Morgunblaðið - 15.03.1980, Page 45
í
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980
45
stundi það að gera menn óreglu-
sama með allskonar ögrunum og
jafnvel þvingunum!
Það er einkennilegt hversu oft
menn þurfa að segja fólki sann-
leikann sem er þó á hverju
götuhorni og þarf ekki götuhorn
til. En það er nú svona að þó menn
þreifi á og brenni sig, þá er eins og
það sé látið lönd og leið og bara
brennt sig aftur, þ.e. þegar um
áfengið er að ræða. Það er talað
um fræðslu. Mikið rétt, en hafa
menn eymd og volæðið ekki dag-
lega fyrir augunum? Eru ekki
dæmin deginum ljósari? En það er
nú svona samt. Það þarf að alltaf
að vera að minna á.“
• Hann ætti góða
íbúð ef ...
„Ég hitti fyrir nokkru ungan
mann. Hann hafði snemma byrjað
á drykkjunni. Eytt hverjum þeim
eyri sem hann innvann sér og látið
svo foreldrana sjá fyrir sér þegar
því var að skifta. Nú var hann
búinn að fastna sér konu en
vantaði íbúð. Nú rann upp fyrir
honum ljós. Hann var að reyna að
reikna fyrri daga út og komst að
raun um að ef hann hefði ekki eytt
öllu í verra en ekki neitt, þá ætti
hann góða íbúð til að bjóða maka
sínum inn í. Hváð skyldu þeir vera
margir í slíkum sporum? I upphafi
skyldi endirinn skoða. En það er
nú mörgum erfitt. Og þer sem
byrja á drykkjunni eru vissir um
það í upphafi að þetta þurfi ekki
að verða neitt mikið. En svo
kemur bara áframhaldið og áður
en varir er Bakkus búinn að ná
undirtökunum og þá er ekki að
sökum að spyrja. Lífið sett að veði.
Hvílík viðskifti. Það þætti ekki
gott í Sigurðarbúð var sagt í
gamla daga.
Já, hann var reglumaður sagði
gamla konan og það var trygging-
in. Og eru ekki regiumennirnir
trygging þjóðarinnar fyrir heil-
brigðum lifnaðarháttum? Vissu-
lega. Þetta þurfa þeir sem mæna á
flöskuna að skilja. Hver einstakl-
ingur er dýrmætur landi og þjóð.
Árni Helgason.“
• Á hvaða leið
er sjónvarpið?
Síðastliðið mánudagskvöld,
10. marz, var sýnt enskt sjón-
varpsleikrit „Framadraumur"
eftir einhverja konu, sem líka lék í
myndinni. Það vakti furðu mína,
að þessi mynd skyldi hafa verið
valin til sýningar. Hver réð því?
Fyrst og fremst var hún afar
tilbreytingarsnauð og leiðinieg, en
til þess að bæta upp fjörleysið
voru bæði samtölin og ýmis til-
brigði hið argasta klám. Fyrir
hverja er verið að sýna slíka
mynd? Laugardagsskemmtimynd-
in „Löður" virðist ætla að verða
sams konar samsuða. Ef þetta er
smekkur ráðamanna sjónvarpsins
væri ekki úr vegi að aðrir með
menningarlegri smekk fengju
tækifæri til að stjórna innkaupum
á skemmtiefni. Menningarauki
geta myndir eins og þessar
ómögulega talist, því klám getur
aldrei orðið annað en smekklaus
lágkúra.
9337-4169
Þessir hringdu . . .
• Með hárið
ofan í augum
G.G. hringdi:
„Á baksíðu Morgunblaðsins í
dag (fimmtudaginn 13. marz) er
mynd af fólki sem er að vinna í
loðnufrystingu. Þar er kvenmaður
við vinnu með hárið langt ofan í
munn. Á bls. 12 í sama blaði er
önnur slík vinnumynd og þar eru
bæði karlmenn og kvenmenn með
hárið lafandi ofan í það, sem þau
eru að vinna við. En á bls. 35 er
mynd með grein um einhverja
ráðstefnu í Eyjum, og þar er
stúlka í fiskvinnslu með hárið
mjög snyrtilega bundið og er
nokkur munur á. Einnig er karl-
maður á þeirri mynd með hatt á
höfði, og eru þau bæði mjög
snyrtilega til fara í fallegum
hreinlegum fatnaði.
Þessi slóðaskapur fólks, eins og
tvær fyrstnefndu myndirnar bera
með sér, nær að mínu mati engri
átt. Matur, og þá sérstaklega
fiskur, er útflutningsvara sem við
þurfum að vinna álit annarra
þjóða á. Hvernig er það, á ekki
heilbrigðiseftirlit að fylgjast með
þessu? Annars finnst mér að
eigendur slíkra verksmiðja ættu
að sjá sóma sinn í því að ekki þurfi
hvað eftir annað að reka augun í
slíkar myndir í fjölmiðlum okkar.“
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
í Evrópukeppni sveita í Skara í
Svíþjóð í janúar kom þessi staða
upp í skák stórmeistaranna Erm-
enkovs, Búlgaríu, og Portisch,
Ungverjalandi, sem hafði svart og
átti leik.
31. ...— Dxg2+, 32. Hxg2 —
Hxg2+, 33. Khl — Rg3+ og hvítur
gafst upp.
HÖGNI HREKKVISI
V'* © 1980
McNaught Syud.. l»c.
„(W fie tH' ■ ■ ■'
mSARHIR
Kim...
Til sölu
sokkar, vettlingar og ýmsir handunnir munir.
Opiö frá kl. 1—4, 5 daga vikunnar. Munirnir eru til
sýnis og sölu á 3. hæö og í föndursal.
Elli- og hjúkrunarheimiliö Grund
Til sölu
rúmgóö og björt 3ja herb. íbúð í snyrtilegri blokk í
vesturbænum. Ný teppi. Sér hiti. Suöur svalir.
Uppl. í síma 13938.
Fyrir
þvottahús
fjjölbýlishúsa
VANDLÁTIR VEUA
WESTING HOUSE
Westinghouse þvottavélin og þurrkar-
inn eru byggð til að standa hlið við
hlið, undir borðplötu eða hvort ofan á
öðru við enda borðs i eldhúsi eða
þvottahúsi, þar sem gott skipulag nýtir
rýmið til hins ýtrasta.
Traustbyggðar vélar með 30 ára
reynslu hér á landi.
Þið getið verið
örugg sé vélin Westinghouse
KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ!
við veitum allar nánari upplýsingar.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjólfstæðísflokksins
veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum
frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns
fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum
boðiö að notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 15. marz, veröa til viötals Magnús L.
Sveinsson og Margrét S. Einarsdóttir, Magnús er í
stjórn verkamannabústaða, atvinnumálanefnd,
umhverfismálaráöi, framkvæmdaráöi, stjórn Inn-
kaupastofnunar og Sjúkrasamlagsstjórn. Margrét
er í heilbrigöismálaráöi, jafnréttisnefnd, leikvalla-
nefnd og þjóöhátíðarnefnd.