Morgunblaðið - 08.03.1980, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
57. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sprengjuárás á
Rússa í Berlín
Berlín, 7. marz. AP.
SPRENGJA sprakk í aðal-
ræðismannsskristofu Sov-
étríkjanna í Vestur-Berlín í
dag og olli miklu eignatjóni,
en engin slys urðu á
mönnum. Afgönsk and-
spyrnusamtök sögðust eiga
sök á sprengingunni.
Sprengjunni var greini-
SÞ-kona
dæmd í
Póllandi
Vstrwió 7 mar7 AP
PÓLSKUR herdómstóll dæmdi
í dag 35 ára gamla stariskonu
SÞ, Alicja Wesolowska, i sjö
ára iangelsi og sekt að upphæð
10.000 zloty (um 140.000 kr.)
íyrir njósnir i þágu NATO-
ríkis.
Konan var handtekin í fyrra-
sumar þegar hún var á leið til
starfa í Mongolíu og átti á
hættu að fá dauðadóm. Ungfrú
Wesolowska játaði sig seka af
ákæru um njósnir í réttarhöld-
unum sem fóru fram fyrir
luktum dyrum og hófust á
miðvikudag.
Vestrænir fréttamenn fengu
ekki að fylgjast með réttarhöld-
unum. Starfsmenn SÞ í New
York skoruðu í vikunni á Kurt
Waldheim framkvæmdastjóra
að leggja fast að Pólverjum að
sleppa konunni. Fyrri óskum
Waldheims um að starfsmenn
SÞ fái að hitta konuna hefur
verið synjað.
Samkvæmt vestrænum heim-
ildum getur verið að konan hafi
játað gegn því að henni yrði
vísað úr landi.
lega smyglað inn í húsið á
skrifstofutíma og henni
komið fyrir á gestasalerni á
efri hæð. Nokkrir veggir
hrundu við sprenginguna,
hurðir rifnuðu upp og rúð-
ur í gluggum á framhlið
hússins brotnuðu. Glerbrot
þeyttust yfir götuna.
Rétt fyrir og eftir sprenginguna
var hringt í vestur-þýzku frétta-
stofuna DPA og í útvarpsstöð og
sagt að Mujahedin-samtök afg-
önsku þjóðarinnar hefðu staðið
fyrir sprengingunni.
Ræðismannsskrifstofan er í Da-
hlem-hverfi í bandaríska borgar-
hlutanum og bandarísk herlög-
regla aðstoðar lögreglu Vestur-
Berlínar við rannsóknina.
Sovézkir embættismenn leyfðu
Vestur-Berlínar-lögreglunni að
fara inn í bygginguna til að leita
að sprengjubrotum, en Rússarnir
neituðu að láta hafa nokkuð eftir
sér.
í Moskvu kallaði Tass spreng-
inguna „stigamannaverk ... sem
opinber yfirvöld hefðu augljóslega
séð í gegnum fingur við.“
Lögreglumenn fyrir framan sovézku aðalræðismannsskrifstofuna í Vestur-Berlín þar
sem skemmdir urðu í sprengjutilræði sem afgönsk samtök kváðust bera ábyrgð á.
Námsmennirnir neita
nú að af henda gíslana
Þjóðnýting
í Saívador
San Salvador, 7. marz. AP.
STJÓRNIN í E1 Salvador sendi
hermenn í alla einkabanka í
höfuðborginni í dag og talsmaður
stjórnarinnar sagði að allir
einkabankar hefðu verið þjóð-
nýttir.
Teheran, 7. marz. AP.
NÁMSMENNIRNIR í bandariska sendiráðinu í Teheran
sögðu i dag að þeir mundu ekki afhenda gísla sina íranska
byltingarráðinu fyrr en þeir hefðu fengið að kynna irönsku
þjóðinni skoðanir sínar. Talsmaður þeirra hafði áður sagt
að þeir vildu koma fram i útvarpi og sjónvarpi „til að
útskýra sannleikann fyrir þjóðinni“. Námsmennirnir eru
andvígir því áformi byltingarráðsins að leyfa rannsóknar-
nefnd SÞ að heimsækja gislana.
Þar með virðast námsmennirnir hafa lagt stein í götu
Sadegh Ghotbzadeh utanrikisráðherra sem tilkynnti fyrr í
dag að gislarnir yrðu fluttir úr sendiráðinu, sennilega á
morgun, laugardag, á ótiltekinn stað.
Stuðningsmenn námsmannanna
gengu fram hjá sendiráðinu í dag
og hrópuðu vígorð með hvatningu
um að framselja ekki gíslana
byltingarráðinu. Einnig sló í
brýnu á kosningafundi milli
stuðningsmanna og andstæðinga
trúarleiðtogans Mahdavi Kani,
eftirlitsmanns innanríkisráðu-
neytisins, og tugir manna munu
hafa slasazt.
