Morgunblaðið - 08.03.1980, Page 33

Morgunblaðið - 08.03.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 33 EFTA-löndin: Mirmsta auknijig þjóðar- framleiðslu á Islandi - Atvinnuleysi minnst á Islandi, en neytendaverð hækkaði þar mest SAMKVÆMT spá hagdeildar EFTA, Friverzlunarsamtaka Evrópu, er gert ráð fyrir því að þjóðarframleiðslan hér á landi muni aukast um 0,5—1% á þessu ári í samanburði við spá deildarinnar um 2—2,5% aukningu á s.l. ári. Aukningin árið 1978 var um 4,2%. Hvergi í löndum bandalagsins er spáð jafnlítilli aukningu á þjóðarframleiðslu á þessu ári, en þeir sem koma næstir okkur eru Svisslendingar með 1—1,5%, en samkvæmt spá deildarinnar jókst þjóðarframleiðsla þeirra um 0,5—1% á s.l. ári og um 0,2% á árinu 1978. Mestri aukningu í þjóðarfram- leiðslu er spáð hjá Finnum, Port- úgölum og Norðmönnum, eða 4— 4,5% á þessu ári. Spáð var 7— 7,5% aukningu hjá Finnum á síðasta ári, en aukningin þar var um 2,5% árið 1978. Hjá Norð- mönnum var spáð um 3—3,5% aukningu á s.l. ári og aukningin var um 3,5% árið 1978, en hjá Portúgölum var spáð 2,5—3% aukningu á s.l. ári, en aukningin var um 3,2% á árinu 1978. í Svíþjóð er svo spáð 3—3,5% aukningu á þessu ári og 4,5—5% á því síðasta en aukningin var um 2,7% á árinu 1978 og loks í Austurríki er spáð 2,5—3% aukn- ingu á þessu ári og 4,5—5% á því síðasta, en aukningin var um 1,5% á árinu 1978. Samkvæmt niðurstöðum hag- deilda EFTA er atvinnuleysi minnst á íslandi, en þar var um 0,2% vinnufærra manna atvinnu- lausir í september og október á s.l. ári, en í Sviss voru um 0,3% vinnufærra án vinnu. Önnur bandalagslönd standa nokkuð að baki. í Noregi er um 1,3% án vinnu, 1,8% í Svíþjóð, 2,1% í Austurríki, 5,6% í Finnlandi og um 8,3% vinnufærra í Portúgal í ágústmánuði s.l. voru án atvinnu. Þegar tekið er tímabilið sept- ember 1978 til september 1979 kemur í ljós að neytendaverð hefur hækkað langmest á íslandi af aðildarþjóðunum, eða um 41,9%. Á sama tíma hækkaði neytendaverð í Portúgal um 23,4%, í Svíþjóð um 7,9%, í Finnlandi um 7,7%, í Sviss um 4,9%, í Austurríki um 3,7% og í Noregi minnst eða um 3,5%, en var þar verðfrysting að miklu leyti. STJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir í næstu viku til mjög nýstárlegra námskeiða, þ.e. tveggja námskeiða til þess að verjast streitu, sem svo mjög hrjáir mannkynið. Leiðbeinandi á þessum námskeiðum, sem verða 10.—11. marz og 12.—13. marz, er dr. Pétur Guðjónsson félagssálfræðingur, sem starfar við stofnun í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig í þessum málum. Okkur þótti forvitnilegt að vita hvernig svona námskeið væru og inntum því þrjá fyrrverandi þátttakendur félagsins eftir áliti þeirra, en það stóð fyrir nokkrum slíkum á síðasta ári. „Maður lærir nokkurs konar hugartrimm“ „MÉR fannst strax áhugavert að Stjórnunarfélagið efndi til svona námskeiða eftir að hafa rætt við Pétur um þau,“ sagði Þóröur Sverrisson framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins í samtali við Mbl. „Námskeiðið byrjaði á því að Pétur útskýrði fyrir þátttakendum hvað streita er og þá áttuðu þátttakendur sig strax á því að þetta fyrirbrigði hrjáir hvern og einn meira eða minna, þar er í raun enginn undanskilinn. Þá fjallaði hann nokkuð um orsakir streitu og útskýrði hvernig streita kemur fram hjá mönnum, sem er auðvitað mjög gott að vita. Maður lærir á þessum námskeiðum nokkurs konar „hugartrimm" sem er ekki síður mikilvægt heldur en hið hefðbundna trimm," sagði Þórður ennfremur. „Efnið hefur skilað sér mjög vel“ „Ég ákvað að sækja þetta námskeið af tveimur ástæðum, annars vegar til að læra að verjast þeirri streitu sem ég hafði oft fundið til og þeirra óþæginda sem henni fylgja og hins vegar vegna áhuga míns á mannlegum samskiptum, þ.e. að námskeiðið myndi auka skilning minn á því sviði," sagði Stefán Halldórsson hjá Arnarflugi í samtali við Mbl. „Námskeiðið var mjög gagniegt að mínu mati. Þær aðferðir