Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Guðjón Þórarinsson Ofjörð — Minning Fæddur 17. september 1890 Dáinn 30. janúar 1980 Bóndi er bústólpi, — bú er landstólpi — því skal hann virður vel. J.H. Aldamótakynslóðin er nú sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu. A árinu sem leið féllu úr tölu lifenda hér um Borgarfjörð og Mýrar nær tugur manna, kominn um áttrætt, þar af ein kona, sem náði 100 ára aldri og aðrir þrír, yfir nírætt. Þetta sýnir hvílíkur töggur hefur verið í þessu fólki, sem tók þó út sinn þroska við þau frumstæðu lífsskilyrði, sem gilt höfðu nálega frá upphafi íslands byggðar. Þess verður þó að geta, að allt fram yfir síðustu aldamót var barnadauði mikill í landinu og féllu þá oft þeir einstaklingar, sem veikbyggðastir voru. Þannig varð það hraustasta fólkið, sem til fulls aldurs komst, öðrum fremur. Kann hér að felast nokkur skýring á langlífi þessarar merku kynslóð- ar. Og nú, á fyrsta mánuði hins nýbyrjaða árs, hafa fjórir úr þessum aldursflokki fallið í val- inn, — allir úr bændastétt. I þeim línum, sem á eftir fara, verður leitast við að minnast að nokkru eins þessara manna, Guðjóns Þór- arinssonar, bónda í Lækjarbug í Mýrarsýslu, en hann andaðist að heimili sínu þann 30. jan. s.l., á nítugasta aldursári. Guðjón í Lækjarbug — eins og hann var æfinlega nefndur — var fæddur 17. sept. 1890. Foreldrar hans vóru Þórarinn Vigfússon Öfjörð, bóndi í Fossnesi í Gnúp- verjahreppi og Guðný Oddsdóttir, kona hans. Hann var tekinn til fósturs á 2. ári, af barnlausum hjónum í Lækjarbug, þeim Jóni Snorrasyni Norðfjörð og konu hans, Guðrúnu Jónsdóttur, sem lengi var þjónandi ljósmóðir og farsæl í starfi. Hjá þessum hjón- um ólst Guðjón upp, og í Lækjar- bug átti hann heima, alla sína löngu ævi. Guðrún var föðursystir Guðjóns. Ég sem þessar línur rita, ólst upp — nokkrum árum yngri — á næsta bæ við Lækjarbug og man Guðjón fyrst, þegar hann var um fermingaraldur. Þá voru enn við líði í okkar sveit hinar aldagömlu búskaparvenjur, að færa frá ám í byrjun sláttar og hafa þær í kvíum yfir sumarið. Þessu fylgdi það að þeirra varð að gæta allt vorið og var þeim smalað upp á hvern einasta dag, því engin ær mátti týnast úr hópnum eða tap- ast í fjallið, eins og það var kallað. Vorum við strákarnir ekki gamlir, þegar farið var að láta okkur smala á vorin og síðan sitja yfir ánum eftir fráfærur og fram á engjaslátt. Ég man, sem smánagg- ur, að Guðjón kom stundum við í Einholtum, þegar hann var að smala, — var þá kannske sendur, einhverra erinda, því mikill vin- skapur var á milli bæjanna. Móðir mín vildi jafnan fá drenginn til að staldra við, svo hún gæti bugað einhverju að honum, en hann var þess oftast ófús, — sagðist þá eiga eftir að smala hagana að austan- verðu, og fékkst oft með naumind- um til að koma inn í eldhúsið. Og til var það, að hann hljóp af stað með brauðsneið í hendinni. Það má því segja að snemma hafi krókurinn beygst að því, sem verða vildi, því Guðjón var alla tíð áhugamaður um það, sem hann hafði ákveðið að taka sér fyrir hendur. — Eftir að við vorum báðir komnir á efri ár, rifjaði ég þetta upp fyrir honum, einhverju sinni. Mundi hann vel hve móðir mín var honum oft notaleg, hálf- þreyttum smaladrengnum. Fann ég þá að honum þótti gott að minnast þessara löngu liðnu tíma. Guðrún í Lækjarbug var nafn- kunnur kvenskörungur og réði allt eins miklu og bóndi hennar um alla stjorn á heimilinu, bæði