Morgunblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hér á eftir koma síðustu spurningarnar og svörin
við þeim sem beint var til lesendaþjónustu Mbl.
varðandi skattamál.
Greiðslur
v/skaðabóta
og fl.
Einar Oddsson, Oddagötu 10,
Þorlákshöfn, spurði í fyrsta lagi
hvort vaxtatekjur af greiðslum
sem stafa frá skaðabótaskyldu-
atferli séu skattlagðar og hvar
eigi að telja þær fram. I öðru
lagþi hvort fastur frádráttur, ef
sú leið er valin, taki til launa,
sem unnið er fyrir á skipi
erlendis og hvort sjómannafrá-
dráttur komi á þær tekjur?
Svör: i’yrri spurning.
Almenna reglan er sú að allar
vaxtatekjur aðrar en þær teg-
undir þeirra sem upp eru taldar
í undanþáguákvæðum skattalag-
anna, séu skattskyldar. Þar með
teljast hvers konar vextir af
kröfum sem menn fá tildæmdar
með dómi, sátt eða sérstöku
samkomulagi. Vaxtatekjur þess-
ar ber að telja fram í reit 14 og
reit 74. Um útfyllingu þessara
tölureita vísast til leiðbeininga
ríkisskattstjóra (bls. 21 í Mbl.
28/2). Hafi hið skaðabótaskylda
atferli haft í för með sér
líkamstjón og tjónvaldi greitt
eða verið gert að greiða vexti á
höfuðstól skaðabótanna og
skaðabæturnar ákveðnar í einu
lagi til greiðslu geta komið til
sérstakar undanþágur.
Síðari spurning.
Velji framteljandi fastan frá-
drátt reiknast hann af öllum
skattskyldum launatekjum hér á
landi, hvort sem þeirra er aflað
hérlendis eða erlendis. Sjó-
mannafrádráttur er bundinn við
lögskráningu manns á íslenskt
skip.
Tekjutrygg-
ing ellilíf-
eyrisþega
1797—1298, Rvk. spurði hvort
hætta væri á því að ellilífeyris-
þegar misstu tekjutryggingu
sína skv. þessum nýju lögum.
Svar:
Ákvæði um tekjutryggingu
ellilífeyrisþega er að finna í
lögum um almannatryggingar,
en framkvæmd þeirra er í hönd-
um Tryggingastofnunar ríkisins.
Eðlilegt væri að nálgast svar hjá
þeirri stofnun.
Námskeið
erlendis
0246—7843, Rvk., spurði
hvort kostnaður vegna þátttöku
í námskeiði erlendis væri frá-
dráttarbær til skatts (skóla-
i
gjöld, fæðiskostnaður, ferða-
kostnaður, — þ.e heildarkostn-
aður v/ slíks námskeiðs)? Ef svo
væri hvort plögg fyrir þátttöku í
slíku námskeiði eigi að fylgja
framtali?
Svar:
Umræddur kostnaður sem
slíkur er ekki frádráttarbær.Það
færi eftir því um hvers konar
nám væri að ræða og hver
raunveruleg tímalengd námsins
sjálfs væri, hvort til greina
kæmi að framteljandi ætti rétt
til námsfrádráttar, sbr. leiðbein-
ingar ríkisskattstjóra varðandi
væri því að framteljandi sendi
með framtali sínu greinargerð
um nám sitt, m.a. uþplýsingar
um hvaða nám var stundað, hvar
og hvenær stundað, vottorð frá
skóla, tímafjölda kennslustunda
á viku og fjölda námsvikna.
Námsgjald
Birna Bragadóttir, Sunnuflöt
45, spurði hvort framteljandi
sem stundar nám í tónlistar-
skóla geti talið námsgjald sér til
frádráttar?
Svar:
Námsgjald sem slíkt er ekki
frádráttarbært. Sjá svar við
spurningu 6246— 7843,
Reykjavík, um möguleika til
námsfrádráttar.
Verðbólgu-
hækkanir
1775—4815, Rvk., spurði
hvort verðbólguhækkanir, vextir
og vísitöluhækkanir, á ríkis-
tryggðum skuldabréfum séu
skattlagðar?
Svar:
Álíta verður að hér sé ein-
göngu átt við svonefnd Spari-
skírteini ríkissjóðs. Ef svo er þá
kemur það greinilega fram í
leiðbeiningum ríkisskattstjóra
varðandi lið E 5 — Vaxtafærsla
— sbr. og um reit 73 (bls. 21 í
Mbl. 28/2), að vaxtatekjur þ.m.t.
verðbætur á höfuðstól og vexti
af spariskírteinum ríkissjóðs
sem innleyst voru eða seld á
árinu 1979 teljast ekki með
skattskyldum tekjum og verða
því ekki skattlagðar. Um eign-
færslu spariskírteina ríkissjóðs í
eigu framteljanda í árslok 1979
vísast til leiðbeininga ríkisskatt-
stjóra varðandi lið E 5. Eigna-
færsla (bls. 20 og 21 í Mbl. 28/2),
sbr. og um verðgildi þeirra (bls.
