Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Rannsókn neyzlu- og baðvatns á ferðmannastöðum: Bæta þarf umbúnað vatnsbóla og verja þau gegn mengun Heilbrigðiseftirlit ríkisins rann- sakaði í samvinnu við Náttúru- verndarráð sl. sumar neyzluvatn og baðvatn á sjö fjölsóttum ferða- mannastöðum á landinu. Hefur Heiibrigðiseftirlitið gefið út skýrslu þar sem greint er fi'á rannsókninni, en í formála hennar segir m.a. að talið hafi verið brýnt að kanna hugsanlega mengun á fjölsóttum ferðamannastöðum einkum í óbyggðum þar sem vænta má minna eftirlits af hálfu heil- brigðisyfirvalda. en rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar hcr á landi. Segir að ljóst sé af niðurstöðum rannsóknanna að víða sé aðgæzlu þörf og þess vænst að viðkomandi yrirvöld geri nauð- synlegar ráðstafanir til varnar frekari mengun. Valdir voru 7 staðir til rannsókn- anna: Þórsmörk, Landmannalaug- ar, Hveravellir, Nýidalur, Herðu- breiðalindir, Jókulsárgljúfur og Skaftafell. Á alla þessa staði eru skipulagðar ferðir yfir sumarið en mjög mismunandi hreinlætisað- staða, en á þeim öllum eru gæzlu- menn Náttúruverndarráðs eða Ferðafélags íslands. Á tveimur INNLENT stöðunum, Hveravölium og Land- mannalaugum eru náttúrulegar laugar mikið notaðar af ferðamönn- um, en sem fyrr segir var rannsak- að neyzluvatn og baðvatn. Alls bárust gerlarannsóknastof- um 60 vatnssýni, 45 neyzluvatns- sýni og 15 baðvatnssýni er voru rannsökuð og metin. Ekki fannst salmonellasýkill í neinu þessara vatnssýna. Af neyzluvatni bárust 45 sýni og skiptast þannig að mati gerlastofu að 28 eru nothæf eða 62%, 9 sýni eru gölluð og 8 reyndust ónothæf, en vatnið telst nothæft þegar heildargerlafjöldinn er 100 ccm, gallað þegar heildargerlafjöld- inn er 100—1.000 ccm og ónothæft þegar fjöldinn er yfir 1.000 ccm. Af baðvatni bárust 15 sýni og reyndust þau öll metin ónothæf vegna gerla- mengunar, en ekki ræktuðust salm- onellabakteríur úr sýnunum. Niðurstöður rannsókna þessara leiddu i ljós að úrbóta er þörf á nokkrum stöðum, segir í niðurstöð- um skýrslunnar og síðan: Vinna þarf staðal eða viðmiðunarreglu, líkt og gerist með nágrannaþjóðum til gerlafræðilegs mats á náttúru- böðum. Bæta þarf umbúnað vatns- bóla og vernda gegn mengun á nokkrum stöðum. Koma þarf upp viðunandi hreinlætisaðstöðu þar sem hún er ekki þegar fyrir hendi. Vinna þarf að úrbótum er leiði til bættrar aðstöðu og umgengni ferðafólks við landið. Eyvind Möller DANSKI píanóieikarinn Eyvind Möller heldur tónleika í samkomu- sal Norræna hússins n.k. mánudag og hef jast þeir kl. 20:30. Eyvind Möller fæddist árið 1917 og nam við Konunglega tónlistarhá- skólann í Höfn m.a. hjá Victor Schiöler, svo og í París og Sviss. Hefur hann frá árinu 1945 verið kennari við Tónlistarháskólanrl í Kaupmannahöfn. í frétt frá Nor- ræna húsinu segir m.a. svo um tónlistarmanninn: Eyvind Möller hefur farið fjölda tónlistarferða um Evrópu, bæði sem einleikari og undirleikari og sem kammertónlistarmaður og leikið inn á fjölmargar hljómplötur. Hann fór eihnig til Ameríku 1976 og lék þá m.a. sem einleikari með kammer- hljómsveit Chicago-borgar. Hann hefur tvívegis fengið Det danske grammofonpris. Stærsta skip flot- ans kemur í dag STÆRSTA skip íslenzka ílotans, m.s. Selnes, var væntanlegt til landsins í fyrsta skipti fyrir hádegi