Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Mikil hætta á fjölg- un minks verði verð- laun ekki hækkuð — segja minkaveiðimenn FÉLAG refa- ok minkaveiðimanna berst um þessar mundir fyrir hækkuðum verðlaunum fyrrr að vinna mink, en þau nema nú krónum 1.500 fyrir hvert minkaskott sem menn leggja fram. Tveir félaKsmenn, þeir Ilörður Ilauksson og Rúnar Ilauksson, tjáðu Mbl. að verðið hefði ekki hækkað sl. 4—5 ár og væri það nú langt undir því sem það var fyrst þegar það var tekið upp. Árið 1957 þegar tekið var að veita verðlaun fyrir unna refi og minka voru greiddar 350 krónur fyrir hvert tófu- skott og sögðu þeir Hörður og Haukur að nú þyrfti það að vera milli 12 og 15 þúsund krónur ætti það að vera sambærilegt við upphaflega verðið. Síðast hækkaði þar úr kr. 750 í 1.500, en það hefði ekki hækkað sl. ár og væri því brýn nauðsyn að fá hækkun. Hún gengi mjög hægt og stirðlega fyrir sig þar sem 3 ráðuneyti þyrftu að samþykkja hana og því væri e.t.v. svo seinlegt að hrinda henni í framkvæmd. Sögðu þeir að nú væru um 30 félagsmenn í Félagi refa- og minkaveiðimanna, en sýnt væri að menn gætu ekki lagt á sig langar ferðir og mikla vinnu til að eyða ref og munk fyrir aðeins 1.500 króna verð- laun. Sögðu þeir menn stund- um fara saman 4—5 á einum bíl og dreifa sér um ákveðið svæði, en færu menn hins vegar 4—5 á jafnmörgum bílum væri hægt að ná yfir mun stærra svæði og því möguleiki á mun betri ár- angri. Þeir minntu á það ákvæði laga að sveitarstjórnum bæri að sjá svo um að tvisvar á ári væri leitað grenja, en þessi lága verðlaunaupphæð hvetti menn vart til dáða. Það væri því nú mikil hætta á að ref og mink fjölgaði en að und- anförnu hefur tekizt að halda í við fjölgun refa. Aðalatriðið væri nú að hægt yrði að halda áfram að vinna mink og því yrðu stjórnvöld að ýta undir þá starfsemi með hækkuðum verðlaunum og þá myndu kannski bænd- ur gefa henni gaum og gefa sér tíma til að leggja minka- gildrur við túnfótinn þar sem vitað væri um ferðir minka. Við minkagreni. Fiskana hafði minkurinn dregið heim i grenið. Hér hefur veiðimönnum tekizt að vinna á lágfótu þar sem hún var að rífa í sig lamb. Minkur gerir oft usla í iundabyggð og hér liggja nokkrir í valnum. í fyrri grein var sagt frá undirbúningi að plöntun trjáa í garða, og um leið var nefnt að árið væri ekki einvörðungu mið- að við plöntun trjáa. Fólk verður einnig að hirða og snyrta þau tré, sem komin eru á legg. Á þessu er mikill misbrestur um land allt. Einkum er grisjun og snyrtingu víða áfátt. I mörgum görðum eru tvisvar og jafnvel þrisvar sinnum fleiri tré en ættu að vera. Sá tími árs, sem nú fer í hönd, og fram að því er klaka leysir úr jörð, er heppilegasti grisjunar- tíminn. Ávallt er fleiri trjám plantað, bæði í garða og skóglendi, en ætlast er til að standi þar til frambúðar. Þetta er gert af tvennum ástæðum, sumpart til að trén skýli hvert öðru meðan þau eru á unga aldri og sumpart til þess að geta valið á milli trjáa, sem hafa fallegt vaxtar- lag, og hinna, sem eru minna virði. En svo vill það gleymast eða lenda í undandrætti að grisia í tímn Aflsiðinsin er sú, að allt vex upp í einni beðju, trén varpa alltof miklum skugga á garðana og umhverfi sitt, og lítillar prýði. Hæfileg grysjun í tíma er jafn nauðsynleg og þétt plöntun er í upphafi. Þá fá fallegustu trén notið sín á eðlilegan hátt og skugginn af trjánum á annan gróður verður minni en ella. Erfitt er að gefa nákvæmar reglur fyrir grisjun í skrifuðu máli, en markmiðið með grisjun- inni er að veita fallegustu trján- um nægilegt vaxtarrými. Þegar krónur trjánna fara að slást saman að