28 í Mbl. 28/2).
Frádráttur
námsmanna
7092—0727, Rvk., spurði
varðandi námsmenn. Samkvæmt
heimild í reglugerð nr. 245/1973,
B-lið 35. gr., sbr. breytingu nr.
9/1976 var ríkisskattstjóra
heimilað að úrskurða frádrátt
vegna náms eftir að námi lauk.
Hvort slíkur frádráttur verði
ekki heimilaður í framtíðinni?
í öðru lagi hvort námsfrá-
dráttur vegna náms erlendis sé
sá sami og vegna náms hér á
landi?
Svör: Fyrri spurning
Með vísan fyrirspyrjanda í
reglugerð mun hann eiga við
sérstakan frádrátt vegna náms-
kostnaðar sem stofnað var til
eftir 20 ára aldur. Ákvæði laga
nr. 68/1971 um heimild fyrir
þessum frádrætti er ekki að
finna í lögum nr. 40/1978, sbr.
lög nr. 7/1980. Engin heimild er
því til þess að heimila slíkan
frádrátt frá tekjum ársins 1979,
í skattframtali 1980 hjá þeim
sem náðu 20 ára aldri á árinu
1979. Um þá sem höfðu öðlast
þennan rétt á tekjuárinu 1978
eða fyrr sjá leiðbeiningar ríkis-
skattstjóra um reit 51 (bls. 26 í
Mbl. 28/2).
Síðari spurning
Námsfrádráttur ákvarðast án
tillits til þess hvort námið er
stundað hérlendis eða erlendis.
Um hámarksfjárhæð námsfrá-
dráttar er vísað til leiðbeininga
ríkisskattstjóra varðandi reit 51.
Verðtrygging-
arákvæði í
kaupsamningi
Garðar Sverrisson, Ásbúð 51,
Garðabæ, spurði varðandi verð-
tryggingarákvæði í kaupsamn-
ingi um fasteign, hvort sömu
reglur varðandi vaxtafrádrátt
gildi þar um og um almenn lán
með verðtryggingarákvæðum.
Svar:
Þegar gerður er kaupsamning-
ur um fasteign með þeim ákvæð-
um að hið umsamda kaupverð
skuli hækka í samræmi við
verðtryggingarákvæði, t.d. í
hlutfalli við hækkun bygg-
ingarvísitölu, telst sú hækkun
vera hluti af byggingarkostnaði
eða kaupverði og kemur frá-
dráttur því ekki til greina.
Verðbólgu-
tekjur/tap
3171—6454, Rvk., spurði í
fyrsta lagi hvort verðbólgutekj-
ur séu skattlagðar og ef svo er,
hvort verðbólgutap komi þá tií
frádráttar?
Svar:
Ekki er ljóst af spurningunni
hvað fyrirspyrjandi á við.
Ef átt er við hvort söluhagn-
aður eigna, sem rekja má til
verðhækkunar vegna verðbólgu,
er skattlagður við sölu, er svarið
neitandi (nema um sé að ræða
kaup og sölu eigna í hagnaðar-
skyni). Tekið er tillit til verð-
hækkunar í útreikningi sölu-
hagnaðarins. Tap vegna sölu
eigna má aðeins draga frá ha-
gnaði af samskonar sölu á árinu
ef ekki er um atvinnurekstur að
ræða.
I atvinnurekstri er árlega tek-
ið tillit til þeirra áhrifa sem
almennar verðbreytingar hafa á
eignir þeirra og skuldir sem
rekstrinum eru tengdar, sbr. 53.
gr. skattalaga.
Laun ógreidd
— kostnaður
1850 — 2054, Rvk. spurði
hvernig standa skuli að framtali
manns, sem unnið hefur við
eftirlit með rannsóknarverkefni,
sem ekki er lokið og ekki verður
greitt fyrir þá vinnu fyrr en á
árinu 1980, en viðkomandi hefur
haft töluverðan kostnað af þessu
starfi á árinu 1979, — ferða-
kostnað og fleira?
Svar:
Tekjur skal að jafnaði telja til
tekna á því ári sem þær verða til,
þ.e. þegar myndast hefur krafa
þeirra vegna á hendur einhverj-
um, nema um óvissar tekjur sé
að ræða.
