Morgunblaðið - 08.03.1980, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
Jón Viðar Jónsson:
Vestur-þýskt leikhús
Ég verð að játa að flestar
leiksýningarnar á Leikhúsmótinu
í Vestur-Berlín í fyrravor ollu mér
miklum vonbrigðum. Samkvæmt
reglum mótsins á dómnefnd tíu
leiklistargagnrýnenda að velja tíu
athyglisverðar leiksýningar, sem
hafa verið frumsýndar undanfarið
leikár í Vestur-Þýskalandi, og
bjóða þeim til Vestur-Berlínar.
Var dómnefndin á einu máli um
að eftirtekja leikársins ’78—’79
væri afskaplega rýr og meirihluti
hennar samþykkti upphaflega að
bjóða aðeins fimm sýningum til
Berlínar. Upphófust þá miklar
deilur innan nefndarinnar um
hvort þannig væri rétt á málum
haldið, eftir hverju dómnefndin
ætti að fara við val á sýningum,
hvert væri hlutverk mótsins
o.s.frv. og bárust deilurnar m.a.
yfir á síður leikhúsritsins Theater
Heute. Að lokum náðu gagnrýn-
endur samkomulagi um að bjóða
fimm sýningum til viðbótar þátt-
töku í mótinu, en þegar á reyndi
var ekki hægt að senda þrjár
þeirra til Berlínar af tæknilegum
ástæðum eða einhverjum öðrum.
Aðeins sjö sýningar voru því á
dagskrá mótsins og voru flestir
þjóðverjar, sem ég talaði við, á
einu máli um að engin þeirra
stæðist samanburð við það besta
sem áður hefði verið sýnt á
þessum mótum.
Það getur því verið nokkuð
vafasamt að draga of víðtækar
ályktanir og fella harða dóma yfir
listrænni stöðu vestur-þýsks
leikhúss á grundvelli þess sem
þarna var á boðstólum. Nokkrir
leikarar sem ég ræddi við vöruðu
mig við því að gagnrýnendurnir í
dómnefndinni létu ekki stjórnast
af fagurfræðilegum sjónarmiðum
einum saman, þeir væru mest
fyrir intellektúellt leikhús, sem
vildi grípa inn í þjóðfélagsumræð-
una og brjóta vandamálin til
mergjar, og veldu því sýningarnar
með tilliti til þeirrar rannsóknar
sem þar væri gerð. Þessi skoðun
gat vel fengið staðist; flestar
sýningar mótsins virtust eiga að
búa yfir einhverri félagslegri
skírskotun, þó að reyndar væri
ekki ævinlega fyrir meðalgreint
fólk að ráða í hana af því sem fór
fram á sviðinu. Yfirleitt voru
þessar sýningar svo langdregnar
og húmorlausar að hrein kvöl var
að sitja undir þeim til loka, í eitt
skiptið mönnuðum við okkur
nokkur saman upp í að yfirgefa
staðinn áður en sýning var hálfn-
uð og hurfum að bjórdrykkju það
sem eftir var kvölds. En gaman-
semi hefur kannski aldrei verið
sterkasta hlið þjóðverja, a.m.k.
varð hennar ekki vart að neinu
verulegu ráði í því sýnishorni af
þýsku leikhúsi, sem þarna gat að
líta.