einhverju marki fer að verða tímabært að fella eða fjarlægja þau, sem keppa við framtíðartrén. Sé horfið að því ráði að grisja trén meðan þau eru um mannhæð eða svo má oft taka þau upp með rótum og flytja í aðra garða. Getur þetta komið sér vel fyrir nýbeggjendur eða nágrannana. Yfirleitt er auðvelt að flytja allar trjáteg- undir snemma vors nema furur. Þær þola illa flutning yfirleitt og skyldu menn varast að flytja þær ef þær eru komnar yfir hálfan metra á hæð. Tfiórw '-‘Tf nlonlqft í hp/S mpft M. iJMUI C1 U1 L piuilVMv I JZ J 1.5 til 2 metra millibili, en fullvaxin tré mega J „1 _ vtCpílSl s~r.„ú ú*r nvert öðru en með 4 metra bili. Að þessu marki verður að stíla við allar grisjan- ir. Þó er aldrei ráðlegt að taka fleiri tré en nauðsyn krefur í hvert skipti. Auðvelt er að fá garðyrkju- merfn á þessum tíma árs til að grisja, og kunna flestir þeirra góð skil á grisjun. Vilji menn hinsvegar fást við þetta sjálfir er nauðsynlegt að afla sér góðra verkfæra. Til þess þarf sérstakar sagir, stórtenntar og útlagðar vel, stórar klippur og handklipp- ur, en þetta eru verkfæri, sem hver garðeigandi verður að eiga. Þá eru og nokkur atriði, sem garðeigendur verða að hafa í huga og bæta úr ef þörf krefur. Víða slapa greinar út yfir gangstéttir og sumar svo langt niður að til óþæginda er fyrir gangandi fólk. Slíkt má ekki eiga sér stað og verður að klippa slíkar greinar af. Ennfremur geta trjáraðir skyggt á lóð ná- grannans og auðvitað verður að grisja þær, ef þess er óskað. Þegar stór tré eru felld er oft hagkvæmt að geyma og þurrka gildustu bolina. Úr þeim getur fengist eróðnr ■_ , , * „______ oiiuoaviður, t.d. ur birki, álmi, hlyn og jafnvel úr ösp. Reynir er aðeins nýttur til rennismíði því hann heldur illa Hákon Bjarnason: Prýðum lanctió-píontum tijám! 2. grein nöglum. Lerki og fura er hvort- tveggja góður og fallegur smíða- viður, og ekki má gleyma gull- regni, sem hefur einkennilegan tvílitan við, vel fallinn til skrautmuna. Auk nauðsynlegrar grisjunar er oft nauðsyn að snyrta tré í uppvexti. Einkum þarf að hyggja að birkinu. Islenska birkið er svo sundurleitt að mörgum tr;«— - “‘if11 ___,ui til að mynda grofar hliðargreinar, sem verða til lýta þegar trén stækka. Á stundum vex það upp af mörgum stofnum og er þá ekki ráð nema í tíma sé tekið að fækka þeim meðan trén eru ung. Með því að laga birki til á fyrstu árunum má oftast fá upp mjög falleg tré, einhver þau fegurstu, sem völ er á. Birki er mjög notað sem garðtré um öll Norðurlönd, en hvarvetna er það snyrt og lagað til í uppvexti, og ekki er síður ástæða til að gera slíkt hér. Mörg tré, ekki hvað síst reyn- ir, setja oft rótarskot þegar eitthvað amar að, t.d. áburðar- skortur. Öll rótarskot á að fjar- lægja strax og þeirra verður vart. Fyrir kemur að tré verði tvítoppa á unga aldri og á þá að klippa annan burt. Limgerði á að klippa á þessum tíma hafi það ekki verið gert á síðasta hausti. Ýmsir velta því fyrir sér, hvort eigi skuli mála yfir þau sár sem koma þegar greinar eru stýfðar. Yfirleitt er þess ekki þörf við minni háttar greinar, en sé um stór sár að ræða uppi við stofn er langbest að bera fúa- varnarefni í sárin í þurru veðri. Að lokum skal þess aðeins getið, að þurfi að sníða gildar og þungar greínar af íFjám VGFður að gera það í tvennu lagi. Fyrst skal sagað upp í greinina skammt frá stCÍr.Í en síðan er sagað að ofan uns greinin er í sundur. Þetta er gert til að börkur dragist ekki af grein og stofni þegar greinin losnar. Síðan er stubburinn sagaður af þétt við stofninn. Grisjun og snyrting trjáa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.