Morgunblaðið - 08.03.1980, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
umsjón: Sighvatur Blöndahl
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga efnir til
ráðstefnu um verðbólgu
FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga gengst fyrir ráðstefnu um
verðbólgu 28.-29. marz n.k. og verður hún haldin i Munaðarnesi. Þar
munu koma fram innlendir og erlendir sérfræðingar og áhugamenn,
auk forystumanna á ýmsum sviðum þjóðlifsins til skoðanaskipta um
þetta þráiáta vandamál.
Að sögn Tryggva Pálssonar varaformanns félagsins vill félagið með
þessu ráðstefnuhaldi leitast við að tengja alþjóðlega verðbólguumræðu
og íslenzkan verðbólguveruleika og stuðla að fræðilegum og hagnýtum
skoðanaskiptum um vandamálið.
Mjög hefur verið vandað til undirbúnings og framsögumenn fyrri
daginn verða bandarísku hagfræðingarnir David Colander og Paul K.
Stahnke. Þeir munu fjalla annars vegar um fræðilegar skýringar og hins
vegar um aðferðir stjórnvalda til hömlunar gegn verðbólgu. Að
framsöguerindunum loknum verða almennar umræður og fyrirspurnir.
A laugardagsmorgun fjallar Jónas Haralz um verðbólgureynslu
íslendinga og Pieter de Wolff, sem er í fremstu röð hollenskra
hagfræðinga og hefur haldgóða þekkingu á íslenzkum efnahagsmálum,
mun flytja fyrirlestur.
/
Eftir hádegi verða pallborðsumræður undir stjórn Guðmundar
Magnússonar rektors. Þátttakendur í pallborðsumræðunum verða
væntanlega, auk framsögumanna, danski hagfræðingurinn Niels
Thygesen, bandaríski hagfræðingurinn Arthur Hoffman, sem starfar
hjá OECD, og Jón Sigurðsson hagrannsóknastjóri.
ÍSLENZKIR húsgagnafram-
leiðendur ásamt fulltrúum frá
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins
og Félagi islenzkra iðnrekenda
halda um helgina til Finnlands
tii þess að skoða finnskar hús-
gagnaverksmiðjur og að sögn
Ingjalds Hannibalssonar deild-
arstjóra tæknideildar Félags
íslenzkra iðnrekenda er þessi
ferð einn þátturinn í svokölluðu
„útflutningsátaki í húsgagna-
iðnaði“
„Það er verkefni sem hefur að
aðalmarkmiði markaðsaðlögun
íslenzkra húsgagnaframleiðenda
vegna þess að innflutningur á
húsgögnum hefur aukist mikið á
undanförnum árum og greinilegt
er að markaðsaðstæður hér á
landi eru að breytast. Það er því
alveg óhjákvæmilegt að íslenzku
húsgagnaframleiðendurnir
verða að vera betur samkeppnis-
færir varðandi framleiðni, vöru-
þróun og sölustarfsemi," sagði
Ingjaldur ennfremur.
„Þessi ferð er því farin fyrst
Kynna sér húsgagna
framleiðslu Finna
og fremst til þess að íslenzkir
framleiðendur geti séð svart á
hvítu hvernig finnskir starfsfé-
lagar hafa sigrast á þessu
vandamáli. Það verða 10—11
húsgagnaframleiðendur og fjórir
fararstjórar frá Útflutnings-
miðstöðinni og Félagi íslenzkra
iðnrekenda.
Auk þess að fara í húsgagna-
verksmiðjur munum við heim-
sækja samtök finnskra hús-
gagnaframleiðenda og útflutn-
ingsmiðstöð þá sem er ráðgef-
andi í útflutningi húsgagna,"
sagði Ingjaldur ennfremur.
Hvert verður þá framhaldið í
þessu verkefni? — „Ef áhugi
verður fyrir hendi mun verða
efnt til námskeiða svipað því og
gert hefur verið í fataiðnaði að
undanförnu og verða þá fengnir
finnskir ráðgjafar til að leið-
beina m.a. um vöruþróun, mark-
aðsþróun og framleiðniútreikn-
ing,“ sagði Ingjaldur.
