sakaði Bandaríkjastjórn um að leita að átyllum til þess að auka nærveru sína í Asíu. Hún hefði ákveðið að koma upp neti herstöðva í löndunum við Ind- landshaf, Miðausturlönd og Afríku og nota þær til árása á sósíalista- ríki. Brezhnev sagði að „menn í Washington töluðu um öryggi olíu- leiða og það væri skiljanlegt að nokkru marki, en öryggi væri ekki hægt að tryggja með því að gera þessi svæði að púðurtunnu." Hann kvað „móðursýki í garð Rússa hafa verið nauðsynlega nú" til að tryggja Carter endurkjör í haust. Hann minntist ekkert á þá ákvörð- un Carters að hundsa Ólympíuleik- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.