Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 47 Úrslitaleikurinn í ensku deildarbikarkeppninni í dag: Síðasti möguieiki beggja liða á sæti í UEFA-keppninni NOTTINGHAM Forest og Wolv- erhampton leika til úrslita um deildarhikarinn enska á Wembl- ey leikvanginum i Lundúnum á morgun. Uppselt er á leikinn. 100.000 manns troða sér inn. Það er að miklu að keppa íyrir lið þessi. Það er ekki aðeins bikarinn sjálfur sem er eftirsóknarverður, heldur tryggir sigur í leiknum viðkomandi liði sæti i UEFA- bikarkeppninni á næstkomandi keppnistimabili. Úlfarnir eru það aftarlega á merinni i deild- arkeppninni, að þeir eiga ekki annan möguleika á UEFA sæti en þennan. Leggur liðið því að sjlfsögðu ofurkapp á þennan leik og hefur raunar mátt sjá það á úrslitum hjá Úlfunum í deild og FA-bikar að undanförnu, en þar hefur liðið verið gersamlega óút- reiknanlega, m.a. tapað heima fyrir Watford 0—3 og síðan unnið Aston Villa úti nokkrum dögum seinna 3—1. En Úlfarnir eru ekkert smeykir. Liðið hefur á að skipa tveimur af sleipustu miðherjum ensku knattspyrnunnar, þeim Andy Gray og John Richards. Samvinna þeirra í framlínu Úlfanna hefur verið með miklum ágætum í vetur og er ástæða til að gefa þeim góðar gætur. Ekki síst vegna þess, að Larry Lloyd, hinn sterki mið- vörður Forest getur ekki leikið vegna leikbanns. Það skyldi aldrei fara þannig að Andy Gray geri gæfumuninn, því að hann átti þess Braa sterkur á Holmenkollen Oddvar Braa, sem átti við las- leika að stríða og gat því ekki beitt sér sem skyldi á Olympíu- leikunum í Lake Placid, var sterkastur í 15 km göngu á hinni árlegu Holmenkollen-skíðahátíð. Þétta var í fyrsta skiptið í 8 ár sem Norðmaður sigrar í þessari göngukeppni. Braa sigraði m.a. Svíann Thomas Wassberg sem varð í öðru sæti. Höfðu þeir félagarnir umtalsverða yfirburði yfir aðra keppendur. Timi Braa var 45:40,6 mínútur, en tími Wassberg var hins vegar 46:09,5 mínútur. Braa hafði forystu í göngunni frá upphafi til enda. Norðmaðurinn Anders Bakken varð þriðji að þessu sinni, gekk vegalengdina á 46:19,7 mínútum og Harri Kirvesniemi frá Finn- landi varð í fjorða sæti, fékk tímann 46:20,4 mínútur. Tore Gullen frá Noregi varð fimmti og landi hans Lars Erik Eriksen varð sjötti. Finninn Juna Mieto, sem varð annar í sams konar göngu í Lake Placid á dögunum, varð að gera sé'r sjöunda sætið að góðu að þessu sinni. ÍA—KR í dag KR og ÍA leika í 8-liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ á Akranesi í dag og hefst leikurinn klukkan 13.30. Búast má við því að 3. deildar lið ÍA veiti KR harða keppni, liðið hefur leikið mjög vel að undan- förnu. kost að gerast leikmaður hjá Forest áður en hann gekk til liðs við Úlfanna. Fjórir leikmenn úr liði Wolv- erhamptön léku með liðinu síðast er liðið komst í úrslit deildarbik- arsins, þeir Palmar og Parkin úr vörninni og Hibbitt og Richards úr framherjasveitinni. Bæti Hibb- itt og Richards skoruðu við það tækifæri, en Úlfarnir lögðu þá að velli Manchester City 2—1. Allir utan þeirra, að einum undanskild- um leika nú á Wembley í fyrsta skiptið. Þessi eini undanskildi er auðvitað gamla kempan Emlyn Hughes, sem framkvæmdastjóri Wolves, John Barnwell keypti frá Liverpool fyrir smápening í upp- hafi keppnistímabilsins. Hughes hefur marg endurborgað kostnað- arverð sitt með góðum leikjum fyrir Úlfana. Og reynsla hans mun verða liðsmönnum hans dýrmæt