sem kenndar voru til þess að slaka á hafa reynst mjög vel miðað við þá reynslu sem ég hef haft síðan ég sótti námskeiðið fyrir hálfu ári. Ég get því hiklaust mælt með svona námskeiði fyrir alla, en menn verða þó að koma á námskeiðið með jákvæðu hugarfari til þess að það skili árangri," sagði Stefán ennfremur. „Hjálpar mönnum að læra á sjálfan sig“ „ÉG renndi auðvitað blint í sjóinn þegar ég fór á námskeiðið í fyrra. Ég var að vísu í starfi sem gert var ráð fyrir stressi í,“ sagði Haukur Björnsson framkvæmdastjóri hjá Karnabæ í samtali vi Mbl. „Eftir reynsluna get ég hiklaust mælt með svona námskeiði, þarna áttaði ég mig í fyrsta sinn á því hvað stress raunverulega er og lærði að skilja það og hvernig hægt væri að vinna bót á því. Ef menn fara með þokkalega jákvæðu hugarfari er ég sannfærður um að svona námskeið hjálpar mönnum að læra á sjálfan sig, enda er Pétur sérstaklega áheyrilegur og góður kennari,“ sagði Haukur. BLÓM VIKUNNAR UMSJtíN: ÁB. FURA - ÞÖLL Pinus — Fyrsta grein Hrörnar þöll, sús stendr þorpi á hlýrat henni börkr né barr svá es maðr, sás manngi ann hvat skal hann lengi liía? Hávamál Kjörum einstæðingsinsl sem engum þykir vænt um, er hér líkt við kjör furunnar, sem stendur ein sér á hrjóstrugu berangri. Bæði veslast þau upp fyrir aldur fram. Finnst mér vel við hæfi að rifja upp þetta fallega erindi núna á ári trésins til þess að minna okkur á að fara með meiri gát og hlúa betur að öllu sem lifir. Þöll er fornt heiti á furu sem enn er til lítið breytt í norsku og sænsku: toll og ta.ll. En það hvarf alveg úr íslensku þar til farið var að nota það sem heiti á öðru fallegu barrtré, en það TSUGA, sem svolítið er ræktað hér á landi. Allmargar tegundir eru til af furu og eru þær útbreiddar á norðurhvéli jarðar og margar norðarlega í tempraða beltinu. í Evrópu eru taldar um 10 tegundir, 16 í Asíu, um 30 vestantil og 15 austantil í Norður-Ameríku. Fururnar eru barrtré og allar greinar klæddar löngum, mjúkum barrnálum. Þær eru oftast 4—6 sm á lengd á þeim tegundum sem hér eru ræktaðar en eru oft miklu lengri, allt að 20 sm á sumum erlendum tegundum. Barrnálarnar eru í knippum með slíðri úr himnukennd- um blöðum neðst og nálahúsi. Geta verið 2, 3 eða 5 nálar í knippi, mismunandi eftir tegundum. Flestar furutegundir verða einstofna og hávaxin tré, en nokkrar tegundur eru margstofna runnar t.d. FJALLAFURAN. Furan hefur oftast mjög reglulega greinabyggingu framan af aldri, þar sem hliðargreinar kom í krönsum við grunn árssprotanna. Kemur þá hver greinakrartsinn fyrir ofan annan og trén verða fallega löguð framan af. Karlblóm og kvenblóm koma á sama tré, en í sér blómaskipunum. Varla er þó hægt að tala um blóm þar sem aðeins frjóblöð og fræblöð eru til staðar. Karlblóm- in mynda stórar og áberandi blómskipanir neðst á árssprotunum snemma sumars. Þarf lítið að koma við þær til þess að gul ský af frjódufti þyrlist í allar áttir. Kvenblómin, sem eru bara opin fræblöð með tveimur eggjum, mynda svolitla blómskipun eða vísi að köngli. Fyrsta sumarið gerist ekki annað en að frjóin berast með vindi á fræblöðin en sumarið eftir fer frjóvgun fram og fræin fara að þroskast. Köngullinn vex í fulla stærð og fræblöðin verða hörð og trékennd. Könglarnir opnast síðan á þriðja ári og fræin losna þá og dreifast. En einstöku furutegundir bera köngla sem haldast harðlok- aðir og geyma fræin þannig árum saman og opnast jafnvel ekki fyrr en skógareldur hefur geisað. Könglar sumra furutegunda verða mjög stórir og fallegir, t.d. könglar Jeffreysfurunnar (P. jeffreyi) í Oregon, sem eru 15—20 sm á lengd og eru seldir hér í blómabúðum fyrir jólin. Þetta er fyrsta greinin af fimm um FURU sem Hólmfríður í Lystigarðinum á Akureyri hefur sent, en Hólmfríður hefur jafnan verið einn liðtækasti „penni“ þessara þátta. Segir hún furu vera eina af þeim trjátegundum sem hún hefur hvað mestar mætur á. Ums.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.