Morgunblaðið - 08.03.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
Á Norður-Atlantsh-
afsleiðinni fluttu Flug-
leiðir liðlega 260 þúsund
farþega á árinu 1979 og
árið 1978 var farþega-
fjöldinn um 275 þúsund.
Við brugðum okkur í
áætlunarflug Flugleiða
frá íslandi til Chicagó,
ræddum við farþega á
leiðinni, stönzuðum í eina
klukkustund í Chicagó
og flugum síðan með
sömu vél aftur heim til
íslands. Það var lagt upp
kl. 5 síðdegis og lent í
Keflavík aftur kl. 7 að
morgni.
Við tókum 19 faf-
þega tali á báðum leið-
um, spurðum þá hvaðan
þeir væru að koma,
hvert að fara og af
hverju þeir flygju með
Flugleiðum eða Iceland-
air eins og félagið er
kynnt erlendis. Af 19
farþegum á báðum leið-
um höfðu 12 flogið áður
með Flugleiðum og þeir
litu á Icelandair sem
sitt flugfélag og höfðu
flestir notið þjónustu
þess um langt árabil.
Margir hafa talið að
farþegar Flugleiða
væru hippar eða fólk sem
gripi tækifærið vegna
hagstæðra fargjalda
en viðtölin við farþeg-
ana komu heim og saman
við það sem sölumenn
Flugleiða segja sjálfir,
að fólk úr öllum stéttum
fljúgi reglulega með fé-
laginu þótt sérstaklega
sé um að ræða milli-
stéttarfólk, menn í
viðskiptum og náms-
menn. Flest allir nefndu
hagstæð fargjöld sem
ástæðu fyrir því að þeir
flygju með Flugleiðum,
en þeir rómuðu einnig
þjónustuna um borð og
fannst félagið traust
flugfélag. Allir, sem voru
að fljúga með félaginu í
fyrsta skipti í þessari
ferð og rætt var við,
kváðust ætla að fljúga
aftur með Flugleiðum.
Þá kom það einnig
fram hjá flestum við-
mælendum okkar, að
þeim fannst ekki nægi-
leg áherzla lögð á
ísland í kynningu
möguleika á flugleiðinni
og sumir höfðu aldrei
heyrt um hagstæð kjör
á svokölluðum stop-over
ferðum á íslandi. Þá virt-
ist verzlunin á Kefla-
víkurflugvelli vera
þekkt víða og menn
jafnvel tóku þessa flug-
leið til þess að geta komið
þar við. Sumir, sem
höfðu flogið oft með
Flugleiðum, höfðu lent í
seinkunum en höfðu
jákvæðan skilning á
þeim tilvikum gagn-
vart flugfélaginu. Sú
gagnrýni, sem fram kom,
var smávægileg, en þess
má geta að öll
tímaáætlun stóðst ná-
kvæmlega á báðum leið-
um.
Flunfrcyjurnar Svala ok Stvinunn voru frammí
Fyrri grein og
Árni Johnsen
Maíjos Mania
„Með því að fljúga með Flugleið-
um gat ég farið stystu leið milli
tveggja punkta og að auki var
veðrið mjög sanngjarnt og reynd-
ar það hagstæðasta sem ég átti völ
á,“ sagði Elson Nowell lögmaður,
sem býr í Þýskalandi en er frá
Bandaríkjunum og var á leið
þangað til þess að heimsækja
ættingja sína í Saint Louis. Eg
flaug fyrst með Flugleiðum í ágúst
sl. og líkaði það vel. Það skiptir
ákaflega miklu máli finnst mér að
hafa þennan möguleika á opnum
miða eins og flugfélagið býður upp
á. Ég get hringt og látið bóka mig
þegar það hentar og það er því í
alla staði gott að nota þessa
þjónustu. Þá finnst mér þjónustan
um borð í flugvélunum vera mjög
góð.
Mér líkaði vel að stoppa í
Keflavík og kaupa þar í hinu
fjölbreytta vöruúrvali. Ég keypti
bæði bindi, vettlinga og fleira úr
íslenzkri ull og ég er viss um að
það væri sterkt fyrir Flugleiðir að
auglýsa ísland meira á þessari
flugleið. Ég vissi ekki áður en við
lögðum af stað að við áttum að
millilenda á íslandi. Það ætti að
leggja meiri áherzlu á það. Fólki á
mínum aldri líkar að stoppa og
kanna málið, jafnvel þótt um stutt
stopp sé að ræða eins og í
Keflavík.
Ég kynntist Flugleiðum í gegn-
um blaðaauglýsingu sem ég sá
þegar ég vann á lögfræðiskrifstofu
í St. Louis. Þetta var auglýsing um
fargjöld fyrir almenning og stúd-
enta. Margir vinir mínir í Þýzka-
landi hafa spurt mig með hverjum
ég fljúgi yfir hafið, ég hef sagt
þeim það og Icelandair hafa vakið
forvitni þeirra vegna þeirra mögu-
leika sem boðið er upp á. Margir
vita ekki af Icelandair og ég held
að það væri ráð að auglýsa meira
leiðina Þýskaland, Luxemburg,
ísland, Bandaríkin.
