Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 21
HVAÐ ER AD GERAST I RÆNUM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
21
Atriði úr rokkóperunni Gulldrengirnir.
Hafnarfjöröur
Gulldrengirnir
LEIKLISTARKLÚBBUR Flens-
borgarskóla sýnir rokkóperuna
Gulldrengirnir sunnudaginn 16.
mars kl. 21. Leikritið er byggt á
verki eftir Peter Terson, Zigger-
Zagger, Zigger-Zagger, og var
frumsýnt í unglingaleikhúsinu
British National Youth Theatre.
Birgir Svan Símonarsson þýddi,
endursamdi og staðfærði verkið
fyrir Nemendafélag Flensborg-
arskóla. Sigurður Rúnar Jónsson
samdi og útsetti tónlist við sýn-
inguna og jafnframt sér hann um
kór og hljómsveitarstjórn. Leik-
stjórnin er í höndum Ingu Bjarna-
son. Önnur sýning á Gulldrengj-
unum verður þriðjudaginn 18.
mars kl. 21 í Flensborgarskóla.
Fyrirhugað er að sýna Gulldreng-
ina á Akureyri sunnudaginn 23.
mars kl. 21.
DANSSÝNING
Sýna
norræna
dansa
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
verður með danssýningu í Austur-
bæjarbíói í dag, laugardaginn 15.
mars, kl. 14:30. Kemur þar fram
fólk á öllum aldri allt nemendur
félagsins, ásamt söngvurum og
hljóðfæraleikurnum undir stjórn
kennaranna, Kolfinnu Sigurvins-
dóttur og Helgu Þórarinsdóttur.
Þeir dansar sem þar verða sýndir
eru allir norrænir.
BÍLASÝNING
Rall-bílar
og útbún-
aðurþeirra
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur heldur bílasýnigu laugardag
og sunnudag 16. og 17. mars í
húsakynnum bílasölunnar Braut-
ar, Skeifunni 11. Verða þar sýndir
rallí-cross bílar og rallbílar og
einnig verður áhersla lögð á að
kynna þann öryggisútbúnað og
annan búnað sem sérstaklega er
krafist í bifreiðar af þessu tagi. Á
sýningunni gefst mönnum kostur
á að skrá sig í rallskóla Bifreiða-
íþróttaklúbbs Reykjavíkur en í
tengslum við þann skóla verður
haldið æfingarall þar sem ein-
göngu byrjendur hafa þátttöku-
rétt.
AKUREYRI
L.A. sýnir Herbergi 213
LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir „Herbergi 213 eða Pétur Mandolin" eftir
Jökul Jakobsson kl. 20.30 á sunnudaginn. Leikstjóri er Lárus Ýmir
Óskarsson en Leifur Þórarinsson hefur samið tónlistina við verkið. Með
aðalhlutverkin fara Gestur Einar Jónasson, Sunna Borg, Sigurveig
Jónsdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Svanhildur
Jóhannesdóttir.
KAMMERMÚSÍK
Verk eftir Mozart
Kammermúsíkklúbburinn held-
ur fjórðu tónleika starfsársins í
Norræna húsinu á morgun sunnu-
daginn 16. mars, kl. 20.30. Á
efnisskránni eru þrjú tónverk eft-
ir Mozart, tríó fyrir klarinettu,
víólu og píanó í Es-dúr og sónata
fyrir fiðlu og píanó í C-dúr og
kvartett fyrir fiðlu, selló, víólu og
píanó í Es-dúr. Flytjendur eru
Einar Jóhannesson, Mark Reed-
man, Stephan King, Carmel Russ-
ill og Philip Jenkins.
Málverk af Mozart frá því 1789.
TÓNLEIKAR
Hljómsveit og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Barnakór Garðabæjar frumflytja tónverk eftir
Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörnsson.
Tvö íslensk verk frumflutt
HLJÓMSVEIT og lúðrasveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur ásamt Barnakór Garðabæjar halda tónleika í
Háskólabíói í dag, laugardag, kl. 2 e.h. Þar verða frumflutt tvö íslensk verk fyrir kór og hljómsveit, samin að
beiðni skólans. Verk þessi eru „Orðagaman" eftir Jón Ásgeirsson og „Ljóti andarunginn" eftir Þorkel
Sigurbjörnsson.
SKÍÐI
Allar lyftur
í gangi ef
veður leyfir
SKÍÐALYFTURNAR í Skálafelli,
Bláfjöllum og Hveradölum verða
opnar almenningi um helgina kl.
10—18 ef veður leyfir. Allar
skíðalyftur í Hlíðarfjalli við Akur-
eyri verða sömuleiðis opnar um
helgina ef veður leyfir kl. 10—
17.30. Fyrir helgina var nægur og
góður snjór á ofangreindum
stöðum.
HÓTEL HOLT
Ljúffengar steikur og réttir
Á matseðli Hótel Holts um helg-
ina kennir ýmissa grasa en þar
mun Skúli Hansen yfirmatsveinn
og aðstoðarmenn hans kitla bragð-
lauka gestanna.
Meðal þess sem á boðstólum er í
hádeginu í dag er grísakóteletta,
gufusoðin smálúðuflök með rækju-
sósu, glóðarsteikt lambalæri og ofn-
bakaðar kálfalundir. í kvöld verður á
borðum hótelsins sjávarréttasalad,
rjóma-blómkálssúpa og heilsteiktur
nautahryggur ásamt Holtsvagninum
sem að þessu sinni inniheldur glóð-
arsteikt lambalæri bearnaise, fyllt-
an smokkfisk, chefs special og grísa-
lundir steiktar í koniaki.
I hádeginu á morgun veður boðið
upp á afmælisrétt hótelsins, létt-
reykt grísalæri og jarðarberja-
fromace. Annað kvöld verður Holts-
vagninn m.a. á ferð með glóðarsteikt
lambalæri, rjómasoðnar gellur og
kryddlagðar grísalundir.
Skúli Hansen matreiðslumaður á Holti (t.h.) ásamt Dagbjarti
Bjarnasyni lærlingi í eldhúsi hótelsins. U<»n' Kristján.