utan húss og innan. Guðjón var fóstur- foreldrum sínum mjög kær og varð snemma virkur þátttakandi í allri búsýslu í bænum. Lækjar- bugsheimilið hafði lengið verið vel bjargálna og viðurkennt fyrir rausn og myndarskap. Þar var + Maöurinn minn og faöir okkar, STEFÁN EIRÍKSSON Noröurgötu 54, Akureyri, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 17. marz kl. 13.30. Jódís Kristín Jósefsdóttir, Eiríkur Stefánsson, Hulda Stefánsdóttir. t Sonur minn, stjúpsonur og bróöir, SÆVAR JENSSON Bergstaóastræti 43 A, sem lést af slysförum þann 7. marz, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 18. marz kl. 3. Halldóra Guömundsdóttir, Baldvin L. Sigurösson og systkini. + Þökkum innilega öllum þeim er vottuöu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HAUKS GÍSLASONAR Hásteinsvegi 36, Vestmannaeyjum. Ásdís Guömundsdóttir, dætur hins látna og aörir vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför GUÐRIÐAR SIGUROARDÓTTUR Siguröur Jónsson, Sigrún Siguröardóttír, Geröur Siguröardóttir, örn Sigurösson, Rúnar Sigurösson. þingstaður hreppsins, og alfara- leið meðfram Hítará, lát utan við túnfótinn mjög fjölfarin, meðan ferðast var á hestum. Það bar því margan gest að garði þar á þessum árum. — Fyrst þegar ég man eftir, var reisulegur, gamall torfbær í Lækjarbug, og loftbað- stofa. En vorið 1912 er hafist handa um að byggja nýtt íbúðar- hús á bænum. Vera má að Guðjón, þá liðlega tvítugur, hafi ýtt undir þessa framkvæmd. Þetta er tveggja hæða steinhús og stendur enn í fornu gildi, sem íbúðarhús. Guðjón byrjaði snemma sjálf- stæðan búskap á hluta af jörðinni, móti fósturforeldrum sínum. Sam- vinna var milli heimilanna um alla útivinnu og eining mikil um alla hluti. Var ég eitt sinn, ungl- ingur innan við tvítugt, hálfsmán- aðartíma við heyskap í Lækjarbug — líklega hjá gömlu hjónunum, og sá þá vinnubrögð Guðjóns við heyskapinn. Vissi ég þá ekki nema einn jafnoka hans við þessi verk, og varla nokkurn honum meiri sláttumann, mest vegna þess, hvað hann hafði gott lag á því, að láta ljáinn bíta vel. Hann lagði á stiginn hverfistein og gerði ljáinn svo þunnan við egg, að hann svignaði undan nögl. Þetta sýndi hann mér. Þannig léku öll verk í höndum hans, því maðurinn var bráðlaginn og smiður góður, bæði á tré og járn. — Þegar ég er að rifja þetta upp nuna, eftir öll þessi ár, dettur mér það í hug, að Guðjón var ekkert fljótur að fá sér sláttuvél, eftir að þær komust í gagnið. Hafði ég orð á þessu við hann — hverju þetta sætti, og túnið hjá honum allt rennislétt. Og svarið var. Blessaður vertu! Það er ekki nema til gamans að renna ljánum yfir það. — Og þetta var víst satt. Oll verk voru honum eins og leikur. En sláttuvélin kom nú samt, þó síðar yrði. Engjaheyskapur var fremur reytingssamur í Lækjarbug og sumir engjablettirnir langt í burtu. Lengi fram eftir árum sótti Guðjón heyskap upp í svonefndan Skógaflóa, undir Fagraskógafjalli og hafði þar oft sömu spilduna ár eftir ár. Þarna var mikið og grasgefið slægjuland, og meira en bæirnir undir fjallinu gátu nytjað fyrir sig. Þetta hey flutti Guðjón æfinlega heim á klifjahestum að sumrinu, þó nokkuð löng væri leiðin. — Þrátt fyrir þessa örðug- leika á öflun heyja, fram eftir árum, heyrði ég þess aldrei getið, að Guðjón í Lækjarbug yrði hey- laus, heldur miklu fremur hitt, að hjá honum væru fyrningar meiri en mörgum hinna, sem hægara ættu um fóðuröflun. Hann rak alla