Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
HLAÐVARPINN
Handbolti ^■■■^^■■^^■■■■j
Múrarinn
leiddi
sitt í úrslit
félag
„ÞAÐ íylgir því mikið álag að
vera í handboltanum. Við stund-
um æfingar og keppni 10 til 11
mánuði ársins. Þá vinn ég við
mina iðn frá 8 og upp í 10 tíma á
dag og síðan bætast við æfingar
og leikir.“ sagði Stefán Gunn-
arsson, fyrirliði Vals. Hann
ásamt félogum sinum í Val vann
það frækilega afrek á sunnudag
að komast í úrslit Evrópukeppni
meistaraliða i handknattleik.
Áhugamennirnir frá íslandi hafa
slegið atvinnumönnunum úti i
hinum stóra heimi við — að baki
liggur þrotlaus vinna.
Þú hefur mörgum herrum að
þjóna — er það ekki krefjandi og
erfitt? „Jú, það segir sig sjálft.
Maður reynir að sinna íþróttinni,
vinnunni og fjölskyldunni. Útkom-
an verður auðvitað sú að eitt tekur
frá öðru og engu sinnt eins og
maður vildi."
Verður þú þá ekki oft þreyttur á
handboltanum? „Það koma stund-
ir, þar sem maður er ósköp leiður
og þá kemur það fram í leikleysu í
liðinu. En ánægjustundirnar bæta
það upp og gott betur. Nú, ég er
enn rosalega þreyttur mörgum
dögum eftir Evrópuleikinn og svo
er einnig um marga félaga mína.“
Spánverjunum var lofað háum
fjárhæðum fyrir að komast í úrslit
Evrópukeppninnar. Þið fáið engar
upphæðir, ekki satt? „Jú, engir
peningar renna í okkar vasa, enda
engir til. Valur er enn í skuld
vegna þátttöku sinnar í Evrópu-
keppninni í ár. Til að mynda var
tap af leikjunum við Brentwood
tæpar 6 milljónir króna. Það eina
sem að okkur er rétt, eru íþrótta-
fötin, sem við klæðumst og jafnvel
það er tiltölulega nýtilkomið, áður
þurftum við að kaupa þau sjálfir.
Okkar umbun er ánægjan og
félagsskapurinn," sagði múrarinn
og fyrirliði Vals, Stefán Gunn-
arsson, að lokum.
Stefán Gunnarsson við vinnu sína.
Ríkið tekur sitt og gott betur ■■■■■■I^^^^^^^^H
Greiða vegaskatt af því
að sigla um höfin blá
Sportbátaeigendur hafa fundið
illilega fyrir olíukreppunni.
Benzínverð hefur hækkað upp úr
öllu valdi og þeim er gert að
greiða vegaskatt. auk fleiri
gjalda, af því að sigla um höfin
bíá! Já, það er margt skrítið i
kýrhausnum. En á siðustu miss-
erum hafa miklar framfarir orð-
ið i díselvélasmiði.
Nýverið kom á markaðinn hér á
landi Mercruiser-díeselvél, en auk
þessarar vélar eru Volvo með
ágætar díeselvélar. Mercruiservél-
arnar eru 145 hestöfl og þegar
fyrsta vélin var sett í bát um
síðustu helgi mældist hraði hans
mestur 31 míla. Hún eyðir um 20
lítrum á fullri keyrslu en við 2800
snúninga eyðir vélin á milli 14 og
15 lítrum á klst. Sá galli er þó á
gjöf Njarðar, að díeselvélarnar
eru mun dýrari en benzínvélarnar.
Vörugjald og tollur fást felld
niður ef um nýjan bát er að ræða.
Þurfir þú hins vegar að setja nýja
vél í gamla bátinn þinn þá færð þú
engan toll felldan niður og ekkert
vörugjald!
m' jibk&l ;■ 11
O': ■■ ■Hfr:' ■■■.
á jy « > • tt ^ j *■ |já| |t
1 . i : ii::: ‘1. 1
Mercruiservél var sett um síðustu helgi í bát frá Mótun.
Mynd Mbl. Ó.K.M.
íleiðinni
Fyrsti
íslenzki
tannlækna-
stóllinn
smiðaður
á Húsavík
í ÞVÍ frábæra blaði Vikurblaðinu var nýlega skýrt frá fyrsta
tannlæknastólnum, sem smiðaður er hér á landi og auðvitað á
Húsavik. Hönnuður stólsins er Guðjón Halldórsson tæknifræðing-
ur hjá Tækniþjónustunni sf þar á staðnum.
í Víkurblaðinu segir síðan.
Stóll þessi er nú í notkun á tannlæknastofunni á Húsavík, og að
sögn Óla Austfjörð, sem sá um uppsetningu á stólnum, hefur hann
marga kosti fram yfir innflutta stóla. Hann sé að vísu þyngri og
eyði meira rafmagni, en um leið traustari og engin hætta á að hann
fari úr „fúnksjón" þó menn, vel yfir meðallag, setjist í hann.
