Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 1

Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 63. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Manlio Brosio látinn Torino, 14. marz. AP. ÍTALINN Manlio Brosio, sem var framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins á árun- um 1964—71, lézt í dag á heimili sínu í Torino. Hann var 83 ára gamall og hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Brosio var viðriðinn ítölsk stjórnmál í mörg ár og var einnig lengi í ítölsku utanríkis- þjónustunni. Hann var m.a. sendiherra lands síns í Wash- ington, Moskvu, London og París og gegndi ýmsum ráð- herraembættum. Hann var m.a.'varnarmálaráðherra Ítalíu um tíma. Brosio annaðist samninga við stjórn De Gaulles Frakklands- forseta, þegar Frakkar hættu þátttöku í hernaðarsamstarf- inu innan bandalagsins og samdi um flutning aðalstöðva NATO frá París til Brussel. Hann tók einnig þátt í viðræð- um austurs og vesturs á fyrstu sigum slökunarstefnunnar. Brosio kom til Islands árið 1968, þegar ráðherrafundur NATO var haldinn í Reykjavík. Rhodesía fær sjálfstæði 18. apríl Soames lávarður, brezki landsstjórinn í Rhódesíu, hélt í gær móttöku til heiðurs Robert Mugabe verðandi forsætisráðherra landsins. Á myndinni eru Soames, Mugabe og Joshua Nkomo, sem verður innanríkisráð- herra í stjórn Mugabes. Tilkynnt var i gær, að Rhódesía fengi formlega sjálístæði 18. apríl nk. og héti upp frá því Zimbabwe. Karl Bretaprins verður fulltrúi brezku krúnunnar, þegar landið fær sjálfsta'ði og mun hann lýsa því yfir á miðnætti 17. apríl, að Zimbabwe sé orðið sjálfstætt lýðveldi. Afganistan: Hugmyndum um hlutleysi hafnað Moskvu, 14. marz. AP. UTANRÍKSRÁÐHERRAR Af- ganistans og Sovétríkjanna vísuðu í dag á bug hugmyndum Carringtons lávarðar utanrikis- ráðherra Breta um að Afganist- an verði lýst hiutlaust og sovézkt herlið í landinu verði kallað heim. Shah Mohaomad Dost utan- ríkisráðherra Afganistans átti í dag viðræður við sovézka ráða- menn um samband ríkjanna og samdi, að sögn Tass fréttastof- unnar, um ýmis „framkvæmda- atriði“ varðandi dvöl Rauða hers- ins í Afganistan. Gromyko utanríkisráðherra So- vétríkjanna sagði í ræðu í hádeg- Djúpsprengju varpað að ókunnum kafbáti við strendur Svíþjóðar Stokkhólmi, 14. marz. AP. SÆNSKI tundurspillirinn Hal- land kastaði í dag djúpsprengju að ókunnum kafbát undan strönd Svíþjóðar, en kafbátur inn hafði laumast inn á svæði. þar sem fram fóru heræfingai og fylgdist með þeim. Halland elti kafbátinn um svæðið i nokkrar klukkustundir, en þeg ar hann sinnti ekki fyrirmælum um að hafa sig á brott var sprengjunni varpað í um 500 metra fjarlægð frá honum. Fór kafbáturinn þá af svæðinu. Þetta er í fyrsta sinn í 15 ár, að sænskt herskip grípur til þess Sænski tundurspillirinn Halland að kasta sprengju að ókunnum kafbát, en þeir koma oft upp að ströndum Svíþjóðar. Leitað var sérstakrar heimild- ar sænskra hermálayfirvalda til þess að varpa sprengjunni. Skipherrann á tundurspillinum sagði í dag, að hefði kafbáturinn ekki farið eftir að djúpsprengj- unni var varpað hefði hann orðið að kasta sprengju á sjálfan kafbátinn. isverði, sem hann hélt til heiðurs