Morgunblaðið - 08.03.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 08.03.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 27 Gengur á ýmsu í utan- ríkisstefnu Carters Frá fréttararitara Morgun- blaðsins. Önnu Bjarnadóttur. RADDIR þeirra, sem gagnrýna utanríkisstefnu Carters Banda- ríkjaforseta, verða háværari með hverjum deginum, sem lí- ður. Þær fengu byr undir báða vængi á mánudag, er Carter gaf þá yfirlýsingu, að ruglingur hefði valdið því, að Bandaríkin studdu tillögu í Sameinuðu þjóð- unum á laugardag, sem skorar á ísraelsmenn að hverfa frá ný- buggðum þeirra á herteknum Arabasvæðum. Óbreytt ástand í Iran og Afganistan er farið að reyna á þolinmæði fólks, en Carter virðist standa ráðþrota frammi fyrir vandanum þar. Carter sagði í yfirlýsingunni, að óskýr fyrirmæli til Donalds F. McHenry, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um hefðu valdið því, að hann greiddi tillögunni atkvæði í stað þess að sitja hjá eins og ætlazt var til. Carter hefur lengi verið andvígur nýbyggðum ísraela á herteknu svæðunum, en hann sagðist vera andvígur tillögunni vegna þess að í henni er talað um Austur Jerúsalem sem hvert annað hertekið svæði. Carter telur, að Jerúsalem eigi ekki að vera skipt milli ríkja, heldur opin bæði Gyðingum og Aröbum, en borgin er helgur staður í augum beggja þjóðanna. Atkvæði Bandaríkjanna á laugardag markaði nýja stefnu Bandaríkjastjórnar. Ríkisstjórn- in í ísrael brást þegar illa við henni og Edward Kennedy, öld- ungadeildarþingmaður sem keppir við Carter um forsetaút- nefningu demókrata um þessar mundir, gagnrýndi nýja stefnu Carters harðlega um helgina. Það liðu 45 klukkustundir áð- ur en Carter sagði, að stefna hans væri óbreytt og atkvæða- greiðslan hefði verið byggð á misskilningi. Það þykir langur tími og gagnrýnendur hans velta því nú fyrir sér, hvort yfirlýsing hans sé til komin vegna fjaðra- foksins, sem stefnubreytingin olli, eða vegna misskilnings inn- an stjórnarinnar. Sumir segja, að framtíðarstefna hans, ef hann nær endurkjöri, hafi komið upp á yfirborðið eitt andartak, en aðrir segja, að þetta hafi aðeins verið gott dæmi um stefnu Carters í utanríkismálum — ekki einu sinni þeir, sem eiga sæti í ríkisstjórn hans, viti hver hún er. Þegar sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í Iran voru tekn- ir gíslar í nóvember sl., samein- aðist þjóðin að baki forsetans. Varla var á annað minnzt í fréttum fjölmiðla í langan tíma, og enn er dagafjöldinn síðan þeir voru teknir, nefndur daglega í fréttum. Carter brást við töku gíslanna með því að kæra hana fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og Sameinuðu þjóðunum, en gerði ekkert, sem verulega kreppti að Iran. Innrás Sovétmanna inn í Afg- anistan í desember svaraði Cart- er með viðskiptabanni á Sov- étríkin. Hveiti er helzta inn- flutningsvara Sovétríkjanna frá Bandaríkjunum, en Carter hafði mánuði áður sagt, þegar lagt var til að stöðva hveitisölu til Iran, að það væri „alveg út í hött að nota matvæii sem vopn“. Til að efla styrk Bandaríkjanna lagði hann til við þingið, að herskyldi yrði komið á aftur. Hann vildi að menn og konur, fædd á árunum 1960 og 61 létu skrá sig svo hægt væri að kalla til þeirra, ef þörf krefði. Þessi tillaga vakti mikla úlfúð með þjóðinni, sérstaklega þó, að konur skyldu nú vera herskyldar, og sýndi Sovét- mönnum ekki þá samheldni þjóðarinnar, sem Carter hafði vonazt til. Hljótt hefur verið um tillögu hans undanfarið. Carter sagði, að Sovétmenn yrðu að vera farnir frá Afganist- an 20. febrúar eða Bandaríkja- menn myndu ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu í sumar. Sovétmenn létu það ekki á sig fá og eru enn í Afganistan, en óvíst er um framtíð Olympíu- leikanna. - AB Kynningar- og f járöflunardagur Tónlistarskólans