tíð arðsamt bú, ekki síst vegna þess að hann fór vel með allar skepnur svo að jafnvel til fyrirmyndar var. Hann var gædd- ur þeim búhyggindum, sem í hag komu hverju sinni, — og fór það ekki framhjá neinum. Eftir að nýrækt nútímans kom til sögunn- ar í Lækjarbug, lagðist að sjálf- sögðu allur þessi úthagaheyskapur niður. Guðjón í Lækjarbug var að eðlisfari glaðsinna maður og góð- ur viðmælis, talaði fremur hratt og hafði gaman af góðlátlegri kímni. Hann fór þó vel með sitt næma skopskin og var óáreytinn maður í orðum. Hann var manna vörpulegastur að vallarsýn, hvat- legur í hreyfingum, með sérstak- lega festulegan svip, — enda var hann enginn veifiskati. Guðjón hafði yndi af góðum hestum og átti margan gæðinginn um dag- ana, enda reiðvegir góðir nærri Lækjarbug. Á meðan hann stund- aði engjaheyskapinn átti hann marga væna vinnuhesta. Hann hafði gaman af því að sumarið 1977 kom mynd af heybandslest í búnaðarblaðinu Frey, sem hann sagði að væri af sínum eigin hestum. Til sannindamerkis sendi hann mér frummyndina til sam- anburðar, tilgreindi ljósmyndar- ann og hvaða ár myndin var tekin (1931). Upplýsingar um þetta sendi hann Frey á sínum tíma. — Hann spurði mig hvort mér þætti ekki fara sæmilega á hestunum, eftir langa ferð. Sjálfur kvaðst hann hafa bundið upp á. Jú, mér fannst það. — Guðjón var næstum barnslega glaður yfir hestunum sínum. Ekki er hægt að segja að Guðjón í Lækjarbug tæki mikinn þátt í opinberum félagsmálum, — hann gekk t.d. aldrei í ungmennafélagið, sem flestir á hans reki gerðu þó á sínum tíma. Ekki var þetta af því, Heiðar Pálma- son — Kveðja Fæddur 31. júlí 1935. Dáinn 29. febrúar 1980. „En meóan árin þreyta hjórtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og hlómjíast ævinleKa þitt bjarta vor i hugum vina þinna." (Úr ljóði Tómasar um Jón Thoroddsen látinn) Heiðar Pálmason var fæddur 31. júlí 1935 að Svarfhóli í Laxárdal í Dölum vestur. Foreldrar hans voru hjónin Pálmi Finnbogason ættaður frá Sauðafelli í Miðdöl- um, látinn fyrir nokkrum árum og Steinunn Sigurbjörnsdóttir, frá Jörva í Haukadal, sem má nú þola þá raun að horfa á eftir öðrum syni á bezta aldri. Heiðar var yngstur þriggja bræðra, þeirra elztur var Finnbogi sem andaðist rúmlega fertugur að aldri, var kvæntur Rannveigu Ólafsdóttur og áttu þau tvo syni, og Ólafur bóndi í Engihlíð í Laxárdal, kona hans var Hrafnhildur Sigurðar- dóttir og eiga þau fjögur börn. Heiðar ólst upp að Svarfhóli og fluttist ekki þaðan fyrr en eftir að hann hafði fest ráð sitt, gengið að eiga Vivi Kristóbertsdóttur og settu þau saman bú sitt í Búðar- dal. Þau hjón eignuðust börnin Kristóbert Óla og Díönu Ósk. Heiðar var í mörg ár starfsmaður Kaupfélags Hvammsfjarðar og gat sér þar gott orð fyrir prútt fas og drenglyndi. Hann réðst til starfa hjá útibúi Búnaðarbankans í Búðardal fyrir nokkrum árum og var þar sem annars staðar mæta vel látinn. Því lengri tíð sem líður skynjum við æ betur gildi vináttunnar og þeirra tengsla sem við myndum á æsku og mótunarárunum, og skilningurinn eykst á því að gott er hverjum að eiga ljúfar minn- ingar í hugskotunum, og þakklæti fyrir að hafa átt leið með góðu fólki, sem skipti miklu á þeim árum og allar götur upp frá því. Sjálfri hefur mér alltaf fundizt það vera mér mikilsháttar lán að kynnast Dalamönnum, er ég var í sveit á barns og unglingsárum hjá þeim horfnu höfðingshjónum Þórði Jónssyni og Nönnu Stefáns- dóttur í