Morgunblaðið - 15.03.1980, Side 43

Morgunblaðið - 15.03.1980, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 43 Opin bréf til íslensku þjóðarinnar Mörg ykkar kunna að hafa dregið í efa tilboð það, sem ég hef gert í því skyni að bæta íslandi væntanlegt tjón, sem hlytist af því að hvalveiðum yrði hætt hér á landi með öllu. Mig langar að gera svolitla grein fyrir þessari ákvörðun í því, sem hér fer á eftir. 1. Fé það sem um er rætt er ekki frá mér komið. Því mun vonandi verða safnað af hinum ýmsu stuðnings- aðilum í Bandaríkjunum. 2. Peningar þessir munu því aðeins standa til boða að hvalveiðum verði hætt hér á landi. Ástæðan til þess að margar þjóðir heims eru uggandi vegna áframhaldandi hval- veiða eru sem hér segir: Aðferðir þær sem notaðar eru við hvaladráp eru vægast sagt grimmdarlegar og ómann- úðlegar, vegna þess að dauða- stríð hvalanna tekur oftast of langan tíma. í öllum öðrum tilvikum þar sem dýr eru deydd í hagnaðarskyni er þess krafist lögum samkvæmt, að þau séu aflífuð á hraðvirkan, sársaukalausan og mannúðleg- an hátt. Á meðal siðaðra þjóða þykir þetta sjálfsagður hiuti menningar. Ekki er unnt að réttlæta hrottalegar aðferðir við dráp hvala nema að líf manna liggi við. Afurðir unnar úr hvölum, eins og smjörlíki, varalitur, smurolíur og tiltölulega lítið magn af kjöti til manneldis geta ekki réttlætt þá grimmd, sem felst í því að drepa þessi óviðjafnanlegu dýr með skutl- um. Að lokum, góðir íslendingar, er vert að hafa það í huga, að hvalir eru hluti af fegurð þessa heims ekki síður en fuglar himinsins, fjöllin ykkar, ár og vötn. Þeir eiga rétt á tilvist í votum heimkynnum sínum, frjálsir, kvikir og þó huldir til þess að halda við einhverju stórkostlegasta undri sköpun- arverksins. Dr. Chris Davey, Mt. Sinai Hospital, 4300 Alton Road. Florida 33140, U.S.A. P.S. Ef einhver hefði áhuga á að fá frekari vitneskju um þessi mál, sendið mér línu. C.D. í framhaldi af þessu bréfi langar mig rétt að minnast á stutt viðtal, sem birtist í einu dagblaðanna fyrir skömmu. Þar er haft eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals h/f að koma dr. Chris Davey hefði verið „brandari í skammdeginu". Var helst að skilja á athafnamanni þessum að þarna væri komið kjörið tækifæri til að létta mönnum stundirnar á nú aflíðandi góu. Ég ætla ekki að fara að þjarka við Kristján um efni þetta. Við munum seint verða sammála, heldur láta lesendur um að dæma. Árni W. Hjálmarsson. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI I SlMAR: 17152-173S3 Matur framreiddur frá kl. 19.00. Boröapantanir frá kl. 16.00. Sfmi 86220. Áskiljum okkur rétt til aö ráöstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30. Spariklasðnaður, INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD Hljómsveit Garðars Jóhannessonar leikur. Aögangur og miöasala frá kl. 8. Sími 12826. Sparikiæönaöur. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Borðpantanir í síma 20221, eftir kl. 16.00. Áskiljum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum borðum eftir kl. 20.30. Dansað til kl. 2.30 SUIVNUDAGSHÁDEGI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUINA Vegna 15 ára afmælis Hótel Holts bjóðum við svínakjöt á kynningarverði SUNNUDAGUR 16/3 Reykt svínslæri m/rauðvínssósu og eftirréttur Kr. 3.980,- Hálft gjald fyrir börn 12 ára og yngri BERGSTAÐASTR/tTI 37 SIMI 21011 ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Yócsiciofe STAÐUR HINNA VANDLATU OPIÐ í KVÖLD FRÁ 8-3 Hljómsveitin Galdrakarlar leikur fyrir dansi. Discótek á neðri hæð. Fjölbreyttur matseðili að venju. Borðapantanir eru í síma 23333. Áskiljum okkur rétt tii að ráðstafa borðum eftir kl. 21.00 Spariklæðnaður eingöngu ieifður. ♦r Discótek og lifandi músik á fjórum hæðum 1* (£ kJúbljutinn B) * * ★ ★ ★ ★ ★ ★ GOTT KYÖLD í KLÚBBNUM... Rétt er það, ef þú vilt eiga gott kvöld og skemmta þér vel, þá liggur leiðin að sjálf- sögðu ekkert annað en í Klúbbinn... Við bjóðum að venju lifandi músik á fjórðu hæð og er músikin í umsjá hljóm- sveitarinnar GOÐGÁ — Við allra hæfi Þú hefur svo um að velja 3 aðrar hæðir sem hver býður upp á sína sérstöku stemm- ingu. Einhver þeirra hentar þér... VERTU SVO I BETRI GALLANUM OG HAFÐU MEÐ ÞÉR NAFNSKÍRTEINI ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Blaöaummæli: — Pabbi, mig langar aö sjá hana aftur. M. Ól. Vísir — Léttur húmor yfir myndinni. . Mbl. — Græskulaus gamanmynd. I.H. ÞjóöviljinnJ —Þaö er létt yfir þessari mynd og hún er fullorðnum| notaleg skemmtun og börnin voru ánægö. J. G. Tíminn. — Yfir allri myndinni er léttur og Ijúfmannlegur blær.| G. A. Helgarpósturinn. — Veiðiferöin er öll tekin úti í náttúrunni og er mjög I falleg ... Því eru allir hvattir til aö fara aö sjá íslenska| mynd um íslenskt fólk í íslensku umhverfi. I. H. Dbl. Sýnd í Austurbæjarbíói. Miðaverð kr. 1.800.-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.