Guðjón tjáði VÍKURBLAÐINU að hann væri nú að hefja smíði
næsta stóls, og hægt væri að vinna hann að mestu hér á staðnum,
þ.e.a.s. allt nema plasthúðunina.
Stólinn kallar Guðjón ÝMA 100, og þarf varla að taka það fram,
að þó markaður fyrir tannlæknastóla sé ekki stór, 6—8 stólar á ári,
þá er um töluverðan gjaldeyrissparnað að ræða ef hægt er að
framleiða stólana hér heima.
VÍKURBLAÐIÐ óskar Guðjóni til hamingju með afkvæmið og
vonandi eiga margir tannskemmdir Þingeyingar eftir að engjast
sundur og saman í þessum kjörgrip, ef á annað borð menn trassa að
hugsa um tennur sínar. -js.
Húsvíkingar
mikið fyrir
mæruna:
„Sannleikurinn svartari en
svartsýnustu menn héldu44
OG ENN um tennur og tannlækningar á Húsavík. Sigurjón
Benediktsson tannlæknir á staðnum skrifar merka grein í
Víkurblaðið og kallar hana „Mærumeiðingar“. Þar ræðir hann
um sælgætiskaup Húsvíkinga og hættur samfara of miklu
sykuráti. „Minnkum sykurátið“ eru einkunnarorð Sigurjóns, og
verður hér gripið niður í grein hans:
„í litlu samfélagi eins og Húsavík er fróðlegt og óhugnanlegt að
kynna sér stöðu þessara mála. Fróðlegt, því það svarar mörgum
spurningum tannlæknis- og læknisfræði og óhugnanlegt vegna þess
að sannleikurinn er svartari en svartsýnustu menn héldu.
Eins og allir vita eru tannlækningar dýrar. Mjög dýrar segja
efalaust flestir. Samkvæmt upplýsingum Katrínar Eymundsdóttur
forseta bæjarstjórnar, er áætlað að á þessu ári verði varið 20
milljónum til tannlækninga barna á skólaskyldualdri hér á
Húsavík. En til hvers eru þessar 20 milljónir notaðar? Þær eru
notaðar til að borga brúsann af sykurfíkn þegnanna. Það kemur
einmitt í ljós við athugun á sölu sælgætis og sykraðra gosdrykkja í
fjórum verslunum (sjoppum) hér á Húsavík, að Húsvíkingar höfðu
efni á að eyða 16, já sextán milljónum króna í mæru í
janúarmánuði. Þetta skiptist þannig:
Eins mánaðar sala í fjórum sölustöðvum á Húsavík:
SYKRAÐIR GOSDRYKKIR kr. 8.150.000.-, SÆLGÆTI kr.
7.800.000.-
Samtals u.þ.b. 16 milljónir á einum mánuði úr fjórum sölubúðum.
Sýna má fram á að Húsvíkingar og nærsveitamenn hafa þambað
fimmtán þúsund, já 15.000 lítra af sykruðum gosdrykkjum í
janúarmánuði, úr þessum fjórum verslunum. Samkvæmt töflum er
það nálægt 750 kg af unnu kolvetni. Sælgætið gæti gefið allt að því
100% meira af hreinu kolvetni, eða u.þ.b. 1500 kg. Einungis þessi
sykur í fjórum sölustöðvum gefur þannig 2.150.000 kílókalóríur en
hver einstaklingur þarf nánast 2.400 kílókaloríur til að lifa og
starfa hvern dag. Augljóst er, að þetta sem talið hefur verið fram
hér er aðeins lítið brot af kolvetnisnotkuninni. I skóbúðum,
gjafavöruverslunum, og jafnvel bókabúðum auk öllum matvöru-
verslunum er mæra á boðstólum auk allra kolvetnisfæðutegunda
sem telst almennur matur.
Þannig kaupum við vandamál á 180 milljónir á ári, í þessum
fjórum sölubúðum, og höldum að við leysum það með 20 milljónum
til tannlækninga og 20 milljónum til annarrar heilsugæslu, því
sykurát hefur einnig áhrif á önnur líffæri en tyggingarfærin.
Gísli G. Auðunsson héraðslæknir telur að hér sé lítið um
svokallaða æskusykursýki, en sykursýki í eldra fólki sé hér vaxandi
og haldist líklega í hendur við aukið sykurát. Einnig telur hann að
offita, þ.e. þyngd umfram kjörþyngd, sé hér algeng. Yfirlæknir
sjúkrahússins telur víst að sykurofát sé neikvætt menningarfyrir-
bæri sem valdi fjölda fólks óþægindum og sjúkdómum."