Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Viðvörun sem
vekur athygli
Fulltrúar launþejía og vinnuveitenda í Verðlagsráði hafa
einhuga hafnað reglugerð, sem ríkisstjórnin sendi
ráðinu til umsagnar, varðandi breyttar viðmiðunarreglur
við verðákvarðanir og svokallaða „niðurtalningarleið.“
Þessi afstaða og samstaða vekur athygli í ljósi yfirlýsinga
stjórnarinnar um samráð við aðila vinnumarkaðarins í
efnahagsmálum.
I samþykkt Verðlagsráðs segir, „að verðbólgan verði ekki
kveðin niður með því einu að setja reglur um hámarksverð-
hækkanir.“ Þar segir og að reglugerðin, ef staðfest verði,
setji Verðlagsráði „þröngar skorður,“ auk þess sem ekki sé
á færi ráðsins að meta hverju sinni breytingar á helztu
þáttum efnahagsmála.
Ovissuþættir um lagastoðir efnisatriða í reglugerðinni
vega og þungt. Lög um kjaramál frá 1978 fela í sér að
verðákvörðun þurfi staðfestingu ríkisstjórnar, en hins
vegar eru þar ekki heimildir til að telja niður verðlagið.
Verðlagslög fela heldur ekki í sér heimildir til að breyta
lögboðnum verðviðmiðunarreglum ráðsins. Verðlagsráð
vekur athygli ríkisstjórnarinnar á ágreiningi um, hvort
nægilega skýrar og ákveðnar lagaheimildir um þessi efni
séu fyrir hendi, og telur, að slík lagaleg óvissa gæti leitt til
vefengingar verðákvarðana. Það varar því einróma við
setningu reglugerðar á grundvelli þeirra efnispunkta, sem
ríkisstjórnin sendi því til umsagnar.
Verðlagsráð er skipað fulltrúum Alþýðusambands
Islands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Verzlunar-
ráðs, Vinnuveitendasambands og Sambands ísl. samvinnu-
félaga, auk fulltrúa skipaðra af hæstarétti. Fulltrúar þess
spanna því flest hagsmunarsvið þjóðlífsins. Einróma
viðvörun þessara fulltrúa til ríkisstjórnarínnar vekur því
alþjóðarathygli.
Þolinmæðin þrot-
in — tafarlaus lausn
Yeigamikill þáttur mannréttinda er kosningarétturinn.
Hörður Ólafsson hrl. hefur nú kært til Evrópuráðs þá
mismunun, sem er á kosningarétti Islendinga eftir búsetu,
og sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna afrit af
kærunni. Þá hefur verið stofnuð í Reykjavík Lýðræðis-
nefnd, sem hyggst beita sér fyrir jöfnun kosningaréttar í
landinu.
Nefndin hefur vakið athygli á því að Island er eina landið
í heiminum, ef S-Afríka er undanskilin, sem hefur
lögfestan ójafnan kosningarétt. Ef „manngildi" íslendinga
er mælt í atkvæðisrétti, lítur dæmið þannig út í
samanburði nefndarinnar: hver Vestfirðingur hefur 4.80
atkvæði, hver kjósandi í Norðurlandi vestra 4.36, hver
Austfirðingur 4.00, hver Sunnlendingur 3.00, hver kjósandi
í Norðurlandi eystra 2.29, hver Reykvíkingur 1.26 — miðað
við 1 atkvæði hvers Reyknesings. Þessar tölur eru
grundvallaðar á kjósendafjölda að baki hverjum þingmanni
í síðustu Alþingiskosningum.
„Eigum við að láta hið sama gilda um forsetakosningar?"
spyr Hörður Ólafsson, talsmaður nefndarinnar.
Ibúar landsins búa við margs konar aðstöðumun, sem á
ýmsa grein er strjálbýlisfólki óhagstæður. Þann aðstöðu-
mun verður að jafna eftir öðrum leiðum en þeim, sem liggja
um mismunun í mannréttindum eins og kosningarétti.
Persónubundin mannréttindi eiga að vera óháð búsetu og
sem jöfnust. í þessu efni er langlundargeð fólks, sem er
ranglæti beitt, þrotið. Aðgerðaleysi stjórnmálamanna í
umbúðum faguryrða dugar ekki lengur. Þess vegna eru
samtök á almannavettvangi að rísa upp til að mótmæla
vinnubrögðum, sem felast í fyrirheitum, er gefendur hafa
saltað niður í vanefndir. I óvissu íslenzkra stjórnmála veit
enginn, hvenær gengið verður til þingkosninga næst. Þar af
leiðir að engin lausn er viðunandi í þessu máli nema
tafarlaus lausn.
Peter Woodrow/OBSERVER
EFTIRLEIKURINN — Vannærð og veikluö Kampútseuhnáta í flóttamannabúöum í Thailandi.