Ekki kemur fram hjá fyrir-
spyrjanda hvort greiðsla þessi er
launagreiðsla skv. 1. tl. Á-liðs 7.
gr. skattalaganna eða greiðsla
fyrir sjálfstæða starfsemi hans
sem félli þá undir B-lið 7. gr. í
fyrra tilfellinu ber að tekjufæra
þann hluta greiðslunnar sem
samsvarar vinnuframlagi hans á
árinu 1979 hafi hann öðlast
vissan rétt til teknanna og jafn-
framt eignfæra hana sem úti-
standandi skuld. Ferðakostn-
aður o.þ.h. leyfist aðeins til
frádráttar að um sérstaka
greiðslu atvinnurekanda sé að
ræða til endurgreiðslu á slíkum
kostnaði launþegans. Ef um
sjálfstæða starfsemi er að ræða
og verk fer yfir áramót ber að
haga tekju og eignafærslunni á
sama hátt og gjaldfæra eða
eignfæra útlagðan kostnað.
Námslán á
framtali
ogfl.
Sv. Þórðarson, 8799—8029
spyr i fyrsta lagi hvernig fara
skuli með námslán á skattfram-
tali. í öðru lagi hvort vextir á
þeim lánum séu ekki til frádrátt-
ar eins og aðrir vextir?
Svör: Fyrsta spurning.
Námslán skal færa sem skuld í
lið S 1 á fjórðu síðu framtals.
Tilgreina skal þá fjárhæð sem
nemandi hefur fengið að láni, að
viðbættum áföllnum verðbótum
í árslok.
Önnur spurning.
Vextir af námslánum eru frá-
dráttarbærir á sama hátt og
vextir af öðrum lánum. Verð-
bætur af námslánum má færa til
frádráttar sem vexti á því ári
sem þær eru greiddar og skiptir
ekki máli hvort greitt er í
peningum eða með því að gefa út
nýtt skuldabréf.
R.G. hálfáttræður. Spurning-
unum í bréfi þínu hefur þegar
verið svarað hér í þættinum.
Bæði hvað varðar banka- og
sparisjóðsinnstæður og ríkis-
tryggðu skuldabréfin, — um
færslu á framtal og skattlagn-
ingu. Mbl. 4. mars sl.
reit 51 (bls. 26 í Mbl. 28/2). Rétt
Kirkjudagur
Ásprestakalls
Á MORGUN, sunnudaginn 9.
marz verður kirkjudagur há-
tíðlegur haldinn í Áspresta-
kalli í Reykjavík, sem hefst
með guðsþjónustu kl. 2 síðd.
að Norðurbrún 1. Biskupinn,
herra Sigurbjörn Einarsson,
prédikar.
Að lokinni guðsþjónustu
verður borið fram veizlukaffi
eins og að venju á kirkjudegi
og annast það Safnaðarfélag
Asprestakalls. Hefur reynsla
undanfarinna ára sýnt það og
sannað að jafnan er þar
mikill höfðingsbragur á,
framúrskarandi veitingar við
vægu verði til ágóða fyrir
m
kirkjuna. Hvassaleitisskóla-
kórinn kemur í heimsókn og
syngur undir stiórn Herdísar
H. Oddsdóttur. I kórnum eru
börn á aldrinum 9—14 ára.
Með kírkjudeginum viljum við
vekja athygli sóknarbarna og ann-
arra kirkjuvina á safnaðarstarfi
Ásprestakalls og sérstaklega á því
megin hugðarefni okkar, sem er
kirkjubyggingin, er verið hefur í
smíðum síðan árið 1971 er hafist
var handa. Er kirkjuhúsið nú senn
orðið fokhelt og vantar aðeins
herzlumuninn.
Er nú í undirbúningi hjá Fjár-
öflunarnefnd Ásprestakalls al-
menn fjársöfnun meðal sóknar-
barna eftir nokkurt hlé og mun
verða farið á stúfana eftir miðjan
þennan mánuð og eru menn beðnir
að hafa það í huga hvers þeir
mega vænta.
Þann 13. þ.m., á fimmtudaginn í
næstu viku, verður haldið „bingó"
í Sigtúnum til ágóða fyrir kirkj-
una, þar sem margir, mjög góðir
og dýrmætir vinningar verða í
boði og væntum við þess að þar
verði margmenni.
Við treystum á skilning og
veglyndi sóknarbarna, að menn
sjái eigin heiður og nauðsyn kirkj-
unnar, leggist á eitt henni til
styrktar. Að hver og éinn leggi
henni lið eftir mætti og stuðli með
því að framgangi nauðsynjamáls,
að kirkjan komist upp sem fyrst,
enda styttist óðum leiðin að því
marki.
í trausti þessa væntum við þess
að fjölmenni verði við guðsþjón-
ustuna á sunnudaginn, á morgun,
kirkjuhátíðina að Norðurbrún 1,
— að við megum eiga þar saman
góða og eftirminnilega stund og
njóta þar samvista öll með einum
huga.
Grímur Grímsson