Síðustu atburðir gætu haft í för
með sér nýtt uppgjör milli náms-
mannanna og Abolhassan Bani-
Sadr forseta. Námsmennirnir
segja það ekki í samræmi við
stefnu Khomeinis trúarleiðtoga að
nefnd SÞ fái að heimsækja
gíslana. Bani-Sadr segir Khomeini
hafa leyft byltingarráðinu að
ákveða hvort nefndin heimsækti
gíslana.
Teheran-útvarpið sagði í dag að
islamskt þing mundi fljótlega
ákveða örlög gíslanna. Það er í
samræmi við tveggja vikna yfir-
lýsingu Khomeinis um að þingið
mundi ákveða hvort gíslunum yrði
sleppt er það kæmi saman eftir
kosningarnar í næsta mánuði.
Útvarpið bætti því aðeins við að
ástandið mundi skýrast á næstu
tveimur eða þremur dögum.
31 bjargað þegar
olíuskip brotnaði
Brest, Frakklandi, 7. marz. AP.
28.000 LESTA olíuflutn-
ingaskip „The Tanio“
Deila um ráðherrastólana
milli Mugabes og Nkomos
Salisbury, 7. marz. AP
VÆNTANLEGUR forsætisráð-
herra Rhódesíu, Robert Mugabe,
tilkynnir myndun samsteypu-
stjórnar sinnar og Joshua
Nkomos á þriðjudag að því er
tilkynnt var í Salisbury í dag.
Brezki landstjórinn, Soames
lávarður, skýrði frá því í dag að
liklegt væri að landið fengi
sjálfstæði í marzlok eða april-
byrjun og hét víðtækum stuðn-
ingi við viðreisn i landinu.
Talsmaður Mugabes vísaði á
bug fréttum um að Mugabe og
Nkomo væru komnir í hár sam-
an um skiptingu ráðherraemb-
ætta og kvað slikt „hreinan
orðróm“.
Talsmaðurinn sagði að dráttur-
inn stafaði af því að leiðtogar
flokkanna væru að vega og meta
hvaða ráðuneyti hvaða flokkur
þyrfti og hvaða menn væru bezt
hæfir til að stjórna þeim.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefur Nkomo hafnað
boði um 5 af um 20 stjórnardeild-
um og neitað að gegna embætti
valdalítils forseta. í staðinn hef-
ur Nkomo krafizt að flokkur hans
fari með utanríkis- og varnarmál.
„Auðvitað viljum við Nkomo í
stjórnina en ekki hvað sem það
kostar," sagði aðstoðarmaður
Mugabes.
Ian Smith, leiðtogi hvíta
minnihlutans, hvatti hvíta menn
í dag í fyrstu opinberu yfirlýsing-
unni eftir kosningarnar að flýja
ekki land vegna sigurs Mugabes.
„Vandamál verða aldrei leyst
með því að hlaupa frá þeim,“
sagði Smith og bætti við að
Mugabe, yfirlýstur Marxisti, væri
„hreinn og beinn og ábyrgur".
Hann benti á að Mugabe hefði
heitið að svipta hvíta menn ekki
eignum sínum og atvinnu og
sagði að ef hann og flokkur hans
stæðu við þessi loforð „væri
augljóslega von“. Hvíta minni-
hlutanum hafa verið boðin tvö
ráðherraembætti. Smith kveðst
vilja setjast í helgan stein, en
segir að hann muni taka sæti í
ríkisstjórn ef um verði beðið.
brotnaði í tvennt í fárviðri
undan strönd Bretagne-
skaga í dag, en 31 af
áhöfninni var bjargað um
borð í þyrlur franska flot-
ans. Fjögur lík fundust en
f jögurra er saknað.
Menn sem unnu við björgunina
sögðu að þeir hefðu séð rúmlega
3,5 km langa og um 20 metra
breiða olíubrák nálægt skipsflak-
inu. Embættismenn sögðu að lítil
hætta væri á mengun þar sem
brákin barst frá landi. Hins
vegar er ekki vitað hve mikil olía
var í geymum skipsins.
Skipið sigldi undir fána Ma-
dagaskar og var á leið frá höfn í
Vestur-Þýzkalandi til Italíu með
olíufarm þegar það lenti í mikl-
um sjógangi norðan við frönsku
eyna Batz. Vindhraðinn mældist
50 mílur á klukkustund.
Þetta er sjötta olíuflutninga-
skipið sem hefur hlekkzt á
síðastliðin 13 ár á þessum slóð-
um.