Það sem vakti einkum athygli
manns í dagskrá mótsins var, að
af sjö sýningum voru fimm á
klassískum verkum og aðeins tvær
á nýjum þýskum leikritum. Marí
Stúart eftir Schiller frá leikhús-
inu í Brimum og Emila Galotti
eftir Lessing frá því sögufræga
Burgtheater í Vín voru þarna sem
fulltrúar gullaldarbókmenntanna
þýsku, sem þjóðverjar halda mikið
upp á og telja skyldu sína að
varðveita. Ekki er hægt að segja
að þessar sýningar vektu mikla
hrifningu boðsgesta Goethe-
stofnunarinnar, sérstaklega þótti
okkur lítið koma til sýningar
Burgtheater, sem þjóðverjarnir
viðurkenndu raunar sjálfir að
hefði lítið til síns ágætis annað en
vera frá Burgtheater. Hvorugt
leikritanna virtist hafa verið sett
upp í öðrum tilgangi en þeim að
framreiða hinn fagra texta stór-
skáldanna. Höfuðáherslan lá á
orðum skáldsins og þess virtist
gætt að leggja í þau enga sjálf-
stæða túlkun. Af ýmsu sem ég sá á
mótinu þóttist ég merkja að þýsk-
:r áhorfendur færu margir í leik-
ús til þess eins að njóta bók-
mennta og að sá smekkur hefði í
för með sér hugmyndasnauða
íhaldssemi á leiksviðinu, þegar
klassísk verk ættu í hlut.
En þarna gat einnig að líta
dæmi um hinar öfgarnar, því að
vestur-þýskt leikhús á svo sannar-
lega sína terrorista. Það var ekki
laust við að setti að manni nokk-
urn hroll, þegar kom í ljós að á
mótinu voru hvorki meira né
minna en þrjár uppfærslur á
Antígónu Sófóklesar í þýðingu
gullaldarskáldsins Hölderlins.
Aldrei botnaði ég í því uppátæki
dómnefndarinnar að leggja þessar
sýningar á gesti mótsins, a.m.k.
höfðaði aðeins ein þeirra að ein-
hverju leyti til mín. í skrifum
sínum um veturinn höfðu gagn-
rýnendur velt því mjög fyrir sér
hvers vegna þetta leikrit og þessii
þýðing á því fyndi nú allt í einu
svo góðan hljómgrunn hjá þýskum
leikstjórum og helst ímyndað sér
þá skýringu að tilgangurinn væri
að gera upp sakirnar við hnignun
vinstri hreyfingarinnar, terror-
ismann og lögregluríkið með hjálp
sígilds höfundar. Antígóna hefur
löngum verið túlkuð sem lofgjörð
til hins frelsisunnandi einstakl-
ings sem þorir að gera uppreisn
gegn alráðum valdhafa, en hér var
ætlunin auösæilega að gera mun
djúpstæðari rannsókn á hinum
pólitíska veruleika Sambandslýð-
veldisins. Vei þeim áhorfanda sem
fór í leikhúsið með öðru hugarfari
en því að fylgjast með slíkri
rannsókn.
Hafi höfundurinn riðið húsum í:
tveimur fyrstnefndu sýningunum,
ríkti leikstjórinn einráður yfir
öllu saman í þessum þremur
sýningum á Antigónu. Vestur-
þýskt leikhús einkennist af miklu
leikstjóraveldi, þar virðist leik-
stjórinn geta leyft sér nánast hvað
sem er. Fólk, sem hefur haft
nánari kynni af innra starfi þess
en ég, segir mér að oftast nær sé
aðeins litið á leikarann sem tæki í
höndum leikstjórans og ekki ætl-
ast til að hann hafi sjálfur neitt til
málanna að leggja. Leikurinn í
flestum sýningum, sem ég sá
þarna, staðfesti þessar lýsingar
greinilega, því að hann var yfir-
leitt sviplaus og ópersónulegur. Ef
undan eru skildar sýningar Peter
Steins, sem ég vík að á eftir, er
ekki ein einasta leiktúlkun á þeim
mér minnisstæð. Þetta var sér-
staklega áberandi í Antígónusýn-
ingunum og er skýringin sjálfsagt
að nokkru leyti sú, að þar fengu
leikarar engin tækifæri til að búa,
Edith Clever í hlutverki Lottu í sýningu SchaubUhne am Halleschen Ufer á Gross und Klein eftir Botho
Strauss.
Peter Stein og
Pekingóperan
til persónur af holdi og blóði
heldur framkvæmdu aðeins mis-
munandi loftkenndar hugdettur
leikstjórans. Þeir unnu verk sitt af
kunnáttu, en það var auðfundið að
þeir höfðu takmarkaða ánægju af
því. Og þess vegna var borin von
að þeir skemmtu áhorfendum.
