Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
17
Ernir Snorrason
Heimir Pálsson
Gylfi Gislason
Jónas Pálsson
Þorkell Helgason
lýsingu Menntaskólans við
Hamrahlíð, þar sem nám fer fram
í fulri samvinnu við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík), en við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti er lista-
sviðið fremur það sem eðlilegt
væri að kalla „myndlistarsvið" og
samtals eru 48 einingar af 147 í
myndlist — hvergi hefur enn verið
sett á fót leiklistarsvið svo mér sé
kunnugt um, og leiklist virðist ekki
skipa mikilvægt rúm innan þess
sem þegar var getið."
Þorkell Helgason dósent talaði
um list í háskóla. Sagði m.a.:
Háskóli Islands veitir ekki fræðslu
í listum. Nám í háskóla er í eðli
sínu sérnám, og þetta afdráttar-
lausa svar tekur mið af því. Hitt er
annað mál, að í kennsluskrá Há-
skólans er að finna nokkur nám-
skeið, sem telja mætti til lista-
fræðslu, en þar er þá eingöngu um
að ræða hliðarnám annars sérn-
áms á listasviði. Þannig er boðið
upp á listasögu, sem ætluð er
sagnfræðinemum, og guðfræði-
nemar njóta allverulegrar þjálfun-
ar í söng og tónmennt. Er raunar
kennarastaða í þeim fræðum við
guðfræðideild; að vísu einungis
hlutastaða.
Og í lokin sagði Þorkell: Hlut-
verk háskóla er að veita hina
æðstu sérmenntun. Listfræðsla
gæti því aldrei orðið hjáverk
háskólans. Eigi Háskólinn að
sinna listfræðslu, verður að stíga
þar skref til fulls og stofna há-
skóladeild í listum. En þar sem
nokkrir listaskólar landsins eru nú
þegar að hasla sér völl sem lista-
háskólar, væri hér um stefnu-
breytingu að ræða. Ég tel það því
Stefán Edelstein
Einar Hákonarson
Þrándur Thoroddsen -
Pétur Einarsson
Hrafn Gunnlaugsson
álitamál, sem vel þurfi að skoða,
hvort færa eigi hina æðstu lista-
fræðslu inn í Háskólann. En annað
mál er, að Háskólinn opni gáttir
sínar fyrir ferskum andblæ lista,
t.d. með því að koma á fót
nokkrum gististólum fyrir lista-
menn.
• 50 tónlistarskólar
Stefán Edelstein skólastjóri
talaði um hlutverk og tilgang
tónlistarskóla. Hann sagði: í þessu
landi eru starfandi tæplega 50
tónlistarskólar, þar af 5 í í
Reykjavík en 10 alls á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Á 7. þúsund
nemendur stunda nám í þessum
tónlistarskólum. Þeir eru reknir
samkvæmt lögum frá 1975. Kjarni
þessara laga er, að sveitarfélög og
ríki skipta með sér launakostnaði
á helmingsgrundvelli. Launa-
greiðslur vegna tónlistarskólanna
voru á árinu 1979 rúmlega 1
milljarður króna.
Síðar sagði hann: Samfélag okk-
ar einkennist m.a. af því að alls
kyns framboð af menningar-, lista-
og afþreyingarefni gerir einstakl-
ingana óvirka. Sjálfstæð smekk-
mótun og myndun gildismats hjá
einstaklingum, hvort sem um er að
ræða börn, unglinga eða fullorðna,
er í hættu vegna þessa framboðs.
Því óvirkari sem þessir viðtakend-
ur eru því líklegra er t.d. að
svokallaður skemmti- eða afþrey-
• -'tornineur seljist. Hvað tón-
------------ . , , _ ^
list viðvíkur má halda þvi iram „„
músikmarkaðurinn, sem sérhæfir
sig í svokallaðri léttri músik (sem
hér er notað sem safnheiti yfir
popp, diskó, dægurlög o.s.frv.) hafi
beinlínis hagnað af því að halda
framleiðslugæðum sínum í lág-
marki. Dómgreind músikneytenda
og gagnrýnin hlustun sljóvgast af
lágkúruformúlum sem sífellt er
haldið að þeim. Faguruppeldi, þar
með talið tonlistaruppeldi á því í
vök að verjast gegn ofurvaldi vel
skipulagðs skemmtiiðnaðar sem
hyggir á gróðasjónarmiðum einum
saman. Tónlistarkennsla í tónlist-
arskólunum er því mikilvægt
mótafl gegn þeirri óvirkni sem svo
mjög einkennir samfélag okkar.