á Akureyri: Nýtt viðbótarhúsnæði á tveim- ur hæðum tekið í notkun Akureyri, 6. mars. Tónlistarskólinn á Akureyri efnir til skólakynningar og fjáröflunar á sunnu- daginn í tilefni þess, að um þessar mundir er skólinn að taka í notkun viðbótarhúsnæði á tveimur hæðum í nýbyggingu sinni í Hafnarstræti 81. Dagskrá hefst kl. 14 með lúðraþyt miklum við skólahúsið og ávarpi skóla- stjóra, Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Hálftíma síðar hefst kökubasar og kaffisala, sem stendur til klukkan 19. Tónleikar hefjast á klukkutíma fresti, þar sem nemendur og kennarar skólans koma fram og gleðja eyru gestanna með fjölbreytilegum efnisskrám. Upp- lýsingastöð um skólann verður starf- rækt, lærðar fóstrur munu hafa ofan af fyrir börnum og efnt verður til happ- drættis um verðmæta vinninga, sem ýmis fyrirtæki á Akureyri hafa gefið. Ekki er að efa, að margir vilja kynnast starfi skólans og styrkja það með því að heimsækja hann á sunnudaginn og njóta þess, sem fram er boðið af lystilegu og listrænu sælgæti. Nú eru um 470 nemendur í Tónlist- arskólanum, og hefir fjöldi þeirra tvöfaldast á 8 árum (var 236 árið 1972). Kennt er á 17 tegundir hljóðfæra, en Jón Hlöðver Áskelsson þar að auki fer fram kennsla í söng, tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu, hljómfræði o.fl. Tónleikar eru haldnir vikulega, á hverjum laugardegi, þar sem nemendur skólans koma fram, en kennararnir skipuleggja þessa tónleika algerlega launalaust. Stundum taka þeir líka beinan þátt í tónleikahaldinu. — Aldur nemenda er frá 4 ára til sextugs. Þrengsli voru orðin mikil í skólahús- inu þegar á árinu 1975, og nú að undanförnu hefir skólastarfið farið fram í fjórum húsum á Akúreyri. í fyrravor bauðst skólanum að kaupa tvær uppsteyptar og fokheldar hæðir norðan við og sambyggðar við skóla- húsið. Því boði var tekið, húsið keypt. Loforð fékkst fyrir stuðningi Akureyr- arbæjar í formi lánsábyrgða og árlegs byggingarstyrks á næstu árum, en húsakaupin hafa að mestu verið fjár- mögnuð með lánum. 25 milljónir króna hafa verið fengnar að láni í bönkum, en þar til viðbótar hefir fengist vilyrði fyrir 20 milljón króna láni, sem Akur- eyrarbær hyggst taka í þessu skyni og skal endurgreiðast bæjarsjóði með ár- legum byggingarstyrk skólans. Skóla- gjöldum nemenda er ætlað að standa undir öðrum rekstrarkostnaði skóláns en launákostnaði, og á þessu ári er áætlað að leggja 15% skólagjald eða 5—6 milljónir króna til byggingarinn- ar. Sótt hefir verið um ríkisstyrk, en engin vissa er fyrir, að hann fáist á þessu ári. Tónlistarskólar eru nefnilega svo furðulega settir í fræðslu- og skólakerfi landsmanna, að þeir teljast sjálfseignarstofnanir, sem hvorki ríki né sveitarfélög telja sér skylt að leggja til fé, hvað þá reka, þó að sums staðar sé svolítið látið af hendi rakna við þá. Á 3. hæð hins nýja húsnæðisauka skólans verða 6 kennslustofur og á 4. hæð 110 fm salur til hljómsveitaræf- inga og tónleikahalds. Eldra húsnæðið er um 240 ferm og þar eru 10 vistarverur auk skrifstofu skólans, sumar að vísu mjög litlar og teljast tæplega kennslustofur. Kennarar skól- ans eru 23 og skipa 16Vé stöðugildi. Lífið og sálin í starfi skólans svo og byggingamálum hans er skólastjórinn, Jón Hlöðver Áskelsson, gæddur geis- landi áhuga og dugnaði, sem hrífur aðra með sér, kennara og nemendur, í hinni góðu baráttu fyrir bættu tónlist- arlífi á Akureyri. Sv.P. Fyrrverandi f ormaður Lögþings Færeyja lést í bílslysi JAKUP Fredrik Öregaard fyrr- verandi formaður Lögþings Fær- eyja lést í bilslysi í Færeyjum sl. fimmtudag. Öregaard sem var 73 ára gamall var á leið frá Götu, heimabyggð sinni, til Þórshafnar er bíll hans sveigði yfir á vinstri akrein og rakst á annan bíl. Álitið er að Öregaard hafi fengið aðsvif. Hann var látinn er