Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
33
Eru dætur ekki
ráðherraefni?
Á FYRSTA degi nýju ríkisstjórnarinnar spurði
fréttamaður Pálma Jónsson, nýorðinn landbúnaðar-
ráðherra, hvort það ráðherraembætti gengi í arf í
fjölskyldu hans, en faðir Pálma, Jón á Akri, var
landbúnaðarráðherra á sínum tíma. „Það getur
verið,“ svaraði Pálmi, „ég á son“! / /
Sím-
við formann Sambands
ungra Sjálfstæðismanna
81803 —
Jón Magnússon hér —
Gangskör var að berast sein-
asta blað af STEFNI, mál-
gagni S.U.S. Þetta er hið
vandaðasta blað — en eins og
fyrri daginn fátt um penna-
færar konur. Hvað veldur?
Færri konur skrifa í STEFNI sem og önnur blöð og
tímarit en karlar. Skýringin er sú, að konur virðast
veigra sér við að tjá sig í rituðu máli og á stærri
fundum. Á smærri fundum láta þær hins vegar meira
til sín taka.
Mér hefur fundist eftirtektarvert, að þær konur, sem
taka þátt í félagsstörfum eru mjög samviskusamar —
oftast samviskusamari en karlar og áhugi þeirra síst
minni.
Fæstar þeirra hafa þó áhuga á því að vera í
sviðsljósinu og reyna yfirleitt að koma sér hjá því að
vera þar.
Annars finnst mér að það sé að verða breyting á
viðhorfum — sérstaklega hjá yngri konum, þær eru
framsæknari, stoltari og síðast en ekki síst sannfærðar
um að þær standi karlmönnum ekkert að baki.
Eg held því að það sé aðeins tímaspursmál, hvenær
jafnmargar konur og karlar skrifa í STEFNl, sitja í
bæjarstjórnum og/ eða á Alþingi — en það er fyrst og
fremst undir þeim sjálfum komið.
Þær komast ekki áfram á því að vera konur, heldur
sem sterkir einstaklingar, sem þora að standa fyrir
sínu og eru reiðubúnar að fórna því, sem til þarf til
þess. Eg vona að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem allra
flestar slíkar konur til liðs við sig og þær fái þann sess,
sem þeim ber í íslenskum stjórnmálum og félagsmál-
um — ég ítreka þær eiga leikinn ef þær vilja — og
STEFNIR er þeim að sjálfsögðu opinn.
um fíkniefnum inn í landið, toll-
frjáls innflutningur ferðamanna á
þeim er ekki enn þá leyfilegur og
verður vonandi aldrei, en hvers
má vænta? Ef Pétur eða Páll
kæmi og heimtaði að fá í sinn
tollfrjálsa farangur fíkniefni, er-
um við þá alveg viss um svar
viðkomandi ráðherra hverju sinni,
og hversu lengi verðum við það ef
svo heldur fram sem horfir? Það
er jafn auðvelt fyrir ráðherra að
leysa fíkniefni úr innflutnings-
banni með smá breytingu á sömu
reglugerð, og slakað var á um
innflutning áfengs öls.
Við höfum þegar alltof mikið
böl, og allskonar vandræði af
áfengi sem eykst með hverjum
áfengisútsölustað, eða ölkrá, þótt
sumir vilji hafa þá sem flesta, og
telji til menningarauka, en að
mínu mati er aðeins einn menn-
ingarauki í sambandi við áfengi,
það er að neyta þess ekki. Af
eiturlyfjum höfum við næga
reynslu til að sjá í hvaða hörm-
ungar notkun þeirra leiðir, og við
hljótum að harma, hversu at-
hafnasamir landar okkar virðast
vera hér heima og erlendis, með
útvegun og dreifingu þessara
fíkniefna, eftir því sem fjölmiðlar
herma, og er að mínu mati landi
og þjóð lítill sómi að, því ekkert
veit ég aumara í viðskiptum
manna og þjóða en að valda öðrum
viljandi böli, og þannig mun í raun
flestum farið. Ekkert samfélag
manna fær staðist án boða og
banna, það sáu þeir þegar í
upphafi mannkyns, og því voru
hin 10 boðorð sett, til að standa
um alla framtíð, sem grunnur til
að byggja á farsæl samskipti
manna og þjóða, nokkurs konar
stjórnarskrá alheimsins, þótt
misjafnlega hafi tekist stjórnunin,
og svo mun enn verða af þeirri
einföldu ástæðu, að stjórnendurn-
ir eru og verða mannlegir menn,
misjafnlega búnir hæfileikum til
að stjórna, en stjórna samt.
Látrun, góudaginn fyrsta 1980.
Þórður Jónsson.
Þessi er 23 feta, glænýr og glóðvolgur úr mótum Mótunar h/f í Hafnarfirði. Hér er
hann í sinni fyrstu siglingu og rennur létt yfir hafflötinn á 30 sjómílna hraða,
knúinn áfram af 145 hestafla Mercruiser-dísilvél af nýrri gerð sem sagt er frá í
meðfylgjandi grein. i.jósmvnd. n.s.