Hins vegar vantaði hina þrjá
leikstjóra Antígónu ekki hugar-
flugið og á því héldu þeir óspart
sýningu. Aðferð þeirra var einkum
fólgin í því að smyrja tæknibrell-
um og leikkúnstum ofan á leikrit-
ið, þangað til áhorfandinn vissi
hvorki upp né niður. Tvær sýn-
inganna, ein frá Schiller-Theater í
Vestur-Berlín og önnur frá Brim-
um, voru mér með öllu óskiljan-
legar og svo lítill var áhugi minn á
þeim að ég fór á hvorugan þeirra
umræðufunda, sem haldnir voru
eftir hverja sýningu og þar sem
leikhúsgestum gafst tækifæri til
að láta skoðanir sína í ljós. Helsti
kostur þessara funda var þó sá að
þar gátu leikarar og leikstjóri
útskýrt fyrir áhorfendum það sem
þeir höfðu ekki skilið kvöldið áður.
T.d. var mjög fróðlegt að frétta af
skýringum fólksins á táknmáli
sýningar Brima-leikhúss, sem var
æði frumlegt. Sem dæmi má nefna
að mikill kaðall, sem lá frá
baksviði yfir höfuð áhorfenda aft-
ast í sal, átti að tákna tengslin á
milli áhorfenda og leiksviðs og
svipaða merkingu hafði risastór
spegill, sem hluti áhorfenda gat
speglað sig í. Þá var mikil gler-
rúða á sviðinu, sem leikarar stóðu
gjarnar sitt hvoru megin við og
þrýstu sér upp að, og átti hún að
sýna sambandsleysið á milli per-
sónanna. Allt þetta var í ágætu
samræmi við þá groddalegu til-
gerð, sem einkenndi alla sýning-
una.
Sýning Schauspiel Frankfurt í
leikstjórn Cristof Nels var hins
vegar að mörgu leyti athyglisverð,
enda þótt hún væri lang tryllings-
legust af þessum þremur sýning-
um. Þar var mikið lagt upp úr því
að hrella og hneyksla áhorfendur
og ég hef sjaldan séð það takast
betur. T.d. lá súla með ljósköstur-
um yfir hálfa sviðsbrúnina og
hófst hún nokkrum sinnum upp í
boga yfir á hinn hluta sviðsins.
Var ljóskösturunum þá beint í
andlit áhorfenda með svo miklum
styrk að menn voru hálfblindir
eftir. En þó gekk fyrst fram af
mönnum þegar leikarar, sem ým-
ist klæddust steinaldarfeldum eða
nútímaklæðnaði, tóku að tauta
textann svo lágum rómi að ekki
urðu greind orðaskil. Hluti áhorf-
enda upphóf þá hávær framíköll,
skipaði leikurum að tala hærra og
lét óspart í ljós reiði sína, þegar
skipununum var ekki sinnt. Mér
norðanmanninum þótti merkilegt
að sjá slík viðbrögð, þar sem
skandinavískir og raunar íslenskir
áhorfendur eru vanir að sitja
undir hverju sem er án þess að
æmta eða skræmta. Margt var
smellið í þessari sýningu, þó að
heildarmerking hennar væri mér
hulin. Líklega stóð þetta allt
saman í leikskránni, vænu riti
með pólitískum og heimspeki-
legum ritgerðum, sem ég nennti
aldr§i að lesa.
Síðasta sýning mótsins var á
leikriti eftir Thomas nokkurn
Brasch, Lovely Rita, í leikstjórn
Ernst Wendt. Sýning þessi var öll
hin geggjaðasta, áhorfendum var
komið fyrir á upphækkun á svið-
inu sjálfu en leikurinn fór fram
úti í salnum á milli áhorfenda-
bekkjanna, þetta hefur trúlega átt