Morgunblaðið - 18.03.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Píanótónleikar á
Kjarvalsstöðum
Svissneskur píanóleikari, próf-
essor Sava Savoff frá Ziirich,
mun halda tónieika í kvöld á
Kjarvalsstöðum. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.30.
Á efnisskránni eru verk eftir
Franz Schubert. Undanfarna
daga hefur prófessor Savoff hald-
ið námskeið um túlkun píanó-
verka Schuberts í Tónlistarskól-
anum i Reykjavík.
Sava Savoff fæddist í Varna í
Búlgaríu, en hlaut menntun sína í
Þýzkalandi hjá Max Pauer og
Eduard Erdmann. Hann á langan
og farsælan feril að baki sem
tónlistaruppalandi, fyrst í Þýzka-
landi en síðan í fjóra áratugi í
Sviss.
Prófessor Savoff var 1 rúman
áratug rektor Tónlistarháskólans
í Zúrich og hefur lengi verið
yfirmaður píanódeildar þessa
skóla. Hann hefur haldið tónleika
víða um Evrópu og er sérstaklega
virtur fyrir túlkun sína á verkum
Schuberts.
Bann við togveiðuin
á Strandagrunni
Sjávarútvegsráðuneytið gaf í
gær út reglugerð um bann við
veiðum með fiot- og botnvörpu á
svæði á Strandagrunni, sem
markast af línum dregnum milli
eftirgreindra punkta:
1. 66°59’0 N,
2. 67°02’4 N,
3. 66°50’0 N,
4. 66°46’0 N,
22°45’0 V
21°47’0 V
21°36’0 V
22°31’0 V
Bann þetta, sem gildir um
óákveðinn tíma, er sett að tillögu
Hafrannsóknastofnunarinnar þar
sem smáþorsks hefúr endurtekið
orðið vart á þessu svæði og til
skyndilokana hefur komið af þeim
sökum. Hafrannsóknastofnun
mun áfram fylgjast með ástandi
fisks á þessu svæði.
Á meðfylgjandi korti er þetta
nýja svæði þverstrikað en svæðið
norðan þess er friðaða svæðið
norður af Kögri, sem að mestu
hefur verið óbreytt í nokkur ár.
Sava Savoff píanóleikari
Góð byrjun hjá Jóni og
Margeiri i Lone Pine
ÍSLENZKU skákmeisturunum
Margeiri Péturssyni og Jóni L.
BSRB:
Erindi um líf-
eyrissjóðinn
KRISTJÁN Thorlacius, formað-
ur Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja mun flytja erindi um
lifeyrissjóðsmál að Grettisgötu
89, miðvikudaginn 19. marz
klukkan 20,30.
Kristján á sæti í stjórn Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríksins og er
ástæða til þess, segir í fréttatil-
kynningu frá BSRB, að hvetja
félagsmenn til þess að að koma og
fræðast um þessi viðkvæmu og
þýðingarmiklu mál. Ástæða er til
að minna á að nýverið hefur
stjórn sjóðsins tekið ákvörðun um
verðtryggingu lífeyrissjóðslána og
sýnist sitt hverjum um ágæti
þeirrar ráðstöfunar.
Kristján Thorlacius mun að
auki fjalla um aðildarrétt að
sjóðunum, stofnun sjóðsins, lána-
réttindi og lánaskilmála.
Árnasyni gekk vel í 1. umferð
Luis D. Statham skákmótsins í
Lone Pine í Bandarikjunum,
sem hófst sl. sunnudag. Jón
vann bandariska stórmeistar-
ann Christiansen en Margeir
gerði jafntefli við stórmeistar-
ann Torre frá Filipseyjum.
Christiansen hafði hvítt gegn
Jóni og tefldi stíft til sóknar á
kóngsvæng en Jón blés til sóknar
á drottningarvæng. Tefldi Jón
skákina mjög vel og vann í 47
leikjum.
Margeir hafði svart gegn
Torre, sem fékk hagstætt tafl en
hann komst ekkert áleiðis gegn
öruggri taflmennsku Margeirs og
var jafntefli samið eftir 30 leiki.
Hamrahlíðarkórnum
vel f agnað á Húsavík
Húsavik, 17. marz.
HAMRAHLÍÐARKÓRINN
skemmti Húsvikingum sl. laug-
ardag með söng og hljóðfæra-
slætti undir frábærri stjórn Þor-
gerðar Ingólfsdóttur við mikla
hrifningu áheyrenda. Aðsókn var
góð, þvi menn eru hér minnugir
fyrri heimsóknar kórsins fyrir 3
árum.
Það vekur menn til umhugsunar
hvernig Menntaskólinn við Hamra
hlíð hefur getað haft starfandi kór
í 13 ár, sem að gæðum er á
heimsmælikvarða, en aðrir sam-
bærilegir skólar hafa enga kóra.
Rússarnir
koma
20. marz
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Mikið mannaval er að vanda á
þessu móti, ekki færri en 23
stórmeistarar en keppendur eru
alls 43 að tölu. Stigahæstu menn
eru Georghiu, Balashov, Larsen,
Geller, Miles, Gligoric, Browne,
Panno og Torre. Það vakti veru-
lega athygli að í 1. umferðinni
tapaði Browne fyrir kornungum
landa sínum Benjamin og Erm-
enkov varð að lúta í lægra haldi
fyrir ungum Bandaríkjamanni
Wilder að nafni.
Luis D. Statham er milljóna-
mæringur, sem stendur fyrir
mótinu og eru verðlaunin þau
ríflegustu sem þekkjast eða 6
milljónir fyrir 1. sætið. Tefldar
verða 9 umferðir eftir Monrad-
kerfi.
Leiðrétting
í Mbl. á sunnudaginn var frétt
um fund sem verður í Laugarnes-
kirkju í kvöld á vegum Kristilegs
félags heilbrigðisstétta. Fyrirsögn
á frétt þessari misritaðist en rétt
er hún þannig: Svar við gátu
þjáningarinnar. Eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Ekki væri sanngjarnt að gera
kröfu til þess, að allir skólar hefðu
jafngóða kóra og Hamrahlíðar-
kórinn er, en þeir ættu a.m.k. að
geta látið til sín heyra. Eða er ekki
til í landinu nema ein Þorgerður?
Þessi heimsókn Hamrahlíðar-
kórsins er menningarviðburður
hér úti á landsbyggðinni og ætti
ríkisvaldið að gera kórnum fjár-
hagslega fært að fara sem víðast
um landið. Rektor skólans, Guð-
mundur Arnlaugsson, var farar-
stjóri og má það vera honum
ánægja að fylgja slíkum æsku-
hópi. Fréttaritari
siglinga og fiskileitartæki frá SIMRAD
lausn sem skipstjóranum líkar!
SKIPPER 802 8 tommu þurrpappir, 4
aðalsvið að 2100 metrum, Ijóstölu dýpis-
teljarl innbyggður, rofi milli metra, faðma
og fet. Spenna 10,5-48 volt jafnstraum
eða 220 volt riðstraum, 750 watta sendl-
orka.
SKIPPER 603 6 tommu þurrpappir, 4
aðalsvið að 1100 metrum, sambyggður
Ijóstölu dýpisteljarl, 300 watta sendlorka,
spenna 11—40 volt jafnstraumur.
SKIPPER 701 4 tommu þurrpappir,
dýptarsvið að 560 metrum, 100 watta
sendiorka, 50 kf lórlða tiðni, 11-40 volta
jafnstraumur.
SKIPPER DX 60 résa Duplex ör-
bylgjustöð, sendlorka 25 wött og 1 watt,
auðveld að koma fyrir á vegg, borði eða i
loft, 24 volta jafnstraumur.
SKIPPER SJÁLFSTÝRING Sjálf-
stýring í allar gerðlr báta, hentugar við
allar gerðir kompása.
l
FRIDRIK A.-IO.\SSO\ HF.
BRÆÐRABORGARSTIG 1 — SIMAR 14135- 14340