Ný dísilvél frá Mer-
cruiser-verksmiðjumim
EKKI er óeðlilegt að sport-
bátaáhugamenn fylgist náið
með og af áhuga þegar nýjar
skemmtibáta-dísilvélar
koma á markaðinn og ekki
þá síður þegar þær koma frá
jafn þekktum framleiðend-
um og Mercruiser-verksmiðj-
urnar eru. Auk þess eru
dísilvélar forvitnilegri fyrir
það að bensínvélin hlýtur að
víkja fyrir dísilvélinni í
skemmtibátum hérlendis,
þar sem bensínið er jafn
geigvænlega skattlagt og
raun ber vitni. Undarlegt og
fáheyrt má það teljast, að
bátaeigendur hér skuli þurfa
að borga vegaskatt af því
bensíni sem bátar þeirra
brenna á sjó. Eitt af okkar
fáheyrðu endemum. Fyrir
stuttu var sjósettur í Hafn-
arfirði 23ja feta plast-
skemmtibátur frá Mótun.
Var hann með nýja gerð af
145 h.a. Mercruiser-dísilvél,
þá fyrstu sinnar tegundar
hérlendis. Er þessi nýja vél
athyglisverð fyrir marga
hluti. Það sem fyrst vekur
athygli manns er hvað fyrir-
ferðarlítil hún er miðað við
hestöflin sem í henni búa. Ég
brá mér í prufusiglingu á
þessum báti með hinni nýju,
forvitnilegu vél. Ekki varð sú
ferð mér til vonbrigða. Sem
fyrr segir var þetta 23 feta
Mótunarbátur sem er all-
þungur, enda sérstaklega
styrktur þar sem honum er
ætlað erfitt hlutverk, en það
er að verða þátttakandi í
sjóralli umhverfis landið á
sumri komanda. Auk þess
hefði ég haldið að botnlag
bátsins krefðist nokkuð mik-
illar vélarorku til þess að
báturinn yrði léttur og
frískur í viðbragði og á
siglingu. Þegar þetta er haft
í huga, verð ég að segja, að ég
undraðist hvað þessi 145 h.a.
vél fór létt með sitt hlutverk,
er hún þeytti bátnum upp í
30 sjómílna ganghraða á
augabragði, því hefði ég ekki
trúað að óreyndu. Margt
fleira vakti athygli mína og
þá ekki síst hversu þýðgeng
vélin er, af dísilvél að vera,
en skýringuna er meðal ann-
ars að finna í því, að vélin
situr á fjórum mótorpúðum
(venjulega eru þeir tveir)
sem taka af skjálfta og
Bátar
Umsjón HAFSTEINN
SVEINSSON
Þetta drif er frá Mercruiser-
verksmiðjunum og er fylgifiskur
vélarinnar sem sagt er frá í
meðfylgjandi grein. Það er sér-
lega glæsilegt útlits, auk þess
sem það er mörgum kostum búið.
Glöggt ættu að sjást hinar sterku
vökvalyftur (pover trim) báðum
megin á drifleggnum. Þeim er
hægt að stjórna með hnappi i
mælaborði, þannig að hægt er að
halia drifinu undir fullu vélar-
átaki, sem er þýðingarmikið i
mörgum tiivikum. Með réttum
halla drifsins er hægt að nýta
betur vélarorkuna. Auðveldara
er að ná bátnum i plan (það er á
lárétta stöðu á vatnsfietinum) og
halda honum í því, sem þýðir
aftur minni mótstaða báts við
vatnið, með því sparast eldsneyti,
ennfremur er þetta sériega hent-
ugt á grunnu vatni. Auðvelt er að
lyfta drifhælnum upp fyrir
neðsta punkt bátsins, þetta eru
þægindi þegar bátur er tekinn á
vagn. Kostur er að ef drifhæll
rekst niður á grynningar býr
drifið yfir þeim eiginleika að
geta hrokkið upp og þar með
varið sig fyrir broti og skemmd á
skrúfu en síðan sígur það sjálf-
krafa niður í sína fyrri stöðu án
þess að mannshöndin komi til.
titring, sem alls ekki finnst
þótt vélin gangi lausagang og
þá enn síður undir álagi.
Ekki vár annað að heyra en
vélin væri hljóðlát sem er
mikill kostur, því fátt þreytir
meira en mikill hávaði. Kost-
ur er hvað startari vélarinn-
pr er ofarlega á henni þannig
að hann sleppur við sjó, sem
kynni að safnast fyrir í
bátnum í mikilli ágjöf, sömu-
leiðis við rigningarvatn og er
þetta öryggisatriði. Gúmmí-
tengi er milli vélar og drifs
sem mýkir skiptinguna, enda
heyrast hvorki né finnast
högg er skipting á sér stað
aftur á bak eða fram, tel ég
það mikinn kost. Vatnskælda
forþjöppu hefur þessi vél,
sem gefur henni meiri orku.
Vélin er fjögurra strokka,
vegur með drifi um 530 kg.
Hún er gefin upp fyrir 3000
snúninga á mínútu og á að
þola það álag klukkutímum
saman. Verksmiðjan telur
2800 snúninga á mínútu
mjög heppilegan snúnings-
hraða á löngum siglingum.
Vélinni fylgir sambyggt
vökvastýri sem er mjög létt í
notkun, en þó rásfast og
örúggt. Mælar fylgja að
sjálfsögðu vélinni, en mættu
að ósekju vera útlitsbetri.
Umboðsmaður vélanna tjáði
mér að meiningin væri að
allir algengustu varahlutir
yrðu ávallt til í Tollvöru-
geymslunni.
Umboð á íslandi: Magnús
Ó. Ólafsson, Garðastræti 12.