Nemendur tónlistarskólanna eru
virkir í hljóðfæraleik, þeir læra að
hlusta á virkan hátt og greina
tónlist, taka þátt í skapandi tón-
listarathöfnum og verða smátt og
smátt gagnrýnir þátttakendur,
bæði á eigin sköpun og tónlistarf-
lutning, svo og gagnrýnir neytend-
ur þess sem aðrir skapa og flytja.
Vissulega er þetta hægfara þróun,
en hún byggir á sívaxandi reynslu
og þroska einstaklinganna.
Einar Hákonarson skólastjóri
talaði um myndmennt og ræddi
þar um Myndlista- og handíða-
skóla Islands: Skólinn er marg-
þættur, og segja má að innan
veggja hans rúmist fjórir skólar,
sem í mörgum löndum eru allt
sjálfstæðar stofnanir: I fyrsta lagi
er skólinn myndlistarskóli, í öðru
lagi listiðnaðarskóli, í þriðja lagi
kennaraskóli og fjórði þátturinn er
sú þjónusta, er skólinn veitir með
námskeiðum fyrir áhugafólk um
tómstundaiðju og fyrir þá, er vilja
mennta sig til meiri hæfni og
lífsánægju. Nú nýverið hefur verið
gerð umtalsverð kerfisbreyting á
skólanum með því að færa undir-
búningsnám í almennum mynd-
listagreinum meira út frá skólan-
um til fjölbraútaskóla, svo og til
myndlistarskólans á Akureyri.
Sérdeildanámið í Myndlista- og
handíðaskólanum verður þá 3 ár,
en var tvö ár áður.
Ekki er ofsögum sagt að lista-
skólar ísl. ríkisins hafi verið oln-
bogabörn menntakerfisins. Allir
eru þeir hafðir í húsnæðissvelti.
Áhugaleysi stjórnvalda fyrir þess-
um stofnunum er mjög áberandi.
Þegar reynt var að fá verknáms-
skólahúsnæði, sem losnaði á
síðastliðnu ári hér í borg fyrir
Myndlista- og handíðaskóla
Islands, ákváðu ráðamenn að
hundsa allar .okkar beiðnir um
þetta húsnæði og settu þar á stofn
bóknámsdeildir og tvístruðu verk-
færum og aðstöðu þessa skóla-
húsnæðis. Það læðist að manni sá
grunur, að þessi aðiljar og margir
aðrir ráðandi menn í þessu landi
hafi ekki hugmynd um, hvað sé
myndlist og hvaða not og lærdóm
má af henni hafa. Satt er að ekki
er um langa hefð að ræða í
myndlist okkar, ekkert í líkingu
við þá hefð, sem til er í bókmennt-
um.
• 50-60 nýnemar
í leiklist
Pétur Einarsson skólastjóri talaði
um stöðu leiklistarmenntunar í
dag. Sagði m.a.: í framhaldskóla-
frumvarpinu er ákvæði um að á
því ári, sem nemandi verður 19
ára, geti hann hafið nám í fram-
haldsskóla án þess að fullnægja
lágmarkskröfum eða öðrum inn-
gönguskilyrðum frumvarpsins.
Hvergi í frumvarpinu er að finna
heimild til að takmarka fjölda
nemenda með hæfniskönnun, en
hæfniskönnun er eina raunhæfa
leiðin til að velja nemendur í
Leiklistarskóla íslands. í öllum
þeim skólum sem ég þekki til á
Norðurlöndum eða annars staðar,
hvort sem þeir eru ríkis- eða
einkaskólar, allir þessir skólar,
undantekningarlaust, takmarka
aðgang og velja nemendur með
hæfniskönnun. Ef frumvarp þetta
yrði samþykkt óbreytt hvað snert-
ir Leiklistarskóla íslands má gera
ráð fyrir að skólinn yrði að taka
við 50-60 nýjum nemendum árlega.
Hver trúir því að fjárveitingar-
veitingar til skólans? Húsnæðis-
þörf skólans ni^ "'argfaldast.
Við eigum enga möguleika að afla
hæfra kennara fyrir allan þennan
fjölda. Ergo, eina leiðin yrði að
þynna út kennsluna, sem þessu
nemur og slá af öllum kröfum
skólans til samræmis við það.