í dag. Mun skipið íosa 5500 tonn af kvarsi í Grundar- tanga, sem fer til Járnblendi- verksmiðjunnar þar. Skipið kem- ur frá Noregi og mun það halda þangað á ný strax eftir helgina til þess að sækja járngrýti til Járnblendiverksmiðjunnar. Selnes er eign ísskips hf. sem er dótturfyrirtæki Nesskips hf. Skip- ið er 3645 brúttólestir að stærð. Það var afhent nýju eigendunum um miðjan desember s.l. en síðan hefur það verið í ýmsum sigling- um, m.a. til Bandaríkjanna. Skip- stjóri er Gunnar Magnússon. Færri ferða- menn koma til Islands FERÐAFÓLKI á leið til íslands fækkaði nokkuð í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra, en í febrúar í ár komu alls 3.982 ferðamenn til landsins, en voru 4.878 í febrúar í fyrra. Islendingar voru 2.268 og út- lendingar 1.624 í ár en í fyrra voru Islendingar 2.416 og út- lendingar 2.462 þannig að fækk- un erlendra ferðamanna er öllu meiri. Frá áramótum til febrúarloka hafa komið til landsins 8.336 ferðamenn en á sama tíma í fyrra voru þeir 10.263. Landlæknisembættið: Upplýsingaherferð um flúorgjafir til barna í töfluformi Danskur píanóleik- ari í Norræna húsinu LAðÍDLÆKNISEMBÆTTIÐ er um þessar mundir að hefja upplýsinga- herferð meðal sveitarfélaga um flúorgjafir til barna í töfluformi og er í þvi sambandi stuðst við ágætan árangur er náðst hefur við líkar aðgerðir í Reykjavik á undanförn- um árum, segir Ólafur Ólafsson landiæknir í greinargerð er hann hefur tekið saman um mál þetta. I greinargerð landlæknis kemur fram að samkvæmt skýrslum skóla- tannlækna í Reykjavík finnist að meðaltali 5 skemmdar fullorðins- tennur í skólabörnum á aldrinum 6—12 ára og að áliti þeirra sé unnt að koma í veg fyrir flestar tann- skemmdir með nákvæmri og tíðri tannburstun, takmörkun á kolvetna- áti og með að auka flúorinnihald vatns eða fæðu þar sem flúortekja er rýr. Um 200 milljónir manna meðal 30 þjóða í Evrópu og Ameríku njóta nú flúorbætts drykkjarvatns og segir í greinargerð landlæknis að áratuga- reynsla sé fyrir því að með þessari aðferð megi minnka tannskemmdir um 50—70%. Með því að gefa börn- um á aldrinum 0—12 ára flúortöflur næst 20—60% árangur og með því að bursta tennur með flúorupplausn tvisvar á ári er unnt að fyrirbyggja 20—40% tannskemmda. Síðan segir í greinargerð landlæknis: „Þó að mik- ill áróður hafi verið rekinn fyrir flúor-meðferð er árangur ekki sem skyldi og er orsök tregðu margra gegn almennri flúorgjöf til barna m.a. magnaður villuáróður nokkurra „náttúruverndarmanna" og ofsa- trúarflokka s.s. John Bird Society í Bandaríkjunum gegn flúorgjöf. Telja þeir að dánartíðni vegna krabba- meins hafi aukist til muna meira þar sem flúor er bætt í drykkjarvatn en þar sem slíkt hefur ekki verið gert. Heilbrigðisyfirvöld í framangreind- um löndum hafa lagt fram ítarleg gögn um að framangreindar stað- hæfingar um krabbameinshættu eru staðlausir stafir." Landlæknir neitar því ekki að mótrök séu til og bendir m.a. á skert frelsi manna til að velja sér þá fæðu er þeir kjósa og að örfáir einstaklingar gætu átt það á hættu að fá of mikið flúor ef því væri bætt í drykkjarvatn, t.d. sjúklingar með nýrnasjúkdóma ú háu stigi, sjúkl- ingar með „diabetes Insipidus“ og ungbörn sem nærist eingöngu á þurrmjólk. Vestfirðingar að fylla rækjukvótann RÆKJUVEIÐAR voru stundaðar á þremur veiðisvæðum við Vest- firði í febrúarmánuði. 