Hjarðarholti. Síðan er alltaf líkt og að koma heim að ganga þar um garða og margt öðlingsfólkið fyrr og síðar, sem ég hef átt kynni við og tengst sterk- um böndum. Við Heiðar kynnt- umst fyrir tuttugu og sjö sumrum; þá var lífið framundan svo langt sem augað eygði og hver dagur fullur af eftirvæntingu og kátri gleði, áhyggjur af bagsi og brauðstriti ekki komnar til sög- að hann væri andvígur hreyfing- unni, heldur líklega fremur af einhverskonar hlédrægni. Hann komst þó ekki hjá því að sitja í hreppsnefnd eitt kjörtímabil eða svo, og sóknarnefndarmaður kirkju sinnar að Staðarhrauni var hann lengi, og lengst af formaður hennar. Leitarstjóri í haustieitum á upprekstrarsvæði Hítardalsrétt- ar var hann yfir 40 ár. Þess er áður getið að Guðjón byrjaði ungur búskap í Lækjar- bug. Þann 7. dag júnímánaðar 1913 gekk hann að eiga yndislega konu, sem var tæpu ári yngri en hann, Valgerði Stefánsdóttur frá Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. For- eldrar hennar voru Stefán Stef- ánsson, fyrrum bóndi í Skutulsey og kona hans, Ingibjörg Jónas- dóttir. Þetta sama vor byrjuðu ungu hjónin búskap á halfri jörð- inni, eins og áður er sagt. Með Kristínu Illugadóttur hafði Guð- jón þá eignast son, Valtý, fyrrver- andi bæjarstjóra og útibússtjóra í Keflavík, og var Guðrún fóstra hans í uppvextinum. Hann er giftur Elínu Þorkelsdóttur frá Álftá. Þau Guðjón og Valgerður eignuðust tvær dætur, Guðrúnu gifta Gísla Þórðarsyni í Mýrdal Kolbeinsstaðahreppi, og Guðríði (Gyðu) gifta Franklín Jónssyni verkstjóra í Reykjavík. Ungu hjónin í Lækjarbug nutu sinnar lífshamingju litla stund, eða aðeins í fimm og hálft ár, því þessi elskulega, unga kona varð spönsku veikinni að bráð. Hún andaðist 22. des. 1918, á 28. aldursári. Þá urðu dapurleg jól í Lækjarbug, eins og víðar á voru landi, á því sorgarinnar ári. — Nú stóð bóndinn ungi uppi, með telp- urnar sínar tvær móðurlausar, aðra fimm en hina tveggja ára, auk drengsins, sem þá var átta ára. En Guðrún ljósmóðir, fóstra hans, átti enn mikið eftir af sinni miklu starfsorku, kona, fimmtíu og þriggja ára gömul. Hún tók nú telpurnar að sér líka, en drengur- inn hafði alist upp hjá henni. Og heimilinu í Lækjarbug var borgið um sinn. En atvikin í lífi manns geta stundum verið margslungin. — Ung kona í sveitinni, María Guð- mundsdóttir á Álftá, giftist um þetta leiti efnilegum ungum manni, Sveinbirni Sveinssyni, sem verið hafði um skeið vinnumaður hjá bróður hennar, bóndanum á Álftá. Þessi ungu hjón reistu bú á bæ í fjarlægri sveit. En eftir fá ár missir María mann sinn. Leitar hún þá aftur heim í sveitina sína, með kornunga dóttur þeirra hjóna, Sigríði að nafni, síðar hjúkrunarkona í Reykjavík. — unnar, hvað þá heldur að annað hvarflaði að en framtíðin hlyti að verða ljómandi dægileg. Ég er meira að segja i um, að það hefði vakið ugg með okkur, þótt við hefðum vitað, að tímaglasið hans vantaði þá ekki nema nokkur ár upp á að vera hálft. Á þessum árum er dauðinn fjarlægur og ákaflega óraunverulegur ungu, fólki og óráðnu. Síðan vorum við vinir, þótt kannski tognaði á þeim böndum, hvort færi sinn veg og oft væri vík milli vina mörg síðustu ár. Hann er mér dýrmætur þáttur æskuára minna og fyrir það er þakkað nú, þegar klippt hefur verið á þau bönd um sinn. Ég sendi konunni hans og börnunum og öðrum þeim sem þótti vænt um hann samúð- arkveðjur. Jóhanna Krístjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.