Það kom ennfremur fram hjá
Ingjaldi að ástæðan fyrir því að
finnskir ráðgjafar yrðu fyrir
valinu væri sú að þeir hefðu náð
mjög góðum árangri bæði í
húsgagnaframleiðslu og í sam-
bandi við fataiðnað, en finnskir
ráðgjafar voru einmitt með ráð-
gjöf fyrir íslenzka fatafram-
leiðendur í vetur.
Að lokinni aðlögun að EFTA:
„On vonl eitar ilei ig ;æt: ir nol kku irr ‘a
brigt C ei •h orf ter i uni )X 1“
- segir Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags íslenzkra
iðnrekenda, „en þátttakan var ótvírætt skref í rétta átt
„Það er ekki hægt að neita þvi að nokkurra vonbrigða gætir sé hoft um öxl þessi tiu ár, sem aðlögunin að
EFTA hefur staðið. Það eru ansi mörg atriði sem miður hafa farið á þessum tíma. Við inngöngu Islands í
EFTA var islenzkum iðnaði lofað miklum umbótum á aðbúnaði hans og var aðlögunartiminn ætlaður til
þeirra endurbóta. Þótt mörg atriði, sem þarna var um að ræða, hafi nú komið til framkvæmda, voru
ákvarðanir yfirleitt ekki teknar fyrr en i óefni var komið og að þessu leyti var aðlögunartiminn illa nýttur.
Ennþá er töluvert ógert til að skapa iðnaðinum sambærilega aðstöðu og við það sem keppinautar hans
njóta,“ sagði Davið Scheving Thorsteinsson formaður Félags islenzkra iðnrekenda er Mbl. ræddi við hann
fyrir skömmu i tilefni þess að nú eru 10 ár liðin frá inngöngu íslendinga i EFTA og islenzkur iðnaður á nú
í fullri óheftri samkeppni við erlenda iðnaðarvöru.
„Það sem hefur komið hvað
mest á óvart, er að iðnaðurinn eða
öllu heldur ýmsar greinar hans
skyldu hreinlega lifa þetta tímabil
af. Það ríkti almennur ótti í
upphafi um að þetta gæti hrein-
lega ekki gengið. Flestar greinar
iðnaðarins hafa sem sagt staðist
prófið, nema teppaframleiðslan
sem fer að mestu fram erlendis,
aðeins einn íslenzkur framleiðandi
er ennþá starfandi, en þeir voru
fjöimargir í upphafi tímabilsins,"
sagði Davíð ennfremur.
„Uppbygging og þróun iðnaðar
er langtímaverkefni og eitt mik-
ilvægasta skilyrðið fyrir vexti og
viðgangi iðnaðar er stöðugt
stjórnarfar, efnahagslíf og vinnu-
afl. I seinni tíð hefur ekki ríkt
annar eins óstöðugleiki í þessum
efnum eins og einmitt á aðlögun-
artímanum að EFTA og EBE.
Efnahagserfiðleikar í helztu
markaðs- og samkeppnislöndum
hafa á sama tíma leitt til vaxandi
styrktar- og stuðningsaðgerða
ríkisvaldsins við atvinnulífið.
Einnig hefur gætt vaxandi sam-
keppni frá svonefndum lálauna-
löndum.
Framangreindar ástæður hafa
valdið íslenzkum iðnaði verulegum
erfiðleikum á aðlögunartímanum.
Iðnaðurinn er því illa í stakk
búinn til að mæta óheftri sam-
keppni og nauðsynlegt er að ríkis-
stjórnin marki þegar í stað heild-
arstefnu í málefnum iðnaðarins,
með það fyrir augum að tryggja
honum sömu aðstöðu og aðrar
atvinnugreinar búa við hérlendis,
sömu aðstöðu og erlend fram-
leiðslufyrirtæki njóta hér á landi
og sömu aðstöðu og erlendir
keppinautar búa við í sínum lönd-
um.