Þegar ég flaug til Evrópu í
ágúst sl. var seinkun á fluginu, en
félagið bauð okkur í morgunmat
og fría drykki og það var mjög vel
gert. „Það eina sem mér hefur
ekki Hkað er sala flugfreyjanna
um borð á ilmvötnum."
„Hef sannreynt að
Icelandair er eitt
af þeim beztu“
Sherry Page heitir sveitastúlka
frá Visconsin. Hún var á heimleið
með Flugleiðum frá Evrópu úr
leyfi, en hlakkaði mikið til þess að
taka aftur til við mjaltir á 120
kúm.
„Ég flýg með Icelandair vegna
þess að þetta er ódýrasti mögu-
leikinn. Ég verð að hugsa um það.
Þetta er hagstæðara en hjá öllum
öðrum flugfélögum sem ég kann-
aði. Ég hafði einnig heyrt mikið
um Icelandair hjá vinum mínum í
Visconsin. Nú er ég reynslunni
ríkari og líkar þetta flug vel,
þjónustari og starfsfólkið er mjög
vingjarnlegt og þægilegt. Ég get
ekki sagt alveg það sama um
síðasta flug, þá var 6 tíma seinkun
og aðeins ein flugfreyjan um borð
brosti svo ég sá, en þessar eru
stórkostlegar."
„Býrðu stórbúi?"
„Ég vinn fyrir föður minn, við
höfum þrjá bóndabæi á 800 ekra
jörð. Auk kúnna höfum við um 200
svín og allmikið af nautgripum.
Mér líkar starfið mjög vel,“ sagði
hún og brosti.
„í nóvember," hélt hún áfram,"
ætla ég aftur til Evrópu með
Icelandair og þá langar mig að
stoppa á íslandi og dveljast eitt-
hvað. Ég vildi bara að þeir flygju
til Stuttgart, þá væri þetta full-
komnað.
Annars getur maður verið
ánægður, því það er frábært að
hafa þá möguleika sem farmiðinn
býður upp á og ég hef sannreynt
að það er rétt sem þeir sögðu á
ferðaskrifstofunni sem er nálægt
heimili mínu, að Icelandair væri
eitt af þeim beztu.
Mér fannst mjög skemmtilegt
að millilenda í Keflavík og þar
keypti ég mér íslenzka peysu. Ég
átti eina fyrir sem var keypt í
Englandi, en ég hlakka til að fara
í nýju peysuna. Þegar maður
gengur í íslenzkri peysu er maður
talinn ríkur, en það bezta er þó
hvað manni er hlýtt í henni á
skíðum og þegar kalt er úti.“
„Þjónustan um borð
oftast mjög góð“
Mary Ann Johnson heitir Norð-
urríkjakona ein sem kemur árlega
til íslands á leið til Evrópu og
flýgur ávallt með Icelandair.
„Ég kem árlega til íslands
vegna þess að ég verzla með
handunnar vörur og ullarfatnað
frá íslandi og sel þangað silfur og
fleira," sagði Mary Ann. „Ég á
einnig viðskipti við Þýzkaland,
Portúgal, Austurríki, Svíþjóð og
Danmörku og á ferðum til þessara
landa stoppa ég alltaf á Islandi.
Aðalviðskipti mín eru við SÍS og
einnig ýmis önnur fyrirtæki svo
sem Ingu og Rammaprjón.
Chicagó—Lux með millilend-
ingu í Keflavík er mín flugleið og
ég vona að þeir haldi áfram
fluginu um ísland. Ég veit að
mörgum finnst akkur í því.
Þjónustan um borð í dag er
oftast mjög góð en þegar ég fór
síðast frá Chicagó var þetta ekki
alveg eins gott. Það var þriggja
tíma seinkun þaðan og ég fékk
enga tilkynningu um það heim til
mín. Við vorum komin um borð kl.
10 um kvöldið og fórum þá til New
York til þess að ná í fleiri farþega.
Á leiðinni þangað fengum við
snarl. Þar fórum við inn í flug-
stöðina og þegar við vorum komin
út aftur urðum við að fara aftur
inn og bíða þar í eina klukkustund.
Jesús, hvílík vandræði. Klukkan
þrjú um nóttina fór vélin í loftið
til íslands og klukkan 4 um
nóttina fengum við kvöldverð. Það
voru allir orðnir mjög þreyttir
þegar við komum til Keflavíkur,
en þeir sem ætluðu áfram til
Luxemborgar, og það voru flestir,
urðu enn einu sinni að bíða og þá í
þrjá klukkutíma vegna þess að
þeir áttu að fara í aðra vél sem var
ekki tilbúin. Ég lenti einnig í því í
þessum túr að stór draslpoki sem
hafði verið settur inn á salerni,
var ekki tekinn úr í New York. Ég
kvartaði undan þessu, en flug-
freyjan sagði að það væri ekki til
fólk til þess að vinna verkið. Ég
spurði hana þá hvers vegna hún
gerði það ekki, en hún kvað það
ekki vera í sínum verkahring.
Þetta eru vondu dæmin, yfirleitt
er þjónustan mjög góð og auðvitað
geta komið upp seinkanir, en það
þarf þá að leggja áherzlu á að gera
gott úr þeim. Eg held líka að þetta
sé erfitt tímabil sem félagið er að
ganga í gegnum þar sem búið er að
J