Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Bókmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Heimsstyrjöldin 1939—1945: SÓKNJAPANA eftir Arthur Zich og ritstjóra Time-Life bóka. Björn Bjarnason íslenskaði. Aimenna bókafélagið 1980. Sunnudaginn 7. desember 1941 réðust Japanir á Pearl Harbor. Þá hófst sókn þeirra sem endaði með miklum landvinningum, svo ótrú- legum að hinir bjartsýnustu í þeirra hópi létu slíkt ekki flögra að sér. Þótt Japanir ættu óvildarmenn inn- an ríkisstjórnar Roosevelts og marg- ir grunuðu þá um græsku var mat Hermenn úr liði Bandarikjamanna og Filippseyja gefast upp við opið á 425 m löngum Malinta-göngunum á Corregidor, þar sem þeir sátu 27 daga undir stórskotahrið. Mynd og myndatexti úr Sókn Japana sem er fjórða bókin í bókaflokknum Heimsstyrjöldin 1939—1945 sem Almenna bókafélagið gefur út. Landvinningar Japana Stanleys Hornbecks, yfirmanns Asíudeildar utanríkisráðuneytisins, líklega dæmigert. Hann taldi að Bandaríkjamenn gætu auðveldlega stöðvað hernaðaraðgerðir Japana á hálfu ári. Sókn Japana eftir Arthur Zich sem nýkomin er út í ágætri þýðingu Björns Bjarnasonar segir ítarlega frá undirbúningi árásarinnar á Pearl Harbor og afleiðingum henn- ar. Eftir á undrast menn það andvaraleysi sem ríkti meðal Banda- ríkjamanna, jafnvel aðvaranir manna sem urðu vitni að því að japanski flugflotinn nálgaðist skot- markið voru að engu hafðar. Zich skrifar: „Á rúmlega einni klukku- stund og fjörutíu og fimm mínútum höfðu Japanir eyðilegt 188 flugvélar og skemmt 159 aðrar. Þeir höfðu sökkt eða valdið stórtjóni á 18 herskipum, þ.á.m. Oklahoma og Ari- zona. Orrustuskipin California, West Virginia og Tennessee yrðu ekki nothæf næstu mánuði. Það tæki nokkrar vikur að gera við Pennsyl- vanina og Maryland. Alls höfðu 2403 Bandaríkjamenn týnt lífi (næstum helmingur þeirra lokaðist inni í Arizona), og 1178 særðust". Japanir misstu 29 flugvélar og flugmenn, auk þess var fimm dvergkafbátum þeirra og einum stórum kafbáti sökkt með allri áhöfn. Ogetið er hörmunga innfæddra. Ömurleg er lýsing Zichs á óförum Bandaríkjamanna og Filippseyinga sem lauk með uppgjöf þeirra á Corregidor. Að vísu tókst að veita nokkurt viðnám undir stjórn Mac- Arthurs, en hjálp skorti frá Banda- ríkjunum. Aðeins þrjú birgðaskip komust til Filippseyja, en japanski flotinn gætti vel siglingaleiða. Sjúk- dómar herjuðu á hermennina og matarskammturinn varð æ minni. Á stuttum tíma lögðu Japanir undir sig landsvæði „sem tekið hafði gömlu nýlenduveldin margar aldir að ná á sitt vald. Margar milljónir ferkílómetra lands í Suðaustur-Asíu — og svo að segja allur vesturhelm- ingur Kyrrahafs — voru komin undir japönsk yfirráð“. Japanir áttu í erfiðleikum með að valda þeim vanda sem skjótur sigur hafði í för með sér. Þeir höfðu færst of mikið í fang. Sem dæmi um fjarlægðir milli japönsku heimaeyjanna og nýju landsvæðanna er nefnt að skip sem sigldi frá Yokohama til Singapors varð að sigla næstum jafn langa leið og skip frá New York til Liverpool Bandaríkjamenn reyndu að finna ráð til að hefna sín á Japönum og láta þá efast um sigurmátt sinn. I apríl 1942 vörpuðu sextán banda- rískar sprengjuflugvélar sprengjum á Tókíó og fjórar aðrar japanskar borgir. Sigur Bandaríkjamanna við Midway var afdrifaríkur því að talið er að japanski flotinn hafi ekki náð sér eftir þá orrustu. Sagnfræðilegt mat getur tekið breytingum frá ári til árs, jafnvel allt snúist við á einum degi. Sókn Japana er bók sem leitast við að skýra margt, en er fyrst og fremst læsilegt rit þar sem myndir og myndatextar skipta miklu máli. Ástæðulaust er að efa að höfundur- inn segi í höfuðatriðum satt frá. Honum er að vísu í mun að réttlæta þátt Bandaríkjamanna og verður tíðrætt um grimmd Japana. Eitt tekst honum vel, en það er að lýsa hnignum nýlenduveldanna í Suð- austur-Asíu og þar með dæma Breta, Frakka og Hollendinga. Það er að vísu auðveldur leikur, enda mörgum tamur. En í gegnum bókina alla skín þrautseigja Japana og óbilgirni sem var sterkasta vopn þeirra í átökum við ofurefli. Hjá þeim komst ekkert annað að en sigur. Úr viðjum raunsæisms Svava Jakobsdóttir: SÖGUR 265 bls. Helgafell 79 Þrjár eldri bækur Svövu Jakobsdóttir, Tólf konur, Veizla undir grjótvegg og Leigjandinn, eru hér felldar saman í eina. Ekki veit ég hvers vegna, en ef til vill hefur upplag þessara bóka verið á þrotum og talið hagkvæmara að gefa út eina stóra bók en þrjár litlar. Það eykur á furðu mína að enginn formáli er fyrir bókinni, en mér virðist að slíkt hefði verið einkar vel til fundið og orðið til