Slíkur skóli getur aldrei verið
æðsta menntastofnun í leiklist. Sú
námsskipan sem frumvarpið gerir
ráð fyrir er á engan hátt samrým-
anleg leiklistarnámi. Skólinn getur
ekki bætt á sig kennslu sem lýtur
að almennri menntun né valgrein-
um, eins og frumvarpið gerir ráð
fyrir. Skólinn getur ekki útskrifað
helming eða hluta leikara eins og
frumvarpið gerir ráð fyrir. Skipu-
lag námsins er allt ein órofa heild
byggð á ákveðinni þróun.
Þrándur Thoroddsen kvik-
myndagerðarmaður talaði um
kvikmyndaskóla og kvikmynda-
mennt. Hann sagði m.a.: íslend-
ingar hafa leitað víða til að aflá
sér menntunar í kvikmyndagerð:
Til Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu,
Pólland, Svíþjóðar, Danmerkur,
Þýzkalands, Frakklands, Bret-
lands og Bandaríkjanna. Þá vakn-
ar sú spurning hvort ísland telur
sig hafa þörf fyrir þetta fólk. Rúm
tylft manna hefur snúið heim að
loknu kvikmyndanámi. Þetta fólk
hefur flest reynt að bjóða sjón-
varpinu vinnu sína á einhvern
hátt. Nú eru þar 3—4 kvikmynda-
skólagengnir menn í föstu starfi.
Aðrir hafa reynt að selja stofnun-
inni vinnu sína eða framleiðslu
með misjöfnum árangri. Sjónvarp-
ið heldur ekki uppi neinni skipu-
legri fræðslu eða menntunar-
starfsemi fyrir starfsfólk sitt og
virðist ekki telja sig hafa þörf á
fleira kvikmyndalærðu fólki í
bráð. íslenzk kvikmyndagerð und-
anfarinna ára utan sjónvarps hef-
ur því að mestu snúist um gerð
sjaldan tilfallandi fræðslu- og
kynningamynda fyrir stofnanir og
bæjarfélög og svo auglýsinga-
mynda. Nýstofnaður kvikmynda-
sjóður lofar þó góðu, takist að afla
fjár til hans og skipuleggja starf-
semina svo að gagni megi vera.
• Listalífið ekki
forngripasafn
Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur
talaði um menningarpólitík. Sagði
í lokin:Ný fjölmiðlunartækni hefur
breytt þýðingu og hlutverki hverr-
ar menningarstofnunar á fætur
annarrar og aukið þær kröfur sem
við gerum á hendur þeim. Ég held
að flestir vilji frekar hlusta á
níuna hans Beethovens á full-
komnum hljómflutningstækjum í
friði og ró heima hjá sér, heldur en
að fara upp í Háskólabíó. Hins
vegar er aðeins ein leið opin til að
kynnast nýjum íslenzkum tónverk-
um, þ.e. að hlusta á íslenzku
sinfóníuna flytja þau, enda ætti
það að vera aðalsmerki sveitarinn-
ar að flytja ís. tónlist. Ég á
sömuleiðis afskaplega erfitt með
að trúa á íslenzka óperu, nema
samdar séu íslenzkar óperur sem
ástæða er til að flytja. Framtak
íslenzku óperunnar var gott, en nú
vantar bara efni að vinna úr:
höfunda sem hafa eitthvað að
segja okkur. Öflugt listalíf byggir
á því að fram komi verk, sem eiga
erindi við samtíðina og eiga því
heimtingu á að verða flutt. Lista-
lífið má aldrei breytast í forn-
gripasafn þar sem dregin eru fram
gömul verk og dustað af þeim
rykið, aðeins vegna þess að ekkert
nýtt er að gerast.
Kjartan Ragnarsson leikari
flutti lokaerindi, áður en pall-
borðsumræður hófust, og nefndi
það Maður og list. Hér hafa verið
flutt yfir 50 erindi af ólíkum
mönnum um ólík viðfangsefni,
byggð á ólíkri reynslu. En öll
umræða hér hefur samt hnigið í
eina átt. Hvort sem listamennirnir
hafa sjálfir lýst stöðunni innan
sinnar listgreinar eða íeikmenn
rætt hlutverk lista í víðara sam-
hengi, þá er niðurstaðan úr þess-
um erindum nær öll á sama veg:
„Listir ber að efla“, krafa um
einhverja meðvitaða menningar-
stefnu stjórnvaida og skilning
þeirra á því að lifandi listir eru sá
hluti þjóðlífsins sem gerir þjóð að
Þjóö. „ - .
(E.Pá tók sanin,",
i