Morgunblaðið - 08.03.1980, Page 41
\
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980
41
+ Sem kunnugt er fara nú fram vestur í Bandaríkjunum forkosningar
forsetakosninganna þar á næsta hausti. — Á þessari mynd eru húsbændaefni í
Hvíta húsinu, hjónin Ronald Reagan forsetaefni og Nancy Davis kona hans. Þau
giftust árið 1952. Ronald er fyrrum kvikmyndaleikari og ríkisstjóri Kaliforníurik-
is, til ársins 1972. — Hann er nú formaður í félagsskap ríkisstjóra, sem fylgja
repúblikanaflokknum að máli. — Reagan er nýlega orðinn 69 ára. — Og þessi
fréttamynd af þeim hjónum er tekin er þau fagna sigri hans í forkosningunum í
New Hampshirefylki.
+ Hinn nýi þáttur í
bankastarfseminni
vestur í Bandaríkjun-
um, stofnun sæðisbank-
ans, hefur vakið umtal
um víða veröld, sem
engan þarf í sjálfu sér
að undra. Á þessari
mynd er stofnandi
bankans. Hann er mik-
ill auðjöfur og iðju-
höldur, Robert K. Gra-
ham að nafni. Þessi
mynd er tekin af honum
á blaðamannafundinum
í heimabæ hans í Kali-
forníu, Escondido, er
hann sagði írá sæðis-
bankanum og hlutverki
hans. — Hlutverk bank-
ans er ekki að skapa
herraþjóð, heldur að
fjölga afkomendum
mestu snillinga vorra á
sviði vísindanna, með
sæðisframlagi Nóbels-
verðlauna-manna, sagði
Graham sæðisbankaeig-
andi.
+ Þessi mynd er frá hinum merka kirkjusöguviðburöi í
Grænlandi er vigsla Grænlandsbiskups fór fram. Þessi mynd er
af prósessiu biskupa og klerka er þeir gengu, i hægri snjókomu,
til Hans Egede kirkjunnar í Nuuk — Godthaab, þar sem
vigsluathöfnin fór fram. Fremst til hægri er íslands biskup dr.
Sigurbjörn Einarsson. Ungi hempuklæddi presturinn i hvita
messuserknum, að baki honum er biskupsefnið sjálft, Jens Chr.
Chemnitz. Við hlið hans gengur Eyvind Vilhelm Færeyjabiskup.
Til sölu þessl glæsilegi
Skyhawk árgerð 1979
búin fullkomnum King silver crown blindflugstækjum.
2 kx 175B TSO Nav Com og glide slope.
KMA 20 audio panel og markers.
Kt 76A Transponder.
Kr 86 ADF.
Kn 62A TSO digital DME.
Encoding altimeter.
Tveir hæöamælar.
Strope Ijós og margt fleira.
Get ennfremur útvegaö fjölda geröa nýrra og notaöra flugvéla
á hagkvæmu veröi.
Uppl. gefur Jóhannes Georgsson í síma 51965.
Nýjung í starfsemi
ÍSAGA H/F
Við getum nú boöið gas-, súr- og argonhylki til
leigu.
Athugið breytt símanúmer á skrifstofu, 85777.
ÍSAGA H/F
BREIÐHÖFÐA 11
Vinnuvélar til sölu
Clark-lyftari, 3ja tonna ’63, benzíndr. m. vökvastýri.
Clark-lyftari, 3ja tonna ’59 bensíndrifinn.
Ferguson 185 dráttarvél, ’72 3300 vinnust.
Taarup 2100 saxsláttuvél, meö þyrilsláttuboröi og pick up.
Bedford, 6 cyl. dieselvél, 107 h.a. end to end vél.
Vökvastýri í Trader '63 vörubifreið, tvöfalt diskakerfi
ónotaö.
Graskögglaverksmiðjan, Brautarholti,
sími 66111.
Morgunblaðið
óskar efftir
blaðburðarfólki
Uppl. í síma 35408
Vesturbær:
Hávallagata
Aöeins 50 eintök.
Úthverfi:
Heiðargerði