í dag, því að kapinn hefur leikið fleiri slíka leiki á ferli sínum helsur en gengur og gerist. En hvað með Forest? „Við verðum að vinna þennan leik, því að frammistaða okkar í deildar- keppninni hefur verið slík, að við tryggjum okkur ekki sæti í UEFA-keppninni nema með því að sigra. Við verðum að hafa alla möguleika opna, við töpuðum fyrri leik okkar gegn Dynamó Berlín í Evrópukeppni meistaraliða og því alls ekki víst að við komumst áfram í þeirri keppni“ lét Brian Clough, hinn fjölvísi og snjalli framkvæmdastjóri Forest, hafa eftir sér fyrir skömmu. Satt er það, lið hans hefur verið óútreikn- anlegt á þessu keppnistímabili, ekki síður en lið mótherjanna. Má Hinn góði árangur Vals í Evrópukeppninni í handknatt- leik vakti mikla athygli. Félag- inu barst mikill fjöldi heillaóska- skeyta víðsvegar að. Lionsklúbb- urinn Þór færði handknatt- leiksdeild Vals nýverið svo tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur að gjöf. Helgi Ólafsson formaður Þórs afhenti gjöfina og lét svo ummælt að þctta ætti að virka sem hvatning til liðsins, og um leið fordæmi fyrir aðra ef þeir hefðu áhuga á að styrkja liðið fyrir góðan árangur. Helgi skilaði síðan bestu kveðjum frá öllum félögum í Þór. • Ken Hibbitt skoraði mark siðast er hann lék á Wembley. Geri hann það aftur, gæti það skipt sköpum i leiknum. t.d. benda á að liðið tapaði fyrir skömmu fyrir Bolton 0—1 og vann síðan Tottenham skömmu síðar 4—0. Þannig hefur þetta gengið hjá Forezt á þessu keppnistíma- bili. En svo hefur engu að síður virst, að lið Forest sé eins sterkt og það þarf að vera undir þeim kringumstæðum sem upp hafa komið. Þess vegna veðja flestir á liðið sem líklegan sigurvegara í úrslitunum í dag. Liðið verður þó án Larry Lloyd, en það á ekki að koma að sök, félagið á góða varamenn, annars væri liðið ekki eins gott og raun ber vitni. Baráttan fer sennilega fyrst og fremst fram á vallarmiðjunni. Þar munu eigast við annars vegar þier Daniel, Carr, Hibbitt hjá Ulfunum og hins vegar þeir McGovern, O’Neil og Bowles hjá Forest. Gæti það orðið gríðarleg rimma, þar sem allir þessir kappar búa bæði yfir mikilli keppnisreynslu og hæfni. Þarna ráðast sennilega úrslitin, þar sem bæði lið hafa á að skipa beittum sóknarmönnum og hörðum varnarmönnum og markvörðum. Þetta er síðasti möguleiki beggja liða til þess að komast í Evrópukeppni, því verður hart barist. Það kom síðan fram í stuttu ávarpi sem Þórður Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar- innar hélt að þessi peningagjöf kæmi sér vel fyrir deildina. Kostn- aður við Evrópukeppnina væri mikill, og til gamans mætti geta þess að peningaveltan eingöngu við þá keppni væri um 23 milljónir í ár. Þá væri nú ljóst að tekjur Vals af úrslitaleiknum sem fram fer í Munchen verðu minni en vonir Vals stóðu til. Alþjóðahand- knattleikssambandið fær svo til allar tekjur af leiknum í sinn vasa, svo og greiðslur vegna sjónvarps- útsendinga. — þr. • Ilelgi Ólafsson formaður Þórs (t.v.) færir Þórði Sigurðssyni formanni handknattleiksdeildarinnar peningagjöfina. Ljósm. Kristján Lionsklúbburinn Þór færði Vals- mönnum góða gjöf Eigast þá við Víkingur og ís í Hagaskólanum og hefst leikurinn klukkan 19.00 á sunnudagskvöldið. Strax að leik loknum, eða um klukkan 20.15, keppa síðan sömu félög í 1. deild kvenna. Er þar nánast um úrslitaleikinn i deildinni að ræða. Bæði liðin hafa tapað tveimur