Mikilvægasta hagsmunamál ís-
lenzks iðnaðar, sem og alls annars
atvinnulífs í landinu, er að dregið
verði úr verðbólgunni, að minnsta
kosti þannig, að hún verði ekki
meiri hér á landi en gerist í
samkeppnislöndunum. Verðbólgan
og óvissan, sem þenni fylgir, hefur
haldið niðri þróun og uppbyggingu
iðnaðarins og þar sem tollar a
illfluttum samkeppnisvörum hafa
nú verið felldir niður að fullu,
skiptir einnig höfuðmáli fyrir
þróun íslenzks iðnaðar, við hvað er
miðað, þegar gengi íslenzku krón-
unnar er ákveðið. Iðnaðurinn er
nú í opinni samkeppni við þróuð-
ustu ríki veraldar og verður því
ekki hægt framvegis að komast
hjá því að taka sama tillit til
hagsmuna iðnaðar og sjávarút-
vegs við gengisskráningu," sagði
Davíð ennfremur.
Hver hefur þróunin verið i
sambandi við rekstrarlán iðnað-
arins?
„Það er ekki hægt að neita því
að hún hefur verið okkur óhag-
stæð. Á árunum 1970—1978
Davið Scheving Thorsteinsson
formaður Félags islenzkra iðn-
rekenda.
minnkaði hlutur iðnaðar í heildar-
útlánum innlánsstofnana úr
14,6% í 11,8%. Á sama tíma jókst
hlutur sjávarútvegs úr 17,5% í
27,3%. Þetta hefur valdið íslenzk-
um iðnaði ómældum erfiðleikum
og verið hemill á þróun hans. í
marz 1979 skipaði þáverandi iðn-
aðarráðherra nefnd til að kanna
með hvaða hætti auka mætti
framleiðslu- og rekstrarlán til
iðnaðar. Nefndin hefur nýverið
skilað áliti sínu og teljum við að
þar sé stigið skref í rétta átt verði
farið að tillögunum. Við teljum þó
að nauðsynlegt sé að framkvæma
tillögurnar á skemmri tíma heldur
en gert er ráð fyrir."
Hvað með jöfunargjaldið?
„Það hefur auðvitað gert nokkuð
til að jafna þann mismun sem við
búum við gagnvart erlendum
keppinautum, held reyndar að
fjöldi manns væri búinn að missa
vinnuna ef það hefði ekki verið
lagt á. Varðandi álagningu jöfn-
unargjaldsins og ráðstöfun tekna
af því vil ég ítreka þá skoðun mína
og okkar í félaginu, að endur-
greiðsla til þess samkeppnisiðnað-
ar, sem ekki nýtur hagræðis af
álagningu jöfunargjalds, gangi al-
farið fyrir annarri ráðstöfun
tekna af því. Þá vil ég einnig nefna
aðlögunargjaldið svonefnda, en
samkvæmt lögum var því ætlað að
eyða uppsöfnuðu óhagræði iðnað-
ar vegna rangrar gengisskrán-
ingar. Það hefur gert góða hluti
fyrir iðnaðinn. Raunar tel ég að
þessi tvö atriði hafi ráðið úrslitum
um að staða fyrirtækjanna er ekki
verri en raun ber vitni.
Hvernig stendur dæmið með
tolla af aðföngum samkeppnis-
iðnaðar?
„Það stendur í raun og veru ekki
nægilega vel og ég tel að þar sem
erlendar samkeppnisvörur sem
eru fluttar til landsins eru toll-
frjálsar beri fortakalaust að fella
niður öll aðflutningsgjöld af öllum
aðföngum samkeppnisiðnaðar.
Með aðföngum í þessu sambandi
er átt við allt það, sem iðnfyrir-
tæki þurfa að kaupa til starfsemi
sinnar, þar með talin mannvirki
og flutningatæki og með sam-
keppnisiðnaði er átt við allan
þann iðnað, er á í beinni eða
óbeinni samkeppni, ýmist hér á
landi eða erlendis."
Að siðustu Davið, telur þú að
íslendingar hafi haft hag af þvi
að taka þátt i starfsemi EFTA og
EBE?
„Þrátt fyrir að ýmislegt sé ekki
eins og það ætti að vera, er ég ekki
í neinum vafa að rétt skref var
stigið þegar aðildin var ákveðin á
sínum tírna," sagði Davíð Schev-
ing Thorsteinsson að síðustu.