Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
Þórir S. GudhfrKsson
Rúna <» isladóltir
PIB
COPIMMCIN
BR <bA
Reyndu
aftur og
aftur
Hann er alls ekki á þeim
buxunum, strákurinn á mynd-
inni, að gefast upp við verkefni
sitt. Hann fékk sér lítinn
bandspotta og batt litlar kúlur
úr álpappír við sitt hvorn enda.
Siðan tók hann um miðjan
spottann og sneri þeim í hring.
Það tókst vel og hann dansaði
af kæti. En þá var hann beðinn
um að reyna að snúa þeim í sitt
hvora áttina — og þá fór málið
að vandast. Hann beit á jaxlinn
og reyndi aftur og aftur þangað
til það heppnaðist.
Reynið nú sjálf. Þetta getur
verið mikil list — og reynir á
þolinmæðina. Ekki gefast upp.
-&&&&&L
.. \ %
X v
.J^L
I OO f „
(íf| o
i.
r
SkemmtileKar minningar
Fríöur J., 9 ára, Hafnarfirði.
FJALLGANGA
Kex-tré
„Óþekktaranginn þinn“,
hrópði Krumma-mamma.
„Hvað ertu eiginlega að
gera, drengur?“
Krummi litli sat í birki-
trénu og borðaði kex.
Mylsnan sáldraðist um allt
og féll á jörðina.
„Krummar eiga ekki að
borða kex,“ sagði
Krumma-mamma og
skammaði strákinn sinn.
„Krummar eiga að borða
ánamaðka, drengur minn.
En ef þig langar svona
mikið til að borða kex, þá
verðurðu að læra að borða
almennilega og án þess að
sulla svona út um allt. Ætli
það endi ekki með því að
hér fari að vaxa kex-tré allt
í kring um okkur."
Og viti menn. Áður en
nokkrar vikur voru liðnar
spruttu upp kex-tré allt í
kring um fallega birkitréð.
Börnin í nágrenninu hóp-
uðust um kex-trén og borð-
uðu og borðuðu, því að kex
var eitt það besta, sem þau
fengu.
En krummum geðjast
ekki að hávaðasömum
börnum. Þeir urðu að flytj-
ast á brott og finna sér
kyrrlátan stað.
„Allt í lagi,“ sagði
Krumma-mamma." „Við
skulum sætta okkur við að
flytja. Kex er ágætt fyrir
börn, en krumma-börn eiga
að borða ánamaðka! Og
hana nú.“
Kjartan Arnórsson
rn eiDP/gfru
M
-E&Efi EKKI KObOlNN
frLLfi LBIÐ Nl£>Vl? 6NNþfi!