Með morðtólum
gegn menningu
Fyrir norð-austan höfuðborg
Kampútseu, meðfram þjóðvegi
nr. 7, liggja fatatætlur og bús-
áhöld á víð og dreif. Við okkur
var sagt: „Það var þarna, sem
fólk var neytt til að afklæðast og
fleygja frá sér eigum sínum.“
Þegar við komum lengra, rák-
umst við á opna gryfju, nokk-
urra metra langa. í henni voru
skinin bein, hauskúpur og fata-
ræflar. Okkur var bent á sífellt
fleiri grafir. Sumar voru nýopn-
ar og óþefurinn var hræðilegur.
Fylgdarmenn okkar voru
kæruleysislegir. „Jú, þetta gerð-
ist um alla Kampútseu. Nei,
þetta voru ekki eingöngu
menntamenn, borgaralegir
kapítalistar, heldur leiguliðar,
bændur, fiskimenn." Hve marg-
ir? „Við teljum að hér séu
grafnir um það bil 10.000, en það
eru margir fleiri svona staðir
hinum megin við ána.“
Það sem gerðist í Kampútseu,
var að ríkisstjórn Pol Pots var
ákveðin í að mynda þjóð, sem
ekki bæri nein merki vestrænnar
menningar, en til hennar töldust
vélar, lyf, skólar og allt þeim
viðkomandi. Þetta var grimmd-
arleg tilraun til algers endur-
skipulags þjóðfélags, sem nærri
tókst.
Nú er stjorn Heng Samrins,
sem er háð Víetnömum, er ráku
Pol Pot frá völdum, að hefja
endurreisn þjóðfélags Khmera.
Fáir stjórnlærðir
eftir
Alþjóðastofnanir telja, að um
fimm og hálf milljón manna búi
á yfirráðasvæði stjornar Heng
Samrins, tíu sinnum fleiri en
búa á svæðum nálægt landa-
mærum Thailands, þar sem leif-
ar hers Pol Pots og hermenn
Heng Samrins berjast.
Stjórn Heng Samrins hefur
tekist að ná saman þjálfuðu fólki
með mismunandi stjornmála-
skoðanir, án tillits til fyrri
sambanda þeirra. Embættis-
menn, sem við áttum skipti við, í
ráðuneytum heilbrigðismála,
landbúnaðar og menntamála,
höfðu gegnt ábyrgðarstöðum á
vegum stjórna Sihanouks, Lon
Nols eða Rauðu Khmeranna við
upphaf stjórnár þeirra. En menn
með þjálfun í stjórnarstörfum
eru fáir, svo margir hafa verið
drepnir eða hafa flúið til Thai-
lands.
Stjórnin segist sjálf vera „til
bráðabirgða", meðan beðið sé
nýrrar stjórnarskrár og full-
trúasamkomu, sem ákveða muni
stefnuna í þjóðmálum. Slíkar
ákvarðanir eru nú teknar af
byltingarráðinu, sem er hópur
stuðningsmanna Heng Samrins,
er tóku þátt í baráttunni gegn
Pol Pot.
Án tillits til stjórnmálaskoð-
ana sinna láta Kampútseumenn
í ljós furðu á því, hve fáar
ríkisstjórnir hafa viðurkennt
stjórn Heng Samrins, eða að
minnsta kosti afneitað stjórn
Pol Pots.
Það er mikið talað um, að
Víetnamar, sem eru óvinir
Kampútseumanna frá fornu fari,
skuli vera áfram í landinu. Ekki
ber mikið á hermönnum þeirra í
höfuðborginni. Flestir eru þeir
vestantil í landinu, þar sem enn
er barist.
Líkt og fyrrum
En áhrif Víetnama eru mikil í
ráðuneytum. Það minnti mig á
daga bandarísku „ráðgjafanna“
fyrir 1975, þegar ég vann í
Suður-Víetnam.
Kampútseumenn segja gjarn-
an, að þeir séu að byrja „fyrir
neðan núllpunktinn". Þeir hika
ekki við að kvarta undan ráðríku
Víetnömunum, sem þeir vinna
með. En þeir staðhæfa jafn
ákveðið, að innrás Víetnama
hafi verið eina leiðin til að losa
landið við „Pol Potistana"
hræðilegu.
Það verða daglegar framfarir í
Kampútseu. Verksmiðjur eru
opnaðar að nýju, rafmagn fæst
aftur, vatnsveitur eru starfrækt-
ar á ný, nýjar stjórnardeildir
hefja störf hægt og bítandi og
skólar eru opnaðir. Alþjóðlegt
hjálparstarf undir forystu
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, Rauða krossins og Oxfam
er að verða virkara og starfs-
menn hjálparstofnana segja að
þeir beri traust til ríkisstjórnar-
innar og Víetnam við dreifingu
hjálpargagna.
Tafir og stöðvanir hafa orðið
vegna erfiðleika á flutningum og
skorts á hæfum stjórnendum í
þjónustu ríkisins. Starfsmenn
hjálparstofnana hafa enga
ástæðu til að ætla að hjálpar-
gögn hafi verið send til hersins
eða til Víetnams.