59 bátar voru að veiðum í mánuðinum og öfluðu samtals 893 lestir. Rækjuaflinn á vertíðinni er þá orðinn 1712 lestir, en á haust- vertíðinni fengust 1956 lestir. Eru því komnar á land frá því í haust 3.668 lestir, en leyfilegur afli á haust- og vetrarvertíð er 4.000 lestir. Aflinn skiptist þannig eftir veiðisvæðum í febrúar: Arnar- fjörður 102 lestir á 8 báta, ísa- fjarðardjúp 544 lestir á 37 bátá, Húnaflói 247 lestir á 14 báta. Sýning á tillög- um umsafnahús í Borgarfirði SÝNING á tillögum um safnahús í Borgarfirði sem haldin var á veg- um Arkitektafélags íslands verður opin almenningi í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, í dag, laugardaginn 15. mars, og á morgun, sunnudag- inn 16. mars, kl. 14—20. Aðgangur er ókeypis. Menningar verðlaun Dagblaðsins afhent Kór Tónskóla Sigursveins á ferðalagi UM bESSA helgi mun Kór Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar syngja á tveimur stöðum á Vesturlandi. Laugardagskvöld kl. 8.00 heldur kórinn tónleika í Grundarfjarðarkirkju og á sunnudag kl. 3 í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal. Á söngskrá eru bæði innlend og erlend lög m.a. eftir Gastoldi, Brahms. Ravel, Sigursvein D. Kristinsson og Jón Ásgeirsson. Stjórnandi kórsins er Sigursveinn Magnússon. í GÆR fór fram í Þingholti, Hótel Holti, afhending Menning- arverðlauna DB fyrir árið 1979 og er þetta í annað sinn sem þau eru afhent. Voru veittar viður- kenningar í fimm greinum, bók- menntum, leiklist, tónlist, mynd- list og byggingalist og eru þær í formi Iágmynda sem Haukur Dór leirkerasmiður hefur hannað fyrir blaðið ásamt Ófeigi Björns- syni gullsmið. Dómnefndir voru skipaðar í hverri grein og sátu í þeim öllum þrír aðilar, gagnrýn- endur DB og kunnáttumenn utan blaðsins, auk þess sem lesendum blaðsins var gefinn kostur á að senda nefndum ábendingar. Eftirfarandi aðilar hlutu Menn- ingarverðlaun DB í þetta sinn: Bókm.: Sigurður A. Magnússon rithöfundur fyrir bók sína „Undir kalstjörnu". Leiklist: Kjartan Ragnarsson fyrir leikgerð sína af Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson. Tónlist: Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manuela Wiesler flautuleikari fyrir frábær tónlist- arstörf. Myndlist: Ríkharður Valtingoj- er myndlistarmaður, sem fulltrúi hinnar ört vaxandi grafíklistar, sem sérstæður listamaður, grafíkkennari og baráttumaður fyrir hagsmunum myndlistar- fólks. Byggingalist: Manfreð Vil- hjálmsson og Þorvaldur S. Þor- valdsson fyrir garðhús við kirkju- garðinn í Hafnarfirði. I fyrra hlutu þessar viðurkenn- ingar: Ása Sólveig fyrir bók sína „Einkamál Stefaníu", Stefán Bald- ursson leikstjóri, Þorgerður Ing- ólfsdóttir kórstjóri, Gallerí Suður- gata 7 og Gunnar Hansson fyrir biðskýlið á Hlemmi. Þá gerði Jónína Guðnadóttir leirkerasmið- ur sérstaka verðlaunagripi fyrir DB. Vitni vantar að árekstri KL. 00.50 hinn 11. jan. s.l. varð árekstur milli bifreiðanna R- 43334, sem er Citröen fólksbifreið og E-738, sem er Taunus fólksbif- reið á Reykjanesbraut við Álfta- bakka. Ágreiningur er með öku- mönnum varðandi aðdraganda að árekstrinum. Óskar Slysarann- sóknardeild lögreglunnar, ef ein- hver vitni hafa orðið að þessum árekstri, að þau hafi samband.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.