Morgunblaðið - 15.03.1980, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
Sviðsmynd úr leikritinu „Ofvitinn“ sem verður m.a. á fjölum Iðnó um
helgina.
Miðnœtursýningar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir í kvöld
einþáttungana „Náttfari <>g nak-
in kona“ og á sunnudagskvöldið
leikrit Gorkis, „Sumargestir".
Auk þess verður barnaleikritið
„óvitar“ sýnt í Þjóðleikhúsinu
báða dagana kl. 15.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í
kvöld „Er þetta ekki mitt líf“ en á
sunnudagskvöldið leikritið „Ofvit-
inn“ sem gert er eftir sögu Þor-
bergs Þórðarsonar en er í leikgerð
Kjartans Ragnarssonar.
Þá verður miðnætursýning hjá
L.R. í Austurbæjarbíói kl. 11.30 í
kvöld, laugardagskvöld. Er þar
sýndur gamanleikurinn „Klerkar í
klípu“. í Kópavogsbíói verður
einnig miðnætursýning í kvöld.
Þar sýnir Leikfélag Kópavogs
gamanleikritið „Þorlákur þreytti".
FYRIR BÖRNIN
Þessar tvær persónur koma við sögu í leikþáttum Leikbrúðulands um
meistara Jakob.
Meistari Jakob og Ovitar
LEIKBRÚÐULAND, Fríkirkjuvegi 11, sýnir á morgun kl. 15 leikþætti
um hina kunnu þjóðsagnapersónu meistara Jakob. Þá verða sýningar á
barnaleikritinu Ovitar í Þjóðleikhúsinu bæði i dag og á morgun kl. 15.
TÓNLEIKAR
Þursaflokkurinn
ÞURSAFLOKKURINN sem nýkominn er úr hljómleikaferð um
iandsbyggðina heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í dag,
laugardaginn 15. mars kl. 14.
DANSHÚS Reykjavíkur verða
opin um helgina eins og venja
er til. Má þar nefna óðal,
Hollywood, Klúbbinn, Hóteí
Sögu, þar verður Útsýnarkvöld
á morgun, og Hótel Borg en þar
verður opið hús í kvöld en á
morgun verða þar gömlu dans-
arnir. í Þórscafé verður einnig
opið samkvæmt venju í kvöld en
á morgun verður þar fimmta
sýning á Þórskabarett. Höfund-
ar og aðalleikarar eru þeir
bræður Halli og Laddi ásamt
eftirhermunni Jörundi Guð-
Þeir Halli, Laddi og Jörundur eru „höfuðpaurar" Þórskabaretts.
Ljósm. Emilía.
DANSHÚS
99Eitt það besta sem
ég hef tekið þátt í“
mundssyni en auk þeirra koma
þar fram meðlimir úr íslenska
dansflokkinum. Kabarettinn er
byggður upp á stuttum atriðum
og eru þau öll í mjög léttum dúr
að sögn Ilalla, Haralds Sigurðs-
sonar.
Kabarettinn er eingöngu ætl-
aður matargestum í Þórscafé.
Kl. 20 koma kokkar fram í salinn
og steikja fyrir gestina en sjálf-
ur kabarettinn hefst kl. 22. Sagði
Halli að mjög góð stemmning
hefði verið meðal gestanna á
— Segir Haraldur
Sigurðsson,
Halli, um
Þórskabarett
öllum sýningum til þessa og fullt
hús hverju sinni.
„Þetta er eitt það besta sem ég
hef tekið þátt í í skemmtanaiðn-
aðinum, það er svo sérstaklega
góð stemmning meðal gestanna.
Við erum hér líka að gera það
sem við viljum gera og höfum
lengi gengið með í maganum."
Halli sagði að líklega yrðu
nokkrar sýningar á Þórskabar-
ett í viðbót en um mánaðamótin
færu þeir félagar hann, Laddi og
Jörundur í ferð um landið með
Fegurðarsamkeppni íslands.
Hann kvað þó ekki loku fyrir það
skotið að sýningar á kabarettn-
um yrðu teknar upp aftur næsta
haust og þá ef til vill með öðru
efni.
Sigríður Þorvaldsdóttir í hlutverki sínu í Veiðiferðinni.
KVIKMYNDIR
Veiðiferðin sýnd í
Reykjavík og á Akureyri
MYNDLIST
Grafíksýning
í Norræna
húsinu
BALTASAR og Pétur Behr-
ens sýna um þessar mundir
olíumálverk á Kjarvals-
stöðum. Sýningu þeirra lýkur
á sunnudag.
í dag verður opnuð í kjall-
ara Norræna hússins grafík-
sýning á vegum Konstnárhus-
ets Grafikgrupp. Þar sýna 15
listamenn grafíkverk, þeir eru
Rune Petterson, Kerstin
Abram-Nilsen, Bertil Almlöf,
Gerry Eckhardt, Lennart
Forsberg, Hans Hamngren,
Karl Erik Hággblad, Lars
Lindeberg, Birgitta Lundberg,
Alf Olsson, Ursula Schútz,
Nils G. Stenqvist, Lars
Stenstad, Gunnar Söderström
og Nalle Werner.
í veitingahúsinu Þórscafé
verður á morgun sýning á
verkum Hreggviðs Hermanns-
sonar og í Gailerí Suðurgata 7
er sýning á verkum banda-
riska listamannsins Dave
Defrandis. Sýningu hans lýkur
á morgun.
Höfundur þessa grafíkverks
er Hans Hamngren og er
hann meðal þeirra 15 lista-
manna sem sýna verk sín i
Norræna húsinu um þessar
mundir.
ÍSLENSKA fjölskyldukvikmynd-
in Veiðiferðin verður sýnd í
Austurbæjarbíói í Reykjavík og
Borgarbíói á Akureyri nú um
helgina.
Kvikmyndin var frumsýnd s.l.
laugardag á þessum tveimur
stöðum. Framleiðendur eru þeir
Gísli Gestsson og Andrés Indriða-
son sem jafnframt samdi handrit-
ÚTIVIST og Ferðafélag íslands
bjóða upp á göngur og skíða-
göngur um helgina. Hjá Útivist
verður farið í skíðagöngu um
Mosfellsheiði kl. 10.30 á sunnu-
dagsmorgun og eftir hádegið
verður styttri ganga um Reykja-
ið. Myndin segir frá sunnudegi á
Þingvöllum og koma þar ýmsar og
misjafnar persónur við sögu.
Helstu leikendur eru Sigurður
Karlsson, Sigríður Þorvaldsdóttir,
Sigurður Skúlason, Pétur Einars-
son, Guðrún Stephensen, Klemenz
Jónsson, Haraldur Sigurðsson,
Þórhallur Sigurðsson, Guðmundur
Klemenzson. Kristín Björgvins-
dóttir og Yrsa Björt Löve.
fell og sameinast báðar göngurn-
ar undir lokin.
Ferðafélagið býður upp á
gönguferð á Skálafell á Hellisheiði
og verður lagt af stað kl. 13 á
sunnudaginn. Á sama tíma verður
einnig lagt upp í skíðagöngu á
Hellisheiði.
ÚTIVERA
Skíða- og gönguferð