kom á sjúkrahús. Öregaard var um langt árabil formaður Lögþingsins í Færeyjum en hann tók fyrst sæti á þinginu 1940 og sat þar í 40 ár, eða til síðustu lögþingskosninga að hann gaf ekki kost á sér. Sem ungur maður var Öregaard sjómaður bæði við ísland og Grænland. Auk þingstarfanna í Færeyjum var Öregaard heildsali og forstjóri útgerðarfyrirtækis. Hann lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn. Kosið í Háskólanum í næstu viku: Framboðslistar Vöku til háskólaráðs og stúdentaráðs BIRTIR hafa verið fram- boðslistar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, við kosningar til stúdentaráðs og háskóla- ráðs á fimmtudaginn. Efstu átta sætin á framboðslist- anum til stúdentaráðs skipa eftir- talin: Kristinn Andersen verk- fræði- og raunvísindadeild, Líney Árnadóttir viðskiptafræði, Hró- bjartur Jónatansson lögfr., Gísli Geirsson viðsk.fr., Guðmundur Þóroddsson verkfræði- og raunv.d., Guðmundur Már Stef- ánsson læknisfr., Sveinn Guð- mundsson lögfr., og Hjalti Krist- jánsson læknisfr. I framboði til háskólaráðs af hálfu Vöku eru: 1. Atli Eyjólfsson læknisfræði, Einar Örn Thorla- cius lögfræði, Hildur Harðardóttir læknisfræði og Sveinn Guð- mundsson læknisfræði. Þá hefur Vaka gefið út Vökblað- ið, þar sem einkum er fjallað um lánamál námsmanna, Félags- stofnun stúdenta og önnur hags- munamál stúdenta og annarra námsmanna. Ritstjóri og ábyrgð- armaður blaðsins er Ólafur Jó- hannsson lögfræðinemi. Afhenti trúnaðarbréf PÁLL Ásgeir Tryggvason, sendiherra, afhenti Gustav Hus- ak, forseta Tékkóslóvakíu, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Tékkóslóvakíu 28. febrúar sl. Hreinn Heiðar Pdlma- son Búðardal — Minning Fæddur 31. júlí 1935. Dáinn 29. febrúar 1980. Okkur skortir orð til að tjá hugsanir okkar á þessari stundu. Naumast er hægt að minnast góðs vinar og vinnufélaga í dagblaði. Við viljum reyna það þó af vanefnum sé gert. Hreinn Heiðar Pálmason fædd- ist að Svarfhóli í Laxárdal 31. júlí 1935. Hann var sonur hjónanna Pálma Finnbogasonar bónda þar og Steinunnar Árnadóttur. Var hann yngstur þriggja bræðra, en nöfn þeirra eru: Finnbogi, sem er látinn og Ólafur Árni bóndi í Engihlíð, sem er nýbýli frá Svarfhóli. Faðir hans er látinn en móðir hans öldruð dvelur á elli- heimilinu Grund í Reykjavík. Heiðar kvæntist eftirlifandi konu sinni Víví Kristófersdóttur, árið 1958. Byrjuðu þau sinn bú- skap að Svarfhóli en fluttust þaðan til Búðardals þar sem þau hafa búið síðan. Þeim hjónunum varð tveggja barna auðið en þau eru: Kristóbert Óli og Díana Ósk og dvelja þau bæði í foreldrahús- um. Var þetta einstaklega sam- hent fjölskylda og mannkosta fólk. Heiðar var starfsmaður Kaup- félags Hvammsfjarðar um árabil en réðst til Búnaðarbankans í Búðardal árið 1974 og starfaði þar síðan. Meðal samferðamannanna ávann Heiðar sér traust fyrir drenglyndi, heiðarleika og prúð- mennsku. Hann var glaðlyndur og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Störf hans öll og framkoma báru þess vitni að naumast var hægt að hugsa sér betri starfsmann, vin og félaga þegar á reyndi. Slíkan vitnisburð er gott að hafa þegar vegferð er lokið á stuttri ævi meðal okkar mannanna barna. Á skilnaðarstundu er margs að minnast. Fátt eitt verður sagt að sinni, það býður allt betri tíma. Þó getum við verið fullviss um það að minning um góðan dreng er gulli betri og besta vegarnesti þeim sem eftir lifa. Við sendum Víví, börnunum og ættingjum samúðarkveðjur á skilnaðarstund. Við vitum að söknuðurinn er sár og sorgin mikil. En við skulum líka minnast þess að enginn veit hvað morgun- dagurinn ber í skauti sínu og þegar kallið kemur og við búumst til hinstu ferðar, að þá býður okkar allra góð heimkoma og vinur í varpa. Vinnufélagar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.