að gefa þessari útgáfu nokkurt gildi, umfram venjulega endur- prentun. Hefði í líkum for- mála verið unnt að fjalla um þessar þrjár bækur Svövu og þróun hennar sem rithöfund- ar, sem hlýtur að teljast tímabært og vel við hæfi þegar gefinn er út slíkur vísir að ritsafni. Ég tel að greina megi nokk- uð skýra þróun höfundarins af þessum bókum. Smásögurnar í Tólf konum eru að flestu leyti raunsæislegar og nokkrar í mjög hefðbundnum raunsæis- stíl. Efni þeirra og umhverfi er breytilegt, enda þótt fiestar Mynflllsl eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Það er líf og fjör umhverfis tiltektir Baltasars B. Samp- ers hvar setn hann ber niður, maðurinn er kvikur, léttur á brún og brá og hann geislar miklum lífsþrótti. Allir þessir eiginleikar blasa við manni í myndum hans að Kjarvals- stöðum þessa dagana en þar fer hann á kostum hvað hröð og glæsileg vinnubrögð áhrær- ir, — full hröð og glæsileg á köflum. Það er nefnilega ekki allt fengið með tækninni og glæsileikanum hversu lifandi og létt sem vinnubrögðin eru. Litir og form er dansa um myndflötinn oft sem í tryllt- um hömlulausum leik vilja liggja laust á yfirborðinu, Baltasar að Kjarvalsstöðum tengjast einhvern veginn ekki innri lífæðum myndflatarins. Þetta á að mínum dómi við ýmsar myndir Baltasars á sýningu hans á Kjarvals- stöðum en ljóst er að list- amaðurinn er í mikilli gerjun um þessar mundir, — margt að ske hið innra með honum sem hann virðist moka upp úr sér alveg umbúðalaust. Maður ber virðingu fyrir slíku hisp- ursleysi, sem er næsta fátítt hérlendis og slík vinnubrögð eiga fyllsta rétt á sér en árangurinn vill oft og tíðum verða harla misjafn. Maður tekur fljótlega eftir áhrifum víða að í myndum Baltasars og er ekkert nema gott um það að segja, hann notar stundum upphleypt efni, líklega marmarasand og vinnubrögðin geta þá minnt á landa hans Antoni Tapiés og í sömu mynd koma máski áhrif frá Ameríkumanninum Jim Dine, t.d. í mynd nr. 15, „Ötult embætti". Myndin er hressileg og í henni hvort tveggja kímni og ádeila en einhvern veginn fellur ekki allt saman sem skyldi. Ég felli mig ekki heldur við það er hann setur tölur eða ritmál inn í myndir sínar — maður tekur allt í einu eftir þessu í sumum myndanna og það er líkast aðskotahlut er kemur af stað óþarfa vanga- veltum hjá skoðendum. Á sýningunni eru tvær myndraðir og eru þær fyrir- ferðarmikill hluti sýningar- innar, myndirnar stórar og ábúðarmiklar. Önnur er gerð eftir átta erindum í kvæði Einars Benediktssonar, „Fák- um“, ein mynd fyrir hvert erindi. Hér koma fram mjög misjöfn vinnubrögð en myndir nr. 1, 2 og 8 þykja mér bera af, ýmsir eru þeirrar skoðunar að mynd nr. 1 sé heillegasta mynd sýningarinnar en mér þeirra lýsi stöðu konunnar í nútímasamfélagi. HMM:439 TNR:3 JU:0,3 í öðru smásagnasafninu, Veislu undir grjótvegg, eru umfjöll- unin um stöðu nútíma- konunnar nær alls ráðandi og sögurnar ekki eins aðgengi- legar og „þægilegar" og áður. Það er eins og höfundinum sé nú enn meira niðri fyrir og verði að losa sig úr viðjum raunsæisins til að koma hugs- unum sínum til skila. Þessi þrsi þróun í átt frá raunsæisstefnunni virðist mér svo hafa náð hámarki í skáld- sögunni Leigjandanum, þar sem raunsæið sýnist endan- lega látið lönd og leið. Hvað sem fólki kann að þykja um það, þá held ég að það sé ekkert vafamál að þessi þróun Svövu sem rithöfundar er til góðs. Mér finnst að hin mis- jafnlega áberandi veruleika- slikja sem einatt umlykur smásögurnar hafi truflandi áhrif, ef nokkur, og því gott að losna við hana, en sú virðist mér vera raunin í Leigjandan- um. Svo mikið hefur nú verið rætt og ritað um þessa skáld- sögu að varla mun á bætandi. Til dæmis held ég, að um fáar skáldsögur hafi verið skrifað- ar jafn margar menntaskóla- ritgerðir. Varað hefur verið við því að sögur Svövu verði hæglega oftúlkaðar og að var- ast beri að troða upp á þær einhverri einni ákveðinni merkingu og gera þær þannig að táknsögum (allegóríum). Þetta er mjög viðeigandi var- úðarráðstafanir og eiga að mínum dómi við um allar sögur Svövu nema eina. Sú saga 'er Leigjandinn. Ef þessi skáldsaga fjallar ekki um herstöðvarmálið þá hlýtur hún að vera misheppnuð, því ég veit ekki um neinn sem hefur skilið hana öðruvísi. Hitt er svo aftur annað mál að end- anleg niðurstaða sögunnar virðist mjög á huldu og sjálf- sagt unnt að leggja lok hennar út á ýmsan veg, enda það ugglaust ætlun höfundar. Það er nú einu sinni eðli góðra bóka að vekja spurningar og góðar bækur hætta ekkert að -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.