Dost, að aðilar málsins hefðu verið algjörlega og að öllu leyti sammála um þau mál, sem til umræðu voru. Sagði Gromyko, að tilraunir til þess að leysa vanda- mál Afganistans á bak við íbúa landsins væru dæmdar til þess að fara út um þúfur. Sagði Gromyko að þeir sem skipulagt hefðu utan- aðkomandi hernaðarafskipti gegn Afganistan hefðu komist að raun um að þeir myndu mæta harðri mótspyrnu. Dost utanríkisráðherra Afgan- istans sagði í ræðu sinni, að „heimsvaldasinnar" hefðu lagt á ráðin um hlutleysi Afganistans, en afskipti þeirra af innanríkis- málum landsins yrðu ekki þoluð. Dost hélt frá Moskvu í kvöld eftir að hafa verið í borginni í einn sólarhring. Hann lýsti mikilli ánægju með árangurinn af við- ræðum sínum þar er hann hélt heimleiðis. Kosið Teheran, New York, 14. marz. — AP. KOSNINGAR til hins nýja þings í íran hófust í dag, en seinni umferð kosninganna verður 4. apríl. Hið nýja þing mun m.a. taka ákvörðun um hver verða örlög gíslanna í bandaríska sendiráðinu í Teheran. Rann- sóknarnefndin, sem kannar feril 87 far- ast í flug- slysi í Póllandi Varsjá, 14. marz. AP. FLUGVÉL írá pólska flugfél- aginu LOT með 87 manns innanborðs hrapaði í dag skömmu fyrir lendingu á flug- vellinum við Varsjá. Allir þeir. sem með vélinni voru, fórust. I þeim hópi voru 23 úr banda- ríska áhugamannalandsliðinu í hnefaleikum. Vélin, sem var af gerðinni Ilyushin-62, var að koma úr áætlunarflugi frá Bandaríkjunum og Kanada. Hnefaleikamennirnir um borð voru á leið til keppni í Póilandi. í hópi þeirra voru nokkrir, sem taldir voru eiga víst sæti í bandaríska ólympíuliðinu. Flugvélin kom niður í gamalt virki skammt frá Varsjárflugvelli. Ibúðarbyggð er á þessu svæði og þótti mildi að enginn á jörðu niðri skyldi farast. Brak úr vélinni dreifðist yfir stórt svæði og var aðkoman hryllileg að sögn sjón- arvotta. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en það er hið versta sem orðið hefur í Póllandi frá stríðslokum. Þetta er í fjórða sinn sem flugvél af gerðinni Ilyushin-62 ferst, en vélar þessar eru smíðaðar í Sov- étríkjunum og mikið notaðar af flugfélögum í Austur-Evrópu. Skipuð hefur verið rannsóknar- nefnd undir forsæti aðstoðarfor- sætisráðherra Póllands til að kanna orsakir slyssins. 18 farast í Tyrklandi Ankara. 14. marz. — AP. ÁTJÁN menn fórust, þegar banda- rísk herflutningaflugvél fórst í dag í Tyrklandi. Vélin, sem var af gerðinni C-130, hrapaði skammt frá borginni Adana í suðausturhluta Tyrklands og er talið að hún hafi orðið fyrir eidingu. Allir þeir sem fórust voru Bandaríkjamenn. Reza Phalavi í sjúkrahús PanamaborR, 14. marz. — AP. REZA Pahlavi fyrrum íranskeisari var í dag fluttur í sjúkrahús í Panama og er líklegt talið að hann verði skorinn upp vegna sjúkdóms í milta hans. Von var á nokkrum læknum frá Bandaríkjunum til að annast keisarann fyrrverandi og er dr. Michael Debakey, sem er frægur fyrir hjartaflutninga, í þeim hópi. í Iran fyrrum íranskeisara á vegum Sameinuðu þjóðanna, átti í dag fund með Waldheim fram- kvæmdastjóra S.þ. Að honum loknum var tilkynnt að nefndin mundi í bili hætt við að reyna að leysa deilu Bandaríkjanna og írans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.