stigum i mótinu til þessa og fyrri leikinn vann Víkingur mjög naumlega. Síðast leika siðan UBK og Þróttur i 1. deild kvenna og hefst leikur þeirra klukkan 21.30. Staðan á toppi 1. deildar karla er mjög tvísýn, UMFL hefur forystu eins og er. 22 stig eftir 14 leiki, Þróttur hefur 20 stig. cinnig eftir 14 leiki. Einn af fáum leikjum sem eftir eru, er viðureign Þróttar og UMFL í Reykjavík. Auk þess á UMFL eftir að leika gegn ÍS á Laugarvatni og Þróttur á eftir að mæta Víkingi. UMSE er fallið í 2. deild og sæti liðsins í 1. deild tekur Völsungur frá Húsavík. Skíði: Bikar og punktamót í skíðagöngu verður haldið í Hveradölum í dag og hefst það klukkan 14.00. Nafnakall verður klukkan 13.00. Keppt verður í öllum flokkum karla og kvenna. 58 keppendur hafa tilkynnt þátttöku, Fram, Hrönn og Skíðafélag Reykjavíkur sjá um fram- kvæmd mótsins. Keppt verður í bikarkeppni SSÍ í svigi og stórsvigi í Bláfjöllum. Keppt verður í stórsvigi í dag og svigi á morgun. Ásdis Alfreðsdóttir er efst í stigakeppni SSÍ i kvennaflokki með 130 stig, hins vegar er Árni Þór Árnason efstur í karlaflokki með 95 stig. Knattspyrna: íslandsmeistaramótið í knattspyrnu innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni um helgina, hófst reyndar í gærkvöldi. Það hefst í dag klukkan 9.00 og stendur fram undir miðnætti. Eins á morgun. Alls taka 44 karlalið þátt í mótinu og leika 16 lið í A-riðli, 16 lið í B-riðli og 12 í C-riðli. I kvennaflokki keppa 5 lið og leika allir við alla í sama riðiinum. Júdó: Síðari hluti íslandsmótsins í júdó verður haldinn í íþróttahúsi Kennaraháskólans á morgun og hefst keppni klukkan 14.00. Verður þá keppt í opnum flokki karla og er reiknað með því að flestir sterkustu júdómenn landsins úr þyngri flokkunum láti sig ekki vanta. Þá verður einnig keppt i kvennaflokki og þyngdarflokkum unglinga 15-17 ára. Köríuknattleikur: Lokaspretturinn er nú hafinn í úrvalsdeildinni og fara þrír leikir fram áður en Mbl. kemur aftur út í nýrri viku. Klukkan 14.00 í dag eigast við ÍR og ÍS í Hagaskólanum, leikur sem hefur litla þýðingu. A morgun verður þó heldur meira í húfi, en þá mætast Fram og Njarðvík í Hagaskóla og hefst leikurinn klukkan 14.30.Fram á engra hagsmuna að gæta, en tapi Njarðvík stigunum, er möguleiki liðsins á titlinum rokinn út í veður og vind. Sigri UMFN Fram hins vegar, munu menn bíða spenntir eftir úrslitum þriðja leiksins, viðureignar Vals og KR í Laugardalshöll (ekki Laugardalsvelii eins og stendur í tilkynningu KKÍ) á mánudagskvöldið klukkan 20.00. Valur verður að sigra í þeim leik, nema að Njarðvík tapi fyrir Fram. Handknattleikur: Einn leikur fer fram í 1. deild karla. FH og Valur leika í Hafnarfirði á morgun og hefst leikurinn klukkan 20.30. Hins vegar fer fram úrslitakeppnin í yngri flokkunum og verður mikið að gerast og víða. Keppnin í 3. flokki karla fer fram í Vestmannaeyjum, 4. flokki karla í Hafnarfirði og 5. flokki karla að Varmá. Keppnin í 2. flokki kvenna fer fram á Akranesi og ioks verður keppt í 3. flokki kvenna á Selfossi. Á öllum stöðum verður keppt bæði í dag og á morgun. a nœstunm Úrslitaleikur meistarakeppni Evrópu Valur — Grosswallstadt 28. mars 5 daga ferö til Miinchen meö viökomu í Luxemburg. Verö kr: 174.700,- Fararstjórar: Jóhann Ingi Gunnarsson Landsliðsþjálfari, Ólafur